Alþýðublaðið - 25.06.1967, Page 1
Sunnudapr 25. júní 1967 - 139. tbl. 48. árg. — VERÐ 7 KR.
FUNDIR í ÞESSARI VIKU
Það hefur færzt mjög I vöxt hin síSari ár, aS félög og félagasamtök
hafi keypt jarðir og landsvæði undir sumarbústaSi, orlofsheimili og til
iSkunar ýmiss konar útiíþrótta. Er hér víSa um aS ræSa stór landsvæSi
og miklar bygginga- og ræktunarframkvæmdir, svo fullyrða má, aS þessi
tegund fjárfestingar nemi nú þegar tugum milljóna króna.
Þar sem mörgum kann að þykja
fróðlegt að kynnast eitthvað nán
ar þessu nýja landn'ámi íslenzkra
sveita, hefur Alþýðublaðið leitað
til ýmissa forystumanna félaga og
starfsmannahópa og beðið þá að
segja í fáeinum orðum frá því,
sem efst væri á baugi í þessum
málum.
Eflaust er langur vegur frá því,
að upplýsingar þessar séu tæm
andi, en þær gefa þó allglögga
hugmynd um þá þróun, sem hér
á sér stað.
Hér fara þá á eftir frásagnir
þeirra, sem blaðið náði tali af.
HIÐ ÍSLENZKA
PRENTARAFÉLAG
Við ræddum við Kjartan Ólafs
son, sem er í orlofsheimilisnefnd
félagsins og fórust honum þannig
orð:
— HÍP keypti alla jörðina Mið
dal í Laugardal í Árnessýslu árið
1941. Árið eftir voru byggðir 14
sumarbústaðir, en nú eru þeir
orðnir 34, þar af sex i smíðum.
Eru þetta allt bústaðir einstakra
félagsmanna, en árið 1960 var
svo byggt orlofsheimili, sem er
eign félagsins og þar geta dvalið
samtímis 4 fjölskyldur. Fullnægir
það hvergi eftirspurninni og er
fullsetið allt sumarið.
— Prentarafélagið mun vera
fyrsta verkalýðsfélagið, sem kaup
ir jörð undir sumarbústaði fyrir
félagsmenn. Miðdalur er geysi-
stór jörð, t. d. er ræktað land um
25 hektarar, en það er aðeins
brot af jarðareigninni.
— Kaupverð jarðarinnar var
33 þúsund krónur, og verður ekki
annað sagt en við höfum gert
góð kaup ef miðað er við jarðar-
verð í dag, því nú mun hektarinn
falboðinn fyrir 150 þúsund krónur
í Laugardalnum. — Tel ég þetta
eina beztu framkvæmd félagsins,
enda njóta félagsmenn hennar
ríkulega í dag.
í ÞESSARI viku verða
haldnir fundir í báðum
stjórnarflokkunum, þar
sem gera má ráð fyrir, að
framtíð stjórnarsam-
vinnunnar verði til um-
ræðu. Formlegar viðræð-
ur milli Alþýðufloklcsins
og Sjálfstæðisflokksins
um áframhaldandi sam-
starf í ríkisstjórn hafa
ekki farið fram, en hefj-
ast væntanlega eftir að
þessum fundum lýkur.
Miðstjóm Alþýðu-
flokksins kemur saman
til fundar á morgun, —
mánudag. í síðastliðinni
viku var stjórnarsamstarf
ið rætt á fundum í fram-
kvæmdastjórn, en í henni
eiga sæti 9 manns úr
miðstjórninni.
Miðvikudaginn 28. júní
kemur flokksráð Sjálf-
stæðisflokksins saman
hér í Reykjavík og er
búizt við, að kosningarn-
ar og áframhald stjórn-
arsamvinnu við Alþýðu-
flokkinn verði aðalmál
þess fundar.
Líklegt mál telja, að
þessir fundir taki grund-
vallarákvarðanir hvor
fyrir sinn flokk. Verði
þar ákveðið að halda
stjórnarsamvinnu áfram,
má gera ráð fyrir form-
legum viðvæðum milli
flokkanna um það mál.j
Meðan á bessu stend-
ur hefur ríkisstjórnin
haldið sína fundi á venju
legan hátt og afgreitt
þau mál, sem aðkallandi
hafa verið.