Alþýðublaðið - 06.07.1967, Side 14
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Á mánudag verður dregið í 7. flokki.
2.200 vinningar að fjárhæð 6.200.000 krónur.
Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn.
Bappdrætii Háskóla íslands
7. FLOKKUR
2 á 500.000 kr.
2 á 100.000 —
74 á 10.000 -
298 á 5.000 —
1.820 á 1.500 —
Aukavinningar:
4 á 10.000 kr.
2.200
1.000.000 kr.
200.000 —
740.000
1.490.000 —.
2.730.000 —
40.000 kr.
6.200.000 kr
Hraðbrautir 'W
Frh. af 3. síðu.
tir, en Krmglumýrarbraut, sem
Iögð verður áfram yfir Bústaða-
Iiæð og til Kópavogs, látin taka
Iilutverki hans. Þaðan mun vegur-
fnn liggja áfram til Hafnarfjarð-
ar á svipuðum slóðum og hann
ér nú.
Áætlað er að brautinni gegnum
Kópavog verði lokið á þremur til
íjórum árum. Kostnaður við fram
kvæmdina værður u.þ.b. 70 millj-
ónir. og ver Kópavogskaupstaður
til hennar öllum benzínskatti sín-
um fram til 1970, en hluta hans
eftir það Ríkið leggur til %
hluta af 10% sjóði fram til 1970,
en eftir það gengur hann allur
til greiðslu á lánum til vegalagn-
ingarinnar sem ríkið útvegar og
ábyrgist. 10% sjóður er sá hlut'
benzínskatts sem samgöngumála-
i'áðherra hefur til umráða.
Verkfræðistofa Stefáns Ólafs-
sonar hefur annazt undirbúning
að útboðslýsingu verksins og
mun skila henni í þessum mán-
•uði.
Nokkrar stórbrýr eru í bygg-
igu, þar á meðal yfir Jökulsá á
Breiðamerkursandi, byrjað var
á benni í fyrra og smíði hennar
langt komið. Verið er að byggja
brú vfir Brúará hjá Spóastöðum
og leggja veg að henni. Smíði
þessarar brúar var frestað á síð-
asta ári vegna athugana á öðrum
brúarstæðum, sem betur hen,t-
uðu framtíðarskipulagi í Skál-
liolti, en endurbygging brúar
skammt fyrir ofan gömlu brúna.
Horfið var frá því að færa þjóð-
veginn hjá Skálholti suður og vest
ur fyrir staðinn og því ekki talin
ástæða til að færa brúna neðar.
í júní var hafin smíði brúar á
Fnjóská hjá Hrísagerði. Þar er
yfir sumarmánuðina um 500 bíla
umferð á dag og er því vegurinn
þar kominn í tölu hraðbrauta og
verður brúin því byggð með tveim
ur akreinum. — Ráðgert er að
byggja brúna að mestu í ár, en
þó verður henni ekki að fullu
lokið fyrr en á næsta ári.
Byrjað var í júní á brú yfir
Eldvatn á Ásum, en þar var byggð
ný brú 1965. Var það 54 metra
iöng brú og kom í stað 24 m.
járngrindabrúar, sem byggð var
1910. í hlaupi, sem kom í Skaptá
í lok nóvember 1966, sópaðist
burtu klettur í miði’i ánni, sem
gamla brúin hafði staðið á og
einn af millistöplum nýju brúar-
innar. Við þetta seig brúin mik-
ið og varð ófær til umferðar. í
flóðinu lækkaði farvegur árinn-
ar um 5 m. og foss, sem vei'ið
hafði nokkru neðan við brúna
færðist upp fyrir hana.
Við könnun hraunhellunnar,
sem er austan við ána, kom í Ijós,
að hún er 15 m. þykk, en undir
RÓSAMUNDU GUÐMUNDSDÓTTÚR
María Ástmarsdóttir, Magnús Ástmarsson,
Ingólfur Ástinarsson, Elín Ástinarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn,
PÓLSKU TJÖLDIN
„rjúka út“
en fjúka ekki
henni er 7 m. þykkt lag af jarð-
vegi. Hefur sá jarðvegur verið
fyrir, þegar hraunið rann með-
fram Skaptártungu 1789. Engin
leið var að sjá þetta fyrir, þar
sem hvergi í gljúfrinu var ann-
að að sjá en heila klöpp.
í lok janúar hrundi annar milli
stöpull brúarinnar, sem stóð á
austurbakka árinnar og hrundi
þá öll yfii’bygging brúarinnar. —
Brúin er endurbyggð á sama stað,
en verður lengd um 10 m. austur
í hraunið, en stöplarnir að vestan
notaðir. Kostnaður er áætlaður 3
millj kr.
í maí var og byrjað á brú yfir
Jökulsá á Sólheimasandi, en þar
var byggð brú á árunum 1921 —
22 og höfð löng vegna jökul-
hlaupa, sem í ána komu.
Farvegur árinnar er mjög grýtt
ur á brúarstæðinu og þegar brúin
var byggð voru engin tök á að
grafa svo djúpt sem þurft hefði
fyrir stöplum, þar sem eingöngu
var um að ræða handverkfæri.
Af þessum sökum hefur áin
grafið undan stöplum nokkrum
sinnum. Árið 1945 lokaðist brúin
á aðra viku af þessum sökum, og
seig þá landstöpull brúarinnar
um 1 m. Haustið 1965 hrundi vest
urlandstöpull brúarinnar og var
hún þá stytt um eitt haf eða um
20 m. í janúar s. 1. gróf enn und
an einum millistöpli með þeim
afleiðingum, að öll umferð teppt-
ist á aðra viku. Þar sem brúin á
Jökulsá er cina samgönguleiðin
fyrir alla byggðina í V.-Skapta-
fellssýslu, var talið óhjákvæmi-
iegt að endurbyggja brúna þcgar
á þessu ári. því að í nýju flóði
gæti hæglega svo farið, að brúin
hryndi alveg og það gæti tekið
marga mánuði að koma upp bráða
birgðabrú-
— Vei’ður brúin endurbyggð
nokkru neðar við gömlu brúna,
þar sem reka má staura undir
stöpla. Kostnaður er áætlaður 12
millj. kr.
Af smærri brúm í byggingu
má nefna brýr yfir Flókadalsá
hjá Brúsholti, Dýrastaðaá í Borg
arfirði, Reykjafjarðará og Kjós-
ará í Strandasýslu. Svartá hjá
Stafnsrétt, Norðurdalsá hjá Tó-
arseli, Holtsá undir Eyjafjöllum,
Rauðalæk í Rangárvallasýslu,
Gljúfurá og Bakkarholtsá í Ölf-
usi. Ráðgert er að reisa brú yfir
Hvítá í Borgarfirði á næsta ári
og þá ekki hjá Kljáfossi eins og
áður var ætlað heldur hjá' Bjarna
stöðum.
Eins og áður er sagt, hefur
enn ekki verið aflað fjár til bygg
ingar hraðbrauta, en unnið hefur
verið fyrir lánsfé við Reykjanes-
braut hjá Breiðliolti og lokið er
við að tengja saman Keflavikui'-
veginn hjá Setbergi.
Búið er að ákveða legu Vest-
urlandsvegar upp að Kollafirði og
á hann að liggja í framhaldi af
Miklubraut yfir Elliðaár, — litlu
sunnar en gömlu bi’ýrnar eru fylg
ir síðan gamla veginum upp að
Grafarholti og að Korpu, þaðan
niður fyrir undir Korpúlfsstaði og
síðan yfir Leiruvoginn. Unnið er
að vegaframkvæmdum í Hval-
firði svo og samkvæmt Vestfjarða
áætlun á Breiðadalsheiði, Þing-
mannaheiði,' á veginum út í Bol-
ungavík við veginn út á flugvöll-
inn á ísafirði og verið er að fóðra
Strákagöngin við Siglufjörð.
Kísilgúr
Framhald af 1. síðu.
örari en áætlað 'hefði7 verið, og
það sem er ekki síður athyglis-
vert, byggingarkostnaður verður
sennilega 10-12 prósent undir
áætlun. Ástæðurnar kvað hann
vera góðan undirbúning og skipu
lag verkfræðifyrirtækisins Kais-
er-Canada, 'hagkvæm innkaup,
framúrskarandi gott starfsfólk og
ekki hvað sízt það, að allt fjár-
magn var fyrir hendi í upphafi
verksins.
Þegar full starfsemi er hafin
verða ársafköstin 30 þúsund tonn,
en samkvæmt markaðsverði í
dag væru framleiðsluverðmæti
verksmiðjunnar þannig um það
bil 148 milljónir króna.
Dr. Einar Tjörvi Elíasson, sem
ráðinn hefur verið yfirverkfi'æð-
ingur Kísilgúrverksmiðjunnnar
sagði, að það svæði, sem nú er
dælt úr botnleðju ætti að duga til
næstu fimm ára, en síðan yrði
hráefni tekið á svæði með eins
kíiómeters radíus og þar væri
forði til 25 ára.
&
SKIPAÚTGf.RB RlKi&INS
M/S Heróubreiö
fer vestur um land í hringferð
11. þ.m. Vörumóttaka á fimrntu-
dag og föstudag til Patreksfjai’ð-
ar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þjng
eyi’ar, Flateyrar, Suðureyrar, Bol
ungarvíkur, ísafjarðar, Ingólfs-
fjarðar, Norðurfjarðar, Djúpu.
víkur, Skagastrandai’, Blönduóss,
Siglufjarðar, Ólafsfjarðai’, Gríms
eyjar, Kópaskers, Bakkafjarðar
og Borgarfjarðar Farseðlar seldir
á mánudag.
M/S ESJA
fer austur um land í hringferð
12. þ.m. Vörumóttaka á fimmtu-
dag og föstudag til Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur. Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Reyðai’fjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjai’ðar, Seyðis-
fjarðar, Vopnafjarðar, Þórshafn.
ar, Raufarhafnar, Akureyrar, og
Siglufjai’ðar. Fai’seðlar seldir á
föstudag.
Ms Herjólfur
fer til Vcstmannaeyja og Horna.
fjarðar 12 þ.m. Vörumóttaka til
Ilornafjarðar á þriðjudag.
Blaðaútburður
Drengur eða telpa óskast til ad bera
Alþýðuhlaðið ti! kaupenda við
Laufásveginn.
[HKÍICÍP
Sími 14900.
14 6- júlí 1967 —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ