Alþýðublaðið - 10.05.1967, Qupperneq 7
F undarsamþy kktir
og ályktanir
Blaðinu hefur að undanförnu borizt mikið af fundarsamþykktum,
sem rúmsins vegna hefur ekki verið unnt að birta fyrr en nú. Fara
þær helztu þeirra hér á eftir.
myndinni sést frú
SYNIR í BOGA-
SALNUM
Sl. laugardag opnaði frú Ragn-
heiður Jónsdóttir Ream málverka
sýningu í Bogasal Þjóðminjasafns
ins. Ragnheiður sýnir þar 19 mál-
verk og teikningar og eru allar
myndirnar til sölu.
i
Ragnheiður er búsett í Was-
hington, D. C. gift bandarískum
manni, Donald F. Ream, eðlis-
fræðingi hjá sjóhernum en áður
en Ragnheiður giftist vann hún
hjá íslenzka sendiráðinu í Was-
hington. Hún er nú í heimsókn
hjá foreldrum sínum, Jóni Hall-
dórssyni, fyrrverandi skrifstofu-
stjóra Landsbankans og Sigríði
Bogadóttur.
Ragnheiður nam málaralist í
American Undiversity í Washing
ton og hefur tekið þátt í sam-
sýningum síðan 1957, einnig hald
ið 5 einkasýningar í Bandaríkjun-
um. Hún hefur hlotið verðlaun
fyrir myndir sínar, m. a. Museum
Price á sýningu í Baltimore Mus
eum of Art og Franz Bader Award
á sýningu Soeiety of Washington
Artists,
Sýning Ragnheiðar í Bogasaln
um verður opin til 15. maí kl.
2-10 daglega.
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
hefur á fundi sínum 26. apríl
1967 gert svohljóðandi samþykkt;
„Vegna tízkusýningar þeirrar
f.vrir unglinga, sem haldin var
hér í borg nýverið, vill Barna-
verndarnefnd vekja athygli félags
samtaka og fyrirtækja á þeim ó-
hollu uppeldisáhrifum, sem staf
að geta af því, að viðskiptalíf
tízkuheimsins beini kynningar-
starfssemi sihni að unglingum.
Einnig skal á það bent, að sízt
er á það bætandi hve tízkuhugs
un og sundurgerð í klæðaburði
meðal unglinga í skólum borgar
innar leggur mörgu heimilinu ó-
eðlilegar fjárhagsbyrðar á herð-
ar.‘
o
Á fundi Kvenréttindafélags ís-
lands, 18. 4. 1967 í Hallveigarstöð
um, flutti Margrét Margeirsdóttir
félagsmáiaráðgjafi erindi um fé-
lagsleg vandamál barna og ung-
linga.
Fundurinn samþykkti að ítreka
og vekja athygli á eftirfarandi til
lögum frá fulltrúaráðsfundi K. R.
F. í. 1966:
Að stuðia beri að því að fólk
sérhæfi sig í æskulýðsleiðtoga-
starfi og væri æskilegt að Kenn
araskóli íslands eða Háskóli ís-
lands komi á fót námsskeiðum í
þessum tilgangi.
Að skipulögð verði uppeldis- og
sálfræðikennsla í skólum landsins
við hæfi hvers aldursflokks.
Að skora á foreldra og aðra
uppalendur að gæta þess að hafa
ekki um hönd eða neyta áfengis
á þeim heimilum, sem börn eru
og unglingar og að vanda fram-
ferði sitt í hvívetna, svo að þeir
verði börnunum sú fyrírmynd,
sem þeim ber skylda til.
Að skora á foreldra og aðra
uppalendur að gera allt sem í
Samvinnuskólanum sliti
Samvinnuskólinn að Bifröst var
slitið 1. maí sl. Nemendur skól-
ans síðastliðið starfsár voru sam-
tals 74, 35 í 1. bekk og 39 í öðr-
um bekk. Tveir nemendur í 1.
bekk hlutu ágætiseinkunn á árs
prófi, Helga Karlsdóttir Narfa-
stöðum Reykjadal, S-Þing. 9,09 og
Pétur Rafnsson Svalborg, Bíldu-
dal, 9,00. Á lokaprófi úr 2. bekk
hlutu 4 nemendur ágætiseinkunn:
Brynhildur Björk Kristjánsdóttir,
Sólbrekku Bíldudal 9,28, Guð-
mundur Jóelsson Sandgerði, 9,25,
Sigurður Jónsson Keflavík 9 18 og
Sigríður Árnadóttir ísafirði 9,01.
Fimmti nemandinn, Eiríkur Hjart
arson, Hvammstanga, var einnig
með ágætiseinkunn í árseinkunn,
9,14, en hann lauk ekki prófi
vegna veikinda.
Við skólaslitin fóru einnig fram
verðlaunaveitingar. Umsjónar-
menn, Agnar Sveinbjörnsson í, 1.
bekk og Eiríkur Ragnarsson í 2.
bekk, hlutu viðurkenningu fyrir
störf sín. Bókfærslubikarinn hlaut
að þessu sinni Guðmundur Rúnar
Óskarsson, Reykjavík. Verðlaun
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur fyrir beztan árangur í vélritun
hlaut Guðmundur Garðar Art-
hursson, Akureyri. Viðurkenningu
frá þýzka sendiráðinu fyrir yfir-
burði í þýzku fengu þrír nem-
endur annars bekkjar: Guðmund
ur Jóelsson, Sandgerði, Sigríður
Árnadóttiíf* ísafirði og Karólína
Ingvarsdóttir, Egilsstöðum. Sam-
v-innustyttuna fyrir kunnáttu í
samvinnusögu hlaut Sigurður
Jónsson Keflavík. Þá fékk skóla
dúxinn, Brynhildur Björk Krist-
jánsdóttir, Bíldudal, sérstök verð
laun fyrir frábæi'an námsárangur.
Allmargir eldri nemendur voru
viðstaddir skólaslitin og tóku
fulltrúar þriggja afmælisárganga
til máls ög færðu skólanum góðar
gjafir.
þeirra valdi stendur til að búa
börnum og unglingum heimili
sem er þeim þægileg vistarvera.
Bandalagi háskólamanna barst
nýlega eftirfarandi áiyktun frá
stjórn Verkfræðingafélags Is-
lands:
„Stjórn Verkfræðingafélags Is-
lands og fulltrúar félagsins í
Bandalagi háskólamanna teija nú-
verandi ástand i samningsréttar-
málum háskólamenntaðra manna
með öllu óviðunandi og lýsa ein-
dregnum stuðningi við óskir Banda
lags háskólamanna um samnings-
rétt því til handa fyrir háskóla-
menn í opinberri þjónustu.
Við ákvörðun kjara opinberra
starfsmanna á undanförnum árum
hefur Bandalagi starfsmanna rík-
is og bæja ekki tekizt að halda á
málstað háskólamanna á viðun-
andi hátt.
Stjórn Verkfræðingafélags ís-
lands beinir þeim ákveðnu tilmæl-
um til stjórnar Bandalags háskóla
manna, að hún beiti sér af alefli
fyrir nauðsynlegum breytingum á
lögum nr. 55/1962 um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna."
(Fréttatilkynning frá Bandalagi
háskólamanna.)
A almennum félagsfundi í Iðn
aðarmannafélagi Suðurnesja h. 7.
apríl sl., urðu miklar umræður um
atvinnumál iðnaðarmanna á Suð-
urnesjum.
Kom þar m.a. fram að á und-
anförnum árum hefur stórum fiski
skipum fjölgað verulega en ekki
eru ennþá möguleikar til að taka
slik skip upp í slipp á Suðurnesj-
um til viðgerða. og viðlialds. Af
þessum orsökum hafa útgerðar-
menn orðið að láta skipin sigla
utan til viðgerða en um leið hef-
ur atvinna dregizt mjög mikið
saman vegna verkefnaskorts hjá
þjónustufyrirtækjum sjávarút-
vegsins. Fundurinn samþykkti að
beina þeirri ósk til iðnaðarmála-
ráðherra að hann beiti sér fyrir
því að uppbygging hinnar nýju
dráttarbrautar við Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur verði hraðað, til
þess að aðstaða skapist til þess að
leysa þau verkefni sem fyrir hendi
eru.
Ýmis önnur mál voru rædd á
fundinum og var stjórn félagsins
falið að hefja viðræður við Iðn-
aðarmannafélagið í Hafnarfirði og
Meistarasamband byggingamanna
í Reykjavík, um samstarf um fé-
lagssvæði til þess að tryggt verði
að meistarar á Suðurnesjum geti
tekið að sér verk sem boðin eru
út á Reykjavíkursvæðinu, þar sem
félagið telur, að takmörkun vinnu
svæða við átthaga samræmist ekki
því viðskiptafrelsi, sem þjóðin býr
við og skaði viðhorf neytenda til
iðnaðarmanna.
o
Aðalfundur Starfsmannafélags
ríkisstofnana 1967, var haldinn í
sámkomuhúsinu Lídó, þriðjudag-
inn 25. apríl sl.
Oll stjórnin var sjálfkjörin, en
þær breytingar urðu á að Sverr
ir Júlíusson, Raforkumálaskrif-
stofu, sem verið hefur formaður
félagsins undanfarin 4 ár baðsfc
undan endurkjöri sem formaður,
en tekur nú sæti í varastjórn.
Sömuleiðis baðst Hermann Jóns-
son, Skrifstofu Verðlagsstíjóra und
an endurkjöri í stjórn.
Við formannsstarfi tekur nú,
Tryggvi Sigurbjarnarson, verk-
fræðingur hjá Rafmagnsveitum
ríkisins,
Aðrir í stjórn voru kjörnir:
Einar Ólafsson, Á.T.V.R., Gunnar
Bjarnason, Þjóðleikhúsinu, Helgl
Eiríksson, Skipaútgerð ríkisins,
Páll Berþórsson, Veðurstofu fs
lands, Sigurður Ó. Helgason, Toil
stjóraskrifstofu Þórhallur Bjarna
son, Kleppsspítala.
Varastjórn: Hulda Einarsdóttir,
Landsspítala, Sverrir Júlíusson,
R af orkumálaskrifstofu, Þorvaldur
Steinason, Kópavogshæli.
Á fundinum voru rædd helztu
baráttumál ríkisstarfsmanna, og
tillögur þær og ályktanir sem
hér fara á eftir einróma samþykkt
ar:
1.
Aðalfundur SFR 1967 ítrekar
fvrri kröfur sínar um fullan samn
ingsrétt og verkfallsrétt og þar
með verði afnumin ákvæði um
Kjaradóm. Fundurinn skorar á
nefnd þá sem vinnur að endur-
skoðun um samningsrétt opin-
berra starfsmanna að ljúka störf
um áður en næsta reglulegt Al-
þingi kemur saman.
2.
Aðalfundur SFR sko'rar á nefnd
þá sem hefur verið skipuð til
að endurskoða lög um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins að
hraða störfum. Við þá endurskoð
un verði m. a. eftirfarandi atriði
skýrt ákveðin:
a) Föst yfirvinna verði greidd í
veikindum.
b i Vaktaálag verði greitt í orlofi.
c) Orlofsfé verði greitt fyrir alla
yfirvinnu.
d) Tekin verði upp ótvíræð á-
kvæði um rétt ráðinna starfs-
manna til skipunar í starf og
gildi skipunarbréfs.
3.
Aðalfundur SFR skorar á Kjara-
ráð og stiórn BSRB að halda á
málum ríkisstarfsmanna i þeim
snmningum við ríkisvaldið sem
framundan eru.
Fundurinn gerir þá lágmárkskröfu
um launakjör að föst laun i
lægstu launaflokkum nægi til lífs
Frh. á bls. 15.
10. maí 1967
ALÞYÐUBLAÐIÐ J