Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Page 27
LAUGARDAGUR 25. JÚNl 1994 35 Sjúkdómur í blöðruhálskirtli Blööruhálskirtill er undir þvag- blöðru í karlmönnum. Þvagrásin liggur gegnum kirtilinn og fram í timinn. Blöðruhálskirtiltinn fram- leiðir mjólkurtitan vökva sem blandast sæðinu og gefur þvi sér- kennilega lykt. Kirtiltinn er lítill í ungum drengjum en stækkar á kynþroskaskeiðinu. Næstu áratugi stendur hann í stað en oft stækkar kirtillinn enn frekar upp úr fimm- tugu og þrengir þá að þvagrásinni og veldur ýmsum vandamálum. Tatið er að hkur á því að fertugur heilbrigður maður fái einkenni frá stækkuðum blöðruhálskirtti fyrir áttrætt séu um 10-25 %. Sextíu og tveggja ára ekkill Hólmsteinn B. var 62ja ára gam- all ekkill sem stundum leitaði til Nökkva læknis vegna þunglyndis ogfélagslegravandkvæða. Hólm- steinn hafði fengið örorku í nokkur ár vegna bakverkja og stitgigtar í mjöðmum. Hann átti 2 dætur sem báðar höfðu farið til Ameríku í leit að frægð og flármunum og ílenst við afgreiðslustörf hjá McDonald’s í New York. Eftir veikindi og dauða eiginkonunnar fór Hólmsteinn aö drekka mikið. Hann kom eitt sinn til að ræða harmsögu ævi sinnar við Nökkva lækni og bölva freist- ingum Ameríku. „Þeir stálu frá mér stelpunum, bölvaöir, sagði hann, reiðilega." Gervitennumar virtust einu númeri of stórar. Hann var í ljósgráum jakkafótum og vín- rauðri peysu með brunagati. Undir peysunni var hann í skítugri, gul- leitri skyrtu með trosnuðum flibba. Það var gulur blettur framan á buxnaklaufinni. „Skoðaðu aðeins á mér mjöðmina," sagði Hólmsteinn og Nökkvi bað hann að fara úr buxunum og leggjast upp á bekk- inn. Hann var í gráleitum, illa lykt- andi, síðum nærbuxum. Framan á þeim var stór, heiðgulur þvagblett- ur. „Gengur þér illa að halda þvag- inu?“ spurði Nökkvi. „Nei, nei,“ sagði Hólmsteinn, „ég er bara klaufi með þvottavélina og þvæ sjaldan nærfótin mín. Ég vissi ekki að þú mundir biðja mig að fara úr buxunum. Ef ég hefði vitað það hefði ég nú farið í hreinar nærbux- ur, það máttu bóka og fyrirgefðu.“ Hvernig gengur að pissa? „Segðu mér hvemig þér gengur að pissa?“ sagði Nökkvi. Hann nennti ekki að hlusta á söguna um hamingjuleysi dætranna í Amer- íku einu sinni enn. Hólmsteinn sagði honum þá alla söguna um þvaglátin sín. Síðustu 2-3 árin hefði þvagbunan orðið slöpp þegar hann kastaði af sér vatni. Hann átti erf- itt með að byrja og hætta að pissa. Það virtust endalaust koma smá- dropar en auk þess fann hann fyrir Á læknavaktiimi þvagleka. Hann þurfti að pissa oft- ar en áður og oftsinnis vaknaði hann á nóttum til að fara fram á klósett. „Þetta er eiginlega grábölv- að ástand," sagði Hómsteinn. „Það er enginn svefnfriður fyrir þessum fjanda." „Blööruhálskirtiltinn er sennilega orðinn of stór og þrengir að þvagrásinni," sagði Nökkvi. „Stik þrengsli gera það að verkum að þú tæmir aldrei blöðrana al- mennilega. Svona stækkun getur líka valdið þvagteppu." „Já, það gerðist eitt sinn úti í Ameríku,“ sagði Hólmsteinn. „Viö drukkum hressilega eitt kvöldið og ég gat ekki pissað. Þau urðu að fara með mig á spítala og tappa af mér.“ Nökkvi þreifaði upp í endaþarminn á Hólmsteini og fann að kirtiltinn var greinilega stækkaður en mjúk- ur og eðtilegur viðkomu. Hann fann engin merki um illkynja vöxt. Hólmsteinn fer til þvagfæralæknis Nökkvi vísaði Hólmsteini til þvagfærasérfræðings sem rann- sakaði hann nákvæmlega. Hann uppgötvaði verulega stækkun á kirtlinum og hindrun á þvagflæði. Ákveðið var að gera aðgerð á Hólmsteini. Læknirinn fór með sérstakt skurðtæki gegnum þvag- rásina og tálgaði út kirtitinn í mænudeyfingu. Einkennin hurfu að mestu við þessa aðgerð og Hólm- steinn var hinn glaðasti. Honum fannst tilveran verða allt önnur þegar hann þurfti ekki að fara á klósettið til að pissa oft á nóttu. Að öðm leyti varð engin breyting á tilverunni. Hann hélt áfram að drekka mikið og syrgja dæturnar í Ameríku, dauöa konunnar og allan einmanaleikann. Einu sinni sem oftar kom hann og Nökkvi sá strax að hann var með þvagblett framan á buxunum sínum. „Er þetta byrjað aftur?" sagði Nökkvi og benti á blettinn. „Nei, nei,“ sagði Hólm- steinn og hló. „Ég sofnaði heldur fast á síöasta fylliríi og missti smá- þvag í buxumar. Þetta næst úr í góðri hreinsun." „Það er fjandalegt að geta ekki tálgaö úr þér drykkju- skapinn með tóti eins og þvagfæra- læknirinn var með,“ sagði Nökkvi. „Láttu nú ekki svona,“ sagði Hólm- steinn, „manstu ekki eftir því sem stendur í íslandsklukkunni. íslend- ingar eiga sér aðeins einn sannleik og það er brennivínið.“ Nökkvi horfði spekingslega á þvagblettinn gula og hugsaði um margbreyti- leikasannleikans. ' VARAHLUTAÞJÓNUSTA ' Dráttarvélavarahlutir - Aukahlutir Heyvinnuvélavarahlutir - Tindar - Hnífar Góð þjónusta - Gott verð - Vanir menn. Opið kl. 08:00-18:00, laugardaga til hádegis. ÁRÆÐI HF. Höföabakka 9 • Sími 91-67 00 00. * Fax 91-67 43 00 v_______________________________y Skólavöröustigur 16, 2. hæö. Símar 27305 og 623134 KÍNVERSKA NUDDST0FAN Ertu að farast í höfðinu eftir að hafa unnið við tölvuna allan daginn? Er hálsinn svo stifur að þú getur varla horft til hliðar? Eru axlirnar svo aumar að þú spennist allur upp? Eftir afleins 4-5 skipti gæti líðan þin verið orðin allt onnur. Opið alla daga, einnig um helgar. Viku - hestaævintýri í sveit fyrir 12 til 15 ára hressa krakka íslenskir góðhestar bjóða ungling- um 12 til 15 ára upp á vikudvöl að Núpi í Fljótshlíð. Fyrstu 4 dag- ana verður byrjendanámskeið og tilsögn fyrir þá sem lengra eru komnir, auk styttri skoðunar- og reiðtúra. Þrjá síðustu dagana er farið í fjallaferö og komið heim að Núpi seinni part 7. dags. Þátttakendur fá hesta og reiðtygi á staðnum en einnig er hægt að hafa með sér eigin hest og reiðtygi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga í síma 98-78316. Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp. ÍSLENSKIR GÓÐHESTAR NÚPI, FLJÓTSHLÍÐ. Menningar sj óður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjóm sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. í umsóknum skulu eftirfar- andi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðublöð fást afhent á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki upp- fylla öll framangreind skilyrði. Eldri umsóknir ber að endurnýja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.