Alþýðublaðið - 15.04.1967, Síða 9
ALD
Gatnaviðgerð í Reykjavík
ÞJOÐVEGA
synlegt sé að endurskoða reglurn-
ar um snjómokstur frá 1958. Má
í því samb;yidi nefna, að mörg
mjólkurbú hafa verið byggð í hér
uðum. þar sem engin slík starf-
semi var áður. Byggðir hafa ver
ið nýir flugvellir, sem þjóna eiga
heilum byggðarlögum, eins og t.
d. á Patreksfirði og Raufarhöfn.
Opnazt hafa alveg nýjar leiðir
með nýjum vegum, eins og fyrir
Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða,
Um fjallið Hálfdán milli Tálkna-
fjarðar og Patreksfjarðar, um
jarðgöng til Siglufjarðar og um
Múla til Ólafsfjarðar, svo að
nokkuð sé nefnt.
Gert er ráð fyrir, að reglur um
greiðslu kostnaðar við snjómokst
ur frá 1958 verði rýmkaðar nokk
uð á þessu ári og að sú breyting
gangi í gildi á hausti komanda.
Áætlað er, að þessi breyting hafi
í för með sér 1 millj kr. útgjöld
í ár, en 5.0 millj. kr. á næsta
ári
Hækkun á kostnaði við snjó-
mokstur er í ár áætlaður 2 millj.
króna hærri umfram meðaltal
kostnaðar 1965 og 1966, þar sem
sýnilegt er, að það sem af er ár-
inu, að kostnaður við snjómokst
ur í ár verður a. m. k. 14 milljón
ir króna vegna óvenjulegra snjó-
þyngsla Þessi hækkun fyrir árið
1968 er íiins vegar miðuð við með
altal undanfarin 2 ár.
Haustið 1965 urðu miklar
skemmdir á vegakerfinu vegna
flóða í október og nóvember, eins
og greint er frá í skýrslum um
framkvæmd vegáætlunar 1965 og
1966, Viðgerð á þessum skemmd-
um kostaði um 4 millj., kr. og
féll mestur hluti þess kostnaðar
á árið 1966.
í janúar þessa árs urðu enn á
ný stórfelldar skemmdir vegna
stórflóða á Suður- og Vestur-
landi og einnig á Norðurlandi.
Bráðabirgðaviðgerðum er nú að
mestu lokið, en fullnaðarviðgerð
verður að bíða til vors. Yfirlit
um tjón af þessum flóðum er
enn ekki fyrir hendi, en það
mun væntanlega verða svipað og
af flóðunum haustið 1965. Verður
því ekki hjá því komizt að ætla
fé til greiðslu þessa kostnaðar í
vegáætlun í ár.
Hér er ekki gerð nein tillaga
um hækkun á viðhaldskostnaði
vegna náttúruhamfara á árinu
1968, þar sem gert er ráð fyrir,
að slíkur kostnaður verði greidd
ur, svo sem verið hefur eða með
sérstöku framlagi úr ríkissjóði, ef
til kemur.
Eins og greint er frá í skýrslu
um framkvæmd vegaáætlunar
1966, var tekið 5.5 millj. kr.
bráðabirgðalán hjá Landsvirkjun
til styrkingar Suðurlandsvegar í
Flóa Lán þetta er til 3ja ára
með 9% vöxtum. Greiðslur vaxta
og afborgana verða um 1,8 millj.
kr. 1967 og 3.2 millj. kr 1968.
nemasambandsins
,,N.k. sunnudag, 16. apríl,' kl.
14.00, efnir Iðnnemasamband ís-
lands til listkynningar í Lindar-
bæ. Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur, flytur erindi um mál-
verkasafn A.S.Í., og Hörður Ágústs
son, listmálari, flytur erindi um
íslenzka húsager'ðarlist, forna og
nýja. Fyrirlesararnir munu nota
litskuggamyndir máli sínu til skýr
ingar.
Hér er um algjöra nýjung að
ræða í starfsemi sambandsins,
sem miða á að því að auka skiln-
ing og glæða áhuga fólks á ís-
lenzkri menningu og listasögu. Ef
listkynning þessi mylist vel fyr-
ir, er fyrirhugað að halda áfram
á sömu braut á næstu mánuðum.
Eins og fyrr segir hefst list-
kynningin kl. 14.00 í Lindarbæ og
er fólk beðið að mæta stundvís-
lega. Öllum er. heimili aðgangur
á meðan húsrúm leyfir“.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍM£ 32-101.
Orðsending
FRÁ KASSAGERÐ RÉYKJAVÍKUR HF.
Fyrirtækið verður lokað vegna sumarleyfa
frá ogmeð 13. júlí til 7. ágúst n.k.
Pantanir, sem eiga að afgreiðast fyrir sumar-
leyfi verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi
síðar en 20. maí n.k.
Kassagerö Reykjavíkur h.f.
Kleppsvegi 33 — Sími 38383.
BREYTT SÍMANÚMER
Símanúmer okkar er nú
81845
Hárgreiðslustofa HELGU JÓAKIMS
Skipholti 37
Símastúlka óskast
Opinber stofnun óskar eftir að ráða frá 1. maí
1967 símastúlku á stórt skiptiborð. V'akta-
vinna. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur
menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðs
ins fyrir 20. apríl 1967 merkt
„Símavarzla — 1967“.
Stofnfundur
Hjarta' og æðaverndarfélags Kópavogs
verður haldinn laugardaginn 15. þ. m. klukk-
an 14,00 í Félagsheimili Kópavogs.
Á fundinum mætir prófessor Sigurður Samú-
elsson og flytur erindi um hjartaverndarmál.
í undirbúningsnefnd eru:
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri,
Kjartan Jóhannsson, héraðslæknir,
Guðmundur Benediktsson, læknir,
Axel Jónsson, alþingismaður,
Þórður Magnússon.
Undirskirftalistar liggja frammi í Sparisjóði
Kópavogs, Sjúkrasamlagi Kópavogs og Apó-
teki Kópavogs.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
>f
15. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9