Alþýðublaðið - 25.06.1967, Blaðsíða 16
ejU*Uei££Z£L£S£
Að kjósa á móti sjálfum sér
Frétta-
yfirlit
vikunnar
VIKAN hófst
með því að það
rigndi óskap-
lega á Suður-
landi, og var
það prótest nátt
úrunnar gegn
því að flytja
þjóðhátíðina inn
í Laugardal sem
talin er hafa verið meira en lítið
hæpin ráðstöfun. Þetta veður
gladdi menn ekki sérlega mikið,
en kenndi þeim iþolinmæði sem úr
borginni fóru, ekki sízt af því að
það var glaðasólskin strax á mánu
dagsmorgni.
Úti í ‘heimi var mikið þref út
af Gyðingum, en sú deila hefur
staðið í meira en 2000 ár og er
aldrei fjörugri en nú. Hún stend-
ur aðallega um það hvort Gyð-
ingar eigi að vera til. Arabar
■og þeirra bandamenn telja að það
liafi verið einhver misskilningur
hjá skaparanum er hann 'bjó til
Gyðinga og vilja hjálpa honum
til að leiðrétta þennan misskiln-
ing. Gyðingar segja hins vegar
að skaparinn sé sín megin, og
þess vegna vilji þeir ekki hafa
Sameinuðu þjóðirnar sín megin
(við landamærin). Þær geti verið
hjá Aröbum. Rússar hlupu til þeg
ar og vildu veita Aröbum, en þá
töpuðu Arabar samstundis. Þessu
næst stóð hver höfðinginn upp á
fætur öðrum og „lýsti yfir“. De
Daulle lýsti yfir að hann vildi
ekki vera með neinum, en hins
vegar ættu allir að vera með sér.
Ekki er hægt að segja að hann sé
einrænn maður. Gerðist af þessu
svo mikið þras að Johnson og
Kosygin fóru að tala saman. Þeir
kváðu ræða um hvernig takast
megi að varðveita heimsfriðinn,
og verður ekki annað sagt en það
sé vel til fallið, því að það eru
einmitt þeir sem stofnað liafa
Æ ttjarðarkvæði
ísland þig elskum vér
óendanlega,
fárlega ef farnast þér
fyllumst vér trega,
en ef þér lífið ljær
ljóma sem forðum,
hjartað af hrifning slær
og hemst ekki’ í skorðum.
Guðdómlegt gæðasmjör
gamlast og súrnar,
rauð fölnar rósavör
og reskjast frúrnar,
en æ þitt fossafall
fróar hug mínum
og hvítblátt Heklufjall
heldur lit sínum.
Þitt hrís er þarflegt ess,
þrjózkum og feitum.
Ört frægjast íslenzk hross
í útlendum sveitum.
Áburð á engin þjóð
ilmmeiri en skarna.
Gefur oss göngumóð
gott dæmi Bjarna.
Blómgist þitt fé og fólk
sem framast kann þéna,
kostagóð meðan mjólk
migtar úr spena
og blóðið bunar mér
brennheitt í æðum.
ísland þig elskum vér,
einkum í kvæðum.
heimsfriðnum í hættu. Haga þeir
sér eins og prestur einn á Norð-
urlandi sem forðum dundaði við
það eftir gegningar að vekja upp
drauga í kirkjugarðinum hjá sér,
en gat svo ekki ráðið við þá, þeg-
ar þeir voru komnir á kreik svo
að þeir ásóttu hann fremur en
aðra menn.
Heima á þessu landi var það
helzt til tíðinda að landskjör-
stiórn úthlutaði uppbótarþingsæt
um. Gerði hún eitt lið úr Hanni-
bölum og Magnúsum. Vitað var
að Magnúsar vilja ekkert með
Hannibala hafa.
En hins vegar liggja Hannibal
ar á því lúalagi að nota haltu-
mér slepptu-mér-taktik við Magn
úsana, og hefur tekizt að reyta
af þeim mikið fylgi út á það.
Landskjörstjörn mun vera í slag
togi með Hannibölum. Engtnn
maður skilur neitt í þessu atriði
kosningaskemmtunarinnar, því að
menn hafa nefnilega vel getað
stutt G-listann með því að kjósa
á móti honum, þ e. a. s. I-list
ann. Og verður þetta að teljast
glúrin kosningabrella til þess
að ná fylgi af íhaldi, krötum og
Framsókn sem alls ekki vilui
fylgja G-listanum, yíir á þann
Þsta einmitt með því að kjósa
I-listann. Hannibalar segjast hins
vegar alls ekki hafa viljað vera
I, og ekki heldur G., heldur GG
(Ga Ga), og er nú komið í ljós
að það áttu þeir einmitt að vera.
Ýmislegt fleira gerðist merki-
legt í vikunni, eins og t. d. það
að maður kannaðist við að hafa
stolið, en það gera menn yfirleitt
ekki, að minnsta kosti ekki ef þeir
stela miklu.
EG SE EKKI BETUR en að
eina ráðið til þcss að fá
rtiegrt sumarfrí sé að halda
áfram í vinnunni því yfir
hásumarið er alls staðar
annars staðar miklu meiri
ys.
John K. Galbraith fyrrverandi
andi sendiherra Bandaríkjanna
á Indlandi hefur sagt: Eftir að
ég gerðist sendiherra fór ég
smám saman að taka eftir því
að svör mín við spumingum sem
ég var spurður voru orðin þrisv
ar sinnum lengri og yfirgrips-
meiri en áður og tvisvar sinnum
óskýrari og ógreinilegri.
„Já“ og ,,nei“, þessi elztu og
styatu orð krefjast meiri umhugs
unar en nokkur önnur.
— Pythagoras.
Þetía líkar mér betur.
☆
Tíminn toreytir
öllu nema ein-
hverju innra með
okkur sem er allt
af jafn þrumu-
lostið yfir toreyt-
ingunni.
— Tomas Hardy.
Sá spaki segir...
1 \ Aröbum og ísraels-
\ 'mönnum kemur þá
Vv
að minnsta kosíi sam
an um eitt: að vera.
ósammála.
Orðabók háðskólans
UMFERÐARVANDRÆÐl: Of stórir bíiar og ef litiir menn.
ÆVISAGA: ÞaS sem menn vilja a3 hafi veriS en var ekki.
EINLÆGNI: A3 haltla a® maður sé þa3 sem maSur sýnist vera.
FJALLGðNGUR: A3 vera ýmist hátt uppi e3a langt niSri.
FLUGFERÐ: Þegar þeir sem verið hafa uppi í skýjunum fara upp
fyrir þau.
STJÓRNMÁL: A3 búa til vandamál tíl þess að geta sýnt snilld sína
við að leysa þau, en geta það svo ekki.
RÆDUSNILLINGUR: Ma3ur sem segtr af hann hafi alls ekki búizt
við að vera beðinn að taka til máls, en fæst þó alls ekki
til að Ijúka máli sínu.