Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
Fréttir DV
Tillögur um hámarksafla
fiskveiöiárin 1993/94 og 1994/95 og aflamark samkvæmt ákvöröunum stjórnvalda fiskveiöiáriö 1993/94 —
/
* / / / t • f
##
Háskólanum
Díane Kristjánsson í Winnipeg
hefur afhent háskólarektor
erföafé frá afabróöur hennar,
Aðalsteini Krisfjánssyni. Aðal-
steinn, sem var fasteignasali og
dthöfúndur, fæddist 1878 á
Bessahlöðum í Öxnadai en lést í
Los Angeles 1949.
í erfðaskrá sinni ánafnaði Aðal-
steinn fláskólá íslands um
hundrað þúsund Kanadadali og
skyldi veija vöxtunum af höfuö-
stól til þess að stofna kennarastól
í náttúruvísindum. Þar sem vext-
ir nægðu ekki fyrir launum kenn-
ara í fullu starfi var unnið að því
að þrefalda höfuðstólinn þannig
að sjóðurinn gæti tekið viö tilætl-
uðu hlutverki sínu. Þvi marki var
náð 1989 og var þá ákveöið að
Háskólinn annaðist sjálfur vörslu
sjóösins.
Með þvf að aðstaaöur höfðu
breyst við Háskólann er nám til
BS-prófs var tekið upp 1968 var
ákveðið að stofna til stöðu rann-
sóknarprófessors í nafhí Minn-
ingarsjóös Aðalsteins Kristjáns-
sonar til eflingar náttúruvísind-
um og efnafræði við Háskóla ís-
lands. Er stöðunni úthlutað tíma-
bundið.
Þorskkvótinn á næsta ári:
25 þúsund lestum
bætt við tillögur
fiskifræðinga
- komiö í veg fyrir að þorskaflmn geti fariö fram úr leyfðu aflamagni
Ríkisstjórnin ákvað í gær að fara
að tillögu Þorsteins Pálssonar sjáv-
arútvegsráðherra um að þorskkvót-
inn á næsta fiskveiðiári verði 155
þúsund lestir eða 25 þúsund lestum
meira en fiskifræðingar Hafrann-
sóknastofhunar leggja til að veitt
verði. í fyrra lögðu fiskifræðingar tíi
150 þúsund lesta kvóta, ríkisstjórnin
leyfði 165 þúsund lestir en veiddar
verða um eða yfir 190 þúsund lestir.
Með nýjum lögum um stjóm fisk-
veiða, sem samþykkt vora á Alþingi
í vor, er komið í veg fyrir að þorskafl-
inn geti farið svo langt fram úr leyfðu
aflamagni eins og verið hefur mörg
undanfarin á.
Þetta er gert með því að áður en
leyfilegum heildarafla er skipt milii
einstakra skipa, samkvæmt kvóta
þeirra, er dregið frá það aflamagn
sem telst utan kvóta vegna línutvö-
fóldunar yfir vetrarmánuðina, áætl-
aður afli krókabáta og aflaheimildir
sem nota skal til jöfnunar. Vegna
þessa frádráttar er úthlutun á afla-
marki þorsks nú miðuð viö 113 þús-
und lestir af þeim 155 þúsund lesta
heildarafla sem stjómvöld leyfa.
Aflamark einstakra skipa lækkar því
um 17,17 prósent fyrir þorsk.
Sjávarafurðaframleiöslan er talin
dragast saman um 3,5 prósent milii
áranna 1994 og 1995. Áður var gert
ráö fyrir 1 prósents aukningu. I krón-
um talið svarar þessi munur til um
3,5 milljarða króna í breytingu út-
flutningsverðmætis milli ára. A móti
vegur hins vegar að nú er talið að
verðmæti sjávarafuröa verði tölu-
vert meira á þessu ári en áður var
spáð. Hagvöxtur verður um það bil
1 prósenti minni á árinu 1995 en
reiknað var með. Ríkisstjómin telur
að áhrif á atvinnu og imisvif í þjóðar-
búskapnum séu, þegar á allt er litið,
fremur lítil enda breytist þjóðarút-
gjöld mun minna til lækkunar frá
fyrri áætiunu en landsframleiðsla
þar sem ekki er gert ráö fyrir sér-
stökum aðhaldsaðgerðum.
I ■>
Norðurlöndin em nú orðin eitt
menntunarsvæöi. Mennta- og
vísindamálaráðherrar Norður-
landa hafa undirritað samning
sem felur í sér að norrænir náms-
menn skuli eiga rétt til inngöngu
í háskólanám hvarvetna á Norð-
urlöndunum með sömu eða sam-
bærilegum skilyrðum og heima-
menn. Heimilt verður að beita
takmörkunum fyrstu árin eftir
nánara samkomulagi ef nauðsyn-
legt reynist í einstökum greinum.
Að sögn Sveínbjöms Bjöms-
sonar háskólarektors verður þó
um þá breytingu að ræða að
heimaland námsmanns greiðir
fyrir þá kennslu sem hann fær í
öðru landi. ísland fær þó undan-
þágu fyrst um sinn. Á sínum tíma
bám Danir fram tiilögu um
greiðslu heimalands innan Evr-
ópusambandsins en sú tillaga var
ekki samþykkt. Hún fékk hins
vegar hljómgrunn í Norður-
landaráðl
Þessi tillaga hefur leitt til
ýmissa vangaveltna. Á þingi
norrænna rektora, sem haldið
var ÍReykjavík i byrjun þessarar
viku, varpaði Per Nyborg, aðal-
ritari norska háskólaráðsins,
fram þeirri spumingu hvort auð-
veldara yrði aö borga fyrir náms-
plássin þegar reikningurinn
kæmi tii dæmis fiá Ðanmörku
eöa Svíþjóð þegar ekki fengist
lengur heimild í fiárlögum til að
fjölga námsplássum í Noregi.
Brynhildur Þórarinsdóttir,
framkvæmdastjóri Stúdentaráðs
Háskóla íslands, fagnar samn-
ingnum um jafnan aðgang að
háskólanámi á Norðurlöndum
„Ég vona samt að ekki verði reynt
að beina námsmönnum í ódýrt
nám þegar að því kemur að ísland
þurfi að greiöa fyrir kennslu ann-
ars staöar/ tekur hún fram.
Núfáum eitt þúsund íslending-
ar ókeypis kennslu annars staðar
á Noröurlöndunum.
í dag mælir Dagfari____________
Yfirburðastaða
Fjölmiðlar og almenningur hossa
sér yfir sigri R-listans í Reykjavík.
Fagnaðarlátunum hefur enn ekki
linnt. Ingibjörg Sólrún er sveipuð
slíkum dýröarljóma að halda mætti
að enginn hefði áður unnið sigur í
íslenskri pólitík, hvað þá að áður
hafi verið kosnir borgarstjórar í
Reykjavík. Það er sem sagt kátt í
höllinni og mikið um dýrðir.
En hvað var það sem gerðist?
Gáum að því.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver-
ið í ríkisstjóm undanfarin ár á erf-
iöleikatímum. Það bitnar á flokkn-
um. Það var óðs manns æði að
halda aö Sjálfstæðisflokkurinn
gæti haldið fylgi sínu í síkum mót-
byr sem verið hefur í þjóðfélaginu.
Samt fær hann 48% atkvæða. Þetta
er í rauninni mikill og stór sigur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft
aö skipta þrisvar sinnum um borg-
arstjóra. Fyrst missti flokkurinn
Davíð Oddsson sem var vinsælasti
borgarstjóri allra tíma. Síðan
missti flokkurinn Markús Öm sem
fékk rússneska kosningu í próf-
kjöri. Síðan kom Ami Sigfússon
þegar flokkurinn mældist aðeins
með 37% fylgi og hann jók það um
10% eða upp í 47% áður en yfir
lauk. Þannig yfirvann flokkurinn
hvert áfallið af fætur ööm og nú
eru menn almennt sammála um að
Ámi Sigfússon hafi unnið glæsileg-
an vamarsigur sem er í rauninni
upphafið að ennþá glæsilegri sigri
eftir fiögur ár.
R-listafólkið varar sig ekki á því
að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki í
beinni kosningu núna, enda kosn-
ingamar tapaöar fyrirfram, heldur
var flokkurinn að búa sig undir
næstu kosningar. Þess vegna er of
snemmt fyrir R-listann að fagna
sigri í þessum kosningum því hann
á eftir aö tapa í þeim næstu.
Davíð Oddsson, formaður flokks-
ins, hefur bent á að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur yfirburðastöðu í
Reykjavík. Hann hafi einn 47% at-
kvæða meðan aðrir flokkar hafi
alls ekki boðið fram nema undir
fólsku flaggi og það sýnir óvana-
lega sterka stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins. Kosningaúrslitin undirstrik-
uðu þessa sterku stöðu og satt að
segja má fullyrða aö sameiginlegt
framboð hinna flokkanna hafi
hjálpað Sjálfstæðisflokknum til að
ná svo sterkri stöðu, þessari yfir-
burðastööu.
Þá hafa sjálfstæðismenn lagt á
það áherslu að úrslitin hafi ekki
komið á óvart. Þetta mátti sjá fyr-
ir, bæði í skoðanakönnunum og svo
af þeirri staðreynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn á undir högg að sækja.
Enginn þarf að vera hissa á sigri
R-listans, hvað þá að kætast eins
og það hafi verið óvænt og óvið-
búið. Þvert á móti gátu allir sér
þetta fyrir og þar af leiðandi hálf-
hjákátlegt að vera með þessi fagn-
aðarlæti út af meirihluta R-listans.
Menn em sammála um að Ami
Sigfússon hafi staöiö sig frábærlega
vel. Hann gerði allt sem í hans valdi
stóð. Hann gat ekki meira og fékk
ekki meira fylgi og þaö var ekki
honum að kenna heldur kjósend-
um. Þess vegna er við kjósendur
að sakast en ekki Sjálfstæðisflokk-
inn hvemig fór. Sjálfstæðisflokk-
urinn tapaði ekki þessari kosningu
heldur kjósendur og í raun og vem
var það Ámi Sigfússon sem var
sigurvegari því hann fékk öll þau
atkvæöi sem hann gat náö í. Er
hægt að fara fram á meira?
Stærsti sigur Sjálfstæöisflokks-
ins er hins vegar fólginn í því að
nú kemst R-listinn að og nú kemst
upp um strákinn Tuma. Nú geta
kjósendur séð það svart á hvítu
hveijir það vom sem fengu meiri-
hlutann. Það var ekki Ingibjörg
Sólrún né heldur R-istinn sem slík-
ur. Það vom gömlu flokkamir sem
foldu sig á bak við grímumar og
komu ekki í ljós fyrr en DV tók
mynd af þeim með Ingibjörgu Sólr-
únu eftir að úrslit lágu fyrir.
Sjálfstæðismenn héldu þessu
fram í kosningabaráttunni og nú
hefur það sannast. Það er sigur
Sjálfstæðisflokksins að hið rétta
kemur í ljós. Það rétta í þessu máli
er að það var rangur listi sem var
kosinn.
Ef réttur listi hefði náð kjöri hefði
hið ranga faðemi R-listans aldrei
verið upplýst. Þess vegna var nauð-
synlegt að bíða ósigur til að sanna
að sigurinn er þeirra sem töpuðu
vegna þess að þeir sem sigmðu em
alls eklti þeir sem þeir þóttust vera.
Eða hvemig geta þeir sigrað sem
em ekki þeir sem þeir þykjast
vera?
Dagfari