Alþýðublaðið - 10.05.1967, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.05.1967, Qupperneq 2
Alþýðuflokkskonur halda skemmtun fyrir aldrað fólk Kvenfélag Alþýðuflokksins stóð fyrir kaffikvöldi fyrir aldr að fólk sl. mánudagskvöld í Iðnó og vai’ húsið þéttskipað. Þegar blaðamaður og ljósmynd ari Alþ.bl. komu þangað í heim sókn um tíuleyt'ið ríkti mikil kátína í salnum, enda voru þeir Klemenz Jónsson og Árni Tryggvason að flytja gamanþátt á sviðinu. Margt fleira var til skemmtunar meðan setið var að kaffidrykkju. Fyrst var sýnd kvikmyndin Svipmyndir frá Reykjavík, síðan flutti Aðal- björg Sigurðardóttir fróðlegt- erindi um mismun gamla og nýja tímans og 3 stúlkur sungu og spiluðu á gítar. Á eftir kom svo danshijómsveit á sviðið og dans var stiginn. Það var auðséð að aldraða fólkið naut vel skemmtunarinn ar. Við tókum nokkra af gest unum tali. —Já ég hef undanfarið kom ið árlega á skemmtun Alþýðu- flokksins fyrir gamla fólkið, Sigurður Guðmundsson 85 ára að aldri. Og ég hef alltaf skemmt mér vel, mér finnst alltaf gaman að skemmta mér ekki sízt' með ungu fólki. Mað ur skemmti sér ekkert ungur þá var eintóm vinna. Aðal- skemmtunin okkar í gamla daga var að jsigla skeljum lagði hrdlu bgkj zðónleikmiiý og fara í þönglastríð. Unga fólkið í dag kannast' sjálfsagt Sigurður Guðmundsson. Sigurður Hreinsson. ekkert við þann leik. Við rif um upp þöngla af skerjunum og tveir strákar fóru í þöngla stríð. Annar lagði sinn þöng ul í sandinn og hinn sló á þöngulhausinn og sá vann, sem sló af flesta hausana. Við söfn uðum líka skeljum og fórum í sjóorrustur. Við fleyttum skelj unum undan vindi og annar merkti sínar skeljar með kuð ung eða skeljabroti og hinn með steini. Sá, sem fékk fleiri af sínum skeljum að landi, vann. — Já, þetta voru nú helztu skemmtanirnar okkar á mínum unglingsárum. Næst hittum við að máli Sig urð Hreinsson. — Ég hef komið á skemmtan irnar hérna hjá kvenfélagskon unum sl. 4 ár og alltaf líkað stór vel, enda vildi ég alls ekki missa af skemmtuninni í kvöld Það leit' þó ekki út fyrir að ég gæti komizt, þar sem ég vinn vaktavinnu í Sundhöllinni og átti að vera á vakt í kvöld ég þurfli því að fá mann til að vera fyrir mig og borga honum fyrir það. Lilja Björnsdóttir, skáldkona var sú næsta, er við tókum tali — Ég hef komið á hverja gamalmennaskemmtun hér í mörg ár, segir Lilja, og maður hlakkar til þess lengi að koma hingað. — Hcfurðu ekki ort einhverj ar vísur um skemmtanirnar, Lilja? — Það var í fyrra, að hann Sveinn Víkingur kom hér og talaði meðal annars um það að fólk gæti alveg eins gift sig um nírætt' eins og fyrr. Þá kast aði ég fram þessari vísu: Það er sárt að sofa ein og sorgaróðinn skriía, ef ég fengi séra Svein, sæl ég mundi lifa. Svo er hérna vísa til heiðurs Aðalbjörgu Sigurðardóttur, en ég met Aðalbjörgu mjög mikils og hef oft hlustað á hana mér til gagns og ánægju: Bezt hún skilur málin mörg máttug orðin hljóma. Alltaf verður Aðalbjörg okkur bezt til sóma. Svo er hérna ein vísa enn. Það gekk maður fram hjá mér, sem mér leizt vel á og leit hann til mín. Þá varð mér að orði. Það er svona þar og hér, þýðir glampar loga, enn þá sendir Amor mér, ör af sínum boga. Lilja Björnsdóttir —Hefurðu ekki ort eitthvað hérna í kvöld? — Jú, hún Soffía Ingvarsdótt ir sat' hérna hjá okkur gömlu konunum og mér fannst hún ekki eiga þar heima. Þá orti ég: Soffía, heiðursfrú, hugljúf og þekk, í hug mínum vegleg þú gnæf ir Ég kann ekki við þig á kerl ingabekk konu, sém öndvegið hæfir Og svo Ijúkum við þessu spjalli með vísu Lilju Björns dóttur, þar sem hún ber fram þakklæti til skemmtinefndar Kvenfélagg Alþýðuflokksins. Þýðar fram ég þakkir ber, þannig stefið hljóðar, yndislegt er alltaf hér, elsku frúrnar góðar. Sigurbjörn Guðjónsson og Olafía Magnúsdóttir hafa alltaf sótt' skemmtanirnar undanfarin ár. 2 10. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stefna Rússa harðari Moskvu 9. maí (NTB). Erlendir fréttaritarar í Moskvu telja að breyting hafi orðið á af stöðu sovétstjórnarinnar í utan- ríkismálum, meðal annars í af stöðu hennar til Kína og Vestur- Þýzkalands, ef dæma eigi eftir greinum er birtar voru í blöðum í Moskvu í morgun. í greinum sovézkra marskálka Framhald á 15. síðu. ’ STEFNU- BREYTING INAIO París 9. 5. (NTB-Reuer). Landvarnaráðherrar NATO-ríkj anna urðu ásáttir upi það á fundi í dag að endurskoða bæri skipu- lagningu varnarmála bandalagsins í samræmi við breytt viðhorf í al þjóðamálum vegna hinnar minnk- andi spennu í sambúð austurs og vestur.s.. Frakkar áttu ekki full- trúa á fundinum. Ráðherrarnir’ urðu ásáttir um, að stefna bæri að því að hafa 20 herfylki í Evrópu, áður hefði ver- ið að því stefnt að hafa 30 herfylki Framhald á 15. síðu. Nýr forseti í Indlandi Nýju Delhi 9. 5. (NTB-Reuter). Zakir Husain fyrrum varafor- seti var í dag kjörinn forseti Ind- lands. Husain sem var frambjóð andi Kongressflokksins og verður fyrsti Múhameðstrúarmaðurinn er gegnir forsetaembættinu, vanra mikinn persónulegan sigur og sigr aði andstæðing sinn, Koka Subba Rao fyrrum hæstaréttardómara með 471.244 atkvæðum gegn 107. 273. Það voru meðlimir þjóðþingsins og fylkisþinga er kusu forsetann. Atkvæði þeirra giltu í hlutfalli við :fylgi það sem þeir hlutu í síðustu kosningum. Frú Indira Gandhi beitti sér eindregið fyrir kosningu Husains. Dr. Hösain var á sínum tíma einn aðalhvatamaðurinn að stofn un háskóla. Múhameðstrúarmanna á Indlandi og var vararektor há- skólans í 22 ár eða til ársins 19 48. Hann var fylkisstjóri í Bihar fylki um fimm ára skeið og var síð an kjörinn varaforseti. Hann verð ur settur inn í embættið á laugar- daginn. !

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.