Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Síða 28
36
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
Iþróttir
Markaskorarinn Gabriel Batistuta:
Gerði bara
skyldu mína
- skoraði fyrstu þrennuna á HM
„Ég kom ekki hingað til að verða
markakóngur, heldur til að hjálpa
Argentínu til að verða heimsmeist-
ari. Ég gerði bara skyldu mína.“
Þessi hógværu orð mælti Gabriel
Batistuta, markahæsti leikmaður
fyrstu umferðar riðlakeppninnar á
heimsmeistaramótinu í knatt-
spymu í Bandaríkjunum, sem
skoraði þrennu í 4-0 sigri Argent-
ínumanna á Grikkjum áþriðjudag-
inn.
En hann bætti við: „Það hefur
dugað að gera sex mörk til að verða
markakóngur heimsmeistara-
keppninnar, svo ég er kannski
kominn hálfa leið.“ í fjórum síð-
ustu heimsmeistamótum hefur
nefnilega markakóngurinn skorað
6 mörk. Mario Kempes gerði það
1978, Paolo Rossi 1982, Gary Line-
ker 1986 og Salvatore SchiUaci 1990.
Batistuta sýndi í fyrri hálfleikn-
um að hann þarf ekki mikið pláss
til að skora, en þá afgreiddi hann
Grikkina með tveimur góðum
mörkum. Á síðustu mínútunni
fékk hann síðan tækifæri til að fuli-
komna þrennuna þegar Argentína
fékk vítaspymu og honum brást
ekki bogalistin. Þar naut hann þess
kannski að Diego Maradona var
farinn af leikvelli.
„Fyrirmælin um vítaspymurnar
hjá okkur em á þá lelið að Mara-
dona sé númer eitt, Batistuta núm-
er tvö. En Diego sagði mér eftir
leikinn að hann hefði látið mig taka
spymuna þó hann hefði verið inni
á, til að ég næði þrennunni," sagði
Batistuta.
Þessi 25 ára gamh markaskorari
leikur nú í fyrsta skipti í úrslita-
keppni HM, en hann hefur þegar
sýnt að þar má búast við miklu af
honum. Frami hans nú kemur þó
ekki sérstaklega á óvart því fyrir
keppnina hafði hann skorað 20
mörk í 32 landsleikjum með Arg-
entínu.
Batistuta hóf feril sinn með New-
ell’s Old Boys í Argentínu og hætti
viö að læra læknisfræði til að ge-
rast atvinnumaður. Hann lék síðan
með River Plate og Boca Juniors,
og með síðastnefnda liðinu var
hann kjörinn knattspymumaður
ársins í Suður-Ameríku árð 1991.
Batistuta hélt síðan til Ítalíu og
leikur þar með Fiorentina. Tíma-
bilið 1992-1993 skoraði hann 16
mörk í 1. deildinni, en þau dugöu
þó ekki til að forða liöinu frá falli.
Nýliðinn vetur skoraði hann líka
16 mörk, í 2. deildinni, og hjálpaði
Fiorentina upp í 1. deildina á ný.
Gabriel Batistuta, til vinstri, er fagnað af félaga sinum, Fernando Caceres, eftir að hann skoraði fyrsta mark
sitt af þremur í leiknum við Grikki, eftir aðeins 83 sekúndna leik. Símamynd Reuter
Uppreisn æru fyrir fallna stjömu:
Diego Maradona er
mættur til leiks
-þetta hefur verið erfíð leið, segir Argentínumaðurinn
Diego Maradona fagnaði marki sínu
innilega. Simamynd Reuter
Það leyndi sér ekki þegar Diego
Maradona gekk af leikvelli skömmu
áður en leik Argentínumanna og
Grikkja lauk á þriðjudaginn að hann
var ánægður með frammistöðu sína.
Hann mátti líka vera það - Maradona
sýndi gamalkunna takta á köflum og
skoraði stórglæsilegt mark og fagn-
aði því innilega með því að hlaupa
beint að sjónvarpsvélunum.
„Ég hljóp í áttina að stórri mynda-
vél sem ég sá til að láta í ljós gleði
mína og líka reiði. Fyrir leikinn efuð-
ust margir og þetta hefur verið erfiö
leið. Það voru margir sem héldu að
þeir gætu ráðskast með líf mitt,“
sagði Maradona um þetta atvik.
Frammistaða Maradona gegn
Grikkjum er mikill sigur fyrir hann,
eftir öll erfiðu árin sem hann á að
baki. Hann náði hátindi ferils síns
árið 1986 þegar hann leiddi Argent-
ínu til heimsmeistaratignar en síðan
fór smám saman að halla undan fæti.
Að lokum var hann dæmdur í rúm-
lega eins árs bann vegna kókaín-
neyslu og snemma á þessu ári var
útlit fyrir að hann ætti sér ekki við-
reisnar von. Þá voru engin teikn á
lofti um að hann kæmist til Banda-
ríkjanna, hvað þá að honum tækist
svona vel til.
Um byrjun Argentínu í HM segir
Maradona: „Þetta er frábær byijun
en við verðum að halda okkur á jörð-
inni. Næst leikum við gegn Nígeríu-
mönnum (í kvöld) og þeir eru mjög
ftjótir. En Búlgarir hefðu átt að ganga
frá þeim á fyrstu 15 mínútunum, ef
Cani (Caniggia) eða Bati (Batistuta)
fengju svona færi á móti þeim, mynd-
um við mala þá.“
Stóra prófið hjá Nígeríumönnum er í kvöld:
Lið Nígeríu býr
yfir mikilli reynslu
Nígeríumenn komu mörgum
skemmtilega á óvart aðfaranótt mið-
vikudagsins þegar þeir unnu glæsi-
legan sigur á Búlgörum, 3-0, í fyrsta
leik sínum í úrslitakeppni HM frá
upphafi. Af þeim leik má ráða að
þeir séu til alls vísir í keppninni, en
stóra prófið fyrir þá er leikurinn
gegn Argentínu í kvöld. Allt bendir
til þess að þaö sé úrslitaleikurinn í
D-riðli og þar kemur í Ijós hvar Níg-
ería stendur gagnvart bestu knatt-
spymuþjóðum heims.
Það þarf þó kannski ekki að koma
svo mjög á óvart að Nígería standi
sig vel. Láðið er nánast eingöngu
skipað atvinnumönnum úr Evrópu
og býr þvi yfir mikilli reynslu. Sókn-
armennimir em engir nýgræðingar
fyrir framan markið því Rachid Yek-
ini varð markahæsti leikmaður port-
úgölsku 1. deildarinnar í vetur með
Vitoria Setubal, og Daniel Amokachi
er helsti markskorari toppliðsins
Club Bmgge í Belgíu.
Nígería er fremsta knattspymu-
þjóð Afríku í dag og sýndi það og
sannaði síðla vetrar með öraggum
sigri í Afríkukeppni landsliða. Þar
varð einmitt Yekini markahæstur,
og frammistaða hans gegn Búlgömm
benti til þess að hann gæti orðið ein
af stjömum keppninnar í Bandaríkj-
unum ef Nígeríumönnum tekst að
halda þessum dampi.
Knattspyman í Afríku hefur tekið
stórstígmn framfomm undanfarin
ár. Það er ekki svo ýkja langt síðan
Afríkuþjóðimar sem komust í úr-
shtakeppni HM voru skotskífur fyrir
önnur lið en það er liðin tíð. Nígería,
Kamerún og Marokkó sýndu öli í
fyrstu leikjum sínum að Afríka er
komin upp að híið stóm álfanna
tveggja, Evrópu og Suður-Ameríku,
og það verður fróðlegt að fylgjast
með því hvort einu eða fleimm þess-
arra hða tekst að komast langt í
keppninni.
Rachid Yekini er maðurinn sem
mótherjar Nígeríu þurfa aö gæta
sérstaklega vel.
Stormasam-
urfundur
Þjóðverja
Berti Vogts, þjálfári þýsku
heirasmeistaranna, varaði sína
menn við þvi í fyrrakvöld að ef
þeir héldu áfram að spfia „lif-
lausa knattspyrnu" ættu þeir
enga möguleika á aö verja heims-
meistaratitihnn.
Hann lét þessi orð faha á
stormasömum hðsfundi þar sem
reynt var að finna ástæðurnar
fyrir því hve iha þýska hðið hefur
leikið i tveimur fyrstu leikjum
sínum á HM, 1-0 sigrinum gegn
Bóhvíu og 1-1 jafnteflinu gegn
Spáni.
„Ég varð að brýna raustina. Það
þarf hver einasti leikmaður í
hópnum, frá númer l til 22, að
leggja sig betur fram. Ég sagöi
leikmönnunum að hætta að
benda á mistök annarra og fara
að hugleiða sín eigin. Við þurfum
aö fá fram rétta hugarfarið,"
sagði Vogts viö fréttamenn eftir
fundinn.
Vogts hafði htið sagt viö sína
menn fram að fúndinum en hins
vegar haföi vamarmaöurinn
Thomas Berthold hleypt öllu í bál
og brand með þvi að segja aö lið-
ið heíði spilað hörmulega gegn
Spáni. Berthold gagnrýndi einnig
hðsuppstihinguna og sagði að
kröftum fyrirhðans, Lothars
Mattháus, væri sóað í vöminni,
hann ætti aö fara á miöjuna til
að lífga hana við.
Vogts studdi Berthold með því
að segja: „Ef hann er óánægður
er ekkert að þvi að hann láti það
í Jjós. Þaö ógnar mér ekki, þvert
á móti." Vogts hyggst hins vegar
láta Mattháus leika áfram í vöm-
inxú en segir að hann mætti
bregða sér oftar í sóknina
„Eg sagði þjálfaranum fyrir 2-3
vikum að ég væri til í aö ræða
máhð ef upp kærni vandaraál á
miðjunni. En á meðan miöju-
mennirnir skila sínu hlutverki sé
ég ekki ástæðu til breytinga,"
sagði Lothar Mattháus.