Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 5
I
Á
Farfuglinn til-
einkaður Heklu
FARFUGLINN, 1. tölublað
1967, 11. árg., er nýlega kominn
út. Farjuglinn er félagsblað
Bandalags íslenzkra farfugla, og
kemur út tvisvar á ári. StærS
blaðsins er sextán síöur.
Farfuglinn er að þessu sinni
tileinkaður sérstaklega hinni
gömlu fjalladrottningu, Heklu,
og þeirri staðreynd, að á þessu
ári eru 20 ár liðin frá því hiin
síðast gaus. Meðal annarst birtist
af því tilefni viðtal við Harald
Runólfsson bónda í Hólum á
Rangárvöllum, einn af næstu ná-
grönnum Heklu, fært í letur af
Gesti Guðjinnssyni.
í þessu tölublaði birtast grein-
argerðir frá aðalfundum Far-
fugladeildar Reykjavíkur og
Bandalagi íslenzkra farfugla, en
Frh, á 10. siðu.
HÚSFREYJAN
NÝKOMIN ÚT
TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN, 2.
tbl. 18. árg. er nýkomið út. Með-
al efnis í blaðinu er viðtal við
Elsu E. Guðjónsson, skráð af
Sigríði Thorlacíus. Þær ræða um
íslenzka þjóðbúninga í fortíð og
framtíð. Þorsteinn Þorsteinsson
lífeðlisfræðingur hefur unnið að
matvælarannsóknum á' vegum
Krabbameinsféíags ísiands, en í
Húsfreyjunni birtist brot úr
viðtali við hann um það efni og
greinar stúfur eftir Þorstein. —
Manneldisþátturinn fjallar að
þessu sinni um hrísgrjón; Sjóna-
bók húsmóðurinnar, mynztur og
saumgerð, prjónauppskrift að
barnafötum, kafli úr Skrúðgarða-
bókinni, grein um efnalaugar
eftir Sigrfði Háraldsdóttur og
margt fleira er í ritinu.
Bréf Rithöfunda-
sambands íslands
BRÉF Rnthöfundasambands
íslands, nr. 2, — maí 1967, barst
Alþýðublaðinu nýlega. Formaður
Rithöfundasambands íslands,
fylgir bréfinu úr hlaði og getur
það nokkurra breytinga, sem
orðið hafi á starfi og starfshátt-
um Rithöfundasambands íslands
síðan Bréf þess kom út í febrúar
1966. Þá eru birt lög um breyt-
ingu á og viðauka við lög um al-
menningsbókasöfn, sem sett voru
í apríl 1963. Sagt er frá' aðal-
fundi Bandalags íslenzkra lista-
manna og frá fundi Norræna rit-
höfundaráðsins. Birt eru lög um
list'amannalaun og taldir upp
þeir listamenn, sem fengu lista-
mannalaun að þessu sinni. Fleira
er í Bréfinu.
s> *
Geymið minningarnar fró sumarfríinu d Kodak filmu —■
þær gefa skírustu myndirnar.
Takið Kodak filmur með í ferðalagið — mest seldu filmur í heimi.
HANS PETERSENf
SÍMI 20313 - BANKASTRÆTI 4
Al Bishop í hring-
ferð um landið
HINN h'eimsfrægi bassasöngvari
AL' BISHOP er orðinn Reykvík-
ingum að góðu kunnur fyrir sinn
sérstæða söng. Undanfarið hefur
hann skemmt á Hótel Borg við
frábærar undirtektir og hrifn-
ingu. Hér ætlar þessi frægi kappi
að leggja land undir fót, ferðast
um landið og skemmta ásamt
einni af okkar vinsælustu dans-
hijómsveitum, Föxunum.
A1 Bisliop kom fyrst til ís-
lands átið 1959 með Deep Riv-
erboys og síðan ai'tur árið 1962,
en þá voru þcir í hnattferð og
höfðu aðeins stutta viðkomu, en
Reykvíkingum gafst þó aðeins
kostur á að heyra í þeim í bæði
skiptin. Árið 1963 hætti A1 Bis-
hop að syngja með Deep River-
boys og fluttist til Svíþjóðar en
þaðan til Noregs árið 1964 og
hefur skemmt á öllum 'Nbrður-
löndunum, og gefið út fjöldann
allan af plötum, sem allar hafa
náð mjög miklum vinsældum.
Sliku ástfóstri er hann búinn að
taka við ísland, að hann sagði,
að hann gæti vel hugsað sér að
setjast hér að.
Hljómsveitin FAXAR,
fer með A1 Bisliop um landið og
mun leika á dansleikjum, en þar
ætlar hann að skemmta. Illjóm-
sveitin er skipuð fimm ungum
og efnilegum liljómsveitarmönn-
um og heita þeir: Tómas Svein-
björnsson sóló-gitar, Páll Dung-
al bassi, Þorgils Baldursson
rythma-gítar, Þórhallur Sigurðs-
son trommur og Haraldur Sig-
j urðsson söngvari. — Þeir tveir
I síðastnefndu eru bræður.
A/óð og vanþóknun
ÞJÖÐVIL.TINN hefur skipt
um skoðun á atburðum og við-
horfum- fyrir botni Miðjarðar-
hafs — og mjög til hins betra.
Upphaflega mótaðist afstaða
kommúnistablaðsins af því, að
Rússar veittu Aröbum að mál-
um, en Bandaríkjamenn og ef
til vill Bretar hins vegar ísra-
elsmönnum. Þá skipti Þjóð-
viljann íitlu, þó að Ísraelsríki
sé heimsfræg sósíölsk fyr-
irmynd, en Arabalöndin ein-
kennist af einræði og kúgun,
hárðstjórn og fátækt. Komm-
únistablaðið á íslandi er löng-
um fjarstýrt.
Nú munu ritstjórar Þjóð-
viljans liafa sannfærzt um, að
málið sé ekki svona einfalt',
hyorki þeim né öðrum. Magn-
ús Kjartansson gerir það að
umræðuefni í forustugrein 1.
júlí og metur út frá nýjum og
skynsamlegum forsendum.
Slíkt er fréttnæm og virðing-
arverð nýbreytni af Þjóðvilj-
Atriðin þrjú.
Magnús Kjartansson nefnir
fjögur atriði, sem hann álítur
mikilvægust um ástand og
horfur fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Þrjú orka varla tví-
mælis. Þau eru þessi:
ísrael leggi ekki undir sig ný
landsvæði til frambúðar, Ar-
abaríkin viðurkenni ísrael sem
staðreynd, og vandi flóttafólks-
ins á þessum slóðum verði
leystur af ísraelsmönnum og
Aröbum í sameiginlegu mann-
rænu átaki.
Þessi afstaða er bæði sann-
gjörn og víðsýn. Um hana geta
naumast orðið deilur með þeim
þjóðum heims, sem vilja vinna
að farsælli framtíðarlausn
vandans fyrir botni Miðjarð-
arhafsins. Hitt er svo ann-
að mál, hvort svona vel tekst
til. Vandinn er margþættur og
-erfiður.
Fyrirvarirm.
Fjórða atriðið er fremur
merkilegt til sálskýringar en
úriausnar. Það er sú krafa
Magnúsar Kjartanssonar, að
Ísraelsríki einskorði ekki við-
skiptasambönd sín og efnahags-
tengsl við Vestur-Evrópu og
Bandaríkin. Þar kom hann með
sinn fyrirvara.
Hugsum okkur, að ísraels-
ríki fallist ekki á þetta skil-
yrði Magnúsar og haldi því á-
fram að verða í ónáðinni hjá
Þjóðviljanum. Verður Magnús
þá' ekki tilneyddur að fordæma
einnig þau ríki, sem ein-
skorða viðskiptasambönd og
efnahagstengsl við Austur-Evr-
ópu og þá hluta heimsins aðra,
sem lúta kommúnismanum? —
Maðurinn hefur þá nóg að gcra
að hella úr skálum reiði sinnar
eða getur einn aðili verið i
náðinni hjá Magnúsi Kjartans-
syni á' sömu forsendu og annar
kallar yfir sig vanþóknunina?
6- júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ g