Alþýðublaðið - 10.05.1967, Síða 16

Alþýðublaðið - 10.05.1967, Síða 16
 tnMEKD Að stela pólitíum EKKI er Brandsmálum lokið, og er spurning hvort þeim lýkur nokkurn tíma. Nii hefur Stór-Bretinn borið brigður á að rétt hafi verið farið að við Brand. Telja þeir Brand hafa mátt sigla úr höfn í leyfis- leysi, og yfirleitt fara allra sinna ferða með yfirmáluð einkennis- merki og útbíað dekk af máln- ingu af þeim ástæðum einum að íslenzk pólití voru innan borðs. Hlýtur þá um leið að vera olræt' að stela pólitíum, því að það gerðu þeir á Brandi svo sannar- lega, lokuðu þau meira að segja inni, tóku fram axir og létu dólgs- lega. Pólití hljóta því að skoðast í allt öðrum flokki en venjulegar manneskjur, og sá verknaður að stela pólitíum að heyra undir allt aðra paragrafa en t. d. ef stolið er kvenmanni. Skuli hafa allt ann- an málatilbúnað út af þeirra brott- námi. l»að hefur löngum verið viður- kennt að pólití eru sérstök mann tegund (kannski þó homo sapi- ens, en bara eitthvert afbrigði af honum) og um þau gilda sérregl- ur víða. Hitt er aftur á mót'i ekki fullljóst enn á hverju Stór-Bret- inn reisir þá skoðun sína, að póli- tíum megi liver stela sem vill og getur, og það geti jafnvel orðið milliríkjamál, kannski þorskastríð, ef farið er að amast við því sporti. Gæti hugsazt að þett'a væri bara sport í hans augum, enda alls kyns skrýtið sport í hávegum haft í ríki hans. Er vel til að það eigi að setja í sama flokk og sjó- stangaveiði (sem sennilega er í því fólgin að veiða sjóstengur, sbr. laxveiði, en hvaða skepna sjó- stöng er og hvenær hún var sköp- uð og af hverjum finnst ekki í dýrafx-æðinni.). Annars er til dæmi annars stað- ar úr brezka heimsveldinu um af- brigðilega meðferð á laganna vörðum. Þetta gei'ðist í Papúa á Nýju Guineu, landssvæði sem heyrir undir vernd Ástralíumanna. Stjórnarvöld í Ástralíu höfðu sett lögreglumann í heldur frumstætt þorp lijá hinum dökku Pápúum. Þorpsbúar voru góðlyndir menn og frómir, en heldur skammt á veg komnir í siðmenningu. Við svo búið mátti ekki standa, því að siðmenningin skal blífa. Fyrir bragðið var lögregluþjónn settur í þorpið til að hressa upp á menn- inguna. Þetta er einmitt þjóðráð. Skx-ýtið að það skuli ekki vera notað meira í allri þessai'i menn- ingarbaráttu um víða veröld. Þar sem er pólití, þar eru afbrot, þar sem eru afbrot, þar er siðgæði, og þar sem er siðgæði, þar er Reiðhjólaskoðunin Illa fór ég út úr skoðuninni, vantaði bæði bremsur og ljós og bjallan er koiryðguð skósvertudós. Reiðhjólið mitt er reyndar illa farið, ég hef þó aldrei í ákeyrslu lent, enda dytti það þá í tvennt. En ekki geta þeir af því númerið tekið með alvöruskrúfjárni embættis síns eins og skrjóðnum hans pabba míns. » vitaskuld siðmenning. Ergo: Þar sem er pólití, þar er siðmenning. Einföld formúla fyrir siðmenn- ingu! Bara að stasjónera pólití þar sem eitthvað er bogið við menninguna. En svo hvarf þessi útsendari menningarinnar. Ábúðarmiklir eftirlitsmenn komu og hleyptu brúnum. Þeir vildu fá að vita hvað orðið hefði af pólitíinu. En þorpsbúar, sem eru ljúf- mannlegastir allra manna, sem eftii’ einhverjum krókaleiðum heyra undir Hennar Hátign (með stórum upphafsstöfum í báðum orðunum), lögðu bara kollhúfur og sögðu ekki neitt'. Hvað átti það líka að þýða að fara að grennslast um þetta eina pólití, eins og það væri ekki nóg af pólitíum í heiminum! En auð- vitað gátu þeir vel sagt hvar póli- tíið var niður komið. Þeir höfðu étið það og bragðazt vel! Og úr því að svonalagað gat skeð þarna austur frá, hvað eru þá íslendingar að ibba gogg út af því að einn ágætur skippari sigldi með íslenzk pólití út í hafs- auga, hvað svo sem hann er að gera með þau þangað. Hirðbi’éf til páfa um Fyrirsögn í Alþýðublaðinu. Ég neita því ekki að örlítið var mér skemmt í gær, þegar ég heyrði blaðsölustrákana hrópa: „Vísir, nýja alþýðu- bandalagsblaðið‘“. Nú er ég aldeilis búinn að koma kenn: rablókunum í klemmu. Þen vilja ekki fyr- ir nokkra muni að ég falli, svo að þeir þurfi ekki að liafa mig aftur í bekknum, svo að þeir hreyfa sig ekki þó ég svindli í prófunuin uppi i nefinu á þeim. Það er undarlegt þetta með loftið. Það getur enginn lifað á loftinu, en það getur held ur enginn lifað án þess að hafa loft.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.