Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 10
KAUPGREIÐANDI
ABYRGUR
Minnmgarorö:
Albert Guðmundsson
FYRIR SKÖTTUM STARFSFÓLKS
NÝLEGA hefur í fógetarétti
Reykjavíkur verið kveðinn upp
úrskurður í lögtaksmáli, er höfðað
vax á hendur kaupgreiðanda, sem
vanrækt hafði að tilkynna Gjald-
-iheimtunni um starfsmann, er
■hann hafði ráðið til vinnu og lát-
ið hjá líða að halda eftir af kaupi
hans.
Þykir rétt að vekja athygli á
úrskurði þessum í því skyni, að
þeir aðilgr, sem hlut eiga að máli,
geri sér ljósar þær reglur, sem
hér um gilda.
Atvik málsins eru í aðalatriðum
þau, að útgerðarmaður einn hér í
borg réði til sín matsvein um
tveggja mánaða skeið á vorvertíð
1966. Hvorki var Gjaldheimtunni
tilkynnt um ráðningu manns þessa
né heldur um það, hvenær hann
lét af störfum, en þá nam skuld
gjaldandans við Gjaldheimtuna
1964-1966 kr. 42.025,00. Árang-
urslaust lögtak var gert hjá gjald
anda sjálfum þ, 3. okt. 1966.
Upp úr áramótum s. 1., er fram-
töl lágu fyrir, var Skattstofa
Reykjavíkur beðin um upplýsing-
ar um eignir mannsins og tekjur
á lárinu 1966 og kom þá fram, að
gjaldandinn var eignalaus og að
aðallaunagreiðandi hans á árinu
Í966 var fyrrgreindur útgerðar-
maður, sem hafði greitt fhonum
kr. 42.400,00 í vinnulaun • fyrir
starf hans.
Með bréfi, dags. 24. apríl >s. 1.,
krafði Gjaldheimtan útgerðar-
manninn um kr. 25.000,00, sém
hún taldi hann hafa átt að halda
eftir af launum þessa starfsmanns
á árinu 1966.
Útgerðarmaðurinn mótmælti
kröfunni, en Gjaldheimtan krafð-
ist lögtaks og var málið tekið til
úrskurðar í fógetarétti þ. 26. júní
s. 1.
í úrskurði fógeta segir svo, m.a.:
. Gjaldheimtan í Reykjavík tók
itil starfa 1. sept. 1962 og féllu
þá til hennar allar skyldur, sem
innheimtumönnum ríkissjóðs,
sveitarsjóða og opinberra stofnana
eru lagðar á herðar lögum samkv.,
svo og allar heimildir, sem þeim
eru veittar til þess að framfylgja
gjaldheimtunni.
Með ofannefndum lögum og
reglugerð kemur fram ótvíræður
vilji löggjafans um það að sam-
ræma reglur þær og ákvæði, er
gilda um innheimtu allra þeirra
gjalda, er Gjaldheimtan í Reykja
vík innheimtir skv. innheimtu-
seðli. Þessi gjöld eru nú sextán
að tölu, þ.e.a.s. tekjuskattur,
eignaskattur, námsbókagjald,
kirkjugjald, lífeyrissjóðsgjald,
slysatryggingagjald, iðnlánasjóðs-
gjald, alm. tryggingasjóðsgjald,
tekjuútsvar, eignarútsvar, að
stöðugj ald, atvinnuleysistrygginga
gjald, kirkjugarðsgjald, launa-
skattur, sjúkrasamlagsgjald, ið-
naðargjald. Ennfremur leggur lög
gjafinn laungreiðendum þær
skyldur á herðar, að þeir ábyrg-
ist þessi gjöld launþega sinna
sem um þeirra eigin gjöld væri
að ræða, þó í vissu hlutfalli við
launagreiðslur þær, er þeir inna
af hendi, að því er eftirstöðvar
skattskulda varðar. — Jafnframt
veitir löggjafinn launagreiðendum
þær heimildir, að þeir megi halda
Þftir ákveðnum hluta greiddra
launa til þess að standa undir
þessum skyldum sínum. Ekki verð
ur séð að það hafi nein áhrif á
þessar skyldur launagreiðenda,
þótt þeir notfæri sér ekki þessa
heimild sína. Þessi skylda launa-
greiðenda er ekki véfengd í máli
þessu, heldur aðeins hversu langt
hún nær og hvort ihún nær til
allra þeirra gjalda, sem tilgreind
eru á gjaldheimtuseðlinum. Líta
verður svo á, að sá vilji löggjaf-
ans komi ótvírætt í ljós í ofan-
nefndum lögum og reglugerðum,
að hún nái jafnt til allra þeirra
AMERÍSKI milljónamærings
sonurinn Theodre Gunter fórn
aði milljónaarfi til þess að
geta gifzt æskuást sinni, hinni
tvítugu Christinu Frangeskou,
dóttur leigubílstjóra frá Kýp-
ur, — en faðir hennar var áð-
ur einkabílstjóri Guntersfjöl.
skyldunnar. Guntershjónin
voru svo andvíg ráðahagnum,
að þau gerðu soninn arflaus-
an.
'10 7- J'úlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
gjalda, er tilgreind eru á gjald-
heimtuseðlinum. Og skv. f.-lið 4
gr. regiug. nr. 95, 1962, skal hald-
ið eftir % af því kaupi, sem til út
borgunar á að koma hverju sinni
hjá gjaldanda, sem ekki hefur
fyrir heimili að sjá, sé um eftir-
stöðvar að ræða. Verður ekki ann
að séð, en mál þetta falli fullkom
lega undir þennan lið. Þá er enn
fremur sú skylda lögð á herðar
launagreiðenda, að þeir tilkynni
innheimtumönnum um það, er
gjaldendur hefja vinnu hjá þeim
og einnig er þeir hætta vinnu.
Þessa skyldu sína hefur gerðar-
þóli í máli þessu algjörlega van-
rækt, enda þótt honum ætti að
vera kunnugt um hana vegna til-
kynninga þeirra og auglýsinga, er
Gjaldheimtan í Reykjavík hefur
látið frá sér fara til hvers ein-
sta'ks gjaldanda og þeirra allra
sameiginlega. Skv. launamiða
þeim, er gerðarþoli sendi skatt-
stofunni í Rvík. um greiðslur sín-
ar á vinnulaunum og orlofsfé,
greiddi hann starfsmanni sínum
samtals kr.42.400.-. Að þessu at-
huguðu verður að telja, að krafa
Gjaldheimtunnar í Rvík um á-
byrgð gerðarþola og skyldu til
þess að greiða til hennar upp í
ógreidd gjöld starfsmannsins kr.
25.000,00 hafi fulla stoð í lögum.
Ennfremur verður að líta svo á,
að krafa gerðarbeiðanda um
dráttarvexti eigi sér stoð í lögum.
Skv. 10. gr. reglug. nr. 95, 1962 má
Framhald á bls. 14.
Þðkkarávarp
ÞÖKK, — þökk, — þökk. Já,
ástúðarþakkir færi ég ykkur öll-
um vinum mínum, börnum,
vandamönnum og samstarfs-
mönnum, sem glödduð mig og
veittuð mér blessun ykkar á 75
ára aldursmarki mínu.
Þó ég nefni engin nöfn, eiga
allir óskiptar þakkir mínar, en
samstarfsfélögum mínum hjá
Rafveitu Hafnarfjarðar, færi ég
þó sérstakar þakkir, fyrir hina
ihöfðinglegu gjöf þeirra, er þeir
skrýddu úlnlið minn með gull-
úri með ósk um að ég bæri það
með góðri heilsu til hárrar elli.
Þakkir mínar til ykkar allra
og þjóðar vorrar færi ég í bæn-
inni:
Drottinn, ó, Drottinn,
lát þú ljós þitt lýsa,
landið yfir elds og ísa,
inn í sérhvern bæ.
Þitt kærleiks ljós í hjarta oss
hýsa.
— Herra, svo megnum við
villtum vísa
veginn, — yfir land og sæ.
Hafnarfirði, júlí 1967.
Kristján Dýrfjörð'.
Sveinseyri, TáiknafirSi
í DAG er til moldar
borinn að Stóra-Laugardals-
kirkju, Albert Guðmundsson frá
Eyrarhúsum í Tálknafirði. Hann
var sonur merkishjónanna Guð-
mundar Jónssonar, bónda og
kaupfélagsstjóra að Sveinseyri í
sem lézt 1954 og Guðríðar Guð-
munQsdóttur frá Selárdal í Arn
arfirði, sem lézt háöldruð í
sjúkradeild Hrafnistu 4. þ.m. og
fylgjast þau að til 'hinztu hvíld
ar. Albert var- eitt af sjö börn
um !geirra hjóna fæddur 5. 11.
1909 á Sveinseyri. Með honum er
fallinn frá stórvirkur og fram-
sýnif^athafnamaður. Árið 1938
giftist. hann eftirlifandi konu
sinni^ Steinunni Finnbogadótt-
ur, Finnboga Guðmúndssonar
frá Sírossadal og Helgu Guð-
muridsdóttur konu hans. Þau
eigá fósturdóttur, Ólöfu Ester
Kai3|dóttur, sem er gift Braga
Friðíinnssyni, rafvirkja í
Rejdcjavík, og Vilhjálm Auðunn,
senr er í foreldrahúsum. Árið 19
29 ifór Albert í Samvinnuskól-
ann. Eftir að námi lauk, starf-
aði-lann við Kaupfélag Tálkna
fjarðár hjá föður sínum, ásamt
öðrúm störfum, og árið 1938 tók
hann við stjórn þess og var kaup
félagsstjóri til æviloka. Er
heimsstyrjöldin geysaði og lífs-
FRANSKA kvikmyndaleik-
konan Paseale Petit meiddi sig
illilega, þegar hún var að leika
sér í leyfi í ítölsku ölpunum
hér á dögunum. Og nú geng
ur hún við hækjur, — en hvað
fer ekki svona fallegum stúlk
um vel?
skilyrði fóru að breytast hér á
landi með breyttum atvinnuhátt
um varð Albert það fljótt ljóst,
að atvinnuskilyrði í Tálknafirði
yrðu að breyiast, ef fólkið ætti
ekki að þurfa að flytjast burtu
þaðan. Gekkst hann þá fyrir
því ásamt fleirum, að efnt var
til stofnunar hlutafélags, sem
nefnt var Hraðfrystihús Tálkna-
fjarðar. í Tálknafirði var ekki
annað fyrir vinnufúsar hend-
Albert Guðmundsson.
ur, allt varð að reisa frá grunni.
Var fyrst 'hafizt handa á bygg-.
ingu hraðfrystihúss ásamt
bryggju og keyptur var einn bát
ur, 28 brútLu.es.ir. Þegar komin
voru skilyrði til afsetningar á
fiskinum keyptu nokkrir fram-
takssamir menn, annan bát a£
svipaðri stærð. Var þetta látið
duga fyrst í stað, en þegar byrj
að var á uppbyggingu bátaflot-
ans, stóð ekki á Albert að fylgj
ast með. Árið 1956 kom nýr 66
brúttólesta bútur. 1957 75.1esta
bátur, 1960 100 lesta bátur og 19
62 150 lesta bátur. Árið 1957
varð það óhapp, að Hraðfrysti-
húsið brann. Var þá annað
byggt miklu stærra og fullkomn
ara. Á þessum árum var bryggj
an stækkuð svo, að öll flutninga
skip geta nú lagzt að henni.
Alls konar byggingaframkvæmd
ir voru g. em við koma
svona rekstri, ásamt íbúðarhúsa
byggingum, svo að nú er lagður
grundvöllur ~að þarna rísi upp
myndarlegt þorp. Allar þessar
framkvæmdir hvíldu að segja
má eingöngu á hans herðum, og
nærri má geta, að til hafi þurft
þrautseigju og festu ásamt fram
sýni, þar sem í hlut átti í það
minnsta fyrst í stað fltækt sveit
arfélag, en Albert tókst með sín
um traustvekjandi eiginleikum
að afla sér góðra stuðnings-
manna. Árið 1960 veiktist hann
af mjög slæmum sjúkdómi, svo
að síðan gekk hann aldrei heill
til skógar og hafa nú dregið að
því sem orðið er. Öll hans starfs
orka, allt fram á síðustu stund
hefur farið í að vinna að fram
gangi Tálknafjarðai*. Nú síðasta
var staðið í ekki hvað minnstu
Framhald á bls. 14.