Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 3
Mihajlov gagnrýnir Tito fyrir rétti BELGRAD, 17. apríl (NTB-Reuter). Júgóslavenski rithöfundurinn Mihajlo Mihajiov éndurtók gagn- rýni sína á einsflokkskerfið 1 JúiTÓslavíu þegar hann kom fyrir Þorskveiðar við Grænland gagnrýndar KAUPMANNAHÖFN, 17. apríl (N TB-RB) — Fiskifræðintíurinn S. Á. Ilorsted gagnrýndi óskynsam- legar þorskveiðar við Grænland á ráðstefnu um fiskveiðar Grænlend inga í Kaupmannahöfn í dag. Horsted sagði, að vegna sam- keppni iiinna mörgu fiskimanna er sæktu á Grænlandsmið væri þar aðallega veiddur þorskur er væri á þriðja stigi þroska síns. Eftir aðeins nokkúr ár verði sjald gæft að þorskur eldri en sjö ára veiðist. Hann taldi, að veiða mætti jafnmikið fiskmagn við Grænland og nú er gert með skynsamlegri veiðiaðferðum. Fiskifræðingurinn taldi nauð- synlegt að möskvastærð yrði ákveð in 150 mm í stað 130 mm eins og nú er til að koma í veg fyrir á- gang á ungviði. Hann kvaðst telja, að laxveiði við Grænland yrði á- líka mikil í ár og tvö undanfarin ár. Clay losnar ekki við herþjónustu WASHINGTON, 17. apríl (NTB- Reuter) — Hæstiréttur Bandaríkj- anna vísaði á bug í dag kröfu hnefaleikarans Cassiusar Clay um að' hann verði eltki kvaddur til herþjónustu. , Hæstiréttur vísaði kröfunni á foug án-þess að rökstyðja það nán- ar, en Clay verður kvaddur í her- inn 28. apríl. Clay, sem sneri -sér til hæstaréttar undir nafninu Mo- hammed Ali, en undir því nafni gen'gur ihann í sértrúarsöfnuðin- um „Svörtu Múhameðstrúarmenn- irnir“, krafðist þass að herkvaðn- ingarskipunin yrði dæmd ógild unz hæstiréttur hefði tekið af- stöðu til nokkurra mótbára er lög fræðingur hans hreyfði gegn skip- uninni. Framhald á 13. síðu. rétt í dag, gefið að sök að hafa dreift fjandsamlegum áróðri. Mihajiov, sem er 33 ára gam all háskólakenuari var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að dreifa röngum uppiýsingum er- iendis um júgóslavnesk málefni og hefur afplánað fimm mánuði af þeim dómi. Ef hann verður sekur fundinn samkvæmt ákær- unni, sem nú hefur verið höfðuð á hendur honum, á hann það á hættu að verða dæmdur "í tólf ára fangelsi. Sækjandi sagði í ræðu sinni í dag, að Mihajlov hefði tvisvar gerzt sekur um glæpsamlega yfir- sjón með Iþvi að skrifa og dreifa heima og erlendis nokkrum grein um og flugmiðum er hann hefði fengið frá júgóslavneskum út- lögum fjandsamlegum Tito. Aðspurður sagði Mihajlov að þegar einn flokkur hefði einok unaraðstöðu í Júgóslavíu væri ekki hægt að tala um lýðræði, um 6% þjóðarinnar væru félagar í kommúnistaflokknum. Hinir 94 af hverjum hundrað íbúum landsins nytu ekki jafnréttis. Einsflokks- kerfi leiddi sjálfkrafa til þess, að lítill liópur manna fengi öll völd í landinu í sínar hendur. Mihajlov hélt því fram að hann væri sósíalistískur og lýðræð issinnaður í skoðunum og væri það í samræmi við júgóslavnesku stjórnarskrána og lög landsins. í ákærunni segir, að Mihajlov Framhald á 14. síðu. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR EFNIR TIL TVEGGJA UTANLANDSFERÐA Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur mun í ár efna til tveggja utanlandsferða, en í fyrra efndi það til fyrstu utanlands- ferðarinnar fyrir Alþýðuflokks- fólk og tókst sú ferð mjög vel og komust færri í hana en vildu. Alþýðublaðið hafði í gær samband við Arnbjörn Kristinsson, prentsmiðjustjóra, en hann er formaður ferða- nefndar, og spurði hann um fyrirhugaðar utanlandsferðir. — Við efnum nú -til tveggja ólíkra ferða, annars vegar sum- arferðar, hins vegar haustferð- ar, en báðar eru ferðirnar skipulagðar í samvinnu við ferðaskrifstofuna Sunnu. Fyrri ferðin er 14 daga ferð til Dan- merkur frá 18. júlí til 1. ágúst og er flogið með leiguflugvél báðar leiðir. Þessi ferð er til- valin fyrir þá, sem hafa sjald- an eða aidrei farið út fyrir landssteinana, einföld og ódýr ferð, kostar kr. 4.700.— í því verði er þó aðeins innifalið eftirfarandi:flugferðir, sölu- skattur og fararstjórn. Gisting eða máltíðir eru ekki innifald- ar. Væntanlegum þátttakend- um er í sjálfsvald sett, hvar þeir gista, en þeir Verða þó að tilkynna fararstjóra um dval- arstað sinn, svo að hann geti náð sambandi við þá, ef hópur- inn fer sameiginlegá á skemmti staði eða í ferðalög. En þeim, sem vilja, verður útveguð gist- ing og þá verður gistingar- kostnaður á nótt kr. 200,00. Ferðatilhögun í ferð þessari verður í stuttu máli á þá leið, að 18. júlí er flogið til Kaup- mannahafnar. Daginn eftir er tilhögun frjáls, en fararstjóri fer með þeim, er þess óska, í skoðunar — og leiðbeining- arferð um miðborgina. Farið í Tivoli um kvöldið. 20. júlí er svo farið í heilsdagsferð til Svíþjóðar og kostar sú ferð 380,00 krónur, en allar smá- ferðir frá Kaupmannahöfn kosta aukalega og er þátttak- endum frjálst að velja um þær, hvort þeir fara í þær allar eða enga. í Svíþjóðarférðinni er komið i háskólabæinn Lund og þaðan ekið til Málmeyjar. 21. júlí er svo frjáls tilhögun. 22. júlí er farið í skoðunarferð um Kaupmannahöfn og kostar sú fcrð kr. 140,00. 23. júlí er farið í skoðun- arferð um Sjáland, m.a. kom- ið í Kronborgarkastala, og ekið síðan um vatna- og skógahéruð Sjálands til Asminderödskro, sem er 200 ára. gamall veit- ingastaður. Einnig er skoðað- ur Friðriksborgarkastali, höll- in og safnið. Þessi ferð kostar 380,00 kr. og er í því verði innifalinn miðdegisverður á gamla lierragarðinum Asmind- erödskro. 24. júíi er svo frjáls tilhög- un. 25. júlí er lagt upp í ferð Arnbjörn Kristinsson til Þýzkalands, ekið suður Sjá- land og farið með ferju yfir sundið frá Rödby til Puttgart- en. Síðan ekið um Þýzkaland til Hamborgar. Það kvöld eru svo heimsóttir skemmtistaðir í Hamborg. 25. júlí er svo dval- ið í Hamborg til kl. 4 síðdegis, en þá haldið aftur til Kaup- mannahafnar. Þessi ferð kost- ar 1600,00 kr. 27., 28., 29., 30. og 31. júlí er svo verið í Kaupmannahöfn, m.a. farin skoðunarferð í Carls- bergverksmiðjurnar. Einnig er kostur á ferð til Fjóns, þar sem fæðingarstaður H. C. Ander- Framhald á 14. síðu BYLTINGARTILRAUN I GHANA BÆLD NIÐUR ACCRA, 17. apríl (NTB-Reuter) — Herforingjastjórnin í Ghana bældi í dag niður tilraun um 120 hermanna til að taka völdin í Iandinu í sínar hendur. Yfirmaður hersins, K. K. Kotoka liershöfð- ingi beið bana þegar hann stjórn- aði vörn stjórnarbyggingarinnar gegn uppreisnarmönnum, sam- kvæmt góðum heimildum. Það var Kotcka hershöfðingi, sem stjórn- aði byltingunni gegn Nkrumah forseta í febrúar í fyrra. Aðeins einn annar liðsforingi hliðhollur stjórninni, majór úr hernum, mun hafa beðið bana, en margir munu hafa særzt, bæði í liði stjórnarinnar og uppreisnar- manna, í stuttum en hörðum bar- dögum fyrir framan Kristjáns- borgarhöll, þar sem Þjóðfrelsis- ráðið, það er stjórn herforingj- anna, hefur bækistöð sína. í kvöld var ekki ljóst hverjir það voru sem stóðu á bak við bylt- ingartilraunina. Lautinant, sem var yfirmaður þeirra 120 her- manna er reyndu að taka völdin, mun hafa játað að hann hafi stjórnað aðgerðum hermannanna, en Ghana-útvarpið segir, að her- foringjastjórn þriggja manna und ir stjórn Assassie ofursta úr fall- hlífasveitunum 'hafi staðið á bak við byltinguna. Þjóðfrelsisráðið telur lítil líkindi til þess vera, að byltingarmenn hafi staðið í sam- bandi við flokk Nkrumah. \ □ STÓÐ í FJÓRA TÍMA Byltingin stóð í fjóra tíma að- eins. Snemma um morguninn til- kynnti hópur liðsforingja, að Þjóð frelsisráðinu hefði verið steypt af stóli. Fréttin var endurtekin livað eftir annað í útvarpinu í Accra í fjóra tíma. En þá var skyndilega lesin upp ný frétt þess efnis, að byltingin hefði farið út um þúfur, og skömmu síðar tilkynnti yfir- maður lögreglunnar, J. W. Hartley sem einnig er varaformaður Þjóð- frelsisráðsins, að byltingarmenn Framhald á 14. síðu. Ulbricht setur hörð skilyrði BERLIN, 17. apríl (NTB-Reuter) — Austur-þýzki kommúnistaleið- toginn Walter Ulbriclit lagði til á flokksþingi austur-þýzka komm- únistaflokksins, sem hófst í Aust- ur-Berlín í morgim, að æðstu menn Austur- og Vestur-Þjóðverja héldij fund með sér, en setti um leið skilyrði sem Bonnstjórnin hef ur aldrei getað fallizt á. Meðal skilyrðanna voru kröfur um, að Vestur-Þjóðverjar drægju úr fram Iögum til hermála og viðurkenndu núverandi landamæri Þýzkalands. Þótt skilyrði Ulbrichts megi teljast óaðgengileg telja frétta- ritarar að hann hafi haldið dyrun- um opnum til nokkurs konar sam- starfs við jafnaðarmannaflokkinn í Vestur-Þýzkalandi. Aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, Le- onid Bresjnev, og fulltrúar um 70 kommúnistaflokka sækja þingið. 18. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ ,3 l'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.