Alþýðublaðið - 03.06.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 03.06.1967, Síða 13
KÓMmoiGSBÍÓi Leyniinnrásin (The Secret Invasion) Hörkuspennandi og vel gerð ný, amerísk mynd í litum og Panavision. Stewart Granger Mickey Rooney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Allra síðasta sinn. ALFIE Heimsfræg ný amerísk mynd. íslenzkur texti. Að'alhlutverk: Michael Caine. Sýnd kl. 5 og 9. Allt til raflagna Rafmagnsvörur Heimilistæki. Útvarps- og sjónvarps- taeki. RAFMAGNSVÖRU- BÚÐIN S.F. Suðurlandsbraut 12 Sími 81670 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvéiasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMÁLUN- RÉTTINGAR BREMSUVDDGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIB VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Síml 3574C. Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS Manstu að ég sagði þér, a<5 ég yrði ekki róleg fyrr en ég fyndi inorðingja systur minnar? Ég man það. Fannstu hann? Nú var hún sjálf æst og hrifin. Ég leitaði allsstaðar. Ég talaði við alla vini Anitu í London, en ég komst ekkert áfram. Það var ekki fyrr en ég flutti inn í aðra vinnustofu. Já, það hljómar ein- kennilega. En Aníta var vön að búa hjá mér, þegar hún hafði ekkert að gera. Hún hafði lítið herbergi við hliðina á vinnustof unni. Þegar ég flutti ákvað ég að selja fáein Ihúsgögn, sérstaklega þau, sem systir mín hafði átt. Þá komst ég að þessu með An- ítu. Hún þagnaði og Chris kveikti í sígarettu og rétti henni. Her- vey sá að hendur hans titruðu. Þegar ég var að tæma skrif- borðið hennar sá ég að ein skúff an hafði hlaupið í baklás. Ég ætlaði aldrei að igeta opnað hana, en þegar það loksins tókst var í henni fullt af bréfum, sem skrifað var utan lá til Anítu. Þar var öll saga hennar. Það var margt, sem ég ekki vfssi um syst ur mína. Ég vissi ekki, að hún væri gift. Hún giftist löngu áður en hún hitti Chris, en hún héit hjónabandinu leynilegu. Maður- inn hennar hét Charles Preston. Hann var leikari og regluleg hlandkanna. Hún hitti hann á leikferðalagi og þau giftu sig, en hún komst fljótlega að því, hvílík mistök hún hafði gert. Vesalingurinn, sagði Chris. Það er ekki að undra, þótt hún hafi orðið bitur. Bréfin voru öll frá manni 'hennar, sagði Helen. Ég skildi þegar ég las iþau að hann hefði kúgað af henni fé lengi. Hann hélt áfram að ofsækja hana. Þetta gekk eins þangað til hún átti ekki meiri peninga. Þá fór hann að verða andstyggilegur. í síðasta bréfinu hótaði hann að drepa hana, ef hún léti sig ekki fá peninga, þegar hann kæmi. Helen reis á fætur og gekk að glugganum. Hún hélt áfram að tala, en snéri baki við þeim. Ég hjóst að vísu við, að þetta væru aðeins orðin tóm, en fór samt til lögreglunnar með bréfin. Þeir fundu hann. Hann lá á sjúkra- húsi og hafði legið þar lengi. Hann var alger eiturlyfjaneit- andi. Helen leit við.'Hann.dó í morgun. Chris greip um liandlegg Her- vey og hélt áfram þar sem Hel en hafði frá horfið. Áður en hann dó j'átaði hann allt, sagði hann. Hann hitti An- ítu eftir að ég fór frá henni. Hún sór að láta hann ekki fá meiri peninga og hann varð óð- ur, hann vantaði peninga fyrir eiturlyfjum, ég held, að hann hafi ekki vitað, hvað hann gerði, þegar hann..... Hervey leyfði honum ekki að tala út. Hún þrýsti sér að hon- um. Þá fellur enginn grunur á þig lengur. Þú ert hreinsaður af öllu, elskan mín. Já. Málið kemur í blöðunum fljótlega. Það verður ekki skemmtilegt fyrir Helen, en hún heimtar að þetta verði opinberað svo ég verði hreinsaður í augum þeirra manna, sem efast um sak 21 leysi mitt. Helen kom hingað, því hún vildi segja mér þetta fyrst manna. Hann rétti Helen^ höndina. Hvernig get ég nokkru sinni borgað þér það, sem þú hef ur fyrir mig gert. Hervey skildi ein hversvegna hin konan fékk tár í augun, þeg ar hún svaraði og sagði: Það eru mér nægileg laun að sjá þig hamingjusamlega giftan Hervey. Það skiptir mig öllu máli, að þið verðið hamingju- söm. Svo brosti hún. En nú tölum við um brúðkaupið. Af hverju hypjar þú þig ekki, Chris? Þarftu ekki að gera eitthvað? getum við Hervey talað saman undir fjögur augu. Ég verð að fá að vita allt. 20. kafli Brúðkaupsferðin var á enda og Chris á heimleið. Jæja, elskan. Hervey leit brosandi á eigin- mann sinn. Þessarar spurningar hafði hann spurt oft undanfarn- ar vikur. Nei, ég hef einskis iðrazt. Nú erum við að koma til Tors moor. Mig undraði ekki þó við fengjum stórkostlegar móttökur þar. Taugaóstyrk? Hervey kinkaði kolli. Dálítið. Vitanlega hafði gifting þeirra vakið athygli í borginni. Þegar sagan um játningu Prestons kom í blöðunum varð Chris nokkurs konar hetja í augum fólksins. Allir komu og óskuðu honum til hamingju rétt fyrir brúðkaupið. Og margir mundu bjóða þau velkomin nú. Hervey andvarpaði. Hún þráði að kom ast heim. Það var næstum dimmt, þegar lestin nam staðar á brautarpall- inum. Chris hafði skrifað einum vinnumanninum á búgarðinum og beðið hann að koma með bíl- inn og leggja honum fyrir utan stöðina. Þarna stóð hann og beið þeirra, blómum skreyttur svo það var naumast rúm fyrir ungu hjónin og farangur þeirra. Allir vildu bera töskurnar þeirra. Allsstaðar var fólk. Frú Brown hafði meira að segja kom ið. Hervey bar blómvönd að and- liti sínu og brosti. Þegar þau óku af stað og mannfjöldinn hrópaði húrra fór hún næstum að gráta. Chris hló við hlið hennar. Þau hefðu tekið með sér lúðrasveit ef við hefðum látið vita fyrr. Svo varð hann alvarlegur og tók um hönd hennar. Ég veit, hvern- ig þér líður, elskan mín. Þetta er draumi líkast. Allt það, sem hefur gerzt — og myndin er gjör breytt. Ég fæ kökk í hálsinn sj'álfur við tilhugsunina. Nú þarf ég aðeins að verða fyrsta flokks bóndi. Hann hló aftur. Ég verð að flýta mér að læra. Ég býst varla við að þolinmæði SamS vari að eilífu. Hervey hallaði sér aftur á balc og lét augun aftur. Vindurinn blés um andlit hennar. Ham- ingjan inn a með henni var vei þess virði að þola erfiðleika und anfarinna mánaða. Hvað hafði Helen ekki sagt? Ást er traust. Launin fyrir ást hennar og traust var hamingju- samur maður, sem raulaði fyrir munni sér við hlið hennar. Hann hafði endurunnið sjálfstraust sitt og var ekki lengur fangi ótt- ans. — ENDIR. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma, áður en skoðun hefst, Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. BRAGÐBEZTA AMERÍSKA SÍGARETTAN 3. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.