Alþýðublaðið - 15.04.1967, Side 13
KJDLBavíOíCSBÍO,
SUal 4i»K,
O. S. S. 117
Snilldar' vel gerð og hörku-
spennandi, ný, frönsk sakamála
mynd. Mynd í stíl við Bond
myndirnar.
Kerwin Mathews
Nadia Sanders.
Sýnd kl. 5
Bönnuff börnum,
Leiksýning kl. 8.30.
Fræg japönsk kvikmynd.
Leikstjóri,’ Kon Iohikawa.
Sýnd kl. 9.
Bönnuff börnum innan 16 ára,
— Sumariff meff Moniku —
Sýnd kl. 6,50
— Ástin mín ein —
meff Elvis Presley.
Sýnd kl. 5.
Massey
Ferguson
DRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIGENBUR
Nú er rétti tíminn til a6
láta yfirfara og gers við
vélamar fyrir vorið.
Massey Ferguson-víð-
gerðaþjónustu armast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonar
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662.
,
Framhaldssaga eftir Astrid Estberg
ÉG ER SAKLAUS
— Ég get ekki útskýrt það.
Við hljótum að hafa talið rangt.
En lögreglan getur víst uppiyst
það.
Louise lagði frá sér bollann.
— Heldurðu að það sé rétt að
draga lögregluna inn í þetta,
vina mín? Þú hefur þegar kom-
izt í vandræði við lögregluna,
Merete. Og ef það kemst upp . .
Éig á við . . .
Merete greip um stólarmana
og starði á Louise.
— Hvað segirðu eiginlega?
sagði Ulrik. — Er það satt? Hef-
ur þú . . .
— Elsku Ulrik, Merete ók á
dreng og drap hann og fékk árs
skilorðsbundinn dóm. Hun hlýt-
ur að hafa verið ákaflega hel-
tekin af deyfisprautunni fyrst
hún ók á brott og skildi vesaling
inn eftir án þess að nema stað-
ar.
Hún þagnaði og leit af Ulrik á
Merete róleg og skíreygð. Ekk-
ert heyrðist nema þungur andar-
dráttur Ulriks.
— Hve lengi hefurðu vitað
þetta? spurði hann.
— Þú manst vonandi að ég
sagðist hafa séð Merete fyrr?
Ulrik kinkaði kolli.
— Það var í dagblöðunum á
meðan skrifað var um stúlkuna,
sem drap drenginn og ók á brott.
En ég vildi ekki minnast á það
því maður á ekki að spilla fyrir
öðrum og nú ihafði henni loksins
tekizt að fá vinnu aftur.
— Ég hef unnið allan tímann,
hvíslaði Merete.
— Er það svo? Já, ég veit ekki
smáatriðin. En ég áleit að það
yrði gott fyrir þig að vera hér í
kyrrð oig friði á Ulrikslundi. Það
vissi enginn nema ég, hver þú
varst. Þess vegna vildi ég helzt
vernda þig. Það gladdi mig þeg-
ar þú fórst að róast. Fyrst 'hélt
ég . . .
Louise brosti til hennar.
— Vertu mér ekki reið, en ég
ég held þú ættir að leita til
læknis.
— Til læknis? Hvers vegna?
— Ég var bara að velta því fyr
ir mér vina mín hvort þú hefðir
ekki fengið heilahristing og toyigg
ir enn að afleiðingum hans. Þess
vegna ertu svona gleymin. Þú
hefur margsinnis skilið eftir log
andi sígarettur hérna inni. Ég
slökkti í þeim. Þú mundir ekki
eftir að þú íhafðir skilið þær eft-
ir. hér. Þú vissir ekki heldur
hvað varð um listana. Þú vissir
ekki að þú skildir gluggann eftir
opinn. Þegar þetta er gert upp,
sést að þú hugsar ekki skýrt.
Þess veigna ættir þú að fara til
læknis. Hvað gerist ef við til-
kynnum að peningarnir hafi horf
ið? Ég veit ekki, hvort þú getur
neitað að þú hafir tekið þá og
losnað með skilorðstoundinn dóm
eins og þegar þú ókst á mann-
inn.
— Ég ók ekki bílnum, sagði
Merete, en svo mundi hún að
enginn trúði henni.
— Ég las blaðagreinarnar og
ég er ekki gleymin. Það var sann
að að þú gerðir það. Annars hefð
irðu ekki fenigið dóm.
Ulrik fannst allt hrynja í rúst
umhverfis sig. Nú vissi hann
leyndarmál Merete. Hún hafði ek
ið yfir dreng og hlaupizt á torott
... Hann strauk yfir enni sér.
Eitthvaö brast innra með hon-
um.
Merete reis á fætur og fór.
Hún gekk hægt, stirðlega. Þegar
hún kom að stiganum heyrði hún
rödd Louise. — Skelfing á hún
bágt, veslingurinn.
Hún gekk eins og svefnigengill
eftir ti'jágöngunum. Þessu var
lokið. Hún sneri aldrei aftur.
Þurfti ekki að gera það. Hún
þekkti Ulrikslund.
Óðalið var eins og mynd í huga
hennar. Óafmáanleg. Andlit U1
riks einnig.
Hvernig gat hann annað en
trúað að hún væri þjófur þeg-
ar Louise hafði sagt honum að
hún væri — morðingi! Hún fór
heim til Jensens og tók dálítið
af fötum og setti í tösku. Hún
Igat ekki pakkað niður. Þau urðu
að senda henni það síðar.
Svo fór hún að strætisvagna-
stöðinni. Það var engin lest í
vændum þegar hún kom á jórn-
torautarstöðina. Hún gat eins vel
notað tímann til að hvíla sig.
Taugar liennar voru háspenntar
og hún var örmagna.
Hún fór út að ganga. Skyndi-
lega kom hún að búðinni þar
sem hún hafði séð Vilhelmsen.
Vilhelmsen! Hún nam staðar
og tók bréf Hákons upþ úr tösk-
unni. Hann hafði komizt að
ýmsu sem skýrði framburð henn-
ar.
Hún hefði átt að sýna Ulrik
bréfið frá Hákoni. Louise hafði
komið henni úr jafnvægi. Ef hún
færi nú á lögreglustöðina og
sýndi bréfið frá Hákoni . . . Hún
hraðaði sér þanigað.
Hugrekkið var að bregðast
henni þegar hún kom inn á lög-
reglustöðina, en hún tók í sig
kjark. Henni var vísað inn á
skrifstofu og þar bar hún fram
erindi sitt. Einkennisbúinn mað-
ur brosti vingjarnlega til henn-
ar. Hann var sterklega vaxinn
með ljósblá augu og grásprengt
hár.
— Ég ætlaði að tala við Karl-
sen yfirlögrelgluþj ón.
— Það er ég.
Merete kynnti sig og spurði
hvort hann myndi eftir samtali
við Hákon Gram arkítekt. Svo
rétti hún honum bréfið. Hann
sat um stund og hugsaði sig um.
— Já, skeggjaða unga mann-
inum. Ég man eftir honum. Var
það ekki út af ungu stúlkunni
sem var dæmd fyrir að aka á
mann og yfirgefa slysstaðinn?
Hann tók fram möppu og blað-
aði í henni. Því miður hafði hann
ekkert í fréttum. Vilhelmsen var
í yfirheyrslu hjá lögreiglunni í
Kaupmannahöfn. Það kæmu
skilaboð til hennar, ef eitthvað
gerðist nýtt.
— Svo lögreglan hefur haft
upp á Vilhelmsen, sagði- Merete.
— Já, vissuð þér það ekki,
ungfrú Kavnsborg? Ég hringdi
og frú Rasmussen eða hvað hún
nú hét, lofaði að skila því til yð-
ar. Gerði hún það ekki?
— Nei. Merete hristi höfuðið.
— Hún hefur ekki minnzt á það.
— Einmitt það. Hann skrifaði
eitthvað hjá sér. Var það fleira
fyrir yður ungfrú Ravnsborg?
spurði hann elskulega.
Merete settist. Það var meira.
Hún varð að tilkynna peningarán
■sem hún yrði sennilega ákærð
fyrir. Hún vissi ekki, hvernig
hún átti að hefja máls á því, en
þegar hún byrjaði gekk allt vel.
Það var gott að segja allt af
létta. Hún leit á gólfið ekki yf-
irlögregluþjóninn. Héma í fjar-
lægð var enginn leyndardóms-
fullur bjarmi yfir hlutunum.
Hún lauk máli sínu: — Frú
Rasmussen hefur víst ekki skil-
ið skilaboðin. Hún var sannfærð
um að ég hefði drepið dreng-
inn. Ég skil. ekki hvernig nokk-
ur gat farið inn 'á skrifstofuna
og stolið peningunum, því hund-
urinn átti að gæta peninsganna og
Oluf gamli í smiðjunni var með
lykilinn.
Karlsen yfirlögregluþjónn
sótti pappír og skrifaði vitnis-
burð hennar eins og Merete
hafði borið. Hann lét hana lesa
'hið skrifaða og bað hana um að
skrifa undir. Svo kvaddi hann
hana.
Merete létti. Henni fannst hún
manneskja aftur. Það var gott
að hún skyldi kæra en enginn
hafði kært hana. Hún skrifaði
heimilisfang sitt og símanúmer
hjá foreldrum sínum og tók í
'hönd yfirlögregluþjónsins.
Hún brosti þegar hún fór út.
Hana langaði til að hringja í
Uirik og segja honum hvar hún
hefði verið. Þá gat 'hún sagt hon-
um að lögregian hefði handtekið
Vilheimsen. En kannski hefði
hann heidur viljað tiikynna ránið
sjálfur. Kannski fannst honum
hún hafa thagað sér rangt.
Lestin fór kl. 10. Hún settist
inn í klefahornið og reyndi að
hugsa um eitthvað, sem engu
máli skipti.
Ulrik — nei, ekki mátti hún
liugsa um hann. Hvað færi hinn
farþeginn að hugsa ef hún gréti?
Hún átti að huigsa um að lög-
reglan hafði fundið Vilhelmsen!
Hann var í yfirheyrslu, hann
hlaut að játa . . . Andlit Ulriks'
og varir hans við varir hennar
. . . Þú mátt ekki fara frá Ul-
rikslundi, Merete. Ég elska þigl
Hún var farin frá Ulrikslundi.
TUTTUGASTI OG FYRSTI
KAFLI
Louise sat í bílnum á leið til
borgarinnar. Hún var ánægð með
gang málanna. Hún hafði komið
Merete á brott og gert hana seka
í augum Ulriks. Að vísu gekk UI
rik um eins og svefngengill þessa
dagana en hann yrði líka að fá
tíma til að jafna siig — ja yfir
að hafa elskað Merete. '
Svoleiðis manneskju!
Louise hafði tíma til að bíða.
Þegar augnablikið rynni upp,
myndi Ulrik opna hjarta sitt
fyrir henni. Og hún myndi sína
honum að hún gæti fyrirgefið
göfugmannlega. Hún átti bara að
vera róleg og orðfá og þá lag-
aðist allt.
Ilún lét Per leggja bílnum og
gekk að skóbúð. Hún hafði alltaf
elskað skó. Hún átti fullt a£
þeim. En nú Igat hún’ keypt eina
til. ítalska með mjóum hælum.
Hún keypti þrenna og kjól og
'hatt. Frúin á Ulrikslundi varð
að vera vel klædd. Það var gott
að hafa peninga. Meðal pening-
anna voru hundrað og fimmtíu
krónurnar, sem Merete borgaði
fyrir fæðið. Louise hló upphátt.
Fyrst hafði hún óttazt að Mercte
kvartaði við Ulrik, en hún hafðl
skilið hana rétt. Merete var o£
feimin. Eða of stolt. Það hefði
hún aldrei gert — þá var víst
betra að borga þegjandi — bara’
af því að hún var ástfangin aí
Ulrik. En nú var 'hún á farum.
Bara 'hún færi fljótlega til Am-
eríku!
T rúlof unarhringar
Sendum gegn póstkröfu.
Fljót afgreiffsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastrætl 12.
15. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13