Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 13
KÓMvioÁSB'm
íslenzkur texti.
OSS 117 í Bahla
Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd
í litum og Cinemascope segir
frá baráttu við liarðsvíraða upp-
reisnarmerin í Brasilíu.
FREDERIK STAFFORD.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð' innan 16 ára.
Öldur óttans
(Floods of fear)
Feiknalega spennandi og at-
burðarhröð brezk mynd frá
Rank.
Howard Keel
Anne Heywood
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn.
ÖTTAR YNGVASON/ hdl.
BLÖNDUHLÍÐ I, SfMI 21296
VIÐTALST, KL. 4—6
MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖR9
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til að skrá
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bíla- og
Búvélasalan
v/Miklatorg, sími 23136.
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
menn eru ekki þér líkir. Þeir
eru aðeins skuggamyndir og
bergmál. Þú ert þú sjálf.
Ég fór að tala. Hann hlustaði
á mig og spurði af og til. Var
pabbi minn ánægður með starf
mitt?' Hann þekkti Midge de
Lacey og hló að lýsingu minni
á sambýli okkar.
Ég naut þess að tala um
sjálfa mig við einhvem, sem
virtist hafa áhuga, samt lauk ég
máli mínu á orðunum:
— Ekki skil, ég hvers vegna
þú nennir að hlusta á þetta.
— Vertu ekki að fiska.
— Ég skil þig ekki
— Er það ekki Júlía: Þá kem-
ur fiskurinn. . . „Ég elska að
hlusta á þig tala um þig, af
því að þú ert einstaklega aðlað-
andi“.
Ég roðnaði. — Ég var ekki
að biðja um þetta.
— Ég var að stríða þér, sagði
hann skyndilega — Ég er svo
vanur leikkonum og ég get ekki
stillt mig um. . . svona, svona.
Hann klappaði á hönd mína og
mér fannst ég barnaleg og
heimsk.
— Hvert er samband þitt við
Alexander Jón? spurði ég. —•
Vinna? Hvað gera frægir blaða
menn við tímann? Ferðast?
— Ég er ekki frægur Trish
segir það. Hún smyr allt með
sultu. Já, ég ferðast. Fyrir sex
eða sjö árum fannst mér það
ágætt. En nú er það breytt. Mér
leiðist. Og flestir, sem ég hitti
eru leiðinlegir Mér finnst þú
minnst leiðinleg svo ég segi
sannleikann.
— Af því að ég fór í taugarn-
ar á þér.
— Nei. Alls ekki. Það er auð-
velt að fara í taugarnar á mér.
Svo bætt! hann hugsandi við.
— Sennilega vegna þess að þú
vilt mér ekki neitt. Það er gott
að horfa á andlit þitt og vita
áð þig langar ekki til að vera
stjarna, þú átt ekki frægan
stjórnmálamann fyrir eiginmann,
þú vilt elcki selja verk þín eða
hugmvndir. Þú ert bara fljót-
færa, litla Júlía.
— Hvað ætlarðu að skrifa
um það?
Hár hans var brúnt og glans-
andi.
— Ég hef engan áhuga fyrir
kvikmyndum Jamesar. Ég hef
áhuga fyrir honum sem manni.
Ég er hræddur um að það sem
■ég- er að skrifa sé frekar leið-
inlegt.
— Móðgast þau þá ekki;
— Ég skal ganga með þér
heim, sagði hann.
‘— En ég get vel. . '.
— Það er alltof langt og
d’mmt til að þú farir ein Þú
tekur þá bara einhvern annan
■ á löpp.
Máninn skein í heiði og það
blikaði á hvíta steinana á veg.
inum. Hann gekk stórstígur við
hlið mér og ég hljóp á eftir
lionitm. Ég minntist þess, að
ég var eins og hver annar hvolp
ur.
Við gengum inn hliðið og eft-
ir triágöngum, þar sem glitraði
Við gengurn inn hliðið o^
eftir trjágöngum, þar sem
6- júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^
glitraði á lituð ljósker. Hann
fussaði.
— Þetta er Tris líkt, sagði
hann. — Hún er sambland
góðs og lélegs smekks. Drottn-
ing smáborgaranna.
Útidyrnar stóðu opnar, ekk-
ert heyrðist. Trish og James
voru víst enn upi borð í snekkj-
unnj.
— Góða nótt, Júlía. Þakka
þér fyrir að vera einkalögreglu-
maður minn.
Ég rétti fram höndina, en
hann kyssti mig. Hann snart
lauslega varir mínar réttara
sagt.
— Góða nótt, litla slúlkan
mín. Hann gekk á brott.
Ég hljóp upp til herbergis
míns og þegar ég vaknaði
morguninn eftir minntist' ég
fyrst kossins, sem skipti hann
svo litlu máli og sem ég hafði
þráð svo mjög.
SJÖUNDI KAFLI.
— Húsið hérna líkist baði.
Fyrst fylla þau það, svo hleypa
þau vatninu úr og fólkið flýtur
út.
Lúcíana var komin í gott
skap. Mér leið aftur eins og
mér hafði liðið heima í Man-
chester.
— Bíddu og talaðu við mig.
Hvað var að í gær?
— Ekkert.
— Segðu sannleikann, Lúcí-
ana.
— Það er ekkert' að segja.
— Ilvar er frúin? spurði ég
og reis á' fætur,
— í rúminu með sítrónusaf-
ann sinn. Ég bíð í fimm mín-
útur en ég sezt ekki.
— Þú ert svo tilgerðarleg.
Hún hellti mjólk í kaffið
mitl'. — Þú hefur ekki litið upp.
Ég gerði það án þess að skilja
við hvað hún átti. Sólin var
horfin og himinninn var grár
að skýjum. Þoka huldi hafið.
— Þú getur ekki unnið úti
í dag. Ég kveikti á ofninum.
Það er kalt hér í rigningu.
— En skelfilegt.
— ísóla i rigningu er skelfi-
leg. Flesta ferðamennina langar
til að fremja sjólfsmorð.
Ég flissaði. Hún leit hæðnis-
lega á1 mig og sagði: — Þú
komst ánægð heim í gær með
hr. Lane.
— Ég vildi þú vissir ekki alla
hluti. Það er andstyggilegt að
geta aldrei komið þér á óvart.
— Og hræðilegt' að hitta ó-
kunnuga menn.
— Þið ítölsku stúlkurnar tal-
ið aldrei við neinn, sem þið
hafið ekki verið kynntar form-
lega fyrir.
— Við kynnumst nægilega
mörgum samt, andvarpaði hún.
Marcello sá þig. Hann sér allt.
Hann heldur að hann eigi eyj-
una.
— Þykir þér vænt um hann?
Nú var röðin komin að Lúcíönu
og mér fannsl rétt að minnast
á ástina meðan ég borðaði apri-
kósusultuna.
En Lúcíana var hvorki sæt
né elskuleg og hún fór aftur
að tala um Bob. Ég sagði henni
alla söguna og hún gleymdi því,
að hún hafði ekki ætlað að setj-
ast. Vindurinn blés í trjárium.
— Þessi stúlka, sem hann
er að leita að. Það er ekki ást-
arævintýri, sagði Lúcíana hugs-
andi. — Hann þekkir hana ekki.
Þetta er ekki heldur skynsemis-
hjónaband. Englendingar giftast
ekki þannig og þá hefðu for-
eldrar stúlkúnnar kynnt þau.
Brostu ekki. Mörg góð hjóna-
bönd hafa byrjað á þann hátt.
Foreldrar mínir kynntust þann-
ig-
— Þú minnist aldrei á fjöl-
Reynslan á pólsku tjöldunum
s.l. sumar hefur sannaÖ
gæði þeirra
skyldu þína.
— Nei, ég geri það ekki. —
Þetla er allt vegna skrifa þessa
Bobs þíns. Hann ætlar að skrifa
grein um liana. Hann skrifar
eitthvað hræðilegt um Frúna, ef
hún lætur hann komast upp með
það.
Lúcíana sá of mikið. Áður en
ég komst til að svara, sagði
hún:
— Rigning. Ég fer og byrgi
gluggana.
Ég hafði rétt tíma tii að
sækja borðið og stólana áður
en regnstormurinn brast á. —
Regnið dundi á svölunum og
-vindurinn lamdi greinum
trjónna í gluggann minn.
Þegar ég var búin að klæða
mig fór ég niður stigann í átt-
ina þangað sem ég heyrði mál-
róxi ^Famesar. Hann sat á skrif-
stofu sinni og var að tala við
de Witt.
— Ég þarfnast þín fljótlega,
Júlía, sagði hann, þegar ég kom
inn. — Seztu, seztu. Hann var
farinn að heimta að ég væri
alltaf hjá honum og nota hvert
tækifæri til að koma í veg fyrir
að ég færi eitthvað annað. —
Barnavagnar
Nokkrir gallaðir barnavagnar
seljast mjög ódýrt.
Sendum gregn póstkröfu
HEILDVERZLUN
PÉTURS PÉTURSSONAR
Suðurgötu 14. Síml 21 0 20.
ALLT TIL SAUMA