Alþýðublaðið - 27.05.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 27.05.1967, Page 16
 IMSOQ) UPPFRÆÐSLA FYRIR KOSNINGAR Nú er tími kosningahandbók- anna. Pésar með fallegum mynd- um af frambjóðcndum og auðum linum til að skrifa í tölur á kosn inganóttu virðast vera mjög ör- ugg söluvara, enda læðast þar oft með ýmsar upplýsingar, sem betra er að vita en ekki, þegar menn setjast niður til að reikna út úrslitin fyrirfram, a. m. k. er betra að geta þótzt liafa ein- hvern grundvöll til að standa á, þegar maður fer að áætla út f bláinn, ‘ Okkur hefur nýlega borizt í hendur ný fjóla á akri kosninga handbókanna, og við nánarl at hugun sáum við að þar er um evo merkilegt framlag að ræða, að því yrði ekki gerð nein við eigandi skil í venjulegri frétt, heldur á það fullkomlega skilið að fá umgetningu á þessari heið urssíðu blaðsins. Þessi bók nefn fst kosningasjá og er eftir hinn kunna skákmann og ritliöfund Freystein Þorbergsson. Auk mynda af frambjóðendum og upplýsingum um úrslit kosn- inga í nokkur undanfarin skipti, •ínniheldur bókin margvíslegt efni, ritgjörðir og ljóðmæli. Höfundur- inn tekur sér fyrir hendur að uppfræða almúgann um gang heimsmálanna og innlendra dægur mála, og er ekkert ómyrkur í máli um það. hvaða flokk menn eigi að kjósa. Höfundurinn er gallharður framsóknarmaður, og er alveg sannfærður um að Fram sókn vinni alveg geysilega mikið a, þótt hann -reyndar telji að „andvari lians í utanríkismálum sé naumast eins vökull og æski- legt væri.“ En það verður aldrei neitt svo ágætt, að ekkert megi að því finna, og þrátt fyrir þenn an vankanta, hikar hann ekki við að ráðleggja mönnum að kjósa þann flokk. Er greinilegt að þarna hefur Framsókn bætzt öt- ull liðsmaður, það kynni jafnvel að vera álitamál, hvort flokkur- inn hefði nokkra þörf fyrir fleiri liðsmenn eftir að þessi er kom inn til. Eins og sæmir skákmanni og stærðfræðingi er persónureikning ur mikið brúkaður í bókinni og líkur reiknaðar á stærðfræðilegan hátt; að vísu eru frumdrættir dæmisins ekki gefnir upp, en nið urstaðan er ákaflega stærðfræði- leg að formi til, þannig að hér er greinilega um yfirburði að ræða yfir útkomur annarra reikni meistara, þótt hvort tveggja sé raunar gert út í bláinn. En það skiptir ekki máli í þessu sam- bandi, því að menn hafa gaman af þessu, og ánægjan er fyrir öllu. Rétt mundi að Ijúka þessari frásögn um hina nýju kosninga- handbók með nokkrum glefsum úr innihaldi hennar; Fyrir valinu verður vísa ein, sem að vísu stendur ekki rétt í stuðlum, en livað gerir það til, þegar mein- ingin er góð nokk. Þessi vísa er birt í þremur versíónum, cn henni var breytt eftir því sem Uggvænlegt Úti á Akabaflóa er uggvænlegt um sinn, fýsir fáan að róa fram með netstubbinn sinn, styrjaldarstormurinn hvass er, sem stendur af karlinum Nasser, og enginn siglir þar inn. málum miðaði áfram. 1. version: Alþýðubandalagið er ógnar hrærigrautur, Þjóðvörn orðin þykir mér þýður rckkjunautur. 2. version: Alþýðubandalagið er ógnar hrærigrautur, Þjóðvörn orðin þykir mér þreyttur rekkjunautur. 3. version: Alþýðubandalagið er ógnar hrærigrautur. Hannibalinn heyrist mér hrakiun rekkjunautur. Ég sagði við þig, að þú skyld- ir ekki vera að rífast við skipstjór ann. Hver liefur gefið þcr þcnnan sldt. sn Sölumaður óskast til að ann ast útbreiðslustarfscmi á menntunarprófgrammi. VÍSIR. Það gekk maður til mín i gær og spurði hvort ég hefði séð frétt dagsins. Nei, ég hafði ekki tekið eftir henni. Jú, sjáðu til, sagði hann, hún stóð í Vísi: Maður ferst í bílslysi — í Addis Abeba. Kallinn ætlar að fara að koma bílnum á verkstæði því að annars verður hann skikkaður til að Iána hanu á kjördag. Aldrei skil ég hvers vegna þeir kalla þessi herskip tund urspilla. Þegar maður sér hvernig sjóliðarnir láta þeg ar þeir koma í land, fyndist mér réttara að kalla þá mcyjaspilla eða bara frið- spilla....

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.