Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 9
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ1994
9
Sviðsljós
Julia Roberts með John Malkovich.
Eruð þið orðnir þreyttir á margendurteknum sprunguviðgerðum. Talið við okkur því við höfum
lausnina. Síðan árið 1981 höfum við klætt yfir 500 hús víðs vegar um landið með ISPO-MÚR.
ISPO-MÚR er góður og ódýr kostur. /SPOi-klæðning er mun ódýrari en þú heldur.
Gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu.
Múrklæðning hf.
Smiðsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 658826, fax 658824
Julia Roberts:
Himinlifandi
meðnýjahlut-
verkið
Bandaríska leikkonan Julia Ro-
berts er núna stödd í Englandi við
upptökur á kvikmyndinni Dr. Jekyli
og Hr. Hyde.
Með aðalhlutverk ásamt Juliu
Roberts fer John Malkovich. Sam-
starf þeirra virðist ganga mjög vel
enda er Julia himinlifandi með hlut-
verkið.
„Ég vissi um leið og ég hafði lokið
viö að lesa handritið að mig langaði
til að leika í kvikmyndinni. Fyrst
fékk ég íiðring í magann sem síðan
ágerðist og núna er eins og hann sé
fuiiur af fiðrildum svo mikil er
spennan, sagði Juiia Roberts.
Aðdáendur hennar bíða spenntir
eftir nýju myndinni enda hefur
stjama hennar lækkaö eilítið eftir
tvær frekar misheppnaðar myndir.
Sharon Stone er ekki hrædd við
vágesti enda sefur hún með byssu
undir koddanum.
Byssuglöð
leikkona
Hin þekkta leikkona Sharon Stone,
sem lék m.a. í myndinni Basic
Instinct, er byijuð að vígbúast af ótta
við geðveikan aðdáanda.
Undanfarnar vikur hefur Stone
verið að fá hótunarbréf frá óþekktum
manni. Það hefur komið í ljós að
þe.ssi sami maður hefur verið að
senda Margréti prinsessu svipuð
bréf.
Stone ætlar ekki að taka neina
áhættu og sefur nú með byssu undir
koddanum. Hún hefur einnig verið á
námskeiði í skotfimi og hefur náð
góðum árangri.
„Ég mun ekki láta siðfræðina
flækjast fyrir mér. Ef ég verð vör við
einhvem ókunnan gest um miðja
nótt þá mun ég skjóta hann. Ég er í
góðri æfingu, bæði er ég nýbúin að
leika í kúrekamynd þar sem ég lærði
að bregðast skjótt við og svo er ég
sveitastúlka og hef því handfjatlað
byssur frá blautu bamsbeini," sagði
Sharon Stone.
Um daginn lét hún svo reyna á
fimni sína með því að skora á
Siivester Stallone í skotkeppni. Shar-
on tapaði naumlega en var þó nokk-
uð sátt við árangurinn.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu
og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1994 og virðisaukaskatti til og með
16. tímabili með eindaga 5. júní 1994 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er
féllu í gjalddaga til og með 15. júní s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisauka-
skatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts,
þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana-
skatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt
skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og út-
flutningsgjöldum, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi,
skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru:
tekjuskattur, útsvar aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr.
laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og
öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr.' fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og
stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Jafnframt mega þeir gjaidendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 25. júní 1994
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Gjaldheimtan á Seltjamamesi
Gjaldheimtan í Garðabæ
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
Sýslumaðurinn í Keflavík
Gjaldheimta Suðumesja
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austfjarða
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum