Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 28
40 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Sviðsljós GJAFAHANDBÓK ///✓////✓/✓/✓////✓//////////// í hringiöu helgarinnar Fyrir stuttu voru 10 aðilar gerðir að heiðursfélögum í Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur. Á myndinni tekur Halldór E. Sigurðsson, fyrrv. ráð- herra, við heiðursskjali úr hendi Alfreðs Þorsteinssonar, formanns Fram- sóknarfélagsins, en aðrir sem voru heiðraðir voru Björn Guðmundsson, Garðar Þórhallsson, Hannes Pálsson, Helgi Bergs, Ingólfur Jónsson, Ing- var Bjömsson, Jónína Jónsdóttir, Kristján Benediktsson og Vilhjálmur Jónsson. Á afmælishátíð hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði sýndu hópar hestafólks á öllum aldri listir sýnar. Yngsti hópurinn samanstóð af þeim Sigrúnu Bjarnadóttur, Ingvaldi Erlendssyni, Bryndísi K. Sigurðardóttur, Þórhalli Sverrissyni, Unni Olgu Ingvarsdóttur, Sigurði Þórhallssyni, Gyðu Kristjánsdóttur og Bryndísi Snorradóttur. En á bak við þau leynist hestur- inn Sörli sem er nafni félagsins. Það voru næstum fjögur hundruð stangaveiðimenn og konur sem mættu í Perluna á laugardagskvöld þegar Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt árs- hátíð sína. Þar á meðal voru þeir Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Stöðv- ar 2, og Bjarni Árnason, veitingamaður í Perlunni. DV-mynd G.Bender Þrjú verk í eigu Listasafns ísiands á sýningunni Ný aðföng. DV-mynd HMR Ný aðföng Listasafns íslands: Kjarnyrði á myndmáli Á sýningu þeirri sem opnuð var í Listasafni íslands á laugardag á nýjum aðföngum gefst kærkomið tæki- færi til þess að velta fyrir sér megineinkennum mynd- listar samtímans. Hér eru verk tuttugu listamanna, flestra af yngri kynslóð, sýnd í tveimur efri sölum safnsins auk þess sem myndbönd eftir einn þessara tuttugu og þrjá til viðbótar eru sýnd í kjallara á aug- lýstum tíma. Verkin eru öll gerð á síðustu sex ánun og sýnendur eru allir á milli þrítugs og fimmtugs að Jóhanni Eyfells undanskildum og tengjast hvorki Septem né SÚM. Því má ætla að hér birtist í senn nýjabrumið í listinni og það sem verður síðar meir talið marka anda okkar tíma. Það sem eftir stendur þegar sýningin hefur verið skoðuð er knappur en fjóð- rænn þráður, eins konar kjarnyrði á myndmáli. Myndræn einföldun Segja má að tilhneigingin til myndrænnar einföldun- ar hafi fyrst komið fram í hérlendri list með afgerandi hætti á flórða áratugnum í verkum listamanna á borð við Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Þorvald Skúlason, Snorra Arinbjamar og Nínu Tryggvadóttur. Þeim var sameiginlegt að sníða hinu séða þröngan stakk í verkum sínum og draga saman í einfalda hnot- skum víðtæka þjóðlífslýsingu. Þeir listamenn sem eiga verk á aðfangasýningu Listasafnsins hafa flestir hveij- ir eiginleika efnis og hugmyndir að leiðarljósi fremur en afmörkuð sjónarhom á veruleikann. í millitíðinni hefur abstraktgeómetrían og hugmyndalistin ásamt tilheyrandi stefnum og straumum snúið athygli mynd- listarmanna inn á við í stað heföbundinna út á við fyrirmynda- og fyrirsætuverka. Frásagnargleði og Ijóðræn taug Þó að fyrirsætur séu uppistaðan í verkum Birgis Andréssonar er viðfangsefni hans ekki stílfæring port- rettanna heldur spumingin um þaö hvort meðal- niennskan sé að útrýma sérvitringnum sem fullgildri ímynd íslensks þjóðernis. Hið staðbundna og þjóðlega er ekki síður viðfangsefni þessara verka en mynda krepputímans samanber hraungrýtisverk Halldórs Ásgeirssonar og lopaverk Ástu Ólafsdóttur. Frásagn- argleði og gráglettni er annað einkenni sem hefur haldist í gegnum þykkt og þunnt í hérlendri list saman- ber verk Huldu Hákon og Daniels Þorkels Magnússon- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson ar. Frá og með SÚM hefur jafnframt þroskast ljóðræn, hnyttin og knöpp taug í hérlendri list sem nýtur sín vel í verkum himia ofantöldu og einnig t.d. í hinum sérkennilegu Vísirósum Bjama Þórarinssonar. Sundurgreiningartilhneiging Hátæknilegt yfirbragð og efnisleg sundurgreining einkennir jafnframt flest verkin á þessari sýningu og má deila um það hvort þar hafi sérviskan hopað fyrir meðalmennskunni eða hvort þar sé einfaldlega um að ræða sannfærandi brotabrot af hversdagsleikanum. Áberandi er hve mörg verkanna geta flokkast undir lágmyndir. Það er e.t.v. hægt að færa fyrir því rök að á tímum sem einkennast af miklu fijálsræði í efnis- notkun og myndrænni framsetningu og jafnframt af efnahagslegri kreppu sé lágmyndin nærtækasta og jafnframt hagnýtasta formið. Fróðlegt heföi veriö að fá fræðilega úttekt á myndmáli þessa tíma sem liðinn er frá því Listasafnið fluttist í eigið húsnæði. Er von- andi að úr því verði bætt í næstu árbók eða tvíæringi safnsins. Sýning þessi á nýjum aðföngum Listasafns íslands er hin fyrri tveggja sýninga og stendur til 13. mars. FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK 1994 Miövikudaginn 9. mars mun hin sívinsæla FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægilegt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkjum við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 2. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttureða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 63 27 00, . svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu, ATH.! Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti 11 105 Reykjavík Sími 91 -632700 Simhréf 91 -632727 Kammertónlist í Garðabæ Tónlistarskóli Garðabæjar stóð fyrir'tónleikum í Kirkjuhvoli í gær. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari og Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari léku kammertónlist. Flutt voru verk eftir Ludwig van Beet- hoven, Robert Schumann, Ríkarð Örn Pálsson og Dim- itri Schostakovits. Tilbrigði Beethovens um stef úr Töfraflautunni eftir Mozart virðast njóta vinsælda hérlendis um þessar mundir og standa þau fyllilega undir því. Stefið ljómar af þeim þokka sem Mozart er eiginlegur og tilbrigðin eru hugmyndarík og markviss. Fantasiestucke eftír Schumann eru vel gerðar og fallegar tónsmíðar. Stíllinn er svo alkunnur að við liggur að tónlistin renni í gegnum hugskot hlustandans of átakalítið. Meira nýnæmi var að Tveimur sönglögum eítír Ríkarð Öm Pálsson. Þau eru í rómantískum stíl, en höfundi tekst samt aö gefa þeim sitt eigið svipbragð með góðum árangri. Síðasta verkið á tónleikunum var sónata í d moll eftir Schostakovits og gat undirritaöur því miður ekki hlýtt á það þar sem hann þurfti að fara á aðra tónleika. Því miður gerist það of oft að tónleikar em haföir á sama tima sem ætti að vera óþarfi með aðeins betri skipulagningu. Ekki er langt síðan Rut Magnús- son og Kristín Sveinbjömsdóttir höföu tónleikaþjón- ustu sem gaf kost á skipulagi tónleika og reyndist vel. Vonandi kemst eitthvað slíkt á laggimar aftur. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Bryndís Halla er ein skærasta stjaman í hópi ís- lenkra flytjenda. Hún sýndi á sér sínar bestu hliðar á þessum tónleikum. Hvergi var örðu aö finna, tónninn fagur og túlkunin hlý. Steinunn Bima fylgdi stöllu sinni fast eftir og skilaði sínu hlutverki mjög vel. Fyr- ir tónleikana var boðið upp á kaffi og meðlæti og gátu viöstaddir haldið bollum sínum og fengið sér sopa milli þátta. Kom það vel og furðu truflunarlítíð út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.