Alþýðublaðið - 12.04.1967, Síða 9

Alþýðublaðið - 12.04.1967, Síða 9
fnr3! )HANNESSON: IMATIOG VALUR EGÐA A LEIK sþankat um „Loftsfeininn" oftar en einu sinni, læknar gefa út dánarvottorð, minningarræða er haldin og íburðarmiklir krans- ar skreyta dánarbeðinn. En Wolf- gang Schwitter rís 'alltaf upp aft- ur, læknunum til sárrar gremju, og er þá hlaðinn lífsorku og fjöri, þrátt fyrir lífsleiðann. Hann hef- ur verið ærið breyskur um dag- ana og oft brotið gegn almennu velsæmi, en samvizkan truflar hann ekki minnstu vitund. Sjónleikur þessi er kallaður gamanleikur í leikskrá, en með því er ekki allur sannleikurinn sagður, því að þótt oft og mörgum sinnum megi hlæja dátt að hnyttn- um tilsvörum og spaugilegu hátta- lagí persónanna, þá er gamanið grátt. Höfundurinn Ieyfir sér að „skemmta um hinn óskemmtileg- asta hlut,” eins og þar stendur. Viðfangsefni ha.ns er líf og dauði, einkum þó dauði og upprisa. Hin mikla þversögn leiksins er sú, að skáldið sjálft þráir dauðann, en dauðinn virðist ekki vilja verða við banaósk hans. Hins vegar hrynja niður dauðir ýmsir þeir, sem umgangast hann — hann virðist vera mesti ólukkufugl. En engar harmatölur eða ömurleiki fylgir þessum dauðsföllum, þvert á móti, allt er hressilegt og kvikt, a.m.k. bregzt Nóbelsskáldið við þessum dauðsföllum með full- komnu tómlæti og kaldhæðni. Niðurstaða hins almenna leik- hússgests hlýtur að verða sú, að lífið leikur að lokum grátt þann mann, sem hugsar ekki alla ævi um annað en vinna sjálfum sér fé og frama — eigingirnin og sjálfselskan skilja að lokum þann- íg við hann, að honum er farið eins og lýst er í Hávamálum: — „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á, hlýrat henni börkr né barr; svá er maðr sá er manngi ann. Hvat skal hann lengi lifa.” _ Fyrir Schwitter Nóbelsskáldi er komið svipað og hinni hrörnandi þöll. Hann er einmana og vina- fár; hann fyrirlítur eiginkonu sína og son, og hann brennir milljónum sínum til ösku, til þess að þau fái ekki notið þeirra. Og allt annað. er honum að lokum einskisvirði, þar með talið lífið sjálft. Dauðinn er, í hans augum það eina frelsi, sem völ er á. í dauðanum bresta öll bönd. Nú kunna þeir, sem þessar lín- ur lesa, að halda, að hér sé um dapran og drungalegan sjónleik að ræða, En því fer fjarri. Þarna úir og grúir af spaugilegum til- tektum og meinfyndnum tilsvör- um. Allt er þar lipurt og létt, þrátt fyrir undiröldu álvörunnar. Leik- stjórn Gísla Alfreðssonar er hon- um til mikils sóma. Leikendurn- ir skila hlutverkum sínum hver öðrum betur. En þar sem þessu greinarkorni er ekki ætlað að vera neinn leikdómur, þá verður ekki vikið að frammistöðu hvers og eins. (Þó get ég ekki stillt mig um að minnast þess, að minnsta smáatriði geta orðið stór á sviði. Mér verður t. d. lengi minnisstæð- ur fcaksvipurinn á Ævari Kvaran, þegar hann, sem hinn Mikli Mú- Valur Gíslason heim, gengur út í síðasta sinn, áttræður öldungúr, beygður und- ir oki elli, angurs og vonbrigða. Leiktjöld Gunnars Bjarnasonar ðru afbragð, frumleg og vand- virknislega unnin. Sýningar á ,,Loftsteininum”-eru helgaðar 40 ára leikaraafmæli Váls Gíslasonar, enda leikur hann að- alhlutverkið, er á sviðinu látlaust allan tímann. Valur á þennan sóma fyllilega skilinn. Hann hefur ver- ið og er einn okkar snjöllustu leikara, ævinlega farsæll á sviði. Og svo er líka á þessari heiðurs- sýningu hans. Honum bregzt þar hverigi bogalistin. Svipbrigði og raddbeiting falla í hvívetna að hlutverki leikritsins. Valur er nú maður af léttasta skeiði, en það verður ekki séð af hreyfingum hans: maðurinn hoppar og stekk- ur um sviðið, liðugur, rétt eins og unglamb. Margur tvítugur mætti öfunda hann af þessari mýkt og fjöri. Reykvíkingar eiga Val Gíslasyni marga ánægjustund að þakka í 40 ár. Og ég bið hann að taka þess- ar fátæklegu línur sem vott hylli og þakklætis, frá aðdáanda -hans um áratuga skeið. „Loftsteinninn” á skilið langt líf á svið Þjóðleikhússins. Það er ástæða til að hvetja fólk til að sleppa honum ekki fram hjá sér óséðan. Þarna fer saman glens og mannvit á ógleymanlegan hátt. Ragnar Jóhannesson. Foringjar falla Hilmar Jónsson vöktu athygli. Nú hefur höfund- ur valið skaldsöguformið, en eins og í ritgerðasöfnunum er uppistaðan ááeila á sitthvað, sem höfundur telur aflaga fara í þjóðfélagi okkar. Skáldsagan „Foringjar falla” er hvöss ádeila á framkvæmd dómsmála í landinu. Höfundur ræðst einnig harðlega á stjórn- málaspiilinguna, klíkuskap og kunningjasjónarmið. Bókin er rituð í dagbókarformi. Það er ungur blaðamaður, Ólafur að nafni, sem segir söguna í dag- bókum sínum. Hann er blaða- maður á „Frelsisvininum”, hof- uðmálgagni lýðræðissinna. Ólaf- ur býr í Hænuvík, þar sem algert vandræðaástand er að skapast vegna slælegrar framgöngu lög- reglunnar. Æ fleiri unglingar leiðast á glapstigu og innbrot- um og öðrum óknyttum fer sífellt fjölgandi, en lögreglan að- hefst lítið. Gegn þessu ástandi vill Ólafur rísa í blaði sínu, en blaðið heldur verndarhendi yfir hinum aðgerðarlitla lögreglu- stjóra staðarins, Baldvin. Ólafur kynnist Gunnari lögreglumanni í Hænuvík, vammlausum sveita- manni og hvetur hann til bar- áttu gegn spillingaröflunum, en Gunnar hefur aðeins verra af. Baráttan gegn spillingunni leið- ir þó til þess að dómsmálaráð- herra ákveður rannsókn á emb- ættisfærslu Baldvins lögreglu- Frh. á 10. síðu. BLÓMAMOLD Pottar og blómaker Alls konar vorlaukar Blóma- og matjurtáfræ Pottablóm gott úrval. Blómaskreytingar við öll tækifærú BSóma- og gjafavöruverzlun MICHELSEN Suðurlandsbraut 10. - Reykjavík - Sími 31099, Blémaskáli MSCHELSEN, Hveragerði. Frá Búrfellsvirkjun Á næstunni þarf að ráða vegna verktaka: 1. 4 pípulagningamenn 2. 3 rafsuðumenn 3. 5 rafsuðumenn með sér rafsuðupróf (Certificate) 4. 3 verkamenn. FOSSKRAFT Suðurlandsbraut 32 Sími 38830 Skrifsfofumaður óskasf nú þegar SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS SKÓLAVÖRUSÝNING Ákveðið hefur verið að félagið Kennslutækni gangist fyrir skólavörusýningu í byrjun júní n.k. á sama tíma og uppeldismálaþing verður haldið. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að kynna vöru sína þar, hafi samband við Hauk Helga- son, skólastjóra Öldutúnsskóla, sími 50943 eða Jón Frey Þórarinsson, yfirkennara Laugarnes skóla, sími 32285. AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélag Garðahrepps heldur aðal- fund í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði í dag, mið' vikudaginn 12. aPríl kl. 8,30 s.d. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Onnur mál. STJÓRNIN. 12. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.