Alþýðublaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 3
Ohlin hættir
næsta sumar
STOKKHÓLMI, 14. apríl (NTB
TT) — Prófessor Bertil Ohlin,
leiðtogi sænska Þjóðflokksins,
skýrði frá því í dag- á fundi
þingflokks flokksins, að hann
mundi ekki gefa kost á sér
til endurkjörs á landsfundi
flokksins í sumar. Hann stakk
upp á Sven Weden þingmanni
sem eftirmanni sínum,
Bertil Ohlin heldur áfram
störfum sem leiðtogi þing-
fiokksins, sem hann hefur
gegnt síðan 1944, fyrst um sinn.
Ohijn sagði, .að hann hefði
lengi haft í hyggju að segja af
j*á|r, enda væri eðlilagt, að
yngri maður fengi að reyna sig.
Bertil Ohlin, sem verður 68
ára 23. apríl, hefur verið leið-
togi Þjóðflokksins síðan 1944.
i
\
Þjóð- *
Hugsanleg sameining
flokksins og Miðflokksins, sem
er sennilega ekki langt undan,
'hefur ekki haft áhrif á ákvörð-
un Ohlins um að hætta. Ohlin
segir sjálfur, að flokkarnir
muni sameinast, en það taki
sinn tíma.
Ohlin telur Sven Weden
manna hæfastan til að taka við
flokksforystunni, enda hafi
hann til að bera þann mynd-
ugleika sem sé flokksforingja
nauðsynlegur. Sven Weden seg
ir í yfirlýsingu, að hann 'hafi
alltaf staðið í nánum tengslum
við Ohlin og átt með honum
ánægjulegt samstarf. Weden,
sem er 54 ára gamall, er einn-
ig hlynntur hugmyndinni um
samstarf miðflokkanna.
Ræöð Benedikts Gröndai í eldhúsinu:
Stóraukið ríkisframtak á
tímabili Viðreisnarinnar
RÍKISFRAMTAK hefur verið stóraukið undir stjórn núverandi
ríkisstjórnar, sagði Benedikt Gröndal í eldhúsumræðunum í fyrri
nótt. Hefur margvíslegur opinber rekstur blómgazt við hliðina á
einkarekstri og samvinnurekstri. Þegar dæmd eru verk ríkisstjórn
arinnar verður að hafa þennan þátt líka I huga, en þetta er ein
meginástæðan fyrir því, að Alþýðuflokkurinn hefur tekið þátt í
núverandi stjórnarsamstarfi og gert það af einlægni.
Benedikt nefndi fjölda dæma
um ríkisframtak síðustu ára. Op
inber fyrirtæki eins og Sements-
verksmiðja ríkisins hafa verið
stóraukin og ríkið er meginaðili
að kísilgúrverksmiðju. Seðla-
banki íslands hefur vaxið sem
voldugur og áhrifamikill ríkis-
banki. Ríkið hefur tekið að sér
byggingu íbúðarhúsa í stórum
MEÐALUPPHÆÐ TILBOÐA 45 ÞÚSUND
stíl. Lífeyrissjóður fyrir alla lands
menn er undirbúinn og verður
nýtt opinbert tryggingakerfi með
milljarðasjóði til útlána. Ríkið
reisir síldarverksmiðjur, niður-
lagningarverksmiðjur, kaupir tog-
ara, hefur fiskirækt, rekur sjón-
varp og mætti svo lengi telja.
Allt er þetta hin gamla þjóðnýt
ingarhugmynd jafnaðarmanna lög
uð eftir nútíma aðstæðum svo
að hún gegni hlutverki sínu serm
bezt.
Benedikt taldi núverandi ríkis
stjórn vera hina frjálslyndustu í
Framhald á 14. síðu
Benedikt Gröndal
Nýtt happdrættis-
ár DAS aö hefjast
Framkvæmdanefnd byggingaá-
ætlunar vinnur nú að því að at-
huga þau tilboð, sem bárust um
eldhúsinnréttingar í liús Bygg-
ingaáætlunarinnar í Breiðholts-
Ok undir
vöruhíl
Rvík, SJÓ
Um hálf sjö i gærdag ók leigu-
bifreið undir vörubíl. Var hrað-
inn það .mikill, að leigubíílinn
gjöreyðilagðist, en ökumaður henn
Framhald á 14. síðu
hverfi, en framkvæmdir við húsin
eru nú að hefjast, en áætlað er
að flutt verði í fyrstu íbúðirnar
fyrir næstu áramót, en öllum í-
búðunum í þessum fyrsta áfanga
verði lokið fyrir árslok 1968.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars Torfasonar, verkfræðings hjá
Framkvæmdanefnd byggingaáætl-
unar, var meðaltal af öllum til-
boðum, sem bárust í innréttingarn
ar 45 þús. kr. á hverja innrétt-
ingu. Tilboðin voru allt frá 25
þús. kr. . innréttingu og í 70
þús. kr. Nú er unnið að athugun
tilboðanna og verður reynt að
hraða því, en Iægsta tilboðið var
frá Polaris og er um þýzkar inn-
réttingar að ræða. Heildartilboö
þeirra í allar innréttingarnar er
7.253.220.00. Næstlægst var til-
boð Smíðastofu Kr. Ragnarssonar
í Kópavogi 7.261.530,00, og sagði
Gunnar að það væri mjög ánægju
legt, að íslenzk framieiðsla væri
boðin á svo lágu verði. Frá Pho
cnix barst tilboð um danskar inn-
réttingar og er verð þeirra svip
að og tveggja ofangreindra til-
boða.
Gunnar sagði, að framkvæmnda
nefndin hefði ekki enn séð sýnis
horn af sjálfum innréttingunum,
en eftir að valin hafa verið úr
þau tilboð, er helzt koma til á-
Iita, mun framkvæmdanefndin
gcta kynnt sér sýnishorn af hverri
tegund innréttinga.
Nýtt happdrættisár er nú aS
hefjast hjá Happdrætti DAS og
verður starfsemi þess með svip-
uðu sniði og nú er.
Sala á lausum miðum og endur
nýjun ársmiða og flokksmiða er
hafin. Verð miða verður óbreytt,
kr. 75,00 á mánuði, ársmiðinn kr.
900,oo og vinningar verða sam-
tals 3000, sá lægsti kr. 5.000,oo, en
sá hæsti kr. 2.000.000,oo, einbýlis-
hús eða minni íbúðir eftir vali
vinnenda.
Happdrættið býður upp á flesta
stór-möguleika hér, eða samtals
74, þ.e.a.s. 62 bílar og 12 íbúðir
eftir vali vinnenda sjálfra. Nær
600 manns hafa orðið fyrir slíku
stór-happi fram til þessa.
Húsbúnaðarvinnin'gar verða fyr
ir 5, 10, 15, 20, 25 35 og 50 þús. kr.
í fyrsta flokki, sem dregið verð
ur í 1. maí n.k. verða 300 vinn-
ingar, íbúð eftir vali fyrir kr.
1.000.000,oo, 7 bifreiðir eftir vali
fyrir kr. 150.000,oo og kr. 200.000,
oo, og 292 húsbúnaðarvinningar
fyrir 5 til 50 þús. kr. hver.
Heildarverðmæti vinninga er
kr. 35.095.000,oo.
Byggingu seinustu álmu í fyrstu
fyrirhuguðum byggingum Hrafn-
istu lýkur nú í sumar, og mgn þá
tala vistmanna verða um 370. í
þessari seinustu álmu verður
hjúkrunardeild á 1. hæð fyrir 35
—40 manns.
Heildarbyggingarkostnaður og
húsbúnaður við Dvalarheimilið,
þar með talið kvikmyndahús' nem
ur nú um 57 millj. kr. og þar af
Framhald á bl. 14.
Loftmynd af Dvalarlieimili aldraðra sjóinanna í Reykjavík.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
15. apríl 1967