Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 9
eggingin þarfnast a sýningarglugga ★ UNDIR UMSJÁ — OG ÖLL SAMTÖL HLERUÐ? i Hlutláusir sendiráðsiuenn í Ha- noi muldra í aðvörunartón, að hótelið sem einu sinni var frœgt og hct Metropol, en núna heitir það Thong Naht og þar hittast Austur-evrópskir sérfræðingar, Kúbumenn og aðrir „félagar” — sé áreiðanlega þannig útbúið, að hlustað sé á ö!l símtöl og hátalarár séu faldir í hverju her- bergi. Ég væri fús til aö veðja tíu flöskum af Lua Moi, þessu ódrekkandi vodka hérna, — að þetta er ósvikin James Bond rómantík. Þessir tortryggnu sendiráðs- menn ímynda sér, að stjórnar- völdin séu fullt eins forvit'in, þegar um er að ræða leyndar- mál Austur-Evrópumanna, en getur mönnum dottið í hug í al- vöru, að- Hanoistjórnin hafi nóga starfsmenn til þess að standa í svona gífurlegri „hler- un?” Og er hún fús til að sóa kröftum hæfra málamanna á svo löðurmannlegt starf sem að hlusta á hrotur gestanna og ein- tal um vandamál hversdagsins? Nei, menn hafa sannarlega um annað að hugsa. i ★ í BANDI ? Ekkert hindraði mig frá því að reika um Hanoiborg einn míns liðs, en af praktískum ástæðum er það fremur tilgangslaust stari'. Nú tala þar svo fáir frönsku, að gesturinn hefur sannarlega þörf fyrir túlkinn, — unglingínn, scm kemur strax á flugvöllinn og er síðan alltaf til tryggrar hjálpar. Og kann- ski er hann líka til þess að hafa gætur á gestinum? Að nokkru leyti, já', öðru leyti nei. Túlkurinn kom aöeins, þegar ég bað hann að. koma, — ég var einn rníns liðs, þegar ég ræddi við diplómata og starfsbræður. Þá fylgdi mér enginn skuggi, ncrna minn cigin. -*• FÆR MAÐUR AÐ SJÁ . ÞAÐ SEM MAÐUR VILL EÐA AÐEINS SÝNINGAR- GLUGGA GESTGJAF- ANNA? I Það cr úlbúin ferðaáætlun fyr- ir gestina — hér eins og í svo mörgum öðrum löndum bæði til hjálpar og trafala — og þar voru viss atriði svo sem fund- ur með erindrekum, sem gerðu nákvæma grein fyrir „banda- rísku stríðsglæpunum.” Þetta leit út fyrir að verða fremur tilgangslausar endurtekningar, en gestgjafarnir féllust á það möglunarlaust að endurskoða á- ætlunina. Nokkrar óskir mínar voru aldrei uppfylltar. Ég fékk ekki að hitta „spánnýjan” ame- rískan, handtekinn l’lugmann og færzt var undan því að gefa upp tölur varðandi handtekna ameríska flugmenn. Jafnvel á ferðunum ,úti á landi var fylgt ákveðinni áætlun: Hitt þekkti ég ai'tur frá’ frásögnum fréttaritara, — ferð i samvinnu- þorp, fundi með lietju heima- varnarliðsins, sjúkrahús, sem sprengjum hafði verið varpað á, en allt þetta veitti mér þó nok'kuð af því, sem ég vildi reyna. En þeir féllust líka fús- lega á breytingar á áætluninni, til dæmis fórum við erfiðar jeppaferðir í morgunsárið til þorpa, sem orðið höfðu fyrir sprengjuárás, en þær fcrðir voru alls ekki á áætlun gestgjaf- anna. Auðvitað vildu þeir sýna eyði- legginguna, þjáningu óbreyttra fcorgara, en þetta varð ekki, eins og Bandaríkjamenn ímynda sér oft, mcð þeim hætti. að gesturinn væri teymdur áð fá- einum sýningargluggum. Þorp og bæi, sundurmalaða af sprengjum er alls staðar að sjá, eyðileggingin þarfnast engra sýningarglugga. Tjaldið er heimili yðarí viðlegunni VANDIÐ ÞVÍ VALIÐ 5 manna fjölskyldutjöldia með bláu aukaþekjunni eru hlý, enda gerð fyrir íslenzka veðráttu. — Kosta aðeins kr. 3.790.00. Hústjöld, svefntjald og stofa, á aðeins kr. 5.850.00. Manzard-tjöld og burstarlöguð tjöld, margar stærðir. Teppa-svefnpokar — Gasprímusar — Pottasett — Nestistöskur. Kynnið ykkur verðið á viðleguútbún- aðinum okkar. Verzlið þar sem hagkvæmast er. Verzlið þar sem úrvalið er. PndTSFNTHTM Rýmingarsalan hjá Toft - p Höfum nú bætt í söluna nokkur hundruð GALLAÐAR PEYSUR ] á börn og fullorðna og seljast þær fyrir brot af verðinu. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 8. Verksmiðjan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17. júlí til 10 ágúst. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F. Franskir bakpokar Franskir baknokar — Tjaldborð og stólar, Tjald- os sólbekkir — Gasprímusar. Pottasett — Gúmmíbátar. Veiðlstengur og tilheyrandi. 6- júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.