Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. JtJNÍ 1994 Fréttir Forseti Hæstaréttar á málþingi lögmanna á Þingvöllum: Sagði gagnrýninn lögmann vera „sjúkan mann“ hörð skoðanaskipti miili forsetans og lögmanna Hörö skoðanaskipti áttu sér stað á milli forseta Hæstaréttar, Hrafns Bragasonar, og nokurra lögmanna á málþingi lögmanna á Þingvöllum síðastiiðinn fostudag. Á þinginu var meðal annars rætt um áfrýjunarfiár- hæðir, það er þá lágmarksupphæð sem þarf að koma til í máli svo hægt sé að áfrýja því. Taldi Hrafn, sem jafnframt er formaður réttarfars- nefhdar, að hægt væri að auka skil- virkni Hæstaréttar og fækka málum þar með því að hækka áfrýjunar- fjárhæðir úr 300 þúsund krónum, samkvæmt nýjum réttarfarslögum, í 700 þúsund krónur. Haraldur Blöndal hélt því fram að þetta væru verulegir fjármunir fyrir venjulegt fólk. Því svaraöi Hrafn til að ef fólk væri fátækt og þyrfti að leita réttar síns fyrir Hæstarétti hefði það stéttarfélag á bak við sig. Ekki náðist í Hrafn til að bera und- ir hann ummælin þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Ræða Hrafns varð tilefni andsvara aö hálfu nokkurra lögmanna, þar á meðal Haralds Blöndals, eins og fyrr segir, Gunnlaugs Þórðarsonar, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Tryggva Gunnarssonar. Samkvæmt dagskrá þingsins átti umræðuefni Hrafns að vera fyrmefnd- ar réttarfarsbreytingar. Lögmaöur sem DV ræddi við sagði hins vegar að Hrafn hefði að óverulegu leyti talaö efnislega um þær breytingar. Þess í staö hafi hann gagnrýnt umfjöllun fjölmiöla um dómsmál og taldi að lögmenn ættu ekki að tala um dóma í dagblöðum heldur ætti sú umræða heima í fagrit- um. Einnig mátti skilja á máli Hrafns að Tnikill málafjöldi fyrir réttinum væri ekki síst að kenna slælegri ráðg- jöf lögmanna. „Þá sagði Hrafn að lögmenn ættu ekki að vera að biðja um rannsóknir. Mönnum þótti næsta ljóst að þar væri hann að víkja að orðum Tómas- ar Gunnarsson sem beint hefur spjótum sínum að Hæstarétti. Þessi orð urðu tilefni þess að Tryggvi Gunnarsson andmælti þessu,“ sagði virtur lögmaður í samtali við DV. Tryggvi tók upp hanskann fyrir Tómas og sagði að þó menn hefðu mismunandi skoðanir á aðferðum hans þá yrði aö gæta sanngimi í allri gagnrýni. Lögmönnum og dómurum bæri að gæta þess og vera í stakk búnir til þess að greina efnisatriði í slíkri gagxu'ýni og taka afstöðu til þess hvort hún væri réttmæt. Samkvæmt upplýsingum DV svar- aði Hrafn þessari gagnrýni Tryggva á þá lund að hann hefði hingað til taliö að hann væri skynsamur maður og vék að þvi að ekki ætti að bera á borð hluti sem „sjúkur maður“ gerði og átti þar við Tómas Gunnarsson. Tómas hefur gagnrýnt Hrafn harð- lega fyrir bréfaskrif hans í nafni rétt- arins og samantektir hans á kæru- málum. Lögmannafélagiö Qallar um ummæli Hrafns á málþinginu: Mér er of boðið ef þetta er raunin - segir formaöur Lögmannafélagsins „Þetta gefur tilefni til að stjómin fjalli um málið," sagði Ragnar Aðal- steinsson, formaður Lögmannafé- lags íslands, í samtali við DV um ummæli þau sem Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, lét falla á mál- þingi lögmanna á Þingvöllum á föstudag. Ragnar segist ekki hafa verið á fundinum sjálfur en hins vegar hafi honum verið sagt af þeim umræðum sem þar fóru fram. Hann segir Lögmannafélagið þegar hafa svarað ásökunum Hrafns um slælega ráðgjöf lögmanna. Á það beri hins vegar að líta að miklar réttar- farslegar breytingar hafi átt sér stað og þörf sé á aö láta reyna á nýjar lagareglur og ákvæði, ekki síst á rétt- arfarssviði. Það sanni dæmin því að Hæstiréttur hafi nýlega breytt fyrri dómum sínum með nýjum og breytt- um dómum. Ragnar segir Lögmannafélagið löngum hafa barist gegn háum áfrýj- unarflárhæðum. Hann segir að ef Hrafn hafi sagt að oft væri svo að mál einstaklinga væru rekin með aðstoð verkalýðsfélaga þá væri hann ósammála því. Þau mál væru sárafá. Ragnar segir ummæli Hrafns um að ákveðinn lögmaður væri „sjúkur maður" vera ósæmileg og „fyrir neð- an viröingu Hæstaréttar og auk þess til þess failinn að svipta þann lög- mann og aðra lögmenn tiltrú á réttin- um. Það er næsta ótrúlegt að þetta hafi verið sagt,“ segir Ragnar. „Ég tel aö það sé nauðsynlegt í sam- félagi eins og okkar þar sem dómarn- ir verða æ mikilvægari að lögmenn og dómarar geti tjáö sig opinberlega. Eftir þvi sem reglur löggjafarinnar veröa ógleggri flyst meira vald frá hinum lýðkjömu fulltrúum til dóm- stólanna sem þurfa að túlka lögin. Þær túlkanir þarf að ræða á sama hátt og nýja löggjöf og lögmenn eru oft í betri aðstöðu en aðrir til að fjalla um dómana. ... Ég er hins vegar ekki sammála því að lögmenn tjái sig um aöra lögmenn sem flytja málin eða dómara sem dæma í málunum, né heldur að dómarar tjái sig um persónur lögmannanna. Þegar og ef þetta gerist þá er mér satt að segja ofboðið," segir Ragnar. Hann segir óhjákvæmilegt að ræða það á stjómarfundi hvemig unnt verði aö bregðast við slíku. Tómas Gunnarsson: Undarlegt f undaref ni „Eg hef ekki heyrt þessi ummæli forseta Hæstaréttar islands orðrétt og hef lítið um þau að segja af þeim sökum. En undarlegt er ef fundur dómara og lögmanna, haldinn á Þingvöllum, er að fjalla um meint veikindi eins lögmanns sérstaklega. Enda var ekki gert ráð fyrir því í fundarboði sem ég fékk,“ segir Tóm- as Gunnarsson hæstaréttarlögmað- ur aðspurður um ummæli forseta Hæstaréttar um heilsu hans. Tómas segir hins vegar „leyni- bréfaskrif, forseta Hæstaréttaréttar íslands, til héraðsdómstólanna og móttaka þeirra á leynibréfum og dreifing þeirra til löglærðra starfs- manna embættanna verðugt umfjöll- unarefni og hafa verið það í að minnsta kosti þrjá mánuði. Hlutur stjómar Lögmannafélags íslands eins og hann kemur fram í leynibréfum forseta Hæstaréttar ís- lands þarfnast einnig mikilla skýr- inga. Þá væri ástæða til aö spyija æðstu embættismenn réttarkerfisins um leynibréfin og afstöðu þeirra til slíkra stjómarhátta og afskipta for- seta Hæstaréttar íslands af héraðs- dómstólunum sem eiga að vera óhlutdrægir og sjálfstæðir," segir Tómas. Isaflöröur: Meirihluti BogD Jalfetæðisflokkur og Pramsókn- Kristján Þór Júlíusson verður arflokkur náöu í gærkvöldi sam- bæjarstjóri ísafiaröar, en hann var komulagi um myndun meirihluta áður bæjarstjóri á Dalvik. f baejarstjóm Isaflarðar. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, opnaði í gær sýninguna Leiðin til lýðveldis sem Þjóðminjasafnið og Þjóð- skjalasafnið standa að i gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti. Er þar margt merkra muna frá báðum söfnun- um sem eru táknrænir fyrir höfuðviðburði í sjálfstæðisbaráttunni á 19. og 20. öld. Á myndinni má sjá Þóru Kristj- ánsdóttur frá Þjóðminjasafni sýna Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, og Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþing- is, sýninguna. Við hlið þeirra stendur Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga til áramóta. DV-mynd Brynjar Gauti Meirihlutaskiptin 1 Reykjavik: Ekkert ákveðið með aukaf und „Engin ákvöröun hefur veriö tekin um það enda ekki svo haskandi aö gera þaö þvi að núverandi meirihluti situr allavega til 12. júní en ef boðað verður til aukafundar verður það trúlega gert 13. júní. Ekki þarf að taka ákvöröun um það fyrr en daginn áður því að aukafund þarf bara að boða með sólarhrings fyrirvara," segir Jón G. Tómasson borgarritari. Samkvæmt gildandi reglum getur borgarstjóri eða forseti borgarstjóm- ar látið boða til aukafundar í borgar- stjóm auk þess sem skylt er að boða til slíks fundar ef fimm borgarfull- trúar eða fleiri krefjast þess. Þegar sjálfstæðismenn tóku við meirihlut- anum í borgastjóm árið 1982 var boðað til aukafundar en þá var um- boð meirihlutans bundið við kjördag. „Við ætlum aö nefna þetta við odd- vita R-listans, Sigrúnu Magnúsdótt- ur, og tala hugsanlega við Inigbjörgu Sólrúnu. Ég hef umboð til 12. júní og svo er heföbundinn borgarsljóm- arfundur 16. og þá væri sjálfsagt nóg að þessi skipti ættu sér siað en það er sjálfsagt að halda aukafund ef menn sjá einhvem hag í því. Reglan hefur verið sú að borgarstjóri sér til þess að halda hlutunum í gangi og engar stórpólitískar ákvarðanir teknar á þeim tíma,“ sagði Ámi Sigf- ússon borgarstjóri fyrir borgarráðs- fundinn í gær. Stuttar fréttir Aukiðhlutafé Ákveðið var á aðalfundi Sam- skipa í gær að auka hlutafé um 700 miUjónfr. Fundinum lauk ekki og var honum frestað á með- an hlutafjáraukning fer fram. Vaxtabreytlngar Aðeins Landsbanki og spari- sjóðir breyta vöxtum sínum lítil- lega í dag. Innlánsvextir bund- inna reikninga lækka um allt að 0,75 prósentustig hjá Landsbanka og yfirdráttarvextir lækka um l prósentustig hjá sparisjóöum. Essomeðsafnkort Esso hefur tekið í notkun viö- skiptamannakort, svokallað Safnkort, sem virka líkt og greiðslukort. Hagsteðviðskipti Viðskiptajöfnuður var hag- stæður um 2Í milljarða fyrsta fiórðung þessa árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.