Alþýðublaðið - 27.05.1967, Page 7
kvöld til að ræða áhuga og
hagsmunamál allra félagsmanna
sem félagið síðan sem einn mað
ur stóð að og barðist fyrir; þau
eru ófá málin sem félagið hef-
ur happasællega komið fram til
sigurs eingöngu af því að all
ir voru samtaka og enginn klauf
sig úr fylkingunni.
Útiskemmtun í Árbæjarhverfi
FRAMFARAFÉLAG Selás- og
Árbæjarhverfis er fjórtán ára
gamalt og hefur frá upphafi
barizt fyrir áhuga- og hags-
munamálum hverfisbúa, ágrein
ingslaust og í góðri samvinnu
við borgaryfirvöldin.
Á sunnudaginn var hafði fé-
lagið þá nýbreytni að halda úti
skemmtun sem liófst kl. 1 með
skrúðgöngu. Var þátttaka mikil
og skemmtunin í alla staði vel
heppnuð. Sjónvarpsmenn tóku
mynd sem birt var í sjónvarp-
inu um kvöldið.
Skemmtiatriði voru fjölbreytt.
Formaður framfarafélagsins, Sig
urjón Ari Sigurjónsson flutti
ávarp. Séra Bjarni Sigurðsson
á Mosfelli ræddi við börnin,
Jóhann Jakobsson flutti ávarp
skáta, Laufey Guðjónsdóttir
flutti leikþátt, síðan söng Alli
Rúts gamanvísur og hermdi eft
ir. Lúðrasveit verkalýðsins lék
á milli atriða. Um hálffjögur
leytið sleit formaður skemmtun
inni.
„Sú hugmynd að efna til úti
skemmtunar fyrir börn og ung-
linga hér í hverfinu er ekki ný,
hún hefur skotið upp í kollin-
um oft á meðan hverfið saman
stóð af fáum íbúum Árbæjar-
og Selásbletta, jafnvel komst
hún svo langt á fyrsta starfs-
ári Framfarafélagsins að á-
kveðið var að efna til skemmt
unar til þess að auka á fjöl-
breytni í skemmtanalífi fólks-
ins á svæðinu sem var þá ekki
of fjölbreytt fyrir.
Næstkomandi vetur verður
Framfarafélagið 14 ára gamalt,
það er ekki gamalt sem hags
munafélag en þegar þess er
gætt að ekkert slíkt félag er
annað starfandi í Reykjavíkur
borg, þá sjá menn það átak
sem þarf til að félag sem þetta
geti haldið uppi starfi sem er
þó eins fjölþætt og raun ber
vitni. Framfarafélag er starf-
andi hér á svæðinu upp við
Elliðavatn, við viljum hvetja
það til starfa, og óskum því vel-
farnaðar.
Fyrsta skemmtun Framfara-
fél. Seláss og Árbæjarhverfis
eins og félagið hét iþá var aug-
lýst þann 2. jan. 1955, var það
jólatrésskemmtun barna, og fór
vel fram. Þá var þetta hús fé-
lagsins nýlega komið upp, mán-
aðargamalt. Það var byggt fyrir
samskot og með samstarfi fé-
lagsmanna, allt í sjálfboðavinnu.
31. júlí 1955 varð að hætta
við útiskemmtun vegna veðurs.
En útiskemmtun var haldin 14.
ágúst sama ár.
|
Þetta ár 1955 urðu mikil
þáttaskil hjá íbúum þessara
bletta beggja fyrir tilstilli Fram
farafélagsins, þá var byggt við
félagsheimilið, og bærinn tek-
ur húsið síðan á leigu til skóla
halds. Vatn fæst í húsin, en
þau voru vatnslaus áður með
öllu.
Svo liðu árin, og nú þegar
spjöldunúm með sögu Fram-
farafélagsins Selás- og Árbæjar
hverfis er flett kemur í ljós að
sá félagsandi og samhugur sem
ríkt hafði meðal félagsmanna,
Sigurjón Ari Sigurjónsson.
hafði borið ríkulegan ávöxt.
Spilakvöld, dans, þorrablót, jóla
trésskemmtanir, jafnvel úti-
skemmtanir, árshátíðir með sam
eiginlegu borðhaldi og síðast en
ekki sízt sameiginleg umræðu-
Þessum samhug og félagsanda
sem ríkt hefur hér í hverf-
inu þarf að hlúa að og auka
hann. Nú, þegar stórir hópar
af ungu fólki flytja í hverfið
þarf að fá það til starfa og
til að ræða vandamál sín á
fundum félagsins.
Ég vil hvetja fólk til að
ganga í félagið, sem er öllum
opið 16 ára og eldri. Áskriftar-
spjöld eru hér frammi í húsinu
fyrir þá sem í dag vilja ger-
ast félagar í eina hverfisfélagi
Reykjavíkurborgar, sem er ó-
pólitískt, og berst fyrir hags-
muna- og áhugamálum hverfis
búa sjálfra.
Eitt af áhugamálum Framfara
félagsins er að fá gæzluvelli
fyrir börn hér í hverfinu og
er af hálfu borgaryfirvalda unn
ið að því nauðsynjamáli fyrir
mikla tilhvatningu frá Framfara
félaginu.
Knattspyrnufélagi vinnur fé-
lagið að stofnun á og hefur
íþróttaerindreki félagsins Theo-
dór Óskarsson, unnið þar mik-
ið og ósérhlífið starf í sam-
vinnu við börn og unglinga f
hverfinu, og er stofnfundur að
Knattsp? f'nuféilagH'iu ákveðinn
næsta sunnudag 28. maí kl. 19
árdegis. Velunnarar Knatt-
spymuíþróttarinnar sem búsett
ir eru hér í hverfinu eru hvatt
ir til að styðja félagsstofnunina
og mæta á þennan fund. Börn
og unglingar eru beðin um að
mæta stundvíslega og vel. Fund
Frh. á 10. síðu.
Eigið blóð er bezt
MAÐUR nokkur slasast í
bílsiysi. Hann er þegar í stað
fluttur á sjúkrahús og honum
er gefið blóð. — Það er geymt
í blóðbankanum, — og það er
hans eigið blóð!
Nokkrum dögum áður hafði
hann gefið hálfan lítra blóðs
til blóðbankans.
Dr. Israel Davidsohn, pró-
fessor í læknisfræði í Cliica-
go, nefndi þetta dæmi í fyrir-
lestri, sem hann hélt, en hann
hélt því fram, að þeir tímar
mundu koma, að við ættum
blóðinnstæðu í blóðbankanum
rétt eins og péninga í spari-
sjóði. Framfarir á því sviði,
að geyma efni til langframa
með frystingu, eru miklar og
gefa tilefni til þess, að unnt
er að hugsa sér, að hver og
einn maður geti átt sinn eigin
blóðreikning, segir prófessor-
inn.
Blóðgjöf til eigin þarfa get-
ur hafizt strax eftir fæðing-
una. Hreint blóð, sem rennur
við fæðingu, og sem enn er
bara „hent” mætti leggja inn
á blóðbanka.
Það er ekki ný bóla að
leggja blóð inn á banka til
eigin afnota. Sumir skurð-
læknar nota þá aðferð að taka
fólki blóð nokkrum dögum áð-
ur en það á að skera það upp,
en blóðið, sem það gefur, fær
það síðan tii eigin afnota eftir
uppskurðinn, ef þörf krefur,
segir prófessorinn.
„Það er ekkert blóð betra
fyrir manneskjuna en hennar
eigið,” segir læknirinn enn-
fremur. Það blandast auðvitað
blóðí líkamans þegar í stað
og það er mjög lítil hætta á
eftirköstum.
Beinamergur,*' sem er upp-
spretta blóðs líkamans, hefur
líka verið settur í banka, sér-
staklega ætlaður sjúklingum,
sem á að hafa í geislum, til
lækningar á krabbameini. —
Langvarandi geislun getur
stundum leitt til skemmda á
mergnum.
Á sama hátt og nú er unnt
að geyma blóð sitt í blóðbanka
í mörg ár til eigin afnota síð-
armeir, er únnt að geyma merg
langtímum saman. Og síðar er
unnt að gefa meiri merg, án
þess, að það hafi nokkur ill
áhrif á gefandann.
Það hefur einnig verið rætt
um það, hvort ekki væri unnt
að „rækta” merg á sérstakan
hátt, — en ekki skal farið út
í það lengra.
Upp á síðkastið hefur verið
unnið að því að minnka blóð-
gjafir til sjúklinga. Þetta virð-
ist munu borga sig, og blóðsér-
fræðingur hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að flestir
sjúklingar þoli 25% blóðmissi.
Ástæðan til þess, að þessi
leið hefur verið rcynd, er sú,
að blóðgjafir til sjúklinga hafa
aukizt mikið á síðustu árum og
dauðsföll í sambandi við þær
aukizt' að sama skapi.
Á síðustu 20 árum hafa um
það bil 50 milljónir sjúklinga
í Bandaríkjunum fengið blóð-
gjöf, en sérfræðingar telja, að
um það bil milljón blóðgjafa í
Bandaríkjunum á hverju ávi
séu ónauðsynlegar.
Framhald á 10. síðu.
27. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^