Alþýðublaðið - 12.04.1967, Page 15
Ráðstefna SÞ um
geimrannsóknir
HVAÐA hagnýtan árangur
færa g^imrannsuiknir líffra(5i,
lækni'sfræði, fjarskiptum, veður-
fræði eða siglingafræði? Og livað
kost eiga lönd, sem ekki stunda
geimrannsóknir, á að njóta á-
vaxtanna af þeim? Þetta eru
tvær meginspurningar sem íjall
að verður um á fyrstu meirihátt
ar alþjóðaráðstefnu um geim
rannsóknir, sem boðað er til í
Vínarborg í september næstkom-
andi.
Eáðstefnan er lialdin að frum
kvæði Allisherjarþingsins, og er
búist við að hana sæki fulitrú
ar rúmlega 130 landa. Undirbún
ingur er þegar hafinn. og nefnd
valinna sérfræðinga er önnum
kafin við tæknilega skipulagn
ingu ráðstefnunnar.
Geimferðaöldin er nú orðin
tíu ára gömul, og þær uppgötv
anir, sem gerðar hafa verið, fá
þýðingu á sífellt fleiri sviðum. j
í Neue Hofburg-höilinni í Vín I
verður fyrst og fremst fjallað
um eftirtalin atriði:
Fjarskipti: Vísindaleg, tækni-
leg og efnahaigsleg viðhorf við
útvarps- sjónvarps og símasam
böndum um gervi'hnetti, og hugs
anlega notkun slíkrar tækni til
að mennta íbúa vanþróuðu land
anan.
Veiííurfræðá: ve'ðurathuganir
með gervihnöttum, og efnahags
legur og félagslegur ávinningur
af því að koma nupp alheims-
kerfi og svæðisbundnum kerfum
til veðurþjónustu og rannsókna.
Siglingafræði: horfurnar á að
'aju'ðvelda siglinga'fræðihn með
iaðsttíð gervihnaftta. Víbindaleg
og tæknileg vandamál í sam-
bandi við isiglingar um geim
inn.
Líffræði og læknisfræði: Hag
nýting líffræðilegrar og læknis
fræðilegrar reynslu utan úr
geimnum og horfurnar á að
færa sér hana í nyt niðri á jörð !
inni, bæði í læknisfræði, iðnaði
og landbúnaði.
Menntun og þjálfun: hvernig
niðurstöðum geimrannsókna er
miðlað í almennri og sérhæfðri
kennslu. Hlutverk alþjóðastofn
ana á þessu sviði.
Ýmislegt annað varðandi al-
þjóðlegt samstarf um geimrann
sóknir verður tekið fyrir, eins
og t.d. lögfræðileg, félagsleg og
efnahagsleg vandamál. Til grund
vallar umræðunum á ráðstefn
unni munu liggja ritgerðir og
iskýrslur, sem þátttökuríkin
senda.
Á Allsherjarþinginu í haust
leið lét U T'hant framkvæmda
stjórn Sameinuðu þjóðanna þá
von í ljós að samtökin bæru
gæfu til að gera geimrannsókn
ir að vettvangi samstarfs, ög að
'þær yrðu ekki nýtt tilefni deilna.
GJSFABRÉF
PRÍ SUNDLAUGARSJÓÐl
SKÍLfiTÚNSHEIMILISIKB
ÞETTA BP.SÍF ER KYITTUN, EN l»Ó MIKLU
FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUÐN-
ING VIÐ GOTT MÁLEFNI.
IITKMVX. ►. »•
f.K tvnii/avgan/Ml Ská»atÍBili«/«ttÉP
KSt. _
BORN
munið regluna
Bj.-«
‘s&rtfrjti
úessar japönsku yngismeyjar frá Balletskóla Sigríðar Armann, sýna Japnaskan dans á nemendasýningum
Danskennarasambands íslands í Austurbæjarbíói um þessar mundir. Þar sýna 110 nemendur úr sjö
ians- og balletskólum borgarinnar. Síðasta sýn ing verður á morgun, fimmtudag kl. 17.
126 ára karl og
heimtar skilnað
Amerískur negri, sem var seld
ur á þrælamarkaði árið 1860,
hefur nýlega krafizt skilnaðar
frá konu sinni - negrinn er nú
126 ára. Hann heitir Sylvester
Magee og býr í Hattiesburg í
Mississippi. Hann saigði, að
hann hefði ætlað að sækja um
skilnað löngu áður, þó að hann
elski konu sína. - Kona hans
hljópst á brott frá honum og
neitar að koma 'heim.
Magee var 109 ára, þegar
yngsta dóttir hans fæddist. Þeg
ar hann varð 124 ára heiðraði
borgarstjóri í Mississippi hanr
með því iað sérstakur Sylvester
Magee-dagur skyldi ái'lega hald
inn hátíðlegur í borginni.
Magee man vel eftir því, þeg
ar hann særðist í orustinni við
Vicksburg, þá barðist hann í
bandarísku borgarastyrjöldinni.
Þegar hann var 19 ára 1860 var
liann seldur á þrælamarkaði.
Kaupandinn var plantekrueig-
andi í Mississippi.
Vörusýning
Frh. af 2. síðu.
Pólska sýningardeildin, sem er
um 500 fermetrar, er á vegum
Verzlunaráðs Póllands og verða
þar sýningarmunir frá 8 útflutn
ingsmiðstöðvum.
Sýningarsvæði Ungverjalands
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
er 150 fermetrar og sýna þar 4
útflutningsfyrirtæki, en verzlunar
ráð Ungverjalands sér um svning
una fyrir þær.
6 útflutningsmiðstöðvar í þýzka
Alþýðulýðveldinu sýna á 320 fer
metra svæði og íslenzkir umboðs
menn þessara miðstöðva sjá um
sýninguna í samstarfi við umbjóð
endur sína.
Meðan sýningin stendur verða
daglega kvikmyndasýningar á smá
myndum frá þátttökuríkjunum —
Veitingasalur verður starfræktur
í sýningarskálanum og verður í
honum komið fyrir sýningu á
pólskum auglýsingaspjöldum (pla
kötþ en í þessari listgrein standa
Pólverjar mjög framax-lega.
í sambandi við sýninguna kem
ur hingað fjöldi fulltrúa frá hin
um erlendu fyrirtækjum, sem gefa
upplýsingar um verð og afgreiðslu
á framleiðsluvörunum.
Forseti ísiands heið
ursgestur sýsiingar
ifiinar.
Vörusýningin vei'ður opnuð laug
ardaginn 20. maí fyrir boðsgesti
sem munxi verða um 600 talsins.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta
málaráðherra, sem er verndari sýn
ingarítmar, mun opna sýninguna
með ræðu, en auk þess munu
borgarstjórinn í Reykjavík og for
maður Verzlunarráðs íslands
flytja stutt ávörp. Sýningin verð
ur síðan opin almenningi frá kl.
16. sama dag, en síðan daglega
kl. 14—22 e.h. Forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, verður
heiðursgestur sýningarinnar.
Framkvæmdastjóri sýningarinn
ar vei’ður Óskar S. Óskarsson,
auk forstöðumanna Kaupstefnunn
ar ísleifs Högnasonar og Hauks
Björnssonar.
Tilboð óskast í sölu á vatnsmælum fyrir Vatns
veitú Vestmannaeyja.
TJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Kópavogur
Vantar blaðburðarbörn í Vesturbæ.
Upplýsingar í síma 40753.
12. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15