Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1994 53 Ljósmyndir Klaus Dieter Francke frá íslandi Nú fer hver og einn aö verða síðastur til að sjá ljósmyndir Klaus Dieter Francke sem eru til sýnis í Listasafni Akureyrar, en sýningunni lýkur 1. júní. Klaus Francke fæddist í Hamborg og býr þar. Hann er lærður arkitekt Sýningar og vann við fag sitt um niu ára skeið. Eftir að hafa sagt skibð við arkitektúrinn hefur hann unnið sem „free-lance“ ljósmyndari og unnið fyrir mörg þekkt tímarit en einnig unnið að gerð ljós- myndabóka og kom fyrsta bók hans um ísland út árið 1974. Ljósmyndir þær sem Francke sýnir í Listasafni Akureyrar eru allt loftmyndir. í þessum mynd- um sýnir hann sérstakt næmi gagnvart lita- og skuggaspili ís- lenskrar náttúru og opnar oft á tíöum nánast óhlutbundna sýn á landið og þau öfl sem móta það; vatn og vinda. í Listasafni Akureyrar eru einnig sýndar myndir sem Menn- ingarsjóður Akureyrar hefur fest kaup á. Verkin eru hluti af inn- kaupum sjóðsins 1991-1994. Úr leikritinu Mókollur umferðar- kálfur. Leikritfyrir böminá bamaleikhús- hátíð Það ber helst til tíðinda á lista- hátíð í dag að bamaleikhúshátíð Möguleikhússins hefst í húsnæði leikhópsins við Hlemm. Á þessari leikhúshátíð mun Möguleikhúsið sýna verkið Mókollur umferðar- kálfur. Þeir sem ríða á vaðið eru danskur leikflokkur, Mariehon- en, sem nýlega hlaut viðurkenn- ingu sem besta bamaleikhús Danmerkur. Mariehonen sýnir leikritið Den lille heks eða Litlu nomina. íslenska brúðuleikhúsið flytur kabarettsýningu, brúðu- leikhúsið Tíu fingur sýnir Engla- Listáhátíð spil, leikhópurinn Augnablik sýnir Dimmalimm og Frú Emilía sýnir Ævintýri Trítils. Möguleikhúsið er atvinnuhóp- ur sem hefur starfað í fjögur ár og einbeitt sér að því að sýna frumsamið efni fýrir yngstu áhorfenduma. Eins og fyrr segir er það danski flokkurinn sem hefur leikinn og hefst sýning hans kl. 17.00 og fjallar hún um htla nomastelpu sem lærir af frænku sinni hvemig á að hræða fólk. Hún fært samviskubit og efast um réttmæti þess sem henni er ætlað að gera. Margar myndlistasýningar era í gangi á Listahátíð í Reykjavík og hafa sumar þeirra þegar verið opnaðar, má minna á íslenska samtímalist á Kjarvalsstöðum, myndlistarsýningu bama og unglinga í Ráðhúsi Reykjavíkur og íslensk handrit í Stofnun Áma Magnússonar. Vegir að komast í gagnid aftur Eftir hina miklu vatnavexti sem orsökuðu að brú eyðilagðist og vegir fóm undir vatn er nú allt að komast í eðlilegt horf á flestum vegum. Þó Færðávegum em margir vegir varhugaverðir vegna aurbleytu. Þá orsakar vega- vinna það að það þarf aö fara með aðgát á nokkrum leiðum, má þar nefna Heilisheiði eystra, nokkrar leiðir á leiðinni Reykjavík-Höfn og Djúpivogur-Breiðdalsvík. Hálka er á sumum leiðum, má nefna Hrafnseyr- EU’heiði, Oddsskarð og Fjarðarheiði. Vegir á hálendi em enn allflestir ófærir vegna snjóa. Vóvka Ashkenazy og Blásarakvintettinn í í slensku óperunni: Píanóleikarinn Vovka As- hkenazy og Blásarakvintett Reykjavíkur leika á tónleikum í íslensku ópemnni í kvöld kl. 20.00. Á efnisskránni em verk eftir Moz- art, Poulenc, Bozza og Rimsky- Korsakov. Vovka Ashkenazy fæddist í Moskvu 1961 en ólst upp í Reykja- vik þar sem hann hóf píanónám sex ára gamalL Kennari hans í Tónlist- arskólanum var Rögnvaldur Sigur- jónsson. Auk þess að hafa notíð til- Vovka Ashkenazy ólst upp í Reykjavík. sagnar þekktra kennara, hefur hann notið tilsagnar fööur síns, Vladimirs Ashkenazy. Frá því hann lauk námi áriö 1983 hefur hann leikið með hljómsveitum og á einleikstónleikum víða um heim. Blásarakvintett Reykjavikur hef- ur starfað frá árinu 1981 og verið skipaöur sömu mönnum ftá upp- hafi: Bemharður Wilkinson leikur á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarínett, Joseph Ognibene á hom og Haf- steinn Guðmundsson á fagott. Hef- ur vegurkvintettsins farið vaxandi ó undanfömum árum. Katrin Cartlidge, Greg Cruttwell og Lesley Sharp i hlutverkum sínum í Nakin. Svört kómedía Eftir að hafa verið á lágu plani í nokkur ár virðist sem bresk kvikmyndagerð sé á uppleið. Nokkiir ágætir breskir leikstjór- ar hafa komið fram en þeir hafa oftar en ekki farið til starfa í Bandaríkjunum. Mike Leigh er einn þeirra leikstjóra sem hafa aukið trú mann á breskri kvik- myndagerð og það sem meira er, hann viU helst starfa á heimslóð- um. Nakinn (Naked) er nýjasta kvikmynd hans og hefur hún ver- Bíó í kvöld ið sýnd í Háskólabíói að undan- fömu og hefur fengið dágóða að- sókn. Naked er svört kómedia sem fjallar um sérvitringinn Johnny sem er í hnotskurn andhetja níunda áratugarins. Hann hefur orðið undir í lífsbaráttunni og plagar aUa nærstadda með útúr- snúningmn og skætingi. hann kemur til Lundúna eftir að hafa verið lengi úti á landi, sest að hjá gömlu kærustunni, henni til mik- Ular armaaðu, og ekki bætir úr þegar hann hefur ástarsamband við meðleigjanda hennar. Nýjar myndir Háskólabíó: Beint á ská 33!4 Laugarásbíó: Eftirförin Saga-bíó: Ace Ventura: Pet Detective Bíóhöllin: Leynigarðurinn Bióborgin: Krossgötur Regnboginn: Nytsamir sakleysingjar Bolungai lalsfjörður i rfjðröur Suöureyri\ StgJufjörður iNorúur- LýsuhóB Stykki Grundartjöröur rj Ólafsvfk ncíumál Reykjavíkur svæðið Grindavík Þoriákshotn undlaugar HeimU: Upptýsingamióstðö feröamála á ístandi Hárprúði drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeUd Landspítalans 24. maí kL 02.52. Hann var við fæöingu 3150 grömm og mældist 48 sentímetrar. Foreldr- ar hans era Bryndís Magnúsdóttir og Hilmar Hansson. Hann á tvö systkin, Margréti Heiðu, 15 ára, og Hans Jakob, 6 ára. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 127. 01. júní 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,660 70,880 70,800 Pund 106.930 107.250 106,870 Kan. dollar 51.080 51.280 51.130 Dönsk kr. 10.9360 10.9800 10.9890 Norsk kr. 9,8910 9,9300 9,937$— Sænsk kr. 9,0360 9.0730 9,1510 Fi. mark 12,9550 13,0070 13,0730 Fra. franki 12,5440 12,5940 12,5980 Belg. franki 2,0822 2,0906 2,0915 Sviss. franki 50,3600 50.5700 50,4900 Holl. gyllini 38,2300 38,3900 38.3900 Þýskt mark 42.9000 43.0300 43.0400 It. líra 0,04433 0,04455 0,04455 Aust.sch. 6,0940 6,1240 6,1230 Port. escudo 0.4132 0,4152 0,4141 Spá. peseti 0,5199 0,5225 0,5231 Jap. yen 0,67530 0,67740 0.67810 Irskt pund 104.480 105.000 104,820 SDR 99,95000 100,45000 100,32000 ECU 82.6200 82,9500 82,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan r~ TT T~ T~ 6 ? 2 lö .0“ 11 J-J i+ 15- ll l > 17" 12 ’lö Lárétt: 1 skip, 8 naut, 9 ftjótið, 10 glopr- ar, 12 vænu, 14 stía, 15 íjöldinn, 17 þekktra, 19 kindum, 20 nöldri. I Lóðrétt: 1 nudd, 2 fjallsás, 3 kúrfinn, 4 fjörugur, 5 starfandi, 6 æðir, 7 óreiða, 11 kyrrðinni, 13 keyrðum, 15 bati, 16 kropp, 18 átt Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 dreyri, 8 auðna, 9 ló, 10 una, II dula, 12 funi, 14 stó, 16 snáðar, 18 kar, 119 Óðin, 20 ýtin, 21 iða Lóðrétt: 1 dauf, 2 rununa, 3 eða, 4 yndið, 5 rausaði, 6 illt, 7 góa, 13 nári, 15 ógna, 16 ský, 17 rið, 19 ón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.