Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 10
★ Fyrri hálfleikur FH-ingar hófu leikinn Og áttu góð tækifæri til að skora, en Þor- steinn varði, með ágætum hættu- legt skot. Kristófer fékk einnig tækifæri til að sýna góða vörn í markinu skömmu síðar. Á fjórðu mínútu skoraði hinn lágvaxni fyr- irliði FH, Birgir Björnsson fyrsta mark leiksins með ágætu skoti, en Sigurbergur ungur og efnilegur Framari jafnaði skömmu síðar og það var ódýrt mark. Tvær mínútur liðu þar til næsta mark kom, það gerði Örn Hall- steinsson fyrir FH með uppstökki; en Gylfi Jóhannsson jafnaði úr vítakasti skömmu síðar. Nú var komin röðin að Fram, að ná yfir- tökunum, Ingólfur skoraði þriðja mark Fram í igegn um vörn FH sem ekki var á verði. Þetta skeði á níundu mínútu og einni^minútu síðar fékk Sigurður Einarsson iboltann á línu og þá var ekki að sökum að spyrja, 4:2 fyrir Fram. Nokkur harka færðist nú í leik- inn og tvö næstu mörk voru skor- uð úr vítaköstum, Geir fyrir FH á þrettándu mínútu og Gunnlaug- ur fyrir Fram mínútu síðar. Örn Hallsteinsson 'átti nú allt annan leik en í landsleikjunum gegn Sví- um og með stuttu millibili skoraði hann tvívegis, þannig að um miðj- an ‘hálfleik er jafnt 5:5. Ragnar Jónsson hinn gamal- kunni handknattleikskappi lék aft ur með FH og hann sendi boltann næst í netið með þrumuskoti, en Sigurbergur jafnaði með marki úr erfiðri aðstöðu. Aftur náðu FH- ingar forystu og það var fyrir- liðinn, Birgir Björnsson, sem greip inn í sendingu Framara, hann geystist fram völlinn og bolt- inn hafnaði í markinu, mjög gott 'hjá Birgi. Spennan hélzt áfram, Gylfi jafnaði fyrir Fram tæpri mínútu síðar og Ingólfur færði Fram forystu á 23ju mínútu, 8:7. Vörn Framliðsins var býsna hörð á köflum og það sama má einnig segja um FH, en hvað um það, vítakast var dæmt á Fram á 25tu mínútu og Geir jafnaði úr þvi. VERÐUR ÞORSTEINN MEÐ ÍR Á SUNNUÐAGINN? ■ HEYRZT hefur að Hólmsteinn Sigurðsson, einn sterkasti mað- ur ÍR-liðsins, muni ekki geta íeikið með liðinu í úrslitaleikn- ,um gegn KR á sunnudaginn. <Hann hefur verið frá æfingum og keppni um nokkurt skeið yegna veikinda, og allt bendir til þess, að hann muni ekki geta verið með í þessum mikil væga leik. ÍRingum tókst mjög yel upp í fyrri leik sínum gegn KR í mótinu, og unnu nokkuð örugglega, 66:60, og komust þar með í efsta sæti með alla leiki unna. Eftir þann leik var ekki unnað að sjá, en íslandsmeist- áratitillinn blasti við ÍR-ingum á ný, en síðan hafa tveir menn helzt úr lestinni; Tómas Zoega varð að hætta keppni vegna náms síns og nú bætist missir Hólmsteins við. Það hefur bor- ið nokkuð á góma meðal körfu knattleiksmanna, hvort ÍR-ing ar muni reyna að fá hinn frá- bæra leikmann sinn, Þorstein Hallgrímsson, 'heim frá Dan- mörku til að vera með í leikn- um gegn KR, oig væri órieitan- lega gaman að sjá hann í keppni með sínu gamla félagi á ný. Það er þó alls óvíst hvort nokkuð verður úr því, en ætla má, að ÍR-ingar sæki ekki bik- (• arinn í hendur hinna sterku f KR-inga, að ástandinu ó- breyttu. Ingólfur Óskarsson skorar. Örn, Gunnlaugur og Ragn ir fylgjast með. Næst komu þrjár mínútur án marka, en síðan skoraði Gylfi Jó- hannsson tvö skemmtileg mörk fyr- ir Fram og það síðara, þegar ein mínúta er eftir af hálfleiknum. Virtist allt benda til þess, að Fram fengi þægilegt tveggja marka for- skot í hléi. En skjótt skipast veð- ur í lofti, ef svo má segja. Birgir Björnsson, sem átti einn sinn bezta leik í langan tíma, skoraði níunda mark FH og 'á síðustu sekúndun- um var dæmt vítakast á Fram, sem Geir tók og boltinn hafnaði í netinu, þannig að jafnt var í hléi 10:10. ★ Síðari liálfleikur Síðari hálfleikur einkenndist mjög af varkárni leikmanna, það var ekki skotið að marki, nema í góðu færi og aldrei varð munur- inn meiri en eitt mark á liðun- um. Örn Hallsteinsson skoraði fyrsta markið eftir hlé úr hröðu upphiaupi. Þetta skeði á 3ju Jnín- útu, en tæpri mínútu síðar jafn- aði Gunnlaugur úr vítakasti. Fjór ar mínútur liðu nú án þess að mark væri skorað, en þá var það sem Örn fékk boltann óvænt, hann brýzt upp á völlinn af miklu harð- fylgi og boltinn hafnaði í netinu. Hinir gamalreyndu kappar, Guð jón Jónsson og Ragnar Jónsson, skoruðu næstu mörk í leiknum, Guðjón á 13. og 16. mínútu og Ragnar á 16. og 17. mínútu. Spenn ingurinn náði bámarki, þegar Gylfi jafnaði fyrir Fram á 21. mín útu og Gunnlaugur skoraði 15. mark Fram 'á 23. mínútu úr frek- ar vafasömu vítakasti. Minúturnar líða hægt en æs- andi, það er varizt og sótt af kappi, en varnir beggja liða voru vel á verði. Ýmsir áhangendur FH og Fram voru orðnir býsna fölir, skyldi Fram takast að halda forskotinu? Loks þegar tvær og hálf mínúta voru eftir jafnaði fyrirliði FH, Birgir Björnsson með glæsilegu skoti. Framarar hófu örvæntingarfulla sókn og áttu góS tækifæri, en FH vörnin með Kristófer sem bezta mann tókst að koma í veg fyrir fleiri mörk. ★ Liðin Þegar á allt er litið eru þessi úrslit sanngjörn, liðin eru bæði mjög igóð, og jöfn. Hjá FH voru gömlu kempurn- ar, Kristófer, Birgir og Ragnar mjög góðir, að ógleymdum Erni, sem átti góðan leik. í liði Fram átti Þorsteinn Björnsson góðan leik í markinu. Annars er Fram- liðið mjög jafnt og erfitt að gera upp á milli einstakra manna. ★ Mörkin skoruðu: Fran: Gylfi Jóhannsson 5 (1 úr víti), Gunnlaugur 3 (öll úr víti), Guðjón Jónsson, Sigurbengur Sig- steinsson og Ingólfur Óskarsson 2 hver og Sigurður Einarsson 1 mark. FH: Örn Hallsteinsson 5, Birgir Björnssbn 4, Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson 3 hvor. Geir skoraði öl) sín mörk úr vítaköst- um. Karl Jóhannsson dæmdi þenn- an erfiða leik vel, þegar á leikim/ er litið i heild. Guðmundur Hermannss. 16,96m. Á LAUGARDAG var keppt í kuluvarpi og stangarstökki drengja á unglingameistara móti íslands. Mesta athygli í þeírri keppni vakti Guð- mundur Hermannsson, KR, sem keppti í kúluvarpi sem gestur og bætti enn metið í kúluvarpi innanhúss, varp- aði 16,96 m. Gamla metið sem hann setti á meistara- mótinu var 16,87. Kastsería Guðmundar var frábær, stytzta kastið var 16,23 m. Xánar um mótið á morgun. SKiPAUTGCR Ms Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar á miðvikudag. Vörumóttaka til Hornafjarðar á dag. |_Q 18. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ Það var sannkölluð úrslitastemming í íþróttahöllinni á sunnudags- kvöld, þegar hinir gamalkunnu keppinautar, FIl og Fram léku í I. deiidarkeppninni. Spennan í leiknum hélzt frá fyrstu til síðustu sek úndu og þegar tvær mínútur voru til leiksloka gerði Geir Hall- steinsson örvæntingarfulla tilraun til að skora fyrir FH frá miðjurn vellinum, en það mistókst. Leiknum lauk með jafntefli 15 mörk gegn 15 og má segja, að þau úrslit hafi verið sanngjörn eftir atvikum. Jafntefli FH og Fram 15:15 í mest spennandi leik ársins Félögin verða að leika aukaleik um íslandsmeistaratifilinn '6 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.