Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags ALÞYÐUBLAÐIÐ
21. maí 1967
3
Eftir Jónas St. Lúðviksson
Kafli úr bók sem koma mun út í haust
ÁRIÐ 1911 var byltingarár í
sögu Vestmannaeyja. Afli var
mjög góður, svo að jafnvel ó-
venjulegt var, og vertíðin í heild
einhver sú besta, allt frá því að
vélbátarnir komu til sögunnar
og fram til þess árs. Að sama
skapi var veður óvenjugott þessa
vertíð.
Eftir þessa vertí'ð urðu líka
mikil umbrot og breytingar til
framfara og aukningar útgerðar
í Eyjum. Menn fylltust stórhug
og töldu sig sjá fram á meiri og
betri möguleika en áður hafði
verið.
Pantaðir voru til Eyja 14 vél-
bátar, þar af 11 frá Danmörku,
2 frá Svíþjóð og einn var keypt-
ur austan frá Seyðisfirði. Allir
voru bátar þessir stærri en þeir,
er fyrir voru, eða um 10 smálest-
ir. Sumir þeirra útgerðarmanna,
er fengu þessa báta, áttu aðra
minni báta fyrir, og seldu þeir
þá öðrum, svo að bátaflotinn óx
mjög þetta ár.
Vorið 1911 komu 12 bátanna
til Eyja, en bátarnir tveir, sem
smíðaðir voru í Svíþjóð, voru
ekki væntanlegir til landsins
fyrr en í mars árið eftir. Annan
þeirra báta átti Friðrik Jónsson
í Látrum, ásamt útgerðarfélög-
um sínum, þeim Ólafi Jónssyni
í Landamótum, Árna Jónssyni í
Görðum, Magnúsi Guðmunds-
syni í Hlíðarási, Kristjáni Ingi-
mundarsyni í Klöpp og Ágústi
Benediktssyni á Kiðjabergi. Var
ákveðið að Friðrik skyldi vera
formaður á bátnum. Hinn bát-
inn áttu Guðjón Þórðarson í
Heklu, sem vera átti formaður
á honum, Bjarni Einarson í Hlað
bæ, Helgi Jónsson í Steinum,
Þorsteinn Ólafsson í Háagarði,
Jón Eyjólfsson í Mið-Grund,
Tómas Þórðarson í Vallnatúni,
faðir Þórðar Tómassonar fræði-
manns, sem báðir voru undan
Eyjafjöllum og Friðrik Benónýs-
son í Gröf, faðir hins þjóðkunna
Benónýs Friðrikssonar, Binna í
Gröf, skipstjóra á vélbátnum
Gullborgu, hins mikla sjósókn-
ara og aflakóngs Vestmannaeyja
og landsins alls um áraraðir.
Finribogi Björnsson,
■form. í Norðurgarði.
Enda má fullyrða að enginn vél-
bátaskipstjóri á hans aldri hafi
flutt eins mikinn afla á land,
sem hann, enda verið stundum
um það bil helmingi hærri að
aflabrögðum til, en meðalafli
er talinn.
Ofanleitishamar í Vestmannaeyjum.
Jónas St. Liiðvíksson.
Sumarið 1911 kom til Eyja
einn hinna dönsku báta, sem
þeir áttu hlut í, Bjarni í Hiað-
bæ og Helgi í Steinum meðal
annarra. Var það að nokkru sama
útgerðarfélag, er pantað hafði
annan Svíþjóðarbátinn. Á þenn
an danska bát, sem hlaut nafn-
ið ,,Sæfari“ VE 157, var ráðinn
formaður Sveinn Jónsson í
Landamótum. Var .Sæfari’ góður
bátur og fengsæll vel. Aflaði
Sveinn Jónsson með mestu á-
gætum á hann hverja vertíð.
Leið nú tíminn fram í mars
mánuð 1912. Komu þá Svíþjóð-
arbátarnir til Eskifjarðar með
skipi. Varð því að sækja þá aust
ur, og sigla þeim heim til Eyja.
Til þessarar farar fengu þeir
Friðrik Jónsson og félagar hans
þá Finnboga Björnsson skip-
stjóra í Norðurgerði, Gissur Fil-
ippusson vélamann, sem þá var
búsettur í Eyjum, og Árna Jóns-
son í Görðum, sem var háseti.
Hinn bátinn sóttu þeir Sigurjón
Jónsson skipstjóri í Víðidal,
Björn Bjarnason í Hlaðbæ véla-
maður og háseti var Tómas Þórð-
arson í Vallnatúni. ■
Hrepptu bátarnir hið versta
veður til Eyja. Voru þeir óvenju
lengi á leiðinni, en komust þó
loks á áfangastað, án þess að
nokkuð illt hefði borið að hönd-
um. Bátur þeirra Friðriks Jóns-
sonar og félaga hans hlaut nafn-
ið „íslendingur", VE 161, en bát-
ur Guðjóns og félaga hans nafn-
ið „Happasæll”, VE 162.
Bátar þessir þóttu mikil skip,
enda voru þeir með þeim stærstu
sem sézt höfðu í Eyjum. Þeir
voru algjörlega kantsettir og
höfðu 14 hestafla Skandiavél,
hver, én það voru fyrstu Skandia
vélarnar, sem komu til Eyja. Þeir
voru og mjög glæsilegir fiski-
Látar á þess tíma mælikvarða,
enda tengdu eigendurnir miklar
vonir við þá.
Friðrik Jónsson var með „ís-
lending“ í þrjár vertíðir, eða
til vertíðarloka 1914. Hætti hann
þá formennsku, þar eð hann var
ekki ánægður með aflabrögð sín,
enda orðinn nokkuð við aldur.
Var þá ráðinn annar formaður
á' bátinn. Var það Guðleifur El-
ísson í Brúnum undir Eyjafjöll-
um, en hann var góður og þaul-
vanur formaður og aflasæll
mjög. Tók hann við formennsku
á „íslendingi” veturinn 1915 og
varð þá með aflahæstu bátum í
vertíðarlok.
Þessa vertíð var vélamaður á
„Enok I.“ sem Þórður Jónsson í
Bergi var formaður á, Ólafur
Ingileifsson, nú í Heiðabæ í Eyj-
um. Það var einhverju sinni í
marsmánuði, að „Enok I.” hafði
róið suður fyrir Geirfuglasker
og lagt línu sína þar út frá sker-
inu. Urðu bátsverjar heldur síð-
búnir að draga línuna, og loks
er því var lokið munu flestir
bátar hafa verið farnir til lands.
Veður var mjög gott þennan dag
og drógu bátsverjar á „Enok I.“
línuna inn með skerinu. Meðan
þeir voru að draga línuna vakti
Ólafur skyndilega máls á því
er svo 111 alveg kominn hingað
til okkar?“
„Nei,“ sagði Þórður. Ég sé
engan bát.“
Ólafur varð enn meira undr-
andi og sagði: „Nú er ég alveg
hissa. Sérðu ekki bátinn?“
Síðan kallar Ólafur í háset-
ana og spyr fyrst Valda Jónsson
í Sandgerði:
Friðrik Jónsson, Látrum.
við Þórð formann, að snemma
ætli bátarnir að fara að liggja
úti, því þarna komi bátur að
heiman og héldi stefnu á „Enok
I.“ Leit Þórður þá í átt til lands,
en kom hvergi auga á bátinn.
Ólafur var undrandi og sagði:
„Sérðu ekki bátinn maður. Hann
„Sérðu bátinn, sem kemur
þarna?“
„Nei,“ svarar Valdi. „Ég sé
engan bát, hvergi nokkurs stað-
ar.“
Ólafi fór nú ekki að verða um
sel. Kallaði hann í Magnús Run-
ólfsson í Sandgerði, og spyr
Höfnin í Vestmannaeyjum á fyrstu árum vélbátatímabilsins,