Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Side 12
12
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Client.
2. Roddy Doyle:
Paddy Clarke Ha Ha Ha.
3. Jitly Cooper:
The Man Who Made Hus-
bands Jealous.
4. John le Carré:
The Night Manager.
5. Barbara Taylor Bradford:
Angel.
6. Jeffrey Archer:
Honour among Thieves.
7. Jack Higgíns:
Thunder Polnt.
8. Thomas Keneally:
Schindler's List.
9. Barbara Víne:
Ast'as Book.
10. Carol Shields:
The Stone Diaries.
Rit almenns eölis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. J. McCarthy & J. Morrell:
Some Other Rainbow.
3. Alan Clark:
Diaries.
4. Jill Tweedie:
Eating Children.
5. Brian Keenan;
An Evil Cradling.
6. Blake Morríson;
And When Did You Last See
Your Father?
7. Howard Rheingold:
Stereogram.
8. Margaret Forster;
Daphne du Maurier.
9. Nick Hornby:
Fever Pitch.
10. Ros Asquith:
I Was a Teenage Worrier.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Heeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Troels Klevedal:
Oerne under vínden.
3. Alice Walker:
Andetemplet.
4. Kirsten Thorup:
Den yderste grænse.
5. Dorothy L. Sayers:
Peter Wimsey i Oxford.
6. Dan Turéll;
Vrangede billeder.
7. Peter Hoeg:
Fortaellinger om natten.
(Bygyt é Politikon Sondag)
N asreen
1 felum
Öll heimsbyggðin hefur lengi fylgst
með rithöfundinum Salman Rushdie
sem var dæmdur til dauða af trúar-
leiðtogum í íran fyrir meira en hálf-
um áratug. Hann er enn í felum, í
vandlegri gæslu öryggisvarða.
En Rushdie er ekki eini rithöfund-
urinn sem hefur kallað yfir sig
dauðadóm öfgasinnaðra múslíma,
fatwa. í ríkinu Bangladesh, sem á
landamæri að Indlandi, fer skáld-
konan Taslima Nasreen nú huldu
höfði á meöan æstur múgurinn fjöl-
mennir í hópgöngur til að krefjast
þess að hún verði handtekin og tekin
aflífi.
Margra ára stríó
Taslima Nasreen, sem er 32 ára,
hefur lengi átt í stríði við trúarleið-
toga múslíma í heimalandi sínu -
enda eru skoðanir hennar afdráttar-
lausar og lifshættir í litlu samræmi
við strangar kröfur múslíma. Bók-
stafstrúarmenn í röðum múslíma
telja sem kunnugt er að konur eigi
að vera körlum undirgefnar í öllu;
svo sé fyrir mælt í trúarritinu mikla,
Kóraninum. Nasreen hefur barist
hatrammlega gegn slíkum kenning-
um, hvatt konur til frelsis og sjálf-
stæðis og lifaö sjálf í samræmi við
það. Hún er til að mynda þrígift - og
skilin.
Nasreen hefur lagt áherslu á frelsi
kvenna, meðal annars í ástarmálum
og trúmálum, í skáldsögum sínum
sem eru vinsælar þótt deilt sé um
Taslima Nasreen: heittrúaðir
múslímar í Bangladesh krefjast þess
að hún verði tekin af lífi.
Simamynd Reuter
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
bókmenntalegt gildi þeirra. Á síðasta
ári keyrði hins vegar um þverbak í
samskiptum hennar við trúarleið-
toga múslíma. Þá sendi hún frá sér
skáldsöguna „Lajja“ (Skömm). Þar
íjallar hún um hóp Hindúa sem hlýt-
ur afar illa meðferð af hálfu
múslímskra meðbræðra sinna. Trú-
arleiðtogar urðu æfir en bókin hlaut
gífurlegar vinsældir meðal Hindúa.
Sagan var til dæmis á metsölulista
Indlands allt áriö og hefur nú verið
þýdd á ensku og ýmis fleiri tungu-
mál.
Dauðadómur
Vegna bókarinnar kváðu samtök
heittrúarmanna upp dauðadóm,
fatwa, yfir Nasreen og hétu nokkurri
greiðslu til hvers þess sem vildi
vinna slíkt ódæði. Hún lét þetta ekki
á sig fá og hélt áfram að búa á heim-
ili sínu í Dhaka, höfuðborg Bangla-
desh.
Málin tóku hins vegar nýja stefnu
þegar indverska dagblaðiö The Stat-
esman birti viðtal við Nasreen fyrir
fáeinum vikum. Þar gagnrýndi hún
mjög Kóraninn, sem væri vopn til
að halda konum niðri, og hvatti til
endurskoðunar þessarar biblíu mú-
slíma.
Viðbrögð heittrúarmanna voru
geysihörð. Fjölmennar mótmæla-
göngur fóru um götur höfuðborgar-
innar. Þar var sett fram krafan um
að Nasreen yrði handtekin og tekin
af lífi fyrir að svívirða trúarbrögð
múslíma. Ríkisstjórn landsins lét
undan þrýstingi og gaf út handtöku-
skipun. Þá lét Nasreen sig hverfa og
er ekki vitað um dvalarstað hennar.
Nasreen nýtur stuðnings margra
menntamanna í heimalandi sínu,
þótt þeir séu ekki alltaf sammála
vinnubrögðum hennar. Enda er hér
tekist á um grundvallarmannrétt-
indi, það er rit- og tjáningarfrelsi -
alveg eins og í máli Salmans Rushdi-
es.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Scott Turow:
Pleading Guilty.
2. John Grisham:
The Cfient.
3. Robert Ludlum:
The Scorpio lllusion.
4. Mary Higgins Clark:
l’ll Be Seeing You.
5. Nancy Taylor;
Interest of Justice.
6. Kevin J. Anderson:
Dark Apprentice.
7. E. Annie Proulx.
The Shipping News.
8. Anne Rivers Siddons:
Hill Towns.
9. Patrícta D. Cornwell:
Cruel & Unusual.
10. Dean Koontz:
The Funhouse.
11. Lawrence Sanders:
McNally's Risk.
12. Susan Isaacs:
After All These Years.
13. Stephen Coonts:
The Red Horseman.
14. Stephen King:
The Stand.
15. John Grisham:
A Time to Kill.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
3. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
4. Peter D. Kramer:
Listening to Prozac.
5. Lewis B. Puller Jr.:
Fortunate Son.
6. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
7. Maya Angelou:
I KnowwhytheCaged Bírd
Sings.
8. M. Hammer & J. Champy:
Reengineering the
Corporation.
9. Susanna Kaysen:
Girl, Interrupted.
10. Deborah Laake:
Secret Ceremonies.
11. Cornel West:
Race Matters.
12. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
13. Cornelius Ryan:
The Longest Day.
14. Peter Mayle:
A Year in Provence.
15. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
(Byggt á New York Times fiook fteview)
Vísindi
2000 ára prinsessa
snyrt og snurfusuð
Vísindamennirnir, sem sjá um iík Leníns í Moskvu, glíma nú við forna prins-
essu.
Líf á öðmm
hnöttum
Nýlegar Ijósmyndir frá Hubble
geimsjónaukanum sýna að
rykagnir mynda eins konar
kringlu utan um margar stjömur
í Óríon stjörnuþokunni. Hugsan-
legt er að plánetur verði einhvern
tíma til úr rykkringlum þessum,
eins og jörðin og aðrar plánetur
í sólkerfinu okkar fyrir 4,5 millj-
örðum ára.
Þessi uppgötvun þykir auka lik-
urnar á því að líf finnist annars
staðar i himingeimnum.
Stjörnumar í Óríon þokunni
em hins vegar ungar, yngri en
einnar milljón ára og nokkrar
aðeins þrjú hundruö þúsund ára
gamlar. Stjömuþokan er í 1500
ljósára fjarlægð frá jörðu.
Blóðflögur
búnartil
Hópar vísindamanna í Banda-
ríkjunum og Frakklandi hafa ein-
angraö efni það sem líkaminn
notar til að framleiða bióðflögur
sem em nauðsynlegar til þess að
blóð storkni.
Uppgötvun þessi gæti gagnast
krabbameinssjúklingum sem
fara í iyíjameðferö eða merg-
flutning og hafa þess vegna of lít-
ið af þessum blóðflögum. Aukin
hætta er á blæðingum hjá slíkum
sjúkiingum.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Vísindamennirnir sem sjá um að
varðveita lík Vladimirs Leníns, bylt-
ingarleiðtoga úr Sovétríkjunum sál-
ugu, hafa nú tekið að sér enn erfið-
ara verkefni, nefnilega að koma aftur
til fyrra horfs múmíu tvö þúsund ára
gamallar prinsessu af hinni forn-
írönsku hirðingjaþjóö Skýþum sem
byggði sléttur Suður-Rússlands.
Rússneskir fomleifafræðingar
fundu smurða múmíuna í fyrra á
hinni afskekktu Umok hásléttu í suð-
urhluta Síberíu. Þeir kalla ungu
prinsessuna „Dömuna".
Múmían var send til Novosibirsk
þar sem hún var geymd í kæliklefa
fyrir mjólkurafurðir í átta mánuði.
Hörand hennar hefur hins vegar
skroppið saman og dökknað eftir að
það komst í snertingu við andrúms-
loftið en var mjólkurhvítt þegar Da-
man fannst.
Múmían er nú í höndum vísinda-
stofnunar þeirrar í Moskvu sem hef-
ur séð um að varðveita smurt lík
Leníns í grafhýsinu á Rauða torgi.
„Við ætlum að færa htaraft hennar
til eðliiegra horfs,“ segir Vladislav
Kozeltsev, sem hefur fengist við líkið
af Lenín í fimmtán ár.
„Maður getur séð hvenær fólk hef-
ur verið í megmn af því að hörundið
er alit laust. Þaö litur bústnara út
ef maður gefur því að borða. Það
ætlum viö gera viö múmíuna."
Ekki vill Vladislav þó segja frá því
hvaða aðferðum verður beitt.
„Smumingsaðferð okkar var eitt
sinn ríkisleyndarmál en nú er hún
viðskiptaleyndarmál," segir hann.
Vísindamönnunum í Moskvu hef-
ur þegar oröið nokkuð ágengt í að
flikka upp á múmíuna. Þegar hún
fannst fyrst var húðflúr af goðsögu-
legum ófreskjum sjáaniegt á öxl
hennar og þumh en eftir aðeins
tveggja vikna dvöl á vísindastofnun-
inni sést húðflúrið á öllum hand-
leggnum.
Sex hestar og reiðtygi þeirra vom
grafnir með prinsessunni, auk þess
diskar, spegiil og örlítið af kannabis
til að koma henni á auðveldari hátt
inn í annað líf. Sjálf var hún klædd
í hvítan silkikjól og skarlatsrautt ull-
arpils.
Vísindamennimir segja að prins-
essan hafi látist að vetrarlagi en ekki
verið grafin fyrr en síðla vors. Lík
hennar lá í holum lerkitrésbol sem
var skreyttur með útskommum leð-
urmyndum af dádýrum og snjóhlé-
börðum. Eftir aö gröfinni var lokað
seytlaði vatn niður í hana og fraus
og þannig varöveittist Daman í tutt-
ugu aldir.
Vonast er til að hægt verði að senda
múmíuna aftur til Novosibirsk fyrir
árslok og verður henni þá komið fyr-
ir í glerkassa, alveg eins og Lenín í
grafhýsi sínu í Moskvu.
Kemst
hraðar en
Miguel Alcubierre, sérfræðing-
ur í afstæðiskenningunni við
Walesháskóla í Cardiff, segist
hafa sannað stærðfræöilega að
möguiegt sé að ferðast hraðar en
ijósið. Það mun vera hægt með
því að aflaga geiminn.
Slíkt gengur i berhögg við einn
grundvallarþátt afstæðiskenn-
ingar Einsteins sem segir að ekk-
ert komist hraðar en ljósið.
Alcubierre segir að útreikning-
amir sé mjög einfaldir og hann
hafi gert þá á einum degi, bara
aö gamni sínu. Hann segir þó
óvist að þessi kenning verði
nokkum tíma að raunveruleika.
En ef svo færi yröu ferðalög um
geiminn mun auðveldari.
Stúturundir
stýri búinn
Þess verður ef til viU ekki langt
aö bíða að drukknir ökumenn
heyri sögunni til. Jú, þaö er nefni-
lega búið aö finna upp eins konar
svartan kassa sem lætur öilum
iilum látum ef ölvaður maöur
sest undir stýri.
Þegar kassinn nemur vínanda
inni í bílnum er ekki hægt að
gangsetja ökutækiö og ef öku-
maöur þráast við fara ljós að
biikka. Svo er ekki einu sinni
hægt að gahha kassann með því
að láta edrú farþega anda i hann
því tækið nemur alla áfengislykt
í bflnum.