Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 4
Rltstjörl: Benedikt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingasfmi:
14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsiö vlð Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja
Alþýðublaösins. Simi 14905. — Áskriítargjald kr. 105.00. — t lausa*
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlno.
KANADA
HINN 1. júlí síðastliðinn voru liðin 100 ár síðan
brezk'a þingið samþykkti Norður-Ameríkulögin, sem
sameinuðu fjögur fylki í eitt ríki, Kanada. Fylkin
voru Ontario og Quebec (áður kölluð Efra- og Neðra-
Kanada), Nova Scotia og New Brunswick. Á tímabil
ínu 1870 til 1905 bættust við Manitoba, British Colum
bia, Prince Edward Island, Alberta og Saskatchewan,
og loks Nýfundnaland árið 1948.
Við þessi fylki hafa bætzt víðlend héruð í norðri,
sem ná allt að íshafi. Kanada er nú annað stærsta ríki
jarðar, hundrað sinnum meira að flatarmáli en ísland.
íbúarnir eru enn aðeins um 20 milljónir, en framtíðar
möguleikar bæði hvað snertir landrými og náttúru-
auð virðast nær takmarkalausir.
Saga Kanada hefur verið ærið viðburðarík. Hún
mótaðist fyrst af frönsku en síðan brezku landnámi,
nábýli við Bandaríkin og jafnvel af orustum á vígvöll
um Gamla heimsins. Nýja Frakkland varð að brezkri
nýlendu, sem um síðir varð samveldislandið Ka’nada.
Milljónir nýrra landsmanna bættust við hinn brezk-
franska stofn, og byggðin teygði sig vestur frá At-
lantshafi til Kyrrahafs.
Kandadísk þjóðarmeðvitundhefur aukizt,þjóðin sam
einazt um nýjan fána, um nýja menningu og ný stór
átök á sviðum tækni og vísinda. Þó hafa hin franska
og hin brezka arfleifð ekki runnið saman og oft hefur
samkomulag verið ískyggilega erfitt. Vaxandi vonir
eru nú til þess, að sambúðin muni ekki aðeins haldast
heldur batna, enda sameini allt hið nýja án þess að
spilla því, sem gamalt er.
íslendingar hafa síðan 1872-73 haft sérstök tengsl
við Kanada. Þá hófst landnám íslendinga þar vestra,
og fluttu á næstu áratugum þúsundir landa okkar
til Kanada. Hafa Íslendingar fengið orð fyrir mikinn
d.ugrtað, fyrir að koma börnum sínum til mennta og
leggja Kanada til ágætt fólk á mörgum sviðum þjóð-
lífsirs.
Kanadamenn hafa á síðustu árum látið meira og
•meiiia tii sín taka á sviði alþjóðamála. Þeir hafa átt
og eiga góðum mönnum á að skipa í þeim efnum, og
.hefur tekizt að vinna jöfnum höndum traust smáþjóða
og stórvelda. 1 ýmsum veigamiklunx málum hafa Is-
Íendingar talið tillögur Kandamanna hinar vænleg-
ustu og stutt þær, enda hefur samband landanna ver
ið váxancli.
Amb.assador Kanada í Noregi og á íslandi, J. P. Sig
valdason, dvelst þessa daga í Reykjavík, og verður ald
arafmælis Kanada þá minnzt. Innan skamms fer For
seti íslands, Ásgeir Ásgeirsson í opinbera heimsókn til
Kanada, og með honum utanríkisrýðherra, Emil Jóns
son. i
íslendlngar árna Kanadamönnum heiila á afmæli
þ.eirra.
Stór kvenskómarkaður í Kjörgarði
Ódýrir kvensandalar og töfflur. — Verð frá kr. 198.
SiiÓKAUP KJÖRGARÐI
KARLMANNASKÓR
Enskir, þýzkir og franskir. — Stórglæsilegt úrval.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
Enskir, þýzkir og franskir
KVENSKÓR í miklu úrvali
SKðVAL Austurslræti 18
(Eymundssonarkj allara).
KVENSKÓR með innleggi
mjög þægilegir og vandaðir. — Ljósbrúnir, dökkbrúnir, svartir.
SKÓVAL Austurstræti 18
(Eymundssonarkjallara).
★ KEÐJUBRÉFAFARALDUR
ENN.
Um þessar mundir virðast vera á
ferðinni hér á landi, að minnsta kosti tveir keðju-
bréfaíaraldrar, þar sem mönnum er hótað öllu
illu, ef þeir rjúfi keðjuna og sendi ekki frá sér
þetta fjögur til tíu bréf.
Keðjubréfin eru ákaflega hvim-
leiður faraldur, þegar bezt lætur, en þó tekur í
hnúkana, þegar í þeim eru hótanir. Fyrir skömmu
fékk ég bréf þar sem mér var tjáð, að ég skyldi
taka afrit af þvi og senda síðan, ég man ekki livort
var fjórum eða fimm kunningjum mínum. Sagt
var að bréf þetta væri búið að fara fjórum sinnum
kringum hnöttinn, og þeir sem voguðu sér að
hunza það, hefðu sannarlega hlotið verra af. —
Þannig var nafngreindur kvikmyndaleikari, sem
hefði rofið keðjuna og liefði hann fyrir vikið tapað
einum fimmtíu þúsund dollurum.
★ SENDIST Á TÍU STAÐI.
Ekki veit ég hvort ég er svo sér-
staklega vinsæll hjá þeim sem standa fyrir þessu,
nema hvað um það — í gær var laumað í póst-
lcassann minn ófrímerktu bréfi með fallegri bæn
og guðsblessan, sem mér var uppálagt' að senda
þegar í stað til tíu annarra manna og uppáleggja
þeim, að senda til annarra tíu hverjum um sig. Ál
eftir bæninni fylgdi fallega orðuð hótun um a3
illa kynni fyrir mér að fara, ef ég ekki þegar í sta3
sendi bréfið áfram til tíu annarra manna.
Ef ég hins vegar sendi bréfið á*
fram átti happ mikið að henda mig á tíunda degi.
Ég býst við að þetta bréf hafni í ruslakörfunni
minni, eins og fyrra bréfið. Ekki man ég til þess
að neitt slæmt hafi hent, þótt ég fylgdi þar ekki
keðjureglunum, heldur þvert á móti.
Því miður er ég ekki svo lögfróð-
ur, að ég viti hvort það varðar við lög, að senda
mönnum slíkar hótanir í pósti. Ég veit hins vegar
að sums staðar erlendis er það svo, og í sumum
löndum eru slík keðjubréf með öllu bönnuð.
Yæri það nú sannarlega hið þarf-
asta verk, ef póstyfirvöld hér á landi létu eitthvað
frá sér heyra um þetta má’l, og skýrðu jafnframt
frá því, hvort' sending slíkra hótanabréfa varðar
ekki við lög. Fyrra keðjubréfið var undirritað með
nafni, en það sem mér barst í gær var hins
vegar nafnlaust og óundirritað.
Ekki mun standa á' því að birta
svar Póststjórnarinnar liér í þessum dálkum,
þegar þar að kemur.K a r 1,
4 7. júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ