Alþýðublaðið - 25.06.1967, Síða 10

Alþýðublaðið - 25.06.1967, Síða 10
10 Sunnudags AlþýffublaffiS ~ 25, júní .1966 ■mpsm JARÐARFOR Frb. úr opnu. mein að því, að ekki var hægt aB fá brennivínsstaup til þess að taka úr sér kuldahroll. Góðtempl- arareglan var í miklum uppgangi eftir aldamótin. Þessi mikilsverði og heilladrjúgi félagsskapur mun hafa spyrnt fótum við allri vín- sölu á staðnum og sett' í þa'ð metnað sinn, að halda kauptún- inu þurru. Guðrún taldi sér það heilaga og veraldlega skyldu, að gera gestum sínum til hæfis, svo þeir mættu vel við una. Hún keypti til að byrja með eina brennivíns- tunnu og tók að selja kaffi með þeim hlunnindum, að hverjum bolla fylgdi eitt staup, ef menn vildu, en hverjum einum var í sjálfsvald sett', hvort þeir þá'gu þessa tilbót eða ekki, því kaffi- bollinn var jafndýr hvort eð var. Góðtemplarar á næstu grösum þóttust hlunnfarnir með þessu bragði Guðrúnar, en gátu þó aldr- ei veitt hina slyngu veitinga- konu í snörur sínar, því ekki seldi hún brennivín á flösku hvað sem í boði var. Ferðamenn kunnu veitingum Guðrúnar vel og sátu löngum á síðkvöldum einkum að i haustinu, drukku brennivínskaffi ! í veitingasal hennar, voru glað- i ir, sungu ættjarðarljóð og sálma ' eða kváðu rímur. Ekkj var Guðrúnu að skapi að ölteiti gengi langt úr hófi, eða að menn sætu að kaffidrykkju fram eftir nóttum. Ef svo vildi verða, hafði hún þann sið að hverfa snögglega frá mikilli veit- ingaönn í felustað sem enginn nema hún vissi hvar var, urðu gestir þá að láta sér lynda, að hætta öllu kaffiþjóri og ganga til hvílu. Þegar Guðrún var búin að koma sér allvel fyrir í nýbyggð- um bæ á Hvammstanga, var hún einvöld um alla greiðasölu og efni hennar ukust með degi hverjum, því kauptúnið var í ör- um vexti. Þá bar það til að þang- að fluttist kona, sem Dýrfinna hét'. Hún átti nokkur efni, leigði sér lítinn torfbæ í grennd við Guðrúnu og hóf greiðasölu. Ekki leit Guðrún þessa grannkonu liýru auga, en lét þó sem hún vissi varla af þessari samkeppni í nokkrar vikur. Þá kom í ljós, að ferðamannastraumur var ekki það mikill, að tvö gistihús gætu á honum lifað. Þá tók Guðrún til sinna ráða: Eina hálfbjarta nótt í Hörpumánuði reif hún sig upp úr rúminu litlu fyrir dagrenn- ingu, gekk með nokkra mó- köggla og eldfæri yfir að húsi Dýrfinnu og lagði eld í skyndi- hlóðir, sem hún gerði við úti- dyrnar. Lítil sunnankæla var á. Eldurinn logaði glaðhlakkalega ' upp með dyrastöfum og torf- kömpum. Guðrún sá að þar þurfti J ekki á að auka og hélt heim í hús sitt' og háttaði á ný áhyggju- laus um framtíðina. Þegar eldurinn ætlaði sér mik- ið að vinna á skammri stundu, vildi það til, að árrisull borgari í kauptúninu var á fótum og sá að hverju fór með ehjsvoða hjá Dýrfinnu. Brá hann við skjótt og ruddi eldi og eimyrju frá hús- dyrum, vakti síðan Dýrfinnu, sem ekki lá á liði sínu að kæfa hvern neista, sem leyndist við dyra- gættir. Dýrfinnu mun ekki hafa þótt fýsilegt að þreyta lengur sam- keppni við Guðrúnu, því hún fluttist nær samstundis til Sauð- árkróks og hóf þar veitingastarf- semi. Eftir að Guðrún hafði stökkt Dýrfinnu á brott frá Hvamms- tanga var hún ein um hituna í nokkur misseri, blómgaðist þá' efnahagur hennar svo, að hún gat aukið húsakost sinn eftir þörfum. Var þá kauptúnið í ör- um vexti, því verzlunarrekstur á staðnum jókst með hverju ári. Síðar kom til sögunnar þriðja veitingakonan, sem hét Anna. Hún byggði stórt timburhús á- samt bróður sínum. Þau systkin hófu að selja gestum beina og gistingu. Anna þessi var mikil kvenhetja og varð allt undan að láta fyrir dugnaði hennar og framtakssemi. Mun Guðrún ekki hafa treyst sér til að hrekja hana af stalli og lét kyrrt liggja að mestu, enda var þá orðin full þörf á tveimur gistihúsum á staðnum. Anna tók upp sama sið um brennivínsgjafir með kaffibollum. Aldrei létu þessar tvær gest- gjöfulu veitingakonur í ljós eft- irtölur á ókeypis staupaveiting- ar, þó til þess færu nokkrar tunn- ur á ári hverju. Gekk svo, þar til aðflutningsbann á áfengi var lögleitt. Þó Guðrún þætti óvægin er hún þurfti sitt að verja, mun hún hafa átt innst í hjartarótum sín- um mildar taugar og mjúka strengi. Hún var einstaklega barngóð og má'tti ekki barn sjá, svo hún reyndi ekki að gleðja það með einhverju móti. Varð þá svipmót hennar á augabragði hlýtt og allt með öðrum hætti en venjulega. Prestur keypti handa okkur kaffi, en brennivínsstaup fylgdu að venju. Ég leit spyrjandi á prest? Við vorum varla lausir úr hálfeiðfestum böndum stúk- unnar. Hann svaraði ekki augna- tilliti mínu, en tók staupið og hellti í bollann hjá sér. Ég gerði eins. Það var hressandi að drekka brennivínskaffi eftir nokkuð andstreymt ferðalag. Ég hefi á langri ævi þekkt marga templara, sem hafa unnið með hugsjóna-krafti að bindindismál- efnum í samfélagi bræðra og systra, en stundum hefi ég verið vottur að því, að þeir hafa feg- inshendi rennt úr staupi er þeir voru langt fyrir utan landhelgi hins stofuheita félagsskapar, en þurftu á hressingarmeðulum að halda að mannlegum hætti. Þegar við höfðum lokið kaffi- drykkjunni, stóðum við upp. Prestur fékk mér skrifaðan lista yfir vöruúttekt í Garðarsverzlun. Bað hann mig að taka þar á móti vörunni og hlaða henni á sleðann. Að því búnu át'ti ég að fylgjast með honum við jarðarförina, eins og þjóni hans bar að gera. Sjálf- ur fór prestur til foreldra barns- ins, sem átti að jarða. Þegar ég kom inn í Garðars- búð, voru þar engir viðskipta- menn fyrir. Ég fékk búðarmann- inum úttektarlistann. Hann tók við honum og leit fljótlega á Hvammstangi. hann, svo fór hann með hann inn í skrifstofuna. Eftir andar- taksbið, kom Jóhannes faktor fram í búðina með úttektarlist- ann í Hendinni. Hann tók kveðju minni fálega. Hann kastaði list- anum á borðið fyrir framan mig og sagði með þjósti: Það þýðir ekki fyrir Melstað- arprestinn að senda þig í hverri viku eftir miklum förmum af vör- um, sem skrifaðar eru í skulda- reikning. Mælirinn er fullur. Ég lána honum ekki meiri úttekt að sinni. Svo snerist hann á hæli og hvarf inn í skrifstofuna. Ég tók það ráð að leita prest uppi, til þess að segja honum að komið væri í óefni með vöru- kaupin. Ég hitti hann í húsi hjónanna, sem áttu barnið er til stóð til að jaröa. Ég barði að dyrum á stofunni, þar sem ég vænti að prestur væri inni. Mér var sagt að koma inn. Prestur sat á stól, en hjónin á bekk and- spænis honum. Hann hélt með báðum höndum um hægri hönd konunnar; í vinstri hendinni hafði hún klút sem hún bar að társtokknum augunum. Bónd- inn var hnípinn og leit ekki upp þó ég kæmi inn. Ég bað prest að koma með mér fram í anddyrið, ég ætti við hann brýnt' erindi. Hann stóð upp, strauk létt með hendinni um vanga konunnar og sagðist mundu tala betur við hana áður en jarðarfararathöfnin byrjaði. Ég skýrði presti frá afsvörum Jóhannesar faktors um vöruút- tekt. Hann varð hljóður við, en tók hatt sinn og gekk með mér til Garðsbúðar. Ilann gekk rak- leiðis inn í skrifstofuna til fakt- orsins. Ég beið frammi í búð- inni, niðurlútur og beygður eins og hundkvikindi, sem skynjar örðugleika húsbónda síns, en má þó engum úrbótum við koma. Það leið alllöng stund, þar til skrifstofudyrnar opnuðust og þeir komu fram í búðina báðir, prestur og faktorinn. Það mátti sjá á andlilum þeirra, að þeir höfðu komizt í geðshræringu. Faktorinn hélt á' úttektarlistan- um í hendinni, því ég hafði feng- ið presti hann áður en hann fór inn í skrifstofuna. Hann henti honum nokkuð hranalega á búð- arborðið og skipaði búðarmannin- um að afhenda mér það sem á honum stæði. Þá var mér ekki að vanbúnaði að hlaða vörunni á sleðann, en prestur sagði mér, að ég yrði að koma með sér; það væri alvég komið að því að jarð- arförin hæfist. Þegar við komum út fyrir búðardyrnar tók hann undir handlegg minn og mælti: ,,Ég vil að þjónn minn sé mér nálægur, þegar ég framkvæmi embættis- verk. Frá' honum fæ ég styrk og öryggi sem ég þarfnast, einkum þegar ég verð að leggja af mörk- um til annarra kraft og hug- rekki. Það var ekki létt verk fyrir prest að vera leiðtogi og huggari fólksins, þegar þungar áhyggjur sækja eins og óvættir á hann sjálfan. Ég veit, að fólkið segir: Prestarnir eru ekki eins og þeir eiga að vera. Þeir eiga að ganga á undan fólkinu í fót- spor Krists, en þeir geta ekki gert kraftaverk eins og hann. Það þýðir ekki fyrir mig að taka í höndina á dauðu barni og segja: Statt þú upp og gakk. En ég verð að berjast fyrir lífi mínu og vandamanna minna, eins og fólk- ið sjálft, oftast' við skilningsleysi þeirra manna, sem hafa yfir miklu að ráða og hafa örlög ann- arra í hendi sér. Faktorinn vissi eklci að Melstaðarpresta- kall er annað bezta brauð í Norð- lendingafjórðungi. Hann viður- kenndi það loks, er ég færði hon- •um heim sanninn um, að Jón biskup Arason liefði veitt það Birni syni sínum. Þegar við komum að húsinu þar sem barnslíkið beið hinztu þjónustu, voru tveir menn á- samt konum sínum að ganga þar inn. Annar þeirra opnaði stof- una þar sem litla líkkistan var á kofforti á miðju gólfi. Menn- irnir gerðu með hendinni kross- mark yfir kistunni. Svo gengu konurnar að henni hægt og nærri hikandi, eins og þær væru hrædd- ar um að þær kynnu að vekja af værum blundi litla kroppinn sem í henni hvíldi. Svo gekk ég síðast'ur að kistunni og gerði henni sömu skil. Presturinn fór inn í stofuna, þár sem hin syrgj- andi hjón héldu sig, án þess að færa kistunni króssatlot. Stutt nýheflað borð hafði ver- ið lagt á endana á tveimur köss- um sem voru við annan hliðar- vegg stofunnar. Mennirnir sett- ust' á borðið. Annar þeirra tók upp stóra trépontu úr buxnavasa sínum og tók í nefið, svo rétti hann hinum manninum ílátið. Hann fékk sér líka tóbakshress- ingu. Svo sátu þeir sviplausir án lireyfinga á borðstubbnum. Konur þeirra tóku sér sæti á' tveimur stólum gegnt líkkistunni. Annar stóllinn var baklaus, svo pils konunnar, sem var stór vexti, huldu hana að öllu leyti. Hún virtist einvörðungu sitja á sínum eigin bakhluta. Hin kon- an, sem var ung og blómleg og mjög vel búin, liafði betra sæt- ið. Hún strauk með fannhvítum fingrunum um slifsisendana, er voru nældir út á peysuboðang- ana. Svo féllu báðar konurnar í hlutlausan dvala eins og lífið og eilífðin væri þeim óviðkom- andi. Ég tók mér stöðu upp við hliðvegg stofunnar, enginn sagði orð. Þegar þögnin lengdist, var eins og konurnar ætluðu að segja eitthvað, sem þeim lá á hjarta, en þær hættu við það, en struku pilsin lengra niður, svo ekki var unnt að sjá tærnar á' skóm þcirra. (Eiginmenn þeirra gátu verið vissir um að ég sá ekkert, sem þeir áttu einkarétt á, en mér var óviðkomandi). Eftir langa stund kom prestur fram úr svefnherbergi lijónanna. Þau komu á eftir honum og Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.