Alþýðublaðið - 06.07.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Qupperneq 4
mzmM) Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — Aðsetur: AIj)ýðuhúsi3 við Hverfisgötu, Kvik. — Prentsmlöja Alþýðublaösins. Slmi 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — 1 lausa- sölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefandl: Alþýöuflokkurlnn. Lækkun kostnaðar HAGRÆÐING er orð, sem oft heyrist um þessar mundlr. Er það að vonum, því ekkert er íslendingum í dag nauðsynlegra en að auka hagræðingu á öllum sviðum — eða með öðrum orðum að lækka tilkostn- aðv'ið framleiðslu og þjónustu. Rétt er að viðurkenna, að hér á landi eru erfiðar aðstæður til >að beita fullkominni hagræðingu. Staf- ar það af fámenni og þar af leiðandi litlum mark- aði. Er því sjaldan unnt að beita þeim aðferðum fjöldaframleiðslu, sem beztan árangur gefa. Oft eru keyptar vélar, sem hafa meiri afköst en þörf er fyrir. Þeissa erfiðleika verða íslendingar að yfirvinna og beita ströngum efnahagslegum mælikvarða á þau fyrirtæki, sem til eru eða stofnuð verða. Er ástæða jtil að leggja sérstaka áherzlu á, að ný starfsemi sé rækilega undirbúin og gerðar um hana áætlanir, sem síðan er fylgt. í þessum efnum eru mistök algeng hér á landi — og slík mistök geta valdið því, að ný cyrirtæki losna aldrei úr vandræðum. I ársskýrslu Sambands íslenzkra samvinnufélaga er nefnt athyglisvert dæmi um þessi mál. Þar er f jallað um reksturskostnað verzlunar og tekjur henn- ar, og gerður samanburður á matvörubúðum á Is- landi og í Svíþjóð. íslenzka dæmið er um kaupfélags- búðir í Reykjavík og Hafnarfirði, hið sænska meðaltal af 'kaupfélagsbúðum þar í landi. Samanburðurinn sýnir, að brúttótekjur af vörusölu eru hjá íslenzku búðunum 18,8% en hinum sænsku 20,1%. Er álagning samkvæmt þessu nokkru hærri í Svíþjóð en hér á landi, en ekki munar þar miklu. Reksturskostnaður reyndist hins vegar vera 21,4% af vörusölu hjá íslenzku búðunum, en 17,0% hjá hin- um sænsku. Hér er mildu meiri munur og virðist vera ástæða til að leggja megin áherzlu á lækkun i kostnaðarins. Verðbólga skapar vafalaust nokkra erf- j iðleika í beim efnum, en þó er það reynsla laun- j þega, að kaupgjaldið liækki alltaf á eftir vöruverði, j svo að varla er það fullnægjandi skýring. ! : i ! i \ 1 í pólsku tjöldunum er fyrsta flokks dúkur og frágangur mjög vandaöur 4 6- júlí 1967 — • ALÞÝÐUBLAÐIÐ Gömul hús í Reykjavík Uppbygging Reykjavíkur held- ur áfram jafnt og þétt. Það er stórbrotið að fara um Árbæjar- hverfi, Breiðholt eða Fossvog og sjá nýjiL íbúðahverfin verða til. Það er einnig stórbrotið að sjá allar þær byggingar, sem rísa inni í bænum og þétta byggð- ina. Þcgar liinar siðarnefndu byggingar rísa, ryðja þær flestar úr vegi gömlum húsum. Oft er ekkert við því að segja. Gömlu húsin voru reist af vanefnum og standa á lóðum, sem nýla þarf bctur. Þetta er gangur tímans. Svo er þó ekki um öll göinlu húsin. Sem betur fer eru til í Reykjavík tugir gamalla húsa, sem byggð voru í sérstæðum stíl og eru mörg mjög falleg. Gömlu timburhúsin eru ýms fallega gerð, hlutföll í þeim góð, glugga- gerð sérstæð og mikið um út- skorið tréverk. Yfir þessum lnis- um er virðulegur svipur, sem einu sinni var svijmr allrar Reykjavíkur. Þessum gamla suip megum við ekki glata. Það er menning- arleg nauðsyn og söguleg skylda okkar að halda við bæði einstök- um húsum, sem eru góð dæmi um þessa liðnu byggingalist, og helzt heilum hverfum. Að vísu eru hvergi til stór hverfi, sem e.kki hefur verið spillt með sem- entskössum eða öðrum nýrri mannvirkjum. En það má enn finna götulnita, þar sem hvert hús er í gamla stílnum og slíka staði eigum við að varðveita í heilu lagi. Sem dæmi um þetta má nefna Stýrimannastíginn. Hann er stutt gata, en mjög falleg og nálega öll í gömlum stíl. Væri þeim húsum haldið vel við í framtíðinni og ekki leyft að byggja nýtt, mundi þar varð- veitast mynd frá liðnum öldum, sem komandi kynslóðir mundu hafa ánægju af. Ekki þyrfti að kaupa npp allt hverfið, hcldur væri rétt að semja við eigendur eða leggja kvöð á þá um að halda húsun- um við eins og þau eru, en gera ekki á þeim breytingar. Yrði að sjálfsögðu að standa straum af kostnaði vlð þetta og hugsan- legu tjóni, sem eigendur teldu sig verða fyrir vegna þessara sögulegu kvaða — en það yrði aldrei mikil greiðsla fyrir það, sem geymdist. Reykjavíkurborg hefur verið of sinnulaus um byggingastíl og varðveizlu húsa frá liðnum öld- um. Það er ekki nóg að flytja nokkur hús að Árbæ. Hér þyrftí að verða breyting á og nýr á- hugi að vakna. Það fer aö verða hver síðastur til að bjarga nokkru því, sem fortíðin hefur arfleitt okkur að. ★ RÚÐUBROT Á VEGUNUM. Þessa dagana er það ekki fátítl að sjá bíla með brotnar eða sprungnar framrúð- ur eftir grjóthríðina á þjóðvegum landsins. Um síðastliðna helgi taldi ég fimm bíla með brotnar framrúður fyrir utan Valhöll á Þingvelli. * Margir eru þeir, sem vilja kenna ..drullusokkununi” svonefndu á bifreiðunum um þetta, þar sem þeir beini grjótinu frá hjólunum til hliðar og beint á bílana, sem verið er að masta. I>að kann eitthvað að vera tii í þessu, svo sagði að minnsta kosti bálreiður bíleigandi, sem hringdi til okkar á mánudagsmorguninn og átti varla orð til að lýsa reiði sinni. Hann sagðist ferðast mikið út úr bœnum á sumrin og nú væri það orðinn fastúr liður hjá sér að skipta um framrúðu á hverju einasta sumri, og vildi liann kenna „drullu- sokkunum” uin þetta. Hann sagði ennfremur, að nú liefði Bifreiðaeftirlit ríkisins af einhverri furðu- legri og algjörlega óskýranlegri ástæðu skipað mönnum að skekkja „drullusokkana” á bílum sín- um og gerði þetta ástandið hálfu verra, því þessi brcyting væri síður en svo til bóta. Að lokum minnti hann svo á gjörningaveðrið, sem varð í Danmörku, fyrir nokkrum árum, þegar þar var fyrirskipað að setja „druhusokka” á alla bíla. Þar ætlaði alit um koll að kcyra, lá við að ráðherr- ann, sem með málið hafði að gera, yrði að segja af sér og að lokum var svo hætt við allt saman. Þessi bifreiðarstjóri bað okkur um að beina því til Bifreiðaeftirlits ríkisins, að það kæmi með skýr- ingu á því hvers vegna ætti að skekkja „drullu- sokkana” og hvaða gagn þcir eiginlega gerðu? Er þetta hér með gert og vonandi svarar bifreiða- eftirlitið. i ★ TRYGGINGIN BÆTIR EKKI ALLTAF. j Við höfðum samband við eitt stærsta tryggingarfélagið í bænum til að kanns hvaða reglur giltu um þessi atriði. Þar fengum við þau svör, að sk.vldutryggingin bætti rúðu- brotið, ef númer sökudólgsins næðist og eitt vitni væri fyrir hendi, jafnvel dygði þar eiginkona þess, sem fyrir tjóninu yrði. Ef númerið næðist hins vegar ekki, gæti kaskótrygging bætt tjónið, ef hún væri fyrir hendi, og eins að sjálfsögðu rúðutrygging, ef hún væri keypt sérstaklega. Þannig eru semsagt reglurnar 1 aðalatriðum: Ef númer sökudólgsins ekki næst, má reyna að elta hann uppi, en slíkt getur veriS hættulegt og ber ekki alltaf árangur. Þá má bæta því við hér að lok- um, að grjótkastið er mest undan þeim bílum, sem eru á grófriffluðum dekkjum. Ætti lögreglan að gera gangskör að því að stöðva þá bíla, sem enn eru á snjódekkjum eftir veturinn, þeir eru stórhættulegir. Þrátt' fyrir tilmæli aka meira aS segja sumir enn nagladekkjum, svo furðulegt, sem það nú er. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.