Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 14
14 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Haustkosningahvati Bætt staða ríkisstjómarflokkanna í nýjustu skoðana- könnun DV er þegar farin að hvetja þá til haustkosn- inga. Þótt stjómarflokkamir hafi ekki náð öllu fylgi sínu úr síðustu kosningum, em þeir þó greinilega mun betur settir en þeir hafa verið í könnunum síðustu tvö árin. Ekki falla samt röksemdir málsins allar 1 einn og sama farveg. Kosningaspáin, sem byggist á skoðanakönnun- inni, felur í sér 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins og 9 þingmenn Alþýðuflokksins. Það dugar þeim ekki til að endurnýja núverandi stjómarmynztur eftir kosningar. Einnig þarf að hafa í huga, að hefð er fyrir því að líta vinsamlegri augum þær ríkisstjómir, sem halda út í heil kjörtímabil, heldur en þær, sem gefast upp fyrir tím- ann. Þolgæði er af mörgum talið vera merki um gott stjómarsamstarf og jafnvel traust stjórnarfar. Þriðja atriðið mælir gegn haustkosningum. Það er, að Jóhanna Sigurðardóttir mun vafalítið reynast hafa meira fylgi en flokksformaður hennar í prófkjöri, sem hugsan- legt er, að flokkurinn neyðist til að halda í Reykjavík, ef hann getur ekki afsakað sig með tímahraki. Flest annað stuðlar að haustkosningum. Eftir óvænt hvarf Jóhönnu úr ráðherrastóli verður erfiðara fyrir rík- isstjómina að ná saman meirihluta á Alþingi og hefur það þó reynzt vera nógu erfitt fyrir. Einkum verður þetta bagalegt við næstu fjárlagaumræðu á Alþingi. Ekki þarf nema atkvæði Jóhönnu og Inga Bjöms Al- bertssonar til að koma ríkisstjóminni í minnihluta, ef hún nær ekki atkvæðum frá stjómarandstöðunni. Ýmsir aðrir þingmenn stj ómarflokkanna hafa sýnt tilhneigingu til að hlaupa út undan sér í viðkvæmum málum. Ljóst er, að ríkisstjórnin mun að vori ekki geta sýnt neinn árangur í starfi umfram þann, sem hún getur sýnt í haust. 'Meira að segja er hætta á, að næsta vor verði komin meiri bilunareinkenni í lágu vextina og htlu verð- bólguna, sem ríkisstjómin mun hrósa sér af í haust. Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn með plaggi, sem sýnir ýmsa möguleika á aðhaldi í ríkisrekstri á næsta kjörtímabili, eftir að slíkt aðhald hefur að mestu mistek- izt á þessu kjörtímabili. Við hverfulan meirihluta á Al- þingi er ólíklegt, að stjómin bæti þessa stöðu í vetur. Seðlabankinn hefur þegar neyðzt til að hækka vaxta- kröfu í sumum tegundum langtímalána. Þótt bankastjóri Sjálfstæðisflokksins segi þetta ekki fela í sér neina spá um aukna vexti og verðbólgu á næstunni, er ljóst, að hækkuð vaxtakrafa felur í sér ótta við framtíðina. Áhugi á haustkosningum er meiri í Sjálfstæðisflokkn- um en Alþýðuflokknum, því að ýmsir vilja skipta út Alþýðuflokloium fyrir Framsóknarílokkinn, sem tahnn er hafa færzt til hægri við formannaskiptin, þegar Hah- dór Ásgrímsson tók við af Steingrími Hermannssyni. Um leið hefur smám saman komið í ljós, að miklir annmarkar em á, að samstaríið um Reykjavíkurhstann og hhðstætt samstarf í ýmsum öðrum byggðum geti end- urspeglazt í landsmálum, þar sem línur mihi flokka eru mun skarpari en í sveitarstjómarmálum. Um þessar mundir er því að draga úr ótta í Sjálfstæðis- flokknum um, að yfirvofandi haustkosningar muni draga flokka Reykjavíkurhstans í sameiginlegt landsframboð, sem muni eftir kosningar neyða þá flokka til að mynda með sér vinstri stjóm gegn Sjálfstæðisflokknum. Samanlagt era þau atriði heldur fieiri og þungvægari, sem hvetja stjómarflokkana til haustkosninga, heldur en hin, sem letja þá til að mæta kjósendum að hausti. Jónas Kristjánsson Nánara samband Rússlands og vesturveldanna Hindranir eru aö láta undan í sam- skiptum Vesturlanda og Rússlands á því sviði sem erfíðast er viðfangs eftir það sem á undan er gengið en skiptir líka mestu ef í harðbakkann slær, skipan öryggismála í Evrópu allri. Á fundi í janúar ákváðu ríki Norður-Atlantshafsbandalagsins að sinna ekki í næstu framtíð ósk- um ríkjanna milh Rússlands og aðildarríkja NATO um aðild aö bandalaginu, ekki síst vegna and- stöðu Rússlandsstjórnar við stækkun þess í austur. í staðinn var boðin aðild að laustengdum samstarfsvettvangi, Félagsskap um frið sem stæði opinn öllum fyrrum aðildarríkjum Varsjár- banbalagsins og Sovétríkjanna. Ekki fór leynt að stjórnum ríkja eins og Póllands og Eystrarsalts- ríkjanna þótti þetta þunnur þrett- ándi en komust þó að þeirri niður- stöðu aö Félagsskapur um frið væri betri en ekki neitt. Hafa tveir tugir gerst aðilar. Félagsskapur um frið gerir ráð fyrir samráði milh NATO og hinna ríkjanna hvers um sig um verkefni eins og gerð hernaðaráætlana, her- æfingar og friðargæslu. Þar að auki fá ríkin að koma upp skrifstofum í Brussel fyrir hermálafuhtrúa sína hjá NATO. Rússlandsstjórn sagði strax að stórveldi eins og Rússlandi nægði ekki að verða sett á bekk með smærri ríkjum Mið- og Austur- Evrópu. Hefur togstreita um sam- bandið milli NATO og Rússlands staðið síðustu mánuði. Meðal annars kom Pavel Grat- sjov, landvamaráðherra Rúss- lands, á fund starfsbræðra sinna frá ríkjum Atlantshafsbandalags- ins. Var málflutningur hans þar túlkaður svo af gagnaðilanum að Rússlandsstjóm færi fram á að fá Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson neitunarvald um ákvarðanir af hálfu NATO. Var sá skilningur lagður í tihögu Rússa um að NATO ásamt öðmm öryggisstofnunum í Evrópu yrði sett undir Ráðstefn- una um öryggi og samstarf í Evr- ópu, samtök 50 ríkja, þar sem ákvarðanir verður aö taka í einu hljóði. Nú er samningaþófi lokiö. Á mið- vikudag undirritaði Andrei Kos- írev, utanríkisráðherra Rússlands, aðild þess að Félagsskap um frið í Brussel. Jafnframt var gengiö frá sameiginlegri yfirlýsingu Rúss- landsstjómar og NÁTO um sam- starf þeirra um fram það sem Fé- lagsskapurinn áskilur. Þar er lýst yfir að Rússland og bandalag vestrænu ríkjanna hafi ákveðið að halda uppi sín á milli samráði um póhtísk og hemaðar- leg viðfangsefni sem Evrópu varöa. Þá ætla aðilar að ráðgast um kjam- orkuvopnabúnað og öryggi og um ráðstafanir til að afstýra dreifingu gereyðingarvopna, sér í lagi til svæða þar sem óstöðugleiki ríkir. Andstæöingar Jeltsíns Rúss- landsforseta á þingi reyndu þegar í stað að nota aðildina að Félags- skap um frið gegn honum, sögðu hana enn eitt dæmið um undir- lægjuhátt stjórnar hans við vestur- veldin. Tillaga um að ógilda undir- ritun Kosírevs í Brussel, borin fram af þjóðemissinnum og komm- únistum í sameiningu, féll með níu atkvæða mun. Helstu póhtískir árekstrar stjóm- ar Rússlands og vesturveldanna í Evrópumálum upp á síðkastið hafa orðið út af því að Rússum þykir fram hjá sér hafa verið gengið við ákvarðanatöku, til dæmis um loft- árásir á Bosníu-Serba. Verði sam- ráðið sem ákveðið var í Brussel að veruleika ætti framvegis að mega sneiða hjá slíkum erjum. Nú er líka í augsýn að útflutning- ur Rússlands til Evrópusambands- ins verði greiðari en áður, en við- skiptin við það em höfuðskilyrði fyrir að efnahagur Rússa rétti við. Viðskiptasamningur Rússlands og ESB hefur legið fyrir í misseri en undirritun hefur strandað á kröfu Frakklandsstjómar um tryggingu fyrir að yfirburðastaða Frakka á markaðinum fyrir auðgað úran til kjarnorkuvera verði ekki skert með undirboðum af hálfu Rússa. Nú er þessi vandi leystur og þeg- ar þetta er ritað er Jeltsín Rúss- landsforseti kominn til grísku eyj- arinnar Korfú til að undirrita samninginn ásamt æðstu mönnum ESB sem þar halda fund. Eftir mánaöamót er svo í vænd- um fundur æðstu manna sjö helstu iönríkja heims í Napoh og þangað er Jeltsín boöið til sérstakra viö- ræðna. Loks skýrði utanríkisráð- herra Bandaríkjanna frá því í Brussel að Rússlandsforseti hefði þegið boð Bills Clintons forseta um fund þeirra í Washington með haustinu. Borís Jeltsin Rússlandsforseti umkringdur fréttamönnum á Korfú. Þar undirritaði hann ásamt forustumönnum ríkja Evrópusambandsins samning um viðskipti og pólitísk og efnahagsleg tengsl Rússlands og ESB. Símamynd Reuter Skoðaiiir annarra Sjaldan fellur eplið .. . „Á hverju ári fæðast nærri fjögur hundruð þús- und börn stúlkum sem hafa ekki lokið framhalds- skólanámi, sem eiga ekki eiginmenn og sem eiga htla framtíðarmöguleika. Áttatíu prósent þessara barna munu kynnast fátækt og líklegra en ekki er að munu ekki bíða þess bætur. Mörg þeirra munu feta í fót- spor mæðra sinna og verða einstæðir foreldrar. Brátt verða þau ábyrg fyrir þriðja hveiju barni sem fæðist í Bandaríkjunum. En ekki fjárhagslega ábyrg.“ Úr forustugrein New York Times 18. júní. Hætta á klofningi „Meirihlutastuðningur við aðhd að ESB á flokks- þingunum tveimur (sænska og norskra jafnaðar- manna) endurspeglar ekki afstöðu almennra flokks- manna og kjósenda. Þar er andstaöan miklu meiri og þess vegna er hætta á að í Noregi og Svíþjóð komi upp klofningur mhli póhtísku hástéttarinnar og kjós- enda eins og maður sá í dönsku atkvæðagreiðslunum um Maastricht-samninginn." Úr forustugrein Politiken 21. júní. Björgum milljónum „Þingið getur verndað ungt fólk og aðstoðað 80 prósent þeirra sem vilja hætta að reykja með því að veita matvæla- og lyfjaeftirlitinu vald th þess að banna söluvélar og aðra sölustaði þar sem unglingar geta nálgast sígarettur á auðveldan hátt. Það getur aðstoðað með því að banna að tóbaksvörur séu gefn- ar og krefjast fyllri upplýsinga um áhrif reykinga á hehsuna í auglýsingum. Slæmu tíðindin fyrir tóbaks- iðnaðinn eru aö slíkar reglur mundu draga úr sölu. Góðu tíðindin fyrir þjóðina eru að mhljarðar dollara mundu sparast og mhljónum mannslífa yrði bjarg- að.“ Úrforustugrein USA Today 22. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.