Alþýðublaðið - 07.07.1967, Síða 8

Alþýðublaðið - 07.07.1967, Síða 8
TÓKÍÓ, stærsta borg heimsins, er ein róíegasta borg í heimi. Ef útlentíihgur ráfar um'borgina í iþeim tiigangi að lenda í slags- málum, verður hann vafalaust iyrir vonbrigðum með þann pardísarfrið, sem ríkir á gótun- um. Margar orsakir liggja til þess, hvað lítið er um ofbeldisverk í Tókíó, m. a. má nefna hina rót- grónu löghiýðni japönsku þjóð- arinnar yfirleitt. Svo má líka nefna lögregluna, sem er mjög hæf i sínu siaríi og aukna vel- sæld í A’síu. Það búa um 11 milljónir manns í Tókíó, en árið 1966 voru þar aðeins framin 183 morð, — en margar aðrar borgir, sem eru fjórum sinnum minni en Tókíó gætu öfundað hana af þessari tölu. Flest þessara morða voru framin í augnabliksæði, sjaldn- ast var um að ræða morð að yf- irlögðu ráði, og flest voru fram- in vegna heimilisdeilna, — eigin menn myrtu konur sínar — og öfugt — í augnabliksæði. Lögreglan í Tál.úó, sem cr mjög hæf í sínu starfi og alls staðar nálæg, komst til botns í svo að segja öllum þessum morð málum á nokkrum vikum. Fjöldi morða, sem framin voru árið 1966 var aðeins 8 hærri en árið 1965. Þótt fólks- fjölgunin í Tókió sé gífurleg,1 hefur glæpum fækkað yfirleitt. Árið 1966 voru framin 658 rán í Tókíó, en það var 177 ránum færra en árið áður. Sama ár komst upp um 4103 fjárkúgunar- tilfelli, en það Var 1296 færra en árið áður, 9172 svindlmál, — en það var 142 færra en ’árið áður. 2030 fjársvikamál, en það var 124 færra en árið áður. 565 kynferðisaíbrot, — það var 3 fleira en árið áður og 32 mann- rán. — ★ — Lögreglan í Tókíó fer eftir tveirn aðalreglum í því starfi sínu að halda glæpunum niðri og íylgjast með því, sem er að gerast. Lögreglan er mjög mann- mörg og unnt er að senda lög- regluþjóna og tæknisérfræðinga frá borgunum út í sveitahéruðin, hvenær sem þörf krefur. Það eru 32.000 karlmenn og 200 konur starfandi í lögreglu Tókíóborgar, þannig að það er einn lögreglumaður á hverja 376 íbúa. Allar útborgirnar og hér,- uðin í kring hafa hver sína lög- reglustöð með sérkennandi rauð um lampa yfir inngöngudyrun- um. Lögregla útborganna hefur ná kvæmt eftirlit með sínu svæði. Lögregluþjónarnir hjóla í eft- irlitsferðir um litlu, þröngu göt urnar, sem eru algengastar í gömlu bæjarhlutunum og meiri hluti Tókíóbúa býr þar. Fyrsta skylda lögregluþjónsins er að þekkja hvert hús í hverf- inu, — vita, hver býr í húsinu og hvaða verðmætar eignir liann á. Þegar ekið er út í útborgirn- ar, er lögregluþjónninn á staðn- um oft sá fyrsti, sem maður hitt ir — og hann er önnum kafinn við að hjóla um og útbýta eyðu- blöðum, sem borgararnir eiga að útfylla í ýmiss konar tilgangi. ‘— ★ — Lögreglan hefur líka eftirlit með vopnaeign manna, sem er háð rnjög ströngum lagaákvæð- um. Enginn venjulegur borgari í Japan má eiga skammbyssu og það getur auðveldlega kostað fólk 5 til 10 ára fangelsisvist að eiga ólögleg vopn. Það er síður en svo auðvelt að fá nauðsynlcg leyfi til þess að kaupa og láta skrásetja byssu til andaveiða eða rifíil til villi- dýraveiða. Starf lögreglunnar byggist á viðamiklum upplýsingum um alla, sem búa í Japarr. Heim- ildasöfnunin hefst með fæðingar vottorðinu í heimabæ viðkom- andi og þar verða öll hans gögn sett í möppu í framtíðinni. Þeg- ar hann lýkur skyldunámsprófi, er það skráð á lífsskýrsluna, þeg ar hann fær kort í strætisvagn eða sporvagn, þá er það skráð, — fái hann nýtt starf eða flytj- ist hann til annars sveitarfélags eða borgar, þá er það nákvæm- lega skráð. Enginn Japani getur nokkrun tíma losnað við skjalamöppuna, sem alitaf þyngist í fæðingar- sveit hans. Umsækjendur um stöðu lög- UNDIR Tókíó-turni, sem gnæfir yfir borgina, búa 11 millj. manna og borgarbúum fer sífjölgandi, — en glæpum fækkandi. regluþjóns í Tókió þurfa að hafa minnst stúdentspróf og á síðustu árum hefur orðið algengt, að menn hafi frekari menntun. Um- sækjandinn verður síðan að fara í eins eða tveggja ára lög- regluskóla, áður honum ' er hleypt út í starfið. Allur frami fer síðan eftir. því, hvað skráð hefur verið í starfsskýrslurnar. — ★ — Þegar lögreglan í Tókíó fær í hendur alvarlegt glæpamál, — er komið á fót sérstakri rann- sóknarmiðstöð í málinu og svo margir menn teknir til starfa í þessu sérstaka máli og nauðsyn legt þykir. Framhald á 15. síðu. nm I Tokio eru mörg skemmtanahverfi og þó er ekki auðvelt fyrir þrasgjarna útlendinga að lenda í slagsmálum, því að hér ríkír paradísarfriður á götunum Nýjar lögreglustöðvar eru byggðar í hátízkulegum stíl til þess að' skapa bezta hugsanlega samband á milli Iögreglu og íbúa_ Og hér situr ungur lögregluþjónn á stöðinni sinni og hlustar á söng fuglsins, sem reyndar situr í búri. 8 7. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fuglav ALLUR heimurinn fékk að vita það í vetur sem leið, svo að ekki varð um villzt, hver voði lífi og náttúruverðmætum stendur af olíumengun sjlávar og eyðilegg- ingu þess, sem fjörur og grunn sævi hafa upp á að bjóða. Eitt af hinum géysistóru olíu skipum, sem sigla um heimshöf- in, strandaði við suðurströnd Englands, og ekki varð komið í veg fyrir, að þau ósköp af olíu, sem skipið var fermt, rynnu í sjó út. Auðsætt þótti þegar í stað, að olían mundi granda öllu fuglalífi á feiknavíðáttumiklu svæði sjávar, auk þess sem hinar miklu og víðkunnu baðstrendur Suður-Englands voru í aðsteðj- andi hættu og þar með ensku þjóðinni allri búið ómetanlegt fjárhagstjón, enda sendi ríkis- stjórnin brezka á vettvang heil- an flota herskipa og á þeim fjölda sérfræðinga, til þess, ef unnt væri, að bægja háskanum frá. En engin ráð reyndust duga. Til þessa var varið tugmilljónum sterlingspunda, en allt reyndist unnið fyrir gíg. Getur enginn sagt. með neinni vissu, hve mörg bundruð þúsund fuglar bíða bíða bana af völdum olíunnar, áð ur en lýkur og enginn heldur, hvert fjárhagstjón kann að reyn ast vegna eyðileggingar bað- strandanna, sem að sér hafa dregið foikna fjölda af Ijólki frá flestum löndum heims. Þá, telja og Frakkar víst, að olían muni valda tjóni á fuglalífi og ýmsum verðmætum við vestur- og norðvesturströnd Frakklands. Eins er það ærið athyglisvert og sýnir greinilega, hvað í húfi er, að brezka stjórnin beitir sér fyr ir, að stofnað verði til ráðstefnu hæfustu manna frá ýmsum þjóð- um til þess að draga úr þeirri hættu, sem á því er að svona at- burðir komi fyrir— og hvernig helzt megi stemma stigu fyrir e.vðileggingunni, þegar svo illa tekst til á ný, að slík slys beri að höndum. — Loks er að geta þess, að brezka stjórnin befur ákveðið að fara í mál við eig- endur skipsins og krefja þá skaðabóta. Iíingað til lands koma ærið stór olíuskip, þó að stærð þeirra sé ekki sambærileg við risaskip- ið, sem strandaði undan suður- strönd Englands. Þau skip, sem hingað flytja olíu, éru það stór, að geysimikið tjón hlytist af, ef eitthvert þeirra strandaði hér við land, en við slíku má gjarn- an búast, svo mörg skipsströnd, sem iiér hafa orðið, bæði fyrr og síðar. Það er því ærið fróð- legt fyrir okkur að kynna okk- ur sem bezt allt, sem við kemur sfrandinu mikla og þeim að- gerðum og eftirmálum, sem því íylgja. En oljumengun sjávar við ís- land á sér enn.stað .oft og mörg- um sinnum ó ári, þó að þar strandi engin olíuskip og lög og

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.