Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 3
Laxveiðin góð það sem af er ÞAÐ sem af er sumri hefur lax- j veiði veriff meff ágætum um allt land. í flestum ám er veiffin meiri nú en á sama tíma í fyrra og afl- inn yfirleitt vænn. Stöðug'ur áhugi er fyrir laxveiffum og aðsókn hef- ur veriff góff aff öllum árn. FINNSKT SKÓLASKIP í HEIMSÓKN FINNSKA skólaskipið Hatti Kurki kemur hingað til Reykja- víkur 18. júlí í tilefni af 50 ára sjálfstæðisafmæli Finna á þessu ári, en þeir fengu sjálfstæði 6. des. 1917. Skipið er í eigu finnska flotans og þjálfar sjóliða. Það kemur frá Kanada, og er þetta í fyrsta sinn, sem finnskt skip kemur hingað í slíka kurteisis- heimsókn. Matti Kurki er mjög nýtízkulegt skip, foringi þess er Bo Klemberg. Það leggur af stað heimleiðis 21. júlí. I Norðurá hafa veiðzt 177 laxar en 86 á sama tíma í fyrra. í Ell- iðaánum hafa veiðzt 50 laxar, en 26 á sama tíma í fyrra. 92 laxar liafa nú veiðzt í Laxá j[ Kjós á móti 43 í fyrra, og í Laxá í Þing- eyjasýslu hafa nú veiðst 97 laxar en á sama tíma í fyrra voru þeir 24. Laxá í Dölum virðist kvik af laxi og í Blöndu hafa veiðzt 109. í öllum þessum ám eru laxamir veiddir á stöng. Laxveiði í net er stunduð í Hvít á í Borgarfirði, Ölfusá, Hvítá og Þjórsá. í öllum þessum ám hefur veiðin verið allgóð og betri en í fyrra. ÁREKSTUR í” ÞINGHOLTUM KL. 15.40 varð árekstur milli bifreiðar og vespubifhjóls á mót um Skálholtsstígs og Þinghols- strætis. Ung stúlka var að þreyta bílpróf og voru í bílnum auk henn ar ökukennari og prófdómari. Hún ók vestur Skálholtsstíg, er maður á bifhjóli kom sunnan Þing holtsstrætis og rekast saman bíll- inn og hjólið. Maðurinn skarst í andliti og var fluttur á slysavarð- stofuna. DANSKUR DRENGJAKÓR í SÖNGFÖR UM LANDIÐ IIINGAÐ til lands er kominn danski K.F.U.M. drengjakórinn, „Parkdrengckoret,“ og mun hann lialda nokkra söngleika hér. Stjórnandi kórsins er Jörgen Bremenholm og hefur veriff þaff frá stofnun kórsins áriff 1943. Þetta er í þriffja sinn, sem kór- inn kcmur hingaff, en hann hefur ferffast víða um lönd og livarvetna hlotið frábærar móttökur. Á efnisskrá kórsins eru þjóðlög frá ýmsum löndum, þ.a.m. nokkur íslenzk, lög úr söngleikjum og söngleikurinn Eldfærin eftir H. C. Andersen, en í honum leika drengirnir hlutverkin um leið og þeir syngja þau. ' í kórnum eru 28 drengir á aldr inum 9-14 ára. Þeir stunda söng- inn, sem áhugamál og gegna allir Friðrik teflir á móti í Dundee FRIÐRIK Ólafsson, stórmeist- ari í skák, hefur þegið boð skozka skáksambandsins um að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti, sem sam- bandið gengst fyrir í Dundee í sumar. Mótið hefst 12. júlí n.k. skólaskyldu. Á meðan á dvöi þeirra hérlendis stendur dveljast þeir á heimilum unnenda kórsins í Reykjavík og Kópavogi, en þeir standa að hingað komu kórsins. Drengirnir munu syngja í Aust urbæjarbíói í kvöld, en síðan halda þeir út á land og halda söng leiki í Vestmannaeyjum, Kefla-. vík og á Akranesi. í fyrri ferðum sínum liingað fengu drengirnir mjög góðar við- tökur, og svo verður áreiðaniega nú. ÞJÁLFUN UNDIR GEIM- FERÐ ER FULLT STARF Segir geimfaraefniÖ William Anders Á FERÐALAGI okkar með bandarísku geimförunum um fjöll og firnindi landsins, gerð um við blaðamennirnir það okkur m. a. til dundurs að velja úr hópnum „okkar á- höfn“ í næstu geimferð. Nú er ekkj þar með sagt, að val okk- ar komi heim og saman við ákvarðanir ráðamanna í geim- ferðamálum vestan hafs, þegar þeir, að vandlega íhuguðu máli, velja einhverja úr þess- um 22 manna hóp til þess að stjórna geimfari í tunglreisu, en það kemur í ljós síðar. Þegar við bárum saman bæk ur okkar kom í ljós, að lág- vaxinn, en knálegur, ungur maður, fékk atkvæði allra. Þá’ leituðum við álits bandarísks fréttamanns, sem var með í ferðinni, og var hann okkur sammála um, að William And- ers, 33 ára Houstonbúi væri líklegastur til að hreppa hnoss ið. Bill, en svo er hann kallaður af félögum sínurn, er mjög geð þekkur og skemmtilegur mað- ur, og var hann yfirleitt hrók- ur alls fagnaðar í ferðinni. Ilann hefur mjög gaman af lax og silungsveiðum og var reyndar sá eini af geimförun- um, sem hafði heppnina með sér við Laxá í Þingeyjarsýslu, WiUiam Anders. dró á land þrjá væna urriða á meðan félagar hans börðu ána árangprslaust. Ég hitti Anders i heimavist Menntaskóians á Akureyri á þriðjudagskvöldið, að lokinni hinni vel heppnuðu Öskjuferð. Hann var að skril'a á kort frá íslandi, sem hann ætlaði að senda konu sinni og börnum, en þótt ungur sé, á hann fjög- ur börn, það elzta tíu ára. Ég spurði hann, hvort hann vildi rabba við mig smástund. Beiðni minni var tekið vel, og þegar hann liafði náð okkur í .kaffiboila, settumst við niður í hinni vistlegu setustofu lieimavistarinnar og tókum tal saman. Ég bað Anders um að segja lesendum frá því lielzta, sem á daga hans hefði drifið hing- að til. — Ég útskrifaðist úr flotá- háskóla Bandaríkjanna árið 1955 og gekk þá í flugherinn, þar sem ég hlaut þjálfun sem orrustuflugmaður og hafði síð an aðsetur á ýmsum flugvöli- um flughersins í Bandaríkjun- um. Sumarið 1958 varð tals- verð breyting á högum mínum, því þá var ég sendur til is- lands. Fyrstu 7 mánuðina, sem ég dvaldi hér var ég flugmaður í 57. orrustuflugsveitinni, en síð ustu sex mánuðina var ég að- stoðarmaður Thorne hershöfð- ingja, yfirmanns varnarliðsins á íslandi. Ég var mjög liepp- Frh. á 10. síðu. EKKI NÆGILEGT FÉ TIL HRAÐBRAUTANNA SAMKVÆMT upplýsingum vega- málaskrifstofunnar er unnið að vega- og brúargerð víðs vegar um iand samkvæmt endurskoðuðu á- ætluninni fyrir árin 1967 og ’68. Þó hefur ckki verið aflað nægi- legs fjár til að ráðast í byggingu nýju hraðbrautanna, Vesturlands vegar, Suðurlandsvegar, Ilafnar- íjarðarvegar og áframhaldi Reylcjanesbrautar. Framkvæmdir við lagningu hrað- brautar gegnum Kópavog hefjast nú í sumar. Verður brautin hið mesta mannvirki og í ýmsu frá- brugðin öðrum vegum, sem lagð- ir hafa verið hér á landi, bæði að stærð og gerð. Til dæmis mun á tveim stöðum notazt við brýr, til þess að hleypa annarri umferð undir eða yfir brautina. Ennfrem- ur er gert ráð f.vrir að hún geti rúmað allt að sex akreinar, þrjár í livora átt. Eins og kunnugt er mun, í ná-. inni framtíð, nýr vegur verða lagður milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og er Kópavogsbraut in fyrsti stóri áfanginn í lagn- ingu hans Verður þá gamli veg. urinn yfir Öskjuhlíð lagður nið. Framhald á 14. síðu. Pólsku tjöldin eru sérstaklega stöguö fyrir íslenzka veðráttu Drengirnir syngja lög úr My Fair Lady, 6- júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.