Alþýðublaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 11
| Ingi Gunnars- - r son, IKF s Ingi er 35 ára og aldursfor- | seti leikmanna í> fyrstu | deild, en liann hefur æft og I keppt með liði sínu ÍKF, | þar til nýlega, að hann | varð að hætta keppni vegna | meiðsla. Hann kynntist fyrst i körfuknattleik um 1950, en | þá var hann við störf fyr- | ir varnarliðið á Keflavíkur- | flugvelli. og var einn af I stofnendum ÍKF, sem m.a. | varð íslandsmeistari á þeim | árum. Ingi hefur lengst af | verið þjálfari meistara- i flokks, en hefur riú mikið = til snúið sér að þjálfun og | uppbyggingu yngri flokka 1 félagsins og hefur unnið þar i mikið og gott starf. Hann = var í fyrsta landsliðinu, | sem lék við Bani í Kaup- = mannahöfn 1959, og var þá, i sem endranær, aðal drif- = fjöður liðs síns. I.R. úthlutað landi fyrir íþróttasvæði í Fossvogsdal Anægjulegt afmælishóf / til- efni 60 ára afmælis félagsins ÍR-ingar héldu hátíðlegt 60 ára afmæli félagsins með hófi í Lídó föstudaginn 7. apríl. Gunnar Sig- urðsson, formaður ÍR bauð gesti velkomna me'ð stuttu ávarpi, en veizlustjóri var Reynir Sigurðs- son. Margar ræður voru fluttar, m.a. talaði menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason. Hann árnaði fé- laginu allra heilla og þakkaði því gott starf í 60 ár. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson las upp samþykkt, sem gerð hafði verið í borgarráði og hljóðar á þessa leið: ,,í tilefni 60 ára af- mælis ÍR hefur borgarráð ákveð- ið samkvæmt tillögum skipu- lagsnefndar og íþróttaráðs, að út- Fram og FH leika til úrslita annaö kvöld íslandsmótinu lýkur. með hófi í Lídó á sunnudagskvöld 'Á sunnudagskvöldið verða síðustu leikir íslandsmótsins í 1. deild karla háðir. Þá leika Ármann og Haukar og síðan úrslitaleikurinn milli FRAM og FH. Verð aðgöngu miða er í stæði kr. 100,— og 25.— og stólsæti kr. 150.— og 125.—. Lið Fram og FH er leika til úrslita á sunnudagskvöldið er sem hér segir: | Ritstjóraskipti | | við íþróttablaðið | = Ritstjóraskipti hafa orðið i \ ' við íþróttablaðið, blað ÍSÍ, [ | þeir Hallur Símonarson og I 1 Örn Eiðsson, sem ritstýrt \ | ‘ hafa blaðinu í rúm 4 ár ! jj hafa látið af störfum, en f f við hefur tekið Þórður B. | = Sigurðsson. Síðasta blaðið, sem þeir § = Hallur og Örn sáu um var I f 1. tbl. þessa árs, sem er I L 'einskonar annálsblað og hef I | ur komið í stað Árbókar | f íþróttamanna. Blaðið er 92 f | bls. og í því eru yfirlits- | Frh. á 10. síðu. f i iii lil iuiiii iii imuuNHi ii 111111111111111111 iii 1111111 iii •k Lið Fram Þorsteinn Björnss. Arnþór Óskarsson. Ingólfur Óskarsson. Gunnlaugur Hjálmarsson. Gylfi Jóhannsson. Sigurður Einarsson. Guðjón Jónsson. Tómas Tómasson. Hinrik Einarsson. Sigurbergur Sigursteinsson. Pétur Böðvarsson. ★ Lið FH Kristófer Magnússon. Birgir Finnbogason.. Birgir Björnsson. Einar Sigurðsson. Örn Hallsteinsson. Geir Hallsteinsson. Árni Guðjónsson. Jón G. Viggósson. Ragnar Jónsson. Páll Eiríksson. Auðunn Óskarsson. Sunnudaginn 16. apríl verða síðustu leikir í yngri flokkunum Ieiknir. í meistaraflokki kvenná leika: Fram — KR. Ármann — Víkingur. Valur - FH. Leikurinn milli Vals og FH er úrslitaleikur í m.fl. kvenna. Þá fer fram úrslitaleikur í 2. flokki karla og eigast við Valur — Fram. Afhending verðlauna mun einnig fara fram, en sigurvegarar í eft- irtöldum flokkum eru þessir: 2. fl. kvenna KR. 3. fl. karla FRAM. 1. fl. karla FRAM. í 2. deild kvenna urðu sigur- vegarar BREIÐABLIK, er leikur Frh. á 10. síðu. hluta félaginu land undir íþrótta- svæði í austurhluta Fossvogsdals samkvæmt nánari skilmálum borg arverkfræðings“. Þessum boðskap var fagnað mjög af hátíðargestum. Borgarstjóri flutti ÍR einnig þakk- ir og árnaðaróskir í tilefni afmæl- isins. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ flutti þakkir íþróttasambandsins og óskir um glæsilega framtíð. Hann afhenti félaginu að gjöf fagr an vasa. Einar Sæmundsson, for- maður KR flutti ÍR kveðjur allra íþróttafélaganna í höfuðborginni, sem ÍR á samskipti við, og afhenti gjöf. Þá steig í ræðustólinn Stef- án Kristjánsson, formaður Skíða- sambands íslands og þakkaði ÍR gott samstarf í nafni sérsambands I ÍSÍ, sem ÍR á aðild að. Hann af- henti félalginu gjöf. Jón Kaldal gaf fagran bikar, sem keppt verð- ur um í 500 m. hlaupi og Davíð Sigurðsson gaf einnig glæsilegan bikar, sem skal veita til eflingar fimleikum innan ÍR. Loks flutti Sigurpáll Jónsson minni ÍR. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem er gamall ÍR-ing- ur sendi félaginu heillaskeyti, sem lesið var upp í hófinu við mik- inn fögnuð gesta. Margir ÍR-ingar voru heiðraðir í . afmælishófinu. Þeir Sigurpáll Jónsson og Sigurður Steinsson hlutu stórriddarakross ÍR fyrir frábær störf í þágu félagsins í meira en 26 ár. Eftirtaldir menn hlutu riddarakross ÍR fyrir vel unnin störf í þágu félagsins X meira en 20 ár, Ragnar Þorsteins- son, Atli Steinarsson, Reynir Sig- urðsson og Örn Eiðsson. Gullkross ÍR með olympíu- hringjunum áfestum, sem veittur er þeim ÍR-ingum, sem þátt taka í Olympíuleikjum, hlutu þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Jón Þ. Ólafsson, fyrir þátttöku í Tokyoleikunum 1964. Guðmundur Gíslason sem einnig tók þátt í Olýmpíuleikjunum 1964 hafði hlotið þennan heiður fyrir þátt- töku i Rómarleikjunum 1960, e» krossinn er aðeins veittur einu sinni. Gullkross ÍR, sem veittur eí fyrir gott starf í þágu félagsins í 15 ár hlutu: Gísli B. Kristjáns- son, Rúnar Bjarnason, Þorleifur Einarsson, Magnús E. Baldvins- Framhald á 14. síðu Víðavangshlaup Hafnarfjaröar Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 1967 fer fram við barnaskólann við Skólabraut á sumardaginn fyrsta, og hefst keppnin kl. 4. Hlaupa- leiðin verður svipuð og undanfar- in ár. Keppt verður í þrem flokk- um drengja 17 ára og eldri, 14— 16 ára og 13 ára og yngri. Þá verður keppt í tveim flokkum stúlkna, 12 og eldri og 11 ára og yngri. Lúðravseit Hafnarfjarðar leikur áður en hlaupið hefst. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku í verzl. V. Long fyrir n.k. þriðjudagskvöld. Frá afmælishófi ÍR í Lídó. Gunnar Sigurðsson, formaður ÍR afhendir Sigurði Steinssyni og SigurpáH Jónssyni stórriddarakross ÍR. »1 15. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.