Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994
Viðskipti
Ysa á fiskm.
k'/Kg' Þr...Mi...Fi Fö MS Þr
Hlutabr. Islandsb.
0,89 ‘
Þr Mi Fi Fð Má Þr
Hráolía
$/mnna p r
Sterlingspundið
Þr Mi Fi Fö Má Þr
Kauph. í Tokyo
Fö Má Þr
MetíTokyo
Samkvæmt upplýsingum frá
Reiknistofu fiskmarkaða viröist
slægð ýsa vera á uppleið. Meðal-
verðið í gærmorgun var rúmar
90 krónur kílóið.
Hlutabréf íslandsbanka lækk-
uðu í verði í síðustu viku um rúm
4% þegar gengi bréfanna fór úr
0,94 í 0,90. Lítils háttar viöskipti
voru á mánudag á genginu 0,90
en engin viðskipti fóru fram í
gær.
Olíumarkaðir í London voru
lokaðir á mánudag en fyrir helgi
virtist hráolíuverð vera á upp-
leið. Þá stóð tunnan í 16,39 dollur-
um.
Líkt og með dollar hefur gengi
pundsins verið stöðugt. Sölu-
gengið var 106,81 króna í gær.
Lífleg hlutabréfaviðskipti eiga
sér stað í Tokyo þessa dagana.
Nikkeivísitalan slær hvert sögu-
lega metið með degi hverjum og
nálgast 21000 stig.
Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, á tali við Þórð Friðjónsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á aðalfundi VSI i gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Skattheimta til uppbyggingar atvinnulífi:
Alvarleg brenglun
sem ég vara við
- sagði Magnús Gunnarsson á aðalfundi VSÍ
Á aöalfundi Vinnuveitendasam-
bands íslands, VSÍ, sem fram fór á
Hótel Sögu í gær, var formanni VSÍ,
Magnúsi Gunnarssyni, tíðrætt um
þátttöku hins opinbera í atvinnulíf-
inu. Magnús sagði að því stærri sem
hlutur Hins opinbera væri þeim mun
minni hluti hagkerfisins væri agaður
til ýtrustu hagkvæmni. Frammistað-
an yrði lakari og vöxturinn minni.
Magnús hvatti í raun til meiri einka-
væðingar og sagði að í fjölda tilvika
væri hagkvæmara fyrir ríki og sveit-
arfélög að kaupa ýmsa þjónustu af
einkaaðilum á samkeppnismarkaði
en að standa í því sjálf.
Magnús nefndi þetta í tilefni þess
að í umræðu um atvinnumál undan-
farið hefur töluvert borið á hug-
myndum um aukinn hlut hins opin-
bera. Magnús varaði við þessum
hugmyndum því fjármunir nýttust
ekki betur þótt stjórnmála- og emb-
ættismenn færu um þá höndum.
„Skattheimta til að byggja upp at-
vinnu er ekki til. Það er alvarleg
hugsanabrenglun sem ég vara við því
skattar og álögur á atvinnurekstur-
inn draga úr arðsemi, uppbyggingu
og vexti. Við megum ekki láta at-
vinnuleysi dagsins glepja okkur svo
sýn að viö grípum til hagstjómaraö-
ferða sem hvarvetna hafa leitt af sér
stöðnun og afturfór," sagði Magnús.
í máh formanns VSÍ kom fram að
bæjarútgerðir og niðurgreiðslur á
framleiðslukostnaði fyrirtækja
héldu niðri lífskjörum en bættu þau
ekki.
„Við þurfum ekki niðurgreiðslur á
vinnuaíli. Við þurfum almenn já-
kvæð starfsskilyrði sem laða að fjár-
festingu og gefa fyrirtækjunum færi
á að hagnast og byggja upp styrka
eiginíjárstöðu. Það er og verður
hagnaðarvonin sem fær einstakling-
ana þúsundum saman til að leggja
sig fram um að leysa verkefnin á
hagkvæmari hátt og finna ný tæki-
færi til sóknar. Af þessum sökum
hefur Vinnuveitendasambandið var-
að við þeirri starfsemi Atvinnuleys-
istryggingasjóðs sem fahst hefur í
beinum styrkjum við atvinnufyrir-
tæki. Það er óheihabraut sem engu
skilar," sagði Magnús m.a. á aðal-
fundinum.
Hlutabréfamarkaöurinn í síðustu viku:
120 milljóna viðskipti
Það hefur varla farið fram hjá
neinum aö hlutabréfaviðskipti í hð-
inni viku hafa verið lífleg og fjörið
eingöngu snúist um hlutabréfakaup-
in í íslenska útvarpsfélaginu. Eins
og komið hefur fram gat DV sér rétt
til um kaupandann nokkrum dögum
áður en kaup Siguijóns Sighvatsson-
ar voru gerð opinber.
Ahs námu viðskiptin í síðustu viku
riflega 120 milljónum króna, þar af
voru viðskipti með bréf íslenska út-
varpsfélagsins upp á 105 mihjónir frá
þriðjudegi til fóstudags. Frá 20. maí
voru alls keypt bréf í félaginu fyrir
150 mihjónir.
Sé htið th annarra hlutafélaga í síð-
ustu viku þá urðú nokkur viðskipti
með hlutabréf Eimskips, Hlutabréfa-
sjóðsins og Sjóvár-Almennra. Eim-
skipsbréfin hafa á nokkrum dögum
lækkað um rúm 5% og seldust á
mánudag á genginu 4,26. Flugleiða-
bréfin hafa um nokkum tíma selst á
genginu 1,24. Breytingar hafa sömu-
leiðis verið htlar á bréfum Ohs og
Skeljungs, miðað viö stöðuna eftir sl.
mánudag. Bréf Olíufélagsins hækk-
uðu í síðustu viku um tæp 5%.
Lækkanir framundan?
Þegar á hehdina er htið lækkaði
gengi hlutabréfa ef marka má hluta-
bréfavísitölur. Þingvísitala hluta-
bréfa fór lækkandi í síðustu viku en
steig örlítið upp á við á mánudag.
Að mati Landsbréfa hf. hefur sú
hækkunarbylgja á markaðnum sem
hófst um miðjan aprh náð hámarki
og virðist frekar á niðurleið. Minnk-
andi kvóti og OECD-skýrslan hafa
valdið því að væntingar fjárfesta um
hagnað fyrirtækja hafa minnkað.
Það er tahð leiða th minni eftirspurn-
ar og verðlækkunar á hlutabréfa-
markaöi.
Tölur í horni meðfylgjandi grafa-
pakka eru eftir viðskipti sl. mánu-
dags nema hlutabréfavísitala VÍB
sem er frá því í gær.
Verðbréf og vísitölur
5 2 s—
1,4 II \\/A\
19 J V
O fi 1,85
J 4,26 0,0 1,24 1,8 1,93
F M A M F M A M | | F M A M
IKIII
0,8
0,6
0,90
F...M A M
950
800 fí
750 884,5
F M A M
DV
Þriðjungsfækk-
unmatvöru-
verslana
í skýrslu sem Ásdís Hlökk The-
odórsdóttir vann fyrir Borgar-
skipulag Reykjavíkur um þróun
verslunar í Reykjavik kemur
m.a. fram aö matvöruverslunum
hefur fækkað um þriðjung síðan
1981. Þá voru matvöruverslanir
131 talsins i borginni og 637 íbúar
um hverja verslun. En árið 1994
eru verslanirnar 87 og 1.171 íbúi
er um hverja. Tekið er fram i
skýrslunni að sambærileg þróun
hafi átt sér stað í nágrannalönd-
unum.
Á sama tíma og matvöruversl-
unum hefur fækkað hefur hús-
næðispláss þeirra stækkað. Árið
1981 var matvöruverslun að með-
altah 240 fermetrar að stærð en í
dag er hún 472 fermetrar að með-
altali. Þetta skýrist að sjálfsögðu
af auknum hlut stórmarkaða í
borginni. Frá þvi fyrsti stórmark-
aðurinn var opnaður i Reykjavík
árið 1970 er hlutur þeirra í mat-
vöruverslun í borginni kominn
yfir 50%.
Islandsflugtil
Kanada
Eins og kom fram í DV í gær
hefur íslandsflug tekið í notkun
nýja 19 sæta skrúfuþotu af gerð-
inni Metro th innanlandsflugs,
leiguflugs og fraktflutninga
Fyrsta leiguflugsverkefni vélar-
innar verður í þessari viku fyrir
grænlenska aðila th Kanada og
fraktflug til Englands hefst um
næstu helgi.
Forráðamenn félagsins eru
bjartsýnir um reksturinn í ár en
í fyrra jókst veltan um 20%. Það
sem helst gerir íslandsflugsmenn
grama þessa dagana er notkun
Flugleiða á sérleyfi sínu á Sauð-
árkróki en Flugleiöir sömdu við
Flugfélag Noröurlands um flug
þangað nokkrum sinnum i viku
í sumar. íslandsflug óskaði eftir
því að taka farþega á Sauðárkróki
í tengslum við Sigluíjaröarflug en
þeirri beiðni var hafnað og Flug-
leiðir hafa fengiö grænt ljós yfir-
valda á samninginn viö FN.
Ráðstef na tim
tækniframfarlrí
landbúnaði
Þann 10. júni nk. fer fram í
íþróttahúsinu á Sauöárkróki ráð-
stefnan „Landbúnaður 2000 -
þekking, tækni, framfarir". Ráð-
stefnunni er ætlað „að marka
upphaf sóknar íslensks landbún-
aðar inn i nýja öld og aö kynna
og móta hugmyndir um nýja
tækrú og nýjar aðferðir í land-
inu“, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu frá aðstandendum ráðstefn-
unnar. Þeir eru Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, Háskóli ís-
lands, Bændaskóhnn á Hólum og
Kaupfélag Skagfirðinga.
Meðal annars verður fjallað um
markaðs- og fræðslumál varð-
andi ferðaþjónustu og hrossa-
rækt en auk þess verða ljölmörg
erindi um nýjustu tækni og vís-
indi í gróðurrækt.
OlíuskipSkeij-
ungskomið
OUuskipiö sem DV greindi frá
á dögunum að Skeljungur hefði
keypt í Svíþjóð kom tíl landsins
í síöustu viku. Skipið, sem nefnist
Skeljungur II, mun þjóna við-
skiptavinum félagsins á Faxa-
flóasvæðinu.
Skeljungur II tekur 260 þúsund
litra af eldsneyti og öflugar dælur
geta afkastað aht að 120 þúsund
lítrum á klukkustund. Skipið ér
smíðað áriö 1973, endumýjað 1982
og kostaði um 40 milljónir króna.