Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Side 29
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 37' Trimm maraþonið Sunnudaginn 3. júlí kl. 12.00 verða keppendur í Egilsstaðam- araþoni ræstir við söluskála Esso. Keppt verður í 4 km, 10 km og hálfmaraþonMaupi, 21 km. Allir keppendur fá verðlauna- pening og auk þess fá fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki verð- laun. Egilsstaðamaraþon hefur unnið sér nokkum sess meðal víðavangshlaupa og þykir mörg- um nokkurt sport að renna skeiö með fram lygnu Lagarfijóti hvar hinn rómaði ormur getur skotið upp kollinum hvenær sem er. Suðurnesja- Nýtt almenningshlaup fer fram á Suðurnesjum sunnudaginn 3. julí nEestkomandi. Þetta er kaliað Suðumesjamaraþon og verður ræst við Gleraugnaverslun Kefla- víkur klukkan 12.00. Boðið er upp á þtjár vegalengdir, 3,5 kílómetra skemmtiskokk innanbæjar í Keflavík, 10 km hlaup innanbæj- ar í Keílavík og Njarðvík og síð- ast en ekki síst 25 kílómetra hlaup þar sem hlaupið er frá Keflavík um Sandgeröi og Garð og til baka á ný. Boðiö er upp á vegleg pen- ingaverðlaun sem eru 60 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti í 25 kíló- metra hlaupi, 30 þúsund fyrir annað sæti og 15 þúsund fyrir þriöja sæti. Sigurvegarar karla og kvenna fá 10 þúsund krónur í 10 kílómetra hlaupl Auk þessa fa aliir þátttakendur verðlauna- pening. Eftir hlaup verða sérstök aukaverðlaun dregin úr rásnúm- erum. Fyrir hlaup eru skemmti- atriði og upphitun í umsjón Æf- ingastúdíósins í Njarðvík. Skrán- ing stendur til 30. júni og hægt að láta skrá sig hjá UMFK í Kefla- vík, Gleraugnaverslun Keflavík- ur, Reykjavíkurmaraþoni í Laug- ardaf, æfingastöðinni Mætti og á öllum sundstööum á Suðurnesj- um. Skráningargjald er 1.000 fyr- ir 25 km, 700 krónur fyrir io km og 600 krónur fyrir 3,5 km. 15 ára og yngri greiöa minna. Ekkert þátttökugjald er fyrir börn í kerr- um eða vögnum. Á öilum skrán- ingarstöðum verða til sölu áprentaðir boiir fyrir 800 krónur. Að koma í mark með bros á vör Margrét Jónsdóttir íþróttakennari Margrét Jónsdóttir íþróttakennari er höfuðpaur og forsprakki Trimm- klúbbs Seltjarnarness. Hún hefur leiðbeint byijendum og lengra komn- um í 10 ár og hefur undanfarin sum- m- verið á launum hjá Seltjamar- nesbæ við að útbreiða fagnaðarer- indi skokks, göngu og vatnsleikfimi sem hún segir vera brýnt forvamar- starf. Þetta fyrirkomulag eru önnur bæjarfélög sem óðast að taka sér til fyrirmyndar. Trimmklúbburinn starfar þrisvar í viku, kl. 17.30 á mánudögum og miðvikudögum og 10.30 á laugardög- um, og á 9 ára afmæli í vor. Trimms- íðan hitti brautryðjandann, Margr- éti, á dögunum og spurði hvað hún legði mesta áherslu á við byrjendur. „Þetta hefur verið óskaplega gaman. Nú sé ég svipaða hluti gerast annars staðar og þá veit ég að við höfum veriö á réttri leið,“ segir Margrét. En hvemig er dæmigerður byrjandi? „Ég fæ geysilega breiðan hóp,“ segir Margrét, „en flestir em á aldrinum 30-50 ára og sumir hafa aldrei á ævi sinni hreyft sig neitt. Þetta fólk þarf að fara varlega af stað. Konur hafa yfirleitt verið fleiri en karlar hjá mér.“ rösklega í 2 mínútur og skokka í eina . mínútu er aðferð sem hefur reynst mér og mínu fólki afar vel og fara út að minnsta kosti þrisvar í viku og alltaf í sund á eftir. Oft tekur lang- an tíma aö byggja fólk upp. Gmnn- þjálfun er mikilvæg til að forðast álagsmeiðsh síðar. Þolinmæði er brýn og það hggur ekkert á aö keppa við klukkuna. Ég legg meira upp úr Umsjón Ekki fara of hratt „Algengustu mistökin sem byrj- endur og leiðbeinendur gera er að fara of hratt í byrjun. Ég legg áherslu á að fara rólega í byijun. Að ganga Páll Asgeir Asgeirsson því að koma brosandi í mark. Manni á að líða vel en það er samt útbreidd- ur misskilningur að það sé varasamt að mæðast. Aigengustu meiðsh skokkara eru í ökklum og hnjám. En samt er engin ástæða til að hafa áhyggjur þó byrjendur finni smáveg- is til í fótunum. Ég hvet fólk alltaf tíl að hætta ekki þó það finni til held- ur breyta álaginu og hreyfa sig öðru- vísi.“ Skokkhópurinn fær sér saman kakó og rúnstykki á laugardögum og 24 úr hópnum gengu saman frá Landmannalaugum tíl Þórsmerkur í fyrra. Félagsskapurinn snýst um meira en skokk en alltaf um heil- < brigði. „Sumir vilja skokka einir og alhr eiga aö vera sjálfstæðir en ég fann í þessum hópi hve félagsskapur- inn er mikilvægur í þessum efnum.“ Margrét Jónsdóttir leiðbeinir byrjendum á Seltjarnarnesi. Trimmleiðir á Seltjarnarnési fiöro DV-mynd BG og um Ægisíðu í Skerjafjörc Asics og Volvo kynna maraþon Umboðsaðih Asics á Islandi og Volvo, sem báðir eru styrktaraðilar Reykjavíkur-maraþons, hafa tekiö að sér aö kynna maraþonið á nýstárleg- an hátt. Heimsóttir verða kaupstaðir og kauptún og veitt ýmis þjónusta. Vanir hlauparar ráðleggja fólki, mældar verða vegalengdir, kynntar nýjungar í skófatnaði og fleira. Þeir skokkhópar eða aðrir sem vilja fá Volvo-Asics gengið í heimsókn geta hringt í Reykjavíkur-maraþon og fengið nánari upplýsingar. Skokkhópur Iþrótta fyrir aha og Bylgjunnar hittist við Skautasvehið í Laugardal aha fimmtudaga kl. 17.15. Skipt er í þrjá hópa eftir getu og áhuga. Er þetta eitthvað fyrir þig? Rétthjól Sætið á hjólinu þínu er rétt sthlt ef hnéð er aðeins bogið þegar setið er í hnakknum og fæti stutt á fótstig í lægstu stöðu. Með hlaup á heilanum Rannsóknir sýna að 66 prósent hlaupara hugsa um kynlíf á hlaup- unum en 8 prósent hugsa um hlaup meðan á kynmökum stendur. Ónýtolía Rannsóknir hafa leitt í ljós aö kvöldvorrósaroha, sem margir töldu flestra meina bót fyrir nokkrum árum, er algjörlega gagnslaus. Reykjavíkurmaraþon -21. ágúst 1994: Tökum þátt í almenn ingshlaupimum Skokkað í sjávarang- an og fuglasöng 5. vika þau eru fyrir okkur! 26/6-2/7 Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km (10km) (21 km) 6 km ról. 12km ról. hvíld 4kmról. 5kmjafnt 3kmról. hvíld 6kmról. 9kmjafnt 4kmról. hvíld 4kmjafnt 22 hvíld 5kmjafnt 36 Ut frá Sundlaug Seltjamarness er vinsælt að hlaupa. Vinsæl leið hggur út á nesið um fuglabyggð og gegnum golfvöllinn en styttri leiðir hggja um Lindarbraut og Norðurströnd. Þægi- legt er að fara inn ströndina og eftir nýjum göngustíg á Ægisíðu aha leið í Gelgjutanga. Þannig næst 8 khó- metra hringur. Almenningshlaup eru orðin mjög vinsæl hér á landi og eru nánast um hverja helgi yfir sumarmánuðina. Flestir miða sína áætlun við Reykja- víkur-maraþon sem er núna 21. ágúst og er þátttakan þar orðin gífurleg með mörg þúsund þátttakendum. Það sem almenningur veit kannski ekki nógu vel er að í flestum almenn- ingshlaupunum núna í sumar er boð- ið upp á vegalengdir sem allir geta ráðið viö. Það er mjög gaman að taka þátt í almenningshlaupum! Th er tímarit sem heitir Hlauparinn sem kemur reglulega út á þriggja mánaða fresti. í því tímariti birtist almenn- ingshlaupaskráin fyrir öh hlaup sem haldin eru fram að áramótum. J.B.H. Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.