Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 3
Valdaráninu It Samband ungra jafnaðannanna gekkst fyrir almenmim _ fundi í Iðnó, klukkan 11 fyrir hádegi, fimmtudaginn 4. maí, til að mót- mæla valdaráni hers og fasista í Grikklandi hinn 21. apríl sl. Fundur þessi var liður í al- mennri míHmælastarfsemi, er fram fór kl. 11.00 f.h. fimmtudag- inn 4. maí í öllum löndum Vest- ur-Evróþu á vegum samtaka ungra jafnaðarmanna. Ræðumenn á fundinum voru þeir Kristján Bersi Ólafsson, blaðamaður og Sigurður A. Magn- ússon, rithöfundur. Gunnar Eyj- ólfsson, leikari, Ias grísk frels- isljóð. Fundarstjórar voru: Hólm- fríður Kolbrún Gunnarsdóttir, kennari og Sigurður Guðmunds- son, skrifstofustjóri, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Fundurinn var fjölsóttur og í lok Brunatjón á Akureyri Akureyri, SJ. / Klukkan 22,30 á fimmtudags- kvöld urðu tveir vegfarendur var- ir við, að eldur var laus í hiisi Vegagerðar ríkisins við Hjalteyr- argötu: Þeir gerðu slökkviliðinu þegar aðvart. Hús vegagerðarinnar er járn- klædd bog'askemma á steyptum grunni. í húsinu var skrifstofa vegagerðarinnar hér á Akureyri, en auk þegs birgðageysmsla og smíðahús. Eldsupptök urðu í suð- urhluta byggingarinnar nálægt skrifstofu og birgðageymslu. All- langan tíma tók að ráða niður- lögum eldsins og varð að rjúfa nokkur göt á vegg skemmunnar. Unnt reyndist að bjarga að mestu skrifstofubúnaði og skjölum, en all miklar skemmdir urðu á vörulag- er og.svo.einnig á húsinu sjálfui Eldsupptök eru ókunn. hans var einróma samþykkt neð- angreind ályktun: Almennur fundur í Iðnó hinn 4. maí 1967 fordæmir harðlega valdarán það, er fasistar og gríski herinn frömdu í Grikklandi liinn 21. apríl sl. Er illt að slíkt skuli geta átt sér stað í evrópsku lýð- ræðisríki nú á tímum og verður eigi við unað. Fundurinn krefst' þess, að beitt verði öllum tiltæk- um ráðum til að efla á ný grísk lýðræðisöfl, einræði hers og fas- Framhald á 15. síðu. Fjárhagsáætlunin löglega samþykkt Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Hafnarfirði síðastliðinn mið- vikudag og var þar tekin tii afgreið'slu að nýju fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1967 síðari umræða, samkvæmt úrskurði félags- málaráðuneytisins. Var nú fari'ð með afgreiðslu hennar eftir fund- arsköpum og breytingartillögur minnihlutans teknar til meðferðar hver fyrir sig. Bæjarstjórnarfundurinn var nokkuð langur, stóð töluvert fram yfir miðnætti. Fyrst var á dag- skrá fundargerð bæjarráðs og var þar sitt hvað, sem vakti athygli AKRANES Alþýðuflokksfélögin á Akra- nesi halda fund í Röst á Akranesi í dag kl. 15.00. Benedikt Gröndal alþing- ismaður ræðir um Alþingis- kosningarnar og Sigurður Guðmundsson skrifstofustj. um húsnæðismál. Allir velkomnir meðan hús rúm leyfir. Öidruðu fólki boðið á skemmtun i Iðnó Kveiifélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur sína árlegu skemmtisamkomu fyrir aldrað fólk n.k. mánudagskvöld 8 maí í Iðnó. Hefst skemmtunin með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8. Til skemmtunar verður: íslenzk kvikmynd. Ræða: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Skemmtiþáttur Klemensar og Árna Tryggvasonar, Þrjár ungar konur syngja. Að lokum leikur Ríótríóið fyrir dansi. Aldrað fólk sem áhuga hefur á að sækja þessá skemmtun, hringi í eitthvert eftirtalinna símanúmera; Katrín Kjartansdóttir, sími 14313. Kristbjörg Eggertsdóttir, sími 12496. Aldís Kristjáusdóttir, sími 10488. Kristín Guðmundsdóttir, sími 16724. IIlll1111111111111111111111111111111111 llllllllllllllllllllllll llllllllll■lllll■llll■l■■l•ll■l■■■lll■■l■l>lll■ll þeirra, sem á fundinum voru. Þar á meðal tillaga frá meirihluta bæj arráðs, þeim Árna Gunnla,ugls- syni og Stefá'ni Jónssyni, um að auglýst verði eftir verkstjóra til þess að gegna verkstjórn í þæj- arvinnu og áhaldahúsi bæjarins. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins gerðu fyrirspurn um, livort gert hefði verið samkomulaig við Þor- leif Guðmundsson sem verið hef- ur verkstjóri bæjarvinnunnar í 25 ár, um breytta skipan á þess- um málum. Var upplýst, að svo væri ekki. Þá töldu bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins mál þetta bera einkennilega og leiðinlega að, ef auglýsa ætti eftir manni í starf, sem annar maður væri í fyrir og gæti jafnvel hvarflað að mönnum að hér væri beinlínis um atvinnu ofsóknir að ræða, ef svona væri farið með málið. Lögðu þeir fram eftirfarandi tillögu: ,,Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á framkominni tillögu í 9. lið fundargerðar bæj- arráðs frá 27. apríl sl. varðandi yfirverkstjóra áhaldahúss og bæj- arvinnu, þar til samkomulag hef- ur verið gert við núverandi yfir- verkstjóra bæjarins um breytta vinnutilhögun.“ Ekki hlaut tillaga þessi n'áð fyrir augum meirihluta bæjarstjórnar og var samþykkt að auglýsa starfið laust. Þá létu bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins bóka eftirfarandi: ,,Það er upplýst af bæjarstjóra, að ekkert samkomulag hafi verið gert við Þorleif Guðmundsson vai'ðandi þær breytingar á verk- ytjóna'ífarfi bæjlairins sem gert er ráð fyrir í þessari tillögu. Þor- leifur Guðmundsson hefurHgegnt þessu starfi fyrir bæinn um ald- arfjórðungsskeið með mikilli prýði og samvizkusemi. Þar sem ekki verður betur séð, en hér sé verið að hrekja gamlan og góðan starfsmann bæjarins úr starfi sínu mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum.“ Nokkru síðar kom til afgreiðslu tillaga frá meirihluta bæjarráðs, þeim Árna Gunnlaugssyni og Stef- áni Jónssyni, um áð stofna til nýs embættis á vegum bæjarins, em- bætti iheilbrigðis- og barnavernd- arfulltrúa. Bæjarfulltrúar Alþýðu flokksins gagnrýndu þessa tillögu harðlega fyrir tvenns konar sakir. Annars vegar það, að ákveða að taka upp að sameina þessi störf, án þess að hafa samráð um það Framhald á 15. síðu. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- I unarinnar í Hafnarfirði á § miðvikudagskvöld kom það 1 tvívegis fyrir að bæjarfull- 1 trúar greiddu atkvæði af jj vangá öðru vísi en þeir ætl- i uðust fyrir. Vilhjálmur G. 1 Skúiason greiddi atkvæði i með einni breytingatillögu I minnihlutans, en forseti i Árni Gunnlaugsson lét fyrst I sem hann sæi það ekki; | Vilhjálmur Ieiðrétti þá for- \ seta og kvaðst hafa greitt i atkvæði með tillögunni, og i það yrði að standa, þannig § að umrædd tillaga var bók- i uð felld með 5 atkvæðum i gegn 4, en ekki 6 gegn 3, i eins og annars var venjan. i Nokkru áður liafði Árni i Grétar Finnsson á sama hátt i greitt atkvæði með tillögu i minnihlutans, forseti lét sem § liann sæi það ekki, og var | það ekki leiðrétt, þannig að i Framhald á 15. síðu. i iiiiiiiiiiiiiii Ingimundarson Guðjón ✓ STJORNM ALAKYNNING HALDIN i DAG Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, verður Iaugardaginn 6. maí kl. 3 í Ingólfskaffi. Fulltrúaráðið skipaði nefnd til að undirbúa fundinn, og fjall ar nefndin um fjármál. (Hagstjórn, þjóðhags- og framkvæmdar- áætlanir skattar og tollar.) Sigurður Ingimundarson aiþingismaður er framsögumaður nefndarinnar. Gu'ðjón B. Baldvinsson verður fundarstjóri og Þormóður Ögmundsson fundarritari. Flokksfólk er hvatt til að sækja fundinn, og taka virkan þátt í umræðunum. 6. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.