Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994
15
ísland í Evrópu
Hefur þú gefið þér tíma til að hug-
leiða hvernig komið væri hag sjáv-
arútvegsins og atvinnuástandinu í
landinu ef formaður Alþýðuflokks-
ins og utanríkisráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson, hefði látið und-
an heiftúðugum og illskeyttum
áróðri stjómarandstöðunnar gegn
EES-samningnum?
Nú vildu allir...
Veist þú að tugir fyrirtækja í fisk-
iðnaði og útflutningi hafa á undan-
fómum misserum, á hljóðlátan
hátt, notfært sér tækifæri EES-
samningsins vegna tollaniðurfell-
ingar til nýrrar vöruþróunar, til
nýrrar markaðssetningar og til
nýrrar sóknar á þessu helsta mark-
aðssvæði okkar?
Hvemig haldið þið að íslenskum
sjávarútvegi, sem á allt sitt undir
Evrópumarkaðnum, hefði reitt af í
samkeppninni við Norðmenn, þeg-
ar þeir em komnir inn í Evrópu-
sambandiö - ef við hefðum ekki
EES-samninginn
EES-samningurinn er gott dæmi
um stefnufestu Alþýðuflokksins;
um þá reynslu þjóðarinnar af Al-
þýðuflokknum í ríkisstjórn að
hann er gerandinn í íslenskum
stjórnmálum sem sveigir ekki af
leið þrátt fyrir tímabundnar óvin-
sældir vegna þess að hann hefur
heildstæða framtíðarsýn og trú á
því að stefnan sé rétt og muni skila
árangri. - Nú vildu allir þá Lilju
kveðið hafa.
Meirihluti með aðild að ESB
Margir íslendingar hafa nú af því
vaxandi áhyggjur að ísland verði
viðskila við aðrar þjóðir Norður-
landa, nú þegar fyrir hggur að þær
muni ganga í Evrópusambandiö,
trúlega í upphafi næsta árs. Við
jafnaðarmenn skiljum þessar
áhyggjur, sem birst hafa í endur-
teknum skoðanakönnunum, sem
sýna að meirihluti þjóðarinnar og
reyndar meirihluti í öllum flokk-
um, er meðmæltur því að íslend-
ingar leggi fram umsókn um aðild.
Ef stjórnarandstöðunni hefði tek-
ist að koma í veg fyrir fullgildingu
EES-samningsins á sínum tíma,
ættu íslendingar trúlega nú engra
KjaUarinn
Kjartan Emil
Sigurðsson
formaður utanríkis-
málanefndar SUJ
annarra kosta völ til þess að tryggja
brýnustu þjóðarhagsmuni en að
sækja um aðild.
Tveggja kosta völ
Nú stöndum við frammi fyrir
tveimur kostum: Sá fyrri er að
tryggja, með samningaviðræðum
við ESB, að við höldum í framtíð-
inni réttindum og skuldbindingum
EES-samningsins, þrátt fyrir að við
verðum eina EFTA-þjóðin með að-
ild að samningnum.
Hinn kosturinn er sá, takist okk-
ur að tryggja EES-samninginn í
sessi, að styrkja hann enn frekar
með fríverslunarsamningum við
Bandaríkin og freista þess þannig
að pjóta góðs af fríverslunarsamn-
ingum við helstu markaðssvæði
okkar austan hafs og vestan. Gall-
inn er sá við síðarnefndu lausnina
að engan veginn er víst að Banda-
ríkin gefi kost á slíkum samning-
um.
Alténd er Ijóst að íslendingar
þurfa nú aö gaumgæfa vel og vand-
lega framtíð sína sem þjóð meðal
þjóða, sérstaklega stöðu íslands í
Evrópusamstarfi framtíðarinnar.
Evrópumálin eru því á dagskrá.
Þau eru meira aö segja mál mál-
anna.
Kjartan Emil Sigurðsson
„Hvernig haldið þið að íslenskum sjáv-
arútvegi, sem á allt sitt undir Evrópu-
markaðinum, hefði reitt af í samkeppn-
inni við Norðmenn, þegar þeir eru
komnir inn í Evrópusambandið - ef við
hefðum ekki EES-samninginn?“
Af hverju atvinnuleysi?
Atvinnuleysi; er það eitthvað,
sem kemur og fer án þess að nokk-
ur geti þar um ráðið? Eða er það
tilbúið af hagfræðingum?
Fyrri spurningunni má hiklaust
svara neitandi. Atvinnuleysi er
engin tilviljun, heldur Uggja til þess
margar samverkandi ástæður. En
kannski Uggur svariö þó helst í
einu orði: kyrrstaða, kyrrstaða
huga og handa. Þegar menn hafa
gefist upp við að bjarga sér er voð-
inn vís. Og það eru ævinlega marg-
ar leiðir til atvinnuskapandi verk-
efna ef menn fara að hugsa.
Sígilt svar
Jónas frá Hriflu var eitt sinn
spurður að því í upphafi kreppunn-
ar miklu hvernig hann ætlaði að
fá peninga til að byggja alla þá hér-
aðsskóla sem hann beitti sér fyrir
að stofna á þeim árum. Svar Jónas-
ar var þetta: „Peningamir eru í
mannfólkinu, það skapar peninga
með því að menntast og læra að
vinna arðbær störf.“ - Er þetta
ekki sígilt svar?
Atvinnulíf okkar er svo einhæft
að það hlýtur að kaUa á vandræði.
Enda sýnir það sig nú að þegar ein
fisktegund bregst er aUt í voða. Og
hvað myndi gerast ef enginn fiskur
væri lengur til veiða? Þá myndu
menn segja: Landið er óbyggilegt.
En það er bara ekki rétt. Landið
er jafn byggUegt, hvort sem veiðist
KjaUarinn
Andrés Guðnason
stórkaupmaður
fiskur eða ekki, ef menn geta lært
að horfa í aðrar áttir en út á sjó.
Og stundum hafa menn veriö að
hta í aðrar áttir. En er það allt í svo
stórum stíl að ekkert annað kemst
að. Fyrst var það stóriðjan sem átti
að gefa svo mikið í aðra hönd að
varla þyrfti að hugsa um aðrar
tekjuhndir enda væri orkan næg í
faUvötnum landsins. En hvað kom
á daginn? Orkan, tíl stóriðju, var
seld á svo lágu verði að það verð
gat aldrei staðið undir fjármagns-
og rekstrarkostnaði orkuveitn-
anna. Afleiðingin varð auðvitað sú
að orkuverð tíl almennings í land-
inu er með því hæsta sem þekkist
á Vesturlöndum.
Litið á heimsmælikvarða
Annað æði greip um sig þegar
loðdýrarækt og fiskeldi átti að
bjarga öUu á augabragði. Nú skal
ekki gert htið úr þessum atvinnu-
greinum ef rétt og skynsamlega er
möguleika haft til að keppa, hvorki
á innlendum né erlendum mörkuð-
um.
Hugsið ykkur hve htíls við þurf-
um með á heimsmælikvarða vegna
fámennis okkar. Ein verslun í stór-
borg erlendis gæti selt íslenskar
iðnaðarvörur í meira magni en
okkur hefur nokkum tíma dreymt
um, ef rétt væri staöið að fram-
leiðslu og kynningu. Við'erum mitt
„Ein verslun í stórborg erlendis gæti
selt íslenskar iðnaðarvörur í meira
magni en okkur hefur nokkum tíma
dreymt um ef rétt væri staðið að fram-
leiðslu og kynningu.“
að þeim staðið. En það var ekki
gert. Og er það efni i aðra grein.
En hugum betur að iðnaðinum,
utan stóriðju. Orka þarf að lækka
í verði tU almenns iðnaðar. Og það
hlýtur að vera hægt með sölu á
orku frá Blöndu. AUur iðnaður í
landinu hefur verið lagður í rúst
vegna of hárra skatta, okurverðs á
orku, samkeppni við niðurgreiddar
og innfluttar vörur frá þróunar-
löndum og fjármagnskostnaöar
með því hæsta sem þekkist.
Þannig hefur iðnaðurinn enga
á milh stærstu markaða heims. Og
flutningavandamál er ekkert orðið.
Vandinn er ekki annar en sá að
hefja hugsunina upp úr slorinu og
byggja upp alvöruiðnað á íslandi
er tekur mið af markaði heima og
erlendis. Slíkt gerist ekki á einum
degi og gerist aldrei ef menn trúa
því að hér sé aðeins hægt að veiða
þorsk.
Andrés Guðnason
Meðog
Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjórl
Sjómannasam-
bandsins.
Trúi f iskifjræð*
ingum
„Það er í
raun ekkert
þarna sem
kemur á
óvart. í fyrra
lögðu liski-
fræðingar til
að ekki yröi
veitt meira en
150 þúsund
tonn. Ríkis-
stjórnin
ákvað 165 þúsund tonn en menn
veiöa hins vegar um eða yfir 190
þúsund tonn. Þetta hlýtur að
koma einhvers staðar frá. Ef
menn ætla að byggja þorskstofn-
inn upp verða þeir að fara að til-
lögum fiskifræðinganna. Auðvit-
að er þessi niðurskurður sár en
viö ætlum að lifa áfram í landinu
og því þýöir ekki að horfa bara á
eitt ár í senn. Viö hljótum að
meta málið út frá langtimasjón-
armiðum. Trúi menn því að
ástand þorskstofnsins sé lélegt,
sem ég get ekki annað en trúað,
þá hijóta menn aö vilja fara eftir
ráðgjöf fiskifræðinganna. Ýmsir
efast um að aht sé rétt sem fiski-
fræðingamir eru aö segja. Ég
held því fram að þarna tah okkar
fæmstu sérfræðingar á þessu
sviði og dreg ekki orð þeirra í
efa. Ég tel að niðurstöður þeirra
séu mjög nálægt því rétta. Enda
þótt ýmsir sjómenn dragi niður-
stöður fiskifræðinganna i efa eru
aðrir sem gera það ekki. Þegar
maöur hlustar á rök þeirra
manna og ber saman við þaö sem
ftskifræðingarnir segja er enginn
vafi í mínum huga,“
Skelf ilegar af ■
leiðingar
„Þaö er há-
leitt markmið
að ætla að
byggja þorsk-
stofninn upp
með því að
draga úr sókn
en reynslan af .
leg erÞaðk^r 'Jón i
ekíú hægt að fiskl,'*4i"3ur-
byggja upp
fiskstofna í einhveija óskastærð
með friðun. Þaö em aðrir og
miklu sterkari kraftar í náttúr-
unni sem stjórna stofnstærðinni.
Það má minna á hrun þorsk-
stofnsins við Nýfundnaland þar
sem rúm mhljón tonn af þorski
hurfu á tveimur áram án þess að
fiskurinn kæmi í nokkrum þess-
um mæh að landi. Minnst af hon-
um kom fram. Einnig má minna
á hruniö í Barentshafi 1985 til
1989 án þess að um ofveiði væri
að ræða. Þar var fuh stjórn sögö
á veiðunum. Síðan endurkomu
þorsksins þar úr tómu hafi í mik-
inn afla nú. Svo má minna á hið
gagnstæða. Stofninn á Alaska-
ufsa var aukinn úr einni og hálfri
mihjón tonna í 12 mihjón tonn
með veiðum. Meö veiðunum
minnkaði samkeppnin um fæð-
una og sjálfát úr stofninum. Ég
minrn á ráðstefnu 20 þjóða í Hol-
landi í febrúar þar sem menn
komust að því að veiöar juku
nýhðun og örvuöu vöxt þjá flat-
fiskum og góður afrakstur væri
að þakka mUdhi veiöi. Það væru
umhverfisskhyrðin sem
skömmtuðu heildarmagnið en
það væri ekki hægt að ná því
neroa með því að veiða á fuilu því
veíðarnar „stímúlera" vöxtinn og
nýhðunina.