Alþýðublaðið - 25.06.1967, Síða 14
u
Jarðarför ...
Frh. af 10. slöu.
voru bæði mjög harmþrungin.
Bóndi bar litinn setbekk, sem
hann setti við hlið líkkistunnar.
Þau settust bæði á’ hann. Kon-
.an var með hvítan klút í hend-
inni, sem hún bar upp að aug-
unum. Svo drúptu þau bæði
höfði. Það mátti greina hæga
kippi í herðum konunnar, en
hvíti klúturinn huldi andlit henn-
ar.
Kolbeins prestur var klædd-
ur sinni silkifögru hempu,
sem aldrei brást að var áferðar-
hrein og táknaði ótakmarkað um-
boð heilagrar þrenningar. Léttur
roði í andliti hans, vitnaði um
geðshræringu. Hann gerði öðr-
um manninum sem sat á borð-
stubbnum vísbendingu. Maður-
inn tók sálmabók úr vasa sín-
um, opnaði hana, fletti nokkr-
um blöðum, svo byrjaði hann að
syngja sálminn: „Kallið er kom-
ið”. Báðar konurnar sungu með
honum. Þegar sálmurinn var á
enda, gekk prestur einu skrefi
nær kistunni og las bæn án þess
að hafa bók í höndum. Að henni
endaðri hélt ég að þessari athöfn
í heimahúsum væri lokið, nema
ef stuttur sálmur væri að síð-
ustu sunginn. Aðrir viðstaddir
hugðu víst hið sama. Hin harm-
þrungna móðir tók klútinn frá
andlitinu, sem flaut í tárum, en
þá gekk prestur fast að kistunni,
lagði vinstri hendina á lokið
framanvert, lét augun snöggvast
reika frá einum til annars í
stofunni og öllum var ljóst að
hann ætlaði að flytja húskveðju,
sem var þó óvenjulegt, þegar
ungt barn átti að greftrast.
Prestur þagði nokkur andar-
tök; svo byrjaði hann mál sitt
á því, að fyrir nokkru hefðu
stórkostlegir atburðir gerzt suð-
ur á Sikiley: Þar hefði verið
borg með tvö hundruð þúsund í-
búum. Hin fátæka og fámenna
íslenzka þjóð ætti örðugt' að gera
sér í hugarlund, að ein borg væri
svo stór, að slíkur fólksfjöldi
gæti átt heima á einum stað. En
Messina, svo hét' borgin, hefði
haft þá íbúatölu. í borginni
hefði verið mikil velmegun und-
ir hinni suðrænu sól, þar sem
vín, ávextir og gróður hinnar
óendanlegu frjósemi, hefði
brauðfætt hið mikla fjölmenni.
Fólkið hefði lifað áhyggjulitlu
lífi svo sem forfeður vorir í ald-
ingarðinum Eden. Þessi borg
hefði verið margar aldir að vaxa
og aukast að fólksfjölda og vel-
megun. En svo hefði það borið
til, einn morgun, fyrripart vetrar,
raunar væri þar aldrei neinn vet-
ur, þó árstíðunum væri skipt
eins og í okkar köldu og hrjóstr-
ugu löndum, að ægilegur jarð-
skjálfti hefðj á stuttri stundu
lagt mestan hluta þessarar stóru
borgar í rúst. Húsin hefðu á
fáum mínútum hrunið saman og
grafið fólkið í tugþúsunda tali,
lemstrað dautt og lifandi undir
grjót- og múrdyngjum. Svo hefði
himinhá flóðalda skollið á borg-
inni og aukið eyðilegginguna,
eins og öll máttarvöld himins
og jarðar hefðu ásett sér að
þurrka út allt líf á þessum stað.
Þarna hefðu látið lífið 80—90
Sunnudags Alþýðublaðið — 25. júní 1963
þúsund manns á' skammri stundu.
Þeir sem lífi héldu, ætluðu að
hinn mikli dómsdagur væri kom-
inn og að allur heimurinn væri
að farast. Áttatíu þúsund manns,
karlar, konur og böra á öllum
aldri voru á nokkrum mínútum
kölluð til annars lífs, sem var
eflaust miklu þýðingarmeira en
það, sem við lifum hér á jörð-
unni. Sjálfsagt hefði drottni alls
herjar bráðlegið á svona mörgu
fólki til áríðandi starfa í ríki
sínu annars heims. Sú staðreynd
að við öll yrðum eitt sinn að
deyja væri óumflýjanleg. Hinn
mikli, alvitri og algóði guð, sem
elskaði börnin sin þessa heims
og annars, yrð að ráða því hve-
nær hann kallaði þau til sín
héðan af jörðunni í sinn óendan-
lega náðarfaðm og fengi þeim
svo áríðandi starf í öðrum
heimi. En þar væri lífið, inntak
kærleikans og alsættis hins full-
komna framhaldandi lífs. Að
þessu háleita takmarki léti
drottinn mannssálirnar vinna eft-
ir kringumstæðum á hverjum
tíma. Hann kallaði börnin sín til
sín og fengi þeim mikilvæg störf
þar sem hann vissi þörfina mesta.
Drottinn gjörir vindana að
sendiboðum sínum og bálandi
eld að þjóni sínum.
Hér í þessu húsi hefur skeð
mikill atburður: Húsfreyjan
fæddi dreng, hreinan af synd
heimsins eins og öll börn eru.
Enginn vissi hvaða örlög biðu
reifabarnsins. Faðir og móðir
fundu og glöddust við það, að
tilkoma þess í þennan heim full-
nægði tilganginum, sem öll
mannkind þráir að auka við
heiminn nýju lífi, sem ef vel
fellur, stækkar heiminn og gjör-
ir hann betri en áður. Lífshlaup
hvers einstaklings er skamm-
vinnt, því að þótt einn maður
verði áttræður að aldri, er það
eins og eitt augnablik af allri
eilífðinni. Hinn mikli, alvitri og
algóði guð, hefur allt ráð al-
heimsins í hendi sinni. Þegar
borgin Messina féll í rúst á
skammri stundu og áttatíu þús
und manns létu lífið, ætlaði
hann þeim öllum mikilvægt hlut-
verk í öðrum heimi. Eins mun
því hafa verið farið, er hann
kallaði sál litla drengsins t'il sín.
Eitthvert þýðingarmikið verk-
efni kallaði að, sem þessi eina
óspillta barnssál gat leyst' og
engin önnur. Ég vil segja ykkur
það syrgjandi foreldrar: Þið
skuluð ekki vera lirygg. Jesú
sagði: Leyfið börnunum að koma
til mín; þeim heyrir guðsríki
til. Almennt hyggja menn ekki
að mikilvægi þessara orða
Krists; en í þeim er fólgin vissa
fyrir því, að börn og ungt' fólk,
sem er skammlíft, á í vændum
bjarta og þýðingarmikla fram-
tíð í dýrðarríki drottins allsherj-
ar. Kæru sorgmæddu foreldrar
og þið, sem eruð hér stödd: Við
skulum öll vera glöð. Þessa barns
sál hefur Gu'ð útvalið úr þús-
undum, til þess að gera sitt
dýrðarríki ennþá bjartara og
fullkomnara. Hinn mikli spek-
ingur Spinóza hefur sagt: —
„Fingur drottins eru í öllum
hlutum.”
Kolbeins prestur flutti þessa
ræðu með sterkum og skýrum
rómi, sem var "hönum eiginleg-
ur. Hann horfði ekki á líkkistuna,
ekki heldur á foreldrana eða
okkur hin, sem vorum þarna við-
stödd. Augnaráð hans var fjar-
rænt, eins og því væri beint út
yfir venjulegt skynjunarsvið.
Það var því líkast, að hann festi
sjónir á stjórnarráði drottins alls
herjar og greindi hvað þar var
að gerast: að litla barnssálin
væri orðin mikilvægur aðili að
stórmálum himnaríkis.
Foreldrarnir urðu sem aðrar
manneskjur undir ræðunni. —
Konan réttist í sæti sínu. Hún
tók hvíta klútinn frá augunum
og hætti að gráta. Hún lét
höndurnar hvíla í skauti sínu og
drakk hvert orð af vörum sálu-
sorgarans, eins og þyrstur mað-
ur svalandi drykk í eyðimerkur-
auðnum mannlífsins.
Við öll, sem vorum þarna
inni, fundum að við vorum ekki
í neinu sorgarhúsi. Við vorum
að fylgja til grafar stórmenni,
sem hafði verið kallað til þýð-
ingarmikilla starfa af sjálfum
guðdóminum.
Að ræðunni lokinni, tók for-
söngvarinn sálmabókina úr vasa
sínum og byrjaði sálminn: „Á
hendur fel þú honum.” Prestur
hóf sönginn með honum og yf-
irgnæfði tónfræðinginn og kon-
urnar, sem fylgdust með í kven-
legri hlédrægni. Ég tók líka
undir, þó ég kynni ekkert lag
og því síður sálminn.
Ég sá, að foreldrarnir bærðu
varirnar. Kannski sungu þau
líka. Ég gat ekki greint það.
Allur söngur hefur verið í eyr-
um mínum frá því ég man eftir
mér óskiljanlegur samhljómur,
djúpra tilfinninga, sem ég 'hefi
ekki getað sundurgreint.
Þegar sálmurinn var á enda,
var líkkistan tekin af forsöngv-
aranum og manninum, sem hafði
setið hjá honum á borðpartinum
og borin út og lögð á lítinn
krakkasleða, sem var fyrir utan
liúsdyrnar. Prestur laut að mér
og sagði mér, að nú skyldi ég
fara að búa út úttektarvöruna
á stóra sleðann. Ég þyrfti ekki
að fylgja sér í kirkjugarðinn,
þar sem barnið yrði jarðsett.
Þegar ég var kominn nokkurn
spöl eftir götunni, sem var lítið
meira en einsporabraut í snjó-
inn eftir gangandi fólk á' síð-
ustu klukkustundum, leit ég til
baka. Litla barnskistan sat á
sleðanum einmana og yfirgefin.
Líkfylgdarfólkið var víst inni í
húsinu að tygja sig til ferðar.
Mér flaug í hug: Þarna er mik-
ilmenni í litlum umbúðum, sem
eru þó við hæfi. Kolbeins prest-
ur veit betur en aðrir menn.
Sýnir hans opna honum aðra
heima.
VangaveEtur ,.
Frh. af 2. síðu.
hversdagslega er kallaff ham-
ingja og formáli aff því aff geta
notið, því aff mannlíf er sam-
skipti. En í dag er þaff ekki
fínt. í dag er ekki fínt aff vera
óeigingjarn. Effa réttara sagt:
í dag krefst þaff, sem fínt þyk-
ir, alls annars en óeigingirni.
Þaff eignast enginn viliu í Arn
arnesinu meff' eintómri óeigin-
girni, effa bíl sem á götunni
minnir á tundurspilli á fullri
ferff, effa er settur í framboff
xneff von um þingmennsku . . .
Ég veit ekki nema mönnum
finnist aff ég ætli hér aff
smeygja mér inn um lieldur
þröngar dyr, en þaff er mín
skoffun, aff fórnfýsi manna viff
flokka sína um kosningar stafi
almennt ekki fyrst og fremst
af von um persónulegan hagn-
aff, og ekki heldur af áhuga á
velferff almennings, heldur af
efflilegri þörf mannsins fyrir
aff eiga eitthvaff, sem maffur
vinnur fyrir án endurgjalds.
Aifkið fjármagn
Frh. af 6. síðu.
hátt. Menn hafa komizt að raun
um, að fjármagnið eitt er ekki
nægilegt. í stuttu máli veltur
meira á því að lagfæra efnahags
leg, félagsleg og pólitísk grunn
form vanþróuðu landanna en að
istuðla að tilfallandi innflutn-
ingi fjármagns, tæknmenntun-
ar eða tækja.
3. í þriðja lagi verður það æ
Ijósara, að fátækt vanþróuðu
landanna stafar ekki af skorti á
efnislegum eða mannlegum úr-
ræðum, heldur af því að þessi
úrræði eru illa toagnýtt. — Á
þessu ástandi má ráða bót.
4. Loks' má finna uppörvun í
þeim framförum, sem þegar
toafa orðið í nokkrum vanþróuð-
um löndum. Hjá þeim nemur
hagvöxturinn yfir 5% og í nokkr
um tilvikum er hann 10% eða
meira. Það sýnir hverju má til
leiðar koma með öflugu og skyn
samlegu starfi af hálfu yfirvalda
og þegna og með viturlega hugs-
aðri og skipulagðri aðstoð er-
lendis frá.
Tvöföld fjárfesting.
Aðstoð erlendis frá er megin-
inntakið í grein Hoffmans. Hann
ekýrir frá, hvað Þróunaráætlun.
Sameinuðu þjóðanna (UNDP)
toefur gert á fyrsta starfsári sínu.
UNDP hófst handa í janúar 196S
eftir sambræðslu Tækníhjálpar
Sameinuðu þjóðanna og Fra**-
kvæmdasjóðsins.
Viðleitni UNDP toefur fyrst
og fremst beinzt að því að und-
irbúa jarðveginn og ekapa skil-
yrði í vanþróuðum löndum fyr-
ir eðlilega fjárfestingu. Hoffman
nefnir í grein sinni, að opinber-
ar- og einka-fjárfestingar, sem
séu bein afleiðing af starfi UN-
DP, hafi tvöfaldazt á árinu 196S.
Þær nema samtals 1642 milljón-
um dollara. Af þeírri upptoæð
koma 1029 milljónir erlendis frá,
en 613 milljónir frá innlendum
aðiljum.
Jt
SKIPAtlTGCRB RIKISlNSj
M.S. Baldur
fer til Snæfellsness og Breiffa-
fjarðarhafna á þriffjudag. —
Vörumóttaka á mánudag.
BREYTT SIMANUMER
NÚMER OKKAR ER NÚ
19345
Tékkneska bifreiðaumboðið
' VONARSTRÆTI 12.
Hjartkær eiginmaður minn
GUÐBJARTUR S. B. KRISTJÁNSSON,
Ásgarði 127,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 27. júní
kl 13,30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast
hins látna er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir liönd vandamanna it
Andrea Helgadóttir.
♦