Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 15
FjárBiagsáæiliin Frh. af 3. siðu. við heilbrigðisnefnd og barna- verndamefnd, svo og það, að enn virtist það vera það sem að baki þessu byggi, að bola frá starfi heilbrigðisfulltrúa, Gunnari Bjarnasyni, en hann hefur gegnt starfi heilbrigðisfulltrúa um. eins árs skeið með mestu prýði. Var það hálft starf, en auk þess hef- ur Gunnar annazt innheimtustörf ihjá bænum. Myndi Gunnar þá gjalda þess eins, að vera ekki stuðningsmaður núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar. Bæjarfulitrúar Alþýðuflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu í þessu máli: ,,Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á lið 22 í fundar- gerð bæjarráðs frá 27. apríf 1967 þar til fyrir liggur umsögn heil- brigðisnefndar og barnaverndar- nefndar varðandi þetta fyrirkomu lag um starfsmenn þessara nefnda.“ Þessi tillaga var felld með 6'3. Var þá óskað eftir nafna kalli við atkvæðagreiðslu á til- lögu meirihlutans. Yngvi Rafn Baldvinsson var ~sá fulltrúi Al- þýðuflokksins, sem fyrr igreiddi atkvæði, og gerði hann svohljóð- andi greinargerð: ,,Ég mótmæli 'harðlega Iþeim vinnubrögðum, að ákveða að sam eina í eitt embætti starf heilbrigð- v/Míklatorg SERVÍETTU- PRENTUN SÍMX 32-101. isfulltrúa og bamaverndarfulltrúa án þess að eitt eða neitt samráð hafi verið haft við þær nefndir bæjarins, sem um mál þessi fjalla og án þess að umsögn þeirra um málið liggi fyrir og segi því nei.“ Hörður Zóphaníasson vísaði til greinargerðar Yngva og sagði nei. Þá var tekin fyrir að nýju fjár- hagsáætlun bæjarins og braut nú forseti ekki fundarsköp á minni- hlutanum og bar upp hverja breyt ingartillögu við fjárhagsáætlun- ina út af fyrir sig. Hins vegar hafði meirihlutinn ekki tekið mik ið tillit til annarra ábendinga fé- lagsmálaráðuneytisins, hafði þó breytt heiti á liðnum ,,Aukning útistandandi útsvara‘“ í „aukning útistandandi aðstöðugjalda, fast- eignagjalda og gatnagerðargjalda svo og að neðan við llieitið „Vegir, vatn og holræsi og skipulagsmái", kæmi innan sviga ,,Þar af 6.600.000,oo til greiðslu fyrri fram kvæmda.“ Varð þó atkvæðagreiðsl an á ýmsan hátt söguleg, eins og skýrt er frá annars staðar í blað- inu. Þá hafði verið tekinn 'á dagskrá samkvæmt ósk Stefáns Jónsson- ar bæjarfulltrúa liður, sem kall- aðist: „Úrskurðarvald um athafn- ir og ákvarðanir sveitarstjóma". Kynnti hann þar tillögu sem und- irrituð var af honum og Árna Gunnlauigssyni, um áskotrun til Alþingis um að breyta lögum þann ig að úrskurðarvald í fyrrgreind- um efnum væri ekki í höndum félagsmálaráðuneytisins, heldur í höndum ópólitískra aðila. Var vís- að til úrskurðar félagsmálaráðu- neytisins varðandi fjárhagsáætl- un Hafnarfjarðarbæjar 1967, sem tilefni þessarar áskorunar. Bæjarfulltrúar Alþýðuflókksins sögðu að fyrrgreindur úrskurður gæfi ekkert tilefni til slíkrar á- skorunar, enda almælt að ihann væri bæði sanngjam og réttlátur. Það væri a.m.k. mál þeirra, sem fengizt hefðu við sveitarstjórnar- mál, eða hefðu kynnt sér þau. Urðu umræður all heitar, og var m.a. nolkkur hlutf úrskurðarins lesinn fyrir forseta. Sögðu bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins, að hér •myndi sannast eins og svo oft áð- ur, að oft svíður ranglætið sárt undan rétflætinu. Þá voru í lok fundarins sam- þykktar samhljóða ályktanir varð andi það að Hafnarfjörður fen'gi til ráðstöfunar einn þeirra skut- togara, sem ríkisstjómin hefur í hyggju að láta kaupa. Tillaga frá Hjörleifi Gunnarssyni bæjarfull- trúa um að leitað yrði eftir því, að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fengi einn af fyrirhuguðum skut- togurum var vísað frá með 6 at- kvæðum gegn 3. Þá var einnig samþykkt tillaga um aðild ibæjar- ins að fyrirhuguðu almennings- hlutafélagi um útgerð, en ákveð- ið skyldi síðar hver hlutur bæj- arins yrði. Þessi tillaga var sam- þykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Valdaráni mótmæit Frh. af 3. síðu. ista verði brotið á bak aftur og lýðræðið endurreist. Skorar fund- urinn á ríkisstjórn íslands að beita öllum árhifum sínum á al- þjóðavettvangi til þess, að lýð- ræðisleg ríkisstjórn taki sem fyrst við völdum í Grikklandi. Atkvæðagreiðsia Framhald af bls. 3. bókað var að atkvæði hefðu fallið 6:3, en héfði átt að vera 5:4. Myndina hér að of- an tók Haukur Sigtryggsson fyrir Alþýðublaðið af at- kvæðagreiðslunni, og sjást á henni frá vinstri Helga Guðmundsdóttir, Stefán Jónsson og Árni Gretar Finnsson bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og Yngvi Rafn Baldvinsson og Hörður Zophaniasson bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins. tónskáld. Undirleikarar Eygló H. Haraldsdóttir og Kolbrún Sæ- mundsdóttir. Form. kórsins og fararstjóri er Jón Haraldsson. Hátíðarsýning Framhald af bls. 2. mann. Meðal boðsgesta verða Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra og frú. Þess má geta, að hátíðarsýn- ingin er 1223. sýning Leikfélags Akureyrar frá því það hóf starf- semi sína. Á sunnudaginn efnir félagið til afmælisveizlu á Hótel KEA, en frumsýning verður á mánudags- kvöld. Þá hefur leikfélagið ákveð ið að gefa út' vandað afmælisrit. Núverandi stjórn Leikfélags Akureyrar skipa: Jón Ingimars- son, formaðúr, Kjartan Ólafsson, ritari, Kristján Kristjánsson, gjaldkeri, Guðmundur Gunnars- son, varaformaður. Framkvæmda- stjóri félagsins er Jóhann Ög- mundsson. Björgunarsýning Frh. af 2. siðu. mörgum velunnurum deildarinnar góðan stuðning á liðnum árum og sýna einn þátt hinnar þjóð- hollu starfsemi SVFÍ. Áhorfendur geta fylgzt mjög vel með því, sem þarna fer fram, af Skúlagötu, Skúlatorgi og Sæ- túni og beinir Slysavarnafélagið beirri áskorun til allra að sýna tillitssemi og kurteisi í umferð- inni til og frá sýningarsvæðinu. Þá er sérstök ástæða til að miflna alla á, sem leggja leið sína niður að Rauðarárvíkinni á sunnudag. inn kemur að klæða sig vel, því andað getur þar svölu fyrir opnu hafi, þótt sumar sé gengið í garð. Að lokum vill SVFÍ minna alla á nk. fimmtudag 11. þ. m., en þá er Lokadagurinn, sem verið hefur fjáröflunardagur félagsins um ára raðir, og verða þá merki félags ins seld um land allt. Enn sem fyrr heitum við á landsmenn alla að styrkja og efla slysavarnastarf ið með því að kaupa merki félags ins. Minnumst þess að margt smátt gerir eitt stórt. Virðingarfyllst, H. Þ. Hafstein ÞAKKARÁVARP Okkar innilegustu þakkir sendum við hjónin þeim Árna Guðmannssyni og Ragnari Jóns- syni Eyrarb'akka fyrir dugnað og snarræði við björgun dóttur okkar frá drukknun. Sigurveig Jónasdóttir Ármann Guðmundsson, . Vorhúsum, Eyrarbakka. Merkjasala Fth. af 2. síðu. segir. í Reykjavík verða merki afgreidd í barnaskólum bæjar- ins og góðtemplararhúsinu. Sölu- börn fá góð sölulaun og bíómiða í verðlaun eins og venja hefur verið. Fyrirspurnir eru þegar famar að berast um sumarnámskeiðin að .T-iðri í sumar, og verður fyrir- spurnum um þau svarað í síma 15732 kl. 9 — 10 næstu daga. StÉdentsicér Framhald áf h!s. 2. styrktarmeðlimi, gesti og almenn ing. Miðar verða seldir í Gamla Bíói. Söngstjóri er Jón Þórarinsson, Tilboð óskast í byggingu 20 íbúða fjölbýlis- hús fyrir ísafjarðarkaupstað. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu ísafjarðar- bæjar og skrifstofu vorri gegn kr. 2,000,oo skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð laugar- daginn 27. maí 1967 kl. 5 e. h. í skrifstofu bæj arstjórans á ísafirði. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 ALÞÝÐUFLOKKSFÖLK KÓPAVOGI Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er að Auðbrekku 50. SÍMI 42419. Opið daglega kl. 4—7. — Lítið inn til skrafs og ráðagerða. Kjörskrá liggur frammi í skrif- stofunni. Alþýðuflokksfélag Kópavogs. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðarmót ágúst-september nk. í skólann verða teknir unglingar 14-15 ára (fæddir 1952 og 1953, eða unglingar sem nú eru í 1. og 2. bekk gagnfræðastigsins í Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar Hafnarbúðum v/Tryggva götu, og sé umsóknum skilað þangað ekki síðar en 20 maí. nk. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. 6. maí 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐID 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.