Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
15
Trufliiní
skyndisókn
ana.
Brasilíumenn eiga viö mörg
vandamál aö stríöa, sagði nýlega í
grein í vikuritinu Newsweek.
Vanda Brasilíumanna var síðan
lýst og var sá listi ekki fallegur. Þar
er verðbólgan há, fátækt mikil og
pólitísk spilling á háu stigi. En
þetta er þó hjóm eitt hjá þeirri sál-
arangist Brasilíumanna að 24 ár
eru hðin frá því að karlalandslið
þeirra vann síðast heimsmeistara-
titil í knattspyrnu.
Newsweek sagði að þetta væri
mikil byrði að bera fyrir landshð
Brashíu. Blaðið bætti því hins veg-
ar við að í liðinu væru frábærir
knattspymumenn og sigurvilji
liðsins mikih. Af þessari lýsingu
sést hve gríðarleg áhersla er lögð á
þjóðaríþróttina, knattspyrnuna.
Kröfurnar, sem almenningur gerir
til sinna manna, eru nær ómennsk-
ar. Ef vel gengur eru hð og einstakl-
ingar nánast teknir í guðatölu en
geri menn mistök eða tapi stendur
ekki steinn yflr steini. Þjálfari og
einstakir leikmenn eru þá úthróp-
aðir og eiga sér ekki viðreisnar von
- nema þá að góður sigur vinnist
næst.
Knattspyrna
ogþjóðlíf
Þessi knattspymudýrkun er mest
áberandi í Suður-Ameríku. Víðar
er þó skjálfti og ekki þarf að fara
lengra en til nálægra Evrópuþjóða.
Það var til dæmis mikið áfall fyrir
gróin knattspyrnustórveldi eins og
England og Frakkland aö komast
ekki til Bandaríkjanna í loka-
keppni heimsmeistaramótsins. Þá
hafa Danir tæpast glaðst enda ný-
lega Evrópumeistarar. Þjóðir eins
og Norðmenn, sem ekki hafa átt hð
í lokakeppni áratugum saman,
hugsa hins vegar varla um annað
en gengi hðs síns í Bandaríkjunum.
Norsk blöð eru undirlögð af
knattspyrnufréttum og frægt varð
verkfall sjónvarpsmanna norska
sjónvarpsins í upphafi keppninnar.
Þá lá við átökum enda óttuðust
landsmenn það að missa af beinum
útsendingum af hetjum sínum
vestanhafs. Það mál leystist þó á
síðustu stundu.
Við íslendingar eigum ekki fuh-
trúa í þessari lokakeppni í Banda-
ríkjunum. Það breytir þó ekki því
að beinar útsendingar Jtíkissjón-
varpsins setja þjóðlífið að nokkru
úr skorðum. Svo mikhl er áhuginn
á knattspyrnunni. Það er að vísu
ekki svo að við gleymum öhu öðru
eins og Brasilíumenn, sem muna
þessa stundina hvorki eftir verð-
bólgu né fátækt. En margt verður
þó undan að láta hjá þeim löndum
okkar sem verst eru haldnir af fót-
boltaáráttunni.
Flestvíkur
fyrirboltanum
Ekki þarf að kvarta undan frétta-
leysi undangenginna daga hérlend-
is. Nýhðið er sögulegt uppgjör í
forystusveit Alþýðuflokksins þar
sem Jóhanna Sigurðardóttir varð
undir í formannskosningum. Af-
leiðingarnar eru nú að koma í Ijós
með afsögn Jóhönnu úr ráðherra-
embætti. Líkur aukast á haust-
kosningum vegna afsagnarinnar
og ekki ætti það að letja forystu-
menn ríkisstjómarinnar að stjórn-
arflokkamir auka fylgi sitt sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun DV.
Þá hafa ljósmyndir í blöðum og
myndskeið í sjónvarpsfréttum nú
sýnt okkur hvað á gekk á miðunum
við Svalbarða. Þar kemur fram, og
einnig í sjóprófum sem haldin hafa
verið, að norskir strandgæslumenn
virðast hafa þverbrotiö ahar sigl-
ingareglur með glæfrasiglingu á
mhli íslenskra togara á svæðinu.
Þessar stórfréttir em að sjálf-
sögðu í umræðunni en þó fer það
varla á milli mála hvaö helst er
rætt á vinnustöðum og heimhum
manna. Það er áðumefnd heims-
meistarakeppni í knattspyrnu. Það
verður þó að viðurkennast að um-
ræðan er nokkuð kynskipt. Flestir
karlar eru spenntir. Þeir ræða leik-
ina frá því í gær og þá sem fram-
undan era. Sumar konur eru á
sömu nótum en fleiri era þær þó
sem eru pirraðar á öllu þessu
standi. Karlpeningurinn hggur
flatur fyrir framan sjónvarpið.
Menn gera ekki mikið annað ef
þeir ætla sér að horfa á beinar út-
sendingar tveggja th þriggja leikja
á dag.
Miðill í umræðunni
Sumir gagnrýna sjónvarpið
harkalega fyrir allar þessar beinu
fótboltasendingar en aðrir lofa það
og prísa. Það hlýtur að vera kjör-
staða fyrir þá stofnun. Hún er stöð-
ugt í umræðunni og heldur þeirri
stöðu sinni meðan keppnin stendur
eða í hehan mánuð. Umræðan, já-
kvæð jafnt sem neikvæð, er hagur
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
sjónvarpsins. Það er fjölmiðill sem
tekið er eftir og talað er um. Sjón-
varpinu veitir raunar ekki af því
oft hafa menn kvartað undan
skylduáskrift og fátæklegri dag-
skrá. Víst má telja að stór hópur
manna borgar sína áskrift að sjón-
varpinu með glöðu geði þessa dag-
Á sama tíma og menn sitja hmdir
fyrir framan Ríkissjónvarpið vinna
eigendur keppinautarins, Stöðvar
2, að því aö eyðheggja árangur
fjölmiðilsins með átökum um eign-
arhald á króganum. Fráfarandi
sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 lýsti þvi
yfir í fréttatíma að átök meiri- og
minnihluta hluthafa Stöðvar 2
væru eins og hatrömm átök for-
eldra í forræðisdehu um barn sitt.
Sú deha gæti endað með því að for-
ræðisdehan gengi af afkvæminu
dauðu.
Vel valið frí
Þessir sumardagar era því dagar
Sjónvarpsins hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr. Sumir
miða sitt daglega líf við beinar út-
sendingar fótboltaleikja. Einn
vinnufélagi minn, knattspymuá-
hugamaður af guðs náð, var ekkert
að hika. Hann bað snemma um sitt
sumarfrí, frá 17. júní th 17. júh eða
nákvæmlega þann tíma sem heims-
meistarakeppnin í Bandaríkjunum
stendur. Fyrir keppnina var hann
búinn að kaupa sér stórt sjónvarp.
Ég hitti hann nýlega og hann var
hamingjusamur að sjá. Þaö eina
sem skyggði á gleðina var aö hann
missti 3 mínútur úr einum leik
vegna þess að hann varð að bregða
sér á klósettið.
Þessi vinnufélagi minn er kjark-
maður en ég spurði hann samt
hvernig betri helmingurinn tæki
því að eyða sumarfríinu í þetta. „Ég
er húsbóndi á mínu heimili," sagði
kappinn og ræddi það ekki frekar.
Eg er líka titlaður húsbóndi á
mínu heimili en viðurkenni þó
strax að ég hefði aldrei þorað að
stinga upp á svona sumarfríi. Ekki
það að ég gæti ekki hugsað mér
það. Þótt ég sé ekki jafn ástríðufull-
ur aðdáandi knattspyrnunnar og
nefndur vinnufélagi minn hef ég
gaman af þessum beinu knatt-
spyrnuútsendingum heimsmeist-
arakeppninnar. Ég læt því lítið fara
fyrir mér heima við og kveiki á
sjónvarpinu á réttum tíma. Ég veit
að mín ágæta eiginkona sýslar við
annað á meðan. Fótbolti er ekki
innan hennar áhugasviðs. Konan
hefur þó verið umburðarlynd og
yflrleitt látið þetta gláp mitt af-
skiptalaust.
Tiltekteða
bein útsending
Þó hefði ég kosið heldur meiri
nærgætni í minn garð nú um miðja
vikuna. Þannig stóð á að við, eða
öllu heldur konan, héldum'upp á
afmæh yngsta barnsins. Að ýmsu
var að hyggja daginn fyrir afmælis-
veisluna. Það þurfti að baka og taka
til, kaupa blöðrur og fleira sem
nauðsynlegt er í afmæh barns. Ég
vissi af beinni útsendingu sem
byrjaði síðdegis og viðurkenni það
hér að ég sogaðist að Sjónvarpinu
á vinnustaðnum. Ég sá fleiri kyn-
bræður mína í sömu sporam. Sam-
visku minnar vegna horfði ég þó
ekki á allan leikinn heldur hélt
heim í kvöldmat og afmælisundir-
búning. Ég gleypti í mig og horfði
á konuna hræra og baka. Tengda-
mamma var komin og aðstoðaði við
baksturinn. Þá sá ég mér leik á
borði og lét mig hvérfa enda nálg-
aðist nú fyrsti leikur Brasilíu-
manna í sjónvarpinu. Af því mátti
ég ekki missa.
Ég gleymdi stund og stað og
fylgdist með snihi Brashíumanna.
Eg fann að vísu þessa ágætu bök-
unarlykt og taldi vist að þær mæðg-
ur hefðu nóg að gera og hefðu
gleymt húsbóndanefnunni og fóður
afmælisbarnsins. Svo var þó ekki
því í miðri skyndisókn suður-
amerísku snhhnganna heyrði ég
konuna spyrja mig nokkuð hastar-
lega hvort ég ætlaði ekki að laga til
í kjallaranum. „Jú, elskan," svar-
aði ég blíðlega og reyndi að vinna
tíma.
Einn leikur til
Ég taldi mig hafa nokkra vöm af
tengdamömmu meðan á leiknum
stóð og svaraði því elskulega öhum
athugasemdum konunnar um leið
og ég hélt áfram að horfa á leikinn.
Ég komst upp með það og svo
hepphega vhdi th að konan skutl-
aði móöur sinni heim eftir bakstur-
inn rétt fyrir leikslok. Þegar hún
kom heim var undirritaður því í
kjaharanum með ryksuguna og lét
eins og thtekt væri helsta áhuga-
máhð.
Betri helmingurinn gerði ekki
athugasemdir og kom sér fljótlega
í hvhu enda þreytt eftir bakstur og
afmæhsstúss. Ég dró það hins veg-
ar að ganga th náða og var önnum
kafinn í thtektinni. Eg vissi það
nefnilega, sem konan vissi ekki, að
Hollendingar áttu að spha sinn
fyrsta leik rétt fyrir miönættið.
Maður missir nú ekki af slíku.