Alþýðublaðið - 10.05.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 10.05.1967, Page 11
KR átti ekki í erfið- leikum með Þrótt, vann 3:1 F ^ A morgun heldur mótið áfram með leik Fram og Vikings Reykjavíkurmeistarar Þróttar geta þakkað nýliða sínum í markinu Gísla Valtýssyni, það að þeir fóru þó ekki ver út úr leiknum við KR en raun yarð á 3:1. Gísli sýndi sér lega góð tilþrif við markvörzluna og bjargaði oft á næsta undraverð an hátt. Að vísu sýndi KR liðið enga sérstaka snilli í leik sínum, einkum var þó framlínan mistæk að ná ekki betri árangri miðað við aðstöðu. Fyrsta markið var ekki skorað fyrr en um fimm mínútum fyrir leikhlé. Kom markið upp úr langskoti Gunnars Felixsonar, er markvörðurinn mundi hafa varið ef linötturinn hefði ekki breytt stefnu, við að strjúkast utan i varn armann. Enginn glæsibragur var því yfir þessu tilviki. Skömmu síð ar kom svo annað mark KR sem Gunnar átti líka upptökin að með góðri sendingu á Baldvin „frían“ og gott skot' frá honum. Stóð nú Innanfélagsmót ÍR ÍR efnir til innanfélagsmóts í 100 m. hlaupi sveina, drengja, full orðinna og stúlkna á Melavellin um á föstudag kl. 5 til 7. Keppni fiessi gildir sem úrtökumót fyrir boðhlaupskeppni Vormóts ÍR, sem fer fram 18. maí. 2:0 fyrir KR um skeið eða í rúmar fimm mínútur. En þá náði Þróttur að skora sitt eina mark í leikn um. Kom markið upp úr auka spyrnu frá Hauki Þorvaldssyni, markvörður KR náði til boltans en ekki nægilega svo að nýr liðs maður Þróttar Guðmundur Vigfús son úth. sem fylgdi fast' fram náði Ingi Árnason sigr aði í Fjórðungs- glímu Norðurlands Nýlega fór fram á Akureyri Fjórðungsglfma Norðlencfin.^a. Var þetta í annað sinn, sem þessi keppni var haldin og sá Ungmenna samband Eyjafjarðar um fram- kvæmdina að þessu sinni. Keppt var um glímuhorn, sem Kaup félag Eyfirðinga hefur gefið til keppninnar en handmafi þess 19 66 var Þóroddur Jóhannsson. í karlaflokki urðu úrslit þessi: 1. Ingi Árnason ÍBA 5,5 v. 2. Björn Ingváson HSÞ 5,5 v. 3. Pétur Þórisson HSÞ 5,0 v. 4. Valgeir Stefánsson UMSE 5,0 v. Keppendur voru 8 frá þrem í- þróttabandalögum. að skora. Jón Sigurðsson skoraði svo þriðja og síðasta mark KR á 35. mín. Eftir öllum gangi leiksins og tækifærum hefði KR-ingum átt að vera í lófa lagið að skora að minnsta kosti 2-3 mörk í viðbót. Nokkurt skarð var fyrir skildi í Þróttarliðinu þar vantaði ýmsa kappa, sem gert hafa garðinn frægan áður. Valur Benediktsson dæmdi leikinn. Manchester Utd. innsiglaði sig- ur sinn í ensku I. deildarkeppn inni á laugardag með 6:1 sigri yfir West Ham. — Blachpool og Aston Villa falla niður í II. deild. Wolv es og Coventry flytjast upp í I. deild. Romuald Klim, Sovét kastaði sleggju 69,43 m. á sunnudag, sem er bezti árangur árjins ti-l þessa. Háskólalið frá Los Angeles jafn aði heimsmetið í 4x110 yds. boð- hlaupi um helgina, hljóp á 39,6 sek. Sænska gillliðið frá Olympíu- lcikjunum í London 1948 og Dan irnir, sem hlutu bronz verðlaun í sömu keppni léku á Österbro úm helgTna. Danirnir sigruðu með 6:2. Frá leik KR og Þróttar f Þessi mynd er frá leik KR og Þróttar í fyrradag. Hér eru liðsmenn að berjast um knöttinn og KR-ingar virðast hafa betur, Baldvin nær bolt anum. Unga fólkið setti mjög svip sinn á íslandsmótið i badminton, sem fram fór um síðustu lielgi. Hér birtum við mynd af nokkrum Akurnesingum, sem þátt tóku í mótinu. SVEITIR ÁRMANNS SEnU ISIANDSMET TVÖ fslandsmet voru sett á sund- móti Ármanns í Sundhöllinni í gærkvöldi. Það voru boðssunds- sveitir Ármanns, sem settu metin, í 4X50 m. fjórsundi setti karla- sveitin met, synti á 2:02,0 mín. Gamla metið átt Ármann, en það var 2:04,7 mín. í 3X100 m. þrí- sundi setti kvennasveit Ármanns met, synti á 3:58,1 mín. Gamla metið átti Ármann, en það var 4:02,8 mín. Fjölmörg met voru sett í ungl- ingaflokkunum og yfirleitt var árangur góður á mótinu, sem var nokkuð langdregið. Guðmundur Gíslason, Ármanni vann bezta afrek mótsins, synti 200 m. bringusund á 2:40,8 mín., sem er mjög góður tími. Hantv sigraði einnig í 100 m. skriðsundi á 58,2 sek. og í 100 m. flugsundi á 1:04,6 mín. Ellen Ingvadóttir, Ármanni setti telpnamet í 100 m. bringu- sundi, synti á 1:25,2 m. Nánar verður skýrt frá úrslituin í blaðinu á morgun. 10. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ X%

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.