Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Síða 5
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
5
Fréttir
Margþætt símaskrárklúður
áttum að gefa okkur meiri tíma, segir ritstjóri tvískiptu símaskrárinnar
„Þaö má kannski segja að skráin
beri þess merki að farið hafi verið
of hratt, við hefðum átt að gefa okkur
meiri tíma í undirbúning. En vitleys-
umar eru ekki meiri en þær hafa
verið undanfarin ár, þær eru í raun
færri,“ sagði Sóley Sigurðardóttir,
ritstjóri símaskrárinnar, við DV.
Eftir að símaskráin kom út tvi-
skipt, í nafnaskrá og atvinnuskrá,
hefur margvíslegt klúður komið í ljós
og valdið notendum óþægindum. Til
að byrja með voru yfir eitt hundrað
farsímanúmer ekki prentuð, duttu
út.
Marga vantar í atvinnuskrána
„Þegar keyra átti farsímaskrána
og símaskrána saman voru ekki
meiri gögn á bak við farsímaskrána
en svo að mörg númer duttu út. Það
hefur kannski verið farið fullhratt í
þetta,“ sagði Sóley. Hún sagði að ekki
hefði verið ákveðið hvað ætti að gera
fyrir þá farsímanotendur sem þannig
lentu milh skips og bryggju. Nefndir
hafa verið möguleikar á prentun
límmiða til að setja í skrána, útgáfu
sérstakrar farsímaskrár eða að aug-
lýsa númerin.
Fjölda fyrirtækja og stofnana er
ekki að finna í atvinnuskránni. Skýr-
ing Pósts og síma er að viðkomandi
aðilar greiði ekki atvinnusímagjald,
sem er hærra, þar á meðal margir
einyrkjar. Sóley þvertekur fyrir að
Póstur og sími hafl séð tekjumögu-
leika í tvískiptingu skrárinnar með
því þannig að neyða alla í atvinnu-
rekstri til greiðslu atvinnusíma-
gjalds. Hún fullyrðir ennfremur að
engir fái undanþágu frá greiðslu at-
vinnusímagjalda.
í ljós kemur þó að Póstur og sími
kann ekki nægileg deili á viðskipta-
vinum sínum. Þjóðminjasafnið,
Listasafn íslands, SÁÁ og Sjálfsbjörg
eru meðal aðiia sem ekki eru í at-
vinnuskránni en ættu með réttu að
Guðmundur Magnússon:
Seðlabankinn
megnar
ekki meir
„Vöxtunum var haidið niðri með
aögerðum Seðlabankans og hann
þoldi orðið lítið meira. Mér þykir lík-
legt að bankinn sé nánast búinn með
þaö sem hann megnar og þá þarf
mjög Mtið til að vextir breytist," segir
Guðmundur Magnússon prófessor.
Þó Seðlabankinn hafi í fyrradag
hækkað ávöxtunarkröfu sína í húsbréf
og langtímaskuldabréf segir Guð-
mundur ekki tímabært að draga þá
ályktun að verðbólguskrúfan sé farin
af stað. Ástæðan sé einkum sú að Seðla-
bankinn hafi ekki lengur bolmagn til
að halda vöxtum niðri. Að auki megi
gera ráð fyrir að ásókn í innlent lánsfj-
ármagn hafi aukist á almenna markað-
inum, utan bankanna.
Stálsmiðjan:
Greiðslustöðvun
framlengd
Greiðslustöðvun Stálsmiðjunnar
hf. hefur verið framlengd um þijá
mánuði og hafa stjórnendur fyrir-
tækisins því frest fram tii 23. sept-
ember að endurskipuieggja rekstur-
inn.
„Við erum að vinna í að leysa þessi
mál. Við hijótum að ræða við lánar-
drottna fyrirtækisins sem eru sjóðir
og ýmsir aðilar. Við erum bjartsýnir
að okkur takist að klára okkar mál
innan ekki allt of langs tíma,“ segir
Skúli Jónsson, forstjóri Stálsmiðj-
unnar;
vera það. Ekki er vitað til að sam-
band hafi verið haft við þessa aðila
um að komast í atvinnuskrána og
greiða um leið atvinnusímagjald.
„Það hefur aldrei verið gert neitt í
þessu máli. Það var einfaldlega klippt
eftir ákveðinni línu,“ segir Sólveig.
Ekki farið að tillögu Gunn-
laugs Briem
Sólveig leggur áherslu á að aðalá-
stæða fyrir tvískiptingu símaskrár-
innar hafi verið kvartanir yfir að
skráin hafi veriö orðin of stór, þung
og ómeðfærileg. í ljósi þeirra raka
mætti ætla að Póstur og sími hefði
tekið vel tillögu Gunnlaugs Briem,
heimsþekkts leturgerðarmanns, um
30 prósent minna letur í símaskrána.
Hún yrði þá feitletruð og jafn læsi-
leg. Einfoldustu reikningar sýna að
um ríflega 1000 blaðsíðna skrá hefði
ekki orðið nema 700-800 síður, álíka
stór og nýja nafnaskráin ein og sér.
Að sögn Pósts og síma er leturtillaga
Gunniaugs enn í athugun.
Skurðurinn á símaskránni er mis-
jafn en á sumum síðum er letrið kom-
ið alveg niður á síöubotninn og hefur
í nokkrum tilfellum farið út fyrir
þannig að neðstu nöfn dálka hafa
fallið út. Sólveig kann ekki skýringu
á þessu en segir að fólk eigi umsvifa-
laust að biðja um nýja skrá sé þetta
tilfellið.
Vitað er að mörg fyrirtæki hafa
þurft að auglýsa í báðum skránum
og orðið fyrir kostnaðarauka þess
vegna, verulegum í sumum tilfellum.
Það vekur upp spurningar úm fjár-
hagslega útkomu af útgáfu síma-
skrárinnar 1994. „Við vitum ekki nið-
urstöðuna, hún hggur ekki fyrir enn-
þá,“ sagði Sóley.
Ceorg „umhverfisrábgjafi Islandsbanka" verbur
í beinu sambandi á Bylgjunni og hvetur ykkur til dába.
Með umhverfið á hreinu!
Á afmœlisári lýöveldisins er lögö enn ríkari áhersla á umhverfismálin í starfsemi íslandsbanka.
Nú hefur bankinn gefiö út bœkling um umhverfismál sem er fullur af fróöleik og ábendingum um þaö
hvaö þú getur gert til aö lifa í sátt viö umhverfiö. Þar fœröu svör viö mörgum áleitnum spurningum.
Spurningaleikur
í tengslum viö bœklinginn „í sátt viö umhverfiö" bregöum viö okkur ískemmtilegan sumar-
leik meö allri fjölskyldunni. Þú fœrö þátttökuseöil og bœkling í næsta útibúi íslandsbanka eöa á
Edduhótelum. Taktu þátt í leiknum og svaraöu tíu spurningum um umhverfismál, svörin er öll aö finna í
bœklingnum. Þeim ber aö skila fyrir 15. júlí. Dregiö veröur úr réttum svörum og veitt eftirfarandi verölaun:
• Þrjár œvintýraferöir um ísland aö eigin vali fyrir tvo aö verömceti 50.000 kr. hver
• Tíu 5.000 kr. innlegg á Sparileiö í íslandsbanka og 100 bolir í aukaverölaun
Fróöleikur
Þekking á umhverfinu er nauösynleg, því meiri, þeim mun betra. Frá 20. júní til 2. júlí,
milli kl. 8 og 9 og 17 og 18 mun Ari Trausti Guömundsson flytja stutta pistla á Bylgjunni í boöi
íslandsbanka. Þetta eru fróöleiksmolar um umhverfiö og náttúruna sem þú œttir ekki aö missa af.
Þab er leikur ab lœra um umhverfib meb abstob íslandsbanka.
Fylgstu meb og vertu meb.
^etílsstarf Ísla„dí6
'l'erkab vW*1'
ISLANDSBANKI