Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 Spumingin Á að afnema hundahald í Reykjavík? Sigfríð Arnardóttir: Nei. Mörgum þykir vænt um hundana sína. Ásdís Hannesdóttir: Nei, en það á að veita gott aðhald. Jóhannes Guðmundsson: Nei, alls ekki. Halldóra Óskarsdóttir: Nei. Sigurður P. Sigmundsson: Ekki mið- að við það að þegar ég var í námi í Bretlandi varð ég mikið var við hundaskít en það sama get ég ekki sagt um Reykjavík. Lesendur______________________________ Kosningaúrslitin í Reykjavik: SjáHstæðisflokki sjálfum að kenna Vildi Sjálfstæðisflokkurinn þá bara Ingibjörgu Sólrúnu eftir allt saman? Einar Magnússon skrifar: Mörgum sjálfstæðismönnum er nú ofarlega í huga hvers vegna kosn- ingabarátta Sjálfstæðisflokksins klúðraðist svo á seinustu dögum hennar að við ekkert varð ráðið - og það eftir að skoðanakannanir sýndu að Sjálfstæöisflokkurinn hafði hægt en örugglega aukið fylgi sitt undir lok baráttunnar. Nú efast enginn um ágæti síðasta borgarstjóra, Áma Sigfússonar, og frammistöðu hans í kosningabarátt- unni. Segja má að hann hafi þó bjarg- að því sem bjargað varð í atkvæða- fylginu sem sífellt fór vaxandi. Bar- áttan stóð þó einungis á milli borgar- stjóraefnanna tveggja. Kannski varð það einmitt Áma Sigfússyni að falh að forystumenn Sjálfstæðisflokksins féllu í skugann af honum þessa bar- áttudaga. Slíku tekur flokksforusta stjómmálaflokks aldrei fagnandi. Það kom og mörgum sjálfstæðis- flokksmönnum í opna skjöldu hve flokksforustan var augljóslega af- skiptalaus í baráttunni. Sama hvar borið er niður, þungavigtarmenn flokksins höfðu sig lítið sem ekkert í frammi til að gagnast málstað borg- arstjórnarhstans. Ég nefni nokkur dæmi. - Lítið sem ekkert heyrðist frá þingmönnum Reykvíkinga í Sjálfstæðisflokknum, nema frá Birni Bjamasyni, sem rit- aði nokkrar ágætar pólitískar grein- ar. Hafi þingmenn flokksins hins vegar verið á þeytingi um alla borg til að stappa stálinu í fólk var það alla vega látið liggja í þagnargildi. Ula stóðu framámenn Sjálfstæðis- flokksins sig eftir að pistlahöfundur hafði þanið raddböndin í morgun- þætti rásar 2 sl. fimmtudag. Mót- mæli voru að vísu snarlega borin fram við útvarpsstjóra, sem lét nægja að segja „afsakiö", rétt eins og sá sem rekst 1 mann á götuhorni. Þar með búið mál! Hvar voru nú þingkjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði? Jú, þeir létu það bara gott heita að traðkað væri á hlutleysi Rík- isútvarpsins. Þeir fá sínar greiðslur, og það er þeim nóg, að því er virðist. Morgunblaðið birti greinarkorn forsætisráðherra á kjördag innan um aðrar aðsendar greinar. Þar bar hæst frásögn hans sjálfs er hann tók við sem borgarstjóri 1982 og skaut síðan nokkrum lausum skotum á vinstra framboðið. í lokin flutu með nokkur orö um Áma Sigfússon, m.a. um að hann væri vinnusamur og verkfús. - Minna gat það nú varla verið. Og Mbl. birti heilsíðuauglýsingu á bestu auglýsingasíðu blaðsins, þriðju síðu, með borgarstjóraefni vinstra fram- boðsins. Auglýsing um Áma Sigfús- son, tveimur blaðsíðum aftar! Sannleikurinn er sá, að mörgum sjálfstæðismönnum finnst sem kosn- ingabarátta flokks þeirra hafi, allt frá byijun, einkennst af linkind og ólík- indalátum, jafnvel svo að jaðraði við að flokksforustan myndi hreinlega ekkert erfa það þótt borgin félh úr höndum hins unga og staðfasta borg- arstjóra. Það skorti stuðning og slag- kraft forystumanna Sjálfstæðis- flokksins. Þar hlýtur að þurfa endur- skoðunar við og endumýjunar áður en gengið verður til næstu kosninga. Breytingar í undirstöðuatvinnuvegunum Sigurður Pétursson skrifar: Hvað réttlætir töf á að ráðast í gagngerar umbætur og endurskoðun á undirstöðuatvinnuvegum okkar? Allir sem um efnahagsmál íjalla, og þá ekki síst þingmenn eða hagfræð- ingar, segja að það geti ráðið úrslit- um um hvernig til takist í að rétta við efnahaginn að þessar tvær at- vinnugreinar, sem langstærsti hópur launþega vinnur við hér, verði færð- ar til nútímahorfs hvað varðar rekst- j ur og fjárfestingar. - Fyrst og fremst i verður þó að taka fyrir offjárfesting- arnar sem hafa fylgt þessum at- vinnugreinum eins og skugginn allt frá stríðslokum. í einni grein Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings í Mbl. nýlega segir hann m.a. að íslendingar geti ekki haldið áfram að byggja lífskjör sín á fólsk- um forsendum. Þessu ættu flestir réttsýnir menn að ’geta verið sam- mála. Það eru þó allt of margir hér á landi sem em orðnir háðir neyslu- mynstrinu og eyðslunni og vilja eng- an veginn trúa því að hér sé komið hættuástand hvað snertir aflabrögð úr sjónum, og þar með gjaldeyris- tekjur til að standa undir lífsstíl okk- ar. Ríkisstjórnir hér á landi geta ekki veðjað á ýmiss konar búhnykki eða aflahrotur til að bjarga þjóðinni „einn hring enn“ eins og alþekkt hefur verið. Það verður að taka í taumana strax, og áður en unga kyn- slóðin sér það eitt til bjargar að flytja til annarra landa þar sem von er fjöl- breyttari möguleika. Hver eru áhrif íslandskynninga? Sigríður Erla skrifar: Eg er ein þeirra sem ekki kyngja því umyrðalaust að allar kynningar, sem haldnar hafa verið erlendis og greiddar eru af opinberu fé,' fái út- lendinga til þess að ýmist koma hing- að sem ferðamenn eða kaupa afurðir okkar. í mörgum tilvikum hlýtur að vera um óþarfa eyðslu að ræða og hún er afar kostnaðarsöm, svo ekki i sé meira sagt. 1 Ef við tökum t.d. matarkynningar í íslenskum sendiráðum erlendis þá eru þær næsta gagnslausar. í sendi- ráðin er boðið gestum sem ekki gera mikið að því að kaupa í matinn dag- lega, svo sem sendiherrar erlendra ríkja eða embættismenn í háum stöð- um. Nær væri að fara í stóru mat- vörumarkaðina enda sýnir það sig að þar næst árangur. ísland sem ferðamannaland? - Ég tel einu raunhæfu kynninguna vera þá að bjóða erlendu ferðaskrifstofu- , fólki hingað heim, ekki að efna til Árangur ræðst af staðsetningu og gestum íslandskynninga. viðamikilla og fjárfrekra kynninga eðabúsettirerlendis.-Tökumokkur erlendis þar sem uppistaöa gestanna nú á í þessum málum sem öðrum. er svo íslendingar héðan að heiman ðCvennalistínit hefturán Ingibjargar Haraldur Sigurðsson hringdi: Fáir inótmæla því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé einkar fram- bærilegur ræðumaður og eigi umtalsverða möguleika í stjórn- málum hér. Hún kemúr þvl miðúr í'rá Kvemtalistanum og við það eitt veitist henni örðugra að vinna stóra sigra eftir aö haíh unnið borgina. En það gerði hún ein og óstudd aö minu mati. Kvennalist- inn er hins vegar algj örlega heftur án Ingibjargar. Þar er engin kona lengur frambærileg á þingi og virðist sem málefnin veflist upp í hnút hjá þeim. Tveggja f lokka kerfi Guðjón Þórðarson skrifar: Ég tek undir þá skoðun, sem fram kemur í DV sl. mánudag og höfð er eftir Birni Bjarnasyni al- þingismanni, að líta ætti til sam- ciginlegs framboðs í Reykjavík með það í huga að hægt væri að koma á tveggja flokka kerfi i landinu. Þingmaðurinn telur að þetta myndi auðvelda mjög að koma á jöfnun kosningaréttar hér á landi, jafnframt því sem hægt væri að stuöla að meiri- hlutakjöri á Alþingi. En það þarf jafnframt að fækka þíngmönn- um. Og þaö lagði einmitt sami þingmaður til á sínum tíma en fékk ekki þá hljómgrann á Al- þingi, hvað sem síðar verður. HvorkiÁrniné MarkúsÖm Torfí hringdi: Ef að líkum lætur leggjast nú tapsárir sjálístæðismenn undir feld til að fmna út hverjum eigi að kenna um fall Reylúavíkur- borgar í hcndur vinstri mönnura. Flokksforustan mun örugglega frábiðja sér ófarirnar. Það eru alltaf einhverjir aðrir. En hvernig sem þær vangaveltur verða geta menn verið sammála um að draga þá Áma Sigfússon borgar- stjóra og Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóra, út úr þeim umræðum. Ef eitthvað er aflaði Árni Sigfússon flokknum mikils fjölda atkvæða á sínum stutta borgarstjórnarferli. Þýskuæfing á rás 2 Bára skrifar: Ég hiusta oft á rás 2 á morgn- ana. Ég tók eftir því að í nokkra daga var ekki nema annar stjórn- andinn til staðar. En nú í morgun (mánudag) kom í ljós hvað olli fjarverunni. Konan hafðibrugðið sér til Eystrasaltslanda til að æfa sig í þýsku. Hún tók viðtal við nokkra sjómenn en afVaksturinn var óverulegur. Rétt eins og munnleg þýskuæfing. Koma þar nokkuð oft fyrir sömu orðin, svo sem „entschuldigen", „fruhstuck" og svo auðvitað smá- orð eins og, ja“ og „gut“. - Merki- legur árangnr ferðar fyrir hið opinbera! Tökumalltaf kvittun Gunnar hringdi: Ég vil hvetja fólk sem gerir við- skipti, hvort sem er í verslunum eða annars staðar, til að biðja allt- af um kvittun. í verslunum fær maður kassakvittanir og þær duga í flestum tilvikum. í öörum viðskiptum hins daglega lífs ættu menn aldrei að láta undir höfuö leggjast að fá kvittun, t.d. í leígu- bflum, á bensínstöðvum og hvar sem er annars staðar, Ég tala nú ekki um þegar maður greiðir til verktaka fyrir viðgerðir eða ann- að í þeim dúr. Þetta ættu allir að hafa hugfast, bara sjálfra sín vegna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.