Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 5
AÐ YRKJA FYRIR AÐRA Gíorgos Seferis: G o ð s a g a Sigurður A. Magnússon þýddi úr grísku Reykjavík, Ahnenna bóka- félagið 1967. 76 bls. ÞAÐ er tvíbent reynsla að kynnast' í þýðingu skáldskap sem maður veit að vísu fyrirfram að er, eða á að vera, mikilsháttar, en hefur ekki nein föng á að kynna sér sjálfur á' frummáli. En svo er um mín kynni, og ef- laust margra annarra, af ljóðum gríska skáldsins Gíorgos Seferis sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1963 „fyrir sinn mikilsverða skáldskap, innblás- inn af hellenskum menningar- arfi.” Þetta er keimlíkt orðalag og haft var um nóbelsverðlaun Halldórs Laxness. Og ljóð Sef- eris æ.ttu að vera forvitnilegri íslenzkum lesendum en mörgum öðrum vegna þess að vandi hans er vandi okkar eigin bókmennta: að rísa undir byrði klassískrar arfleifðar, yi'kja ekki einungis í skugga heldur framhaldi henn- ar, standa nú á tímum við lif- andi arf fornra bókmennta og menningar. Þetta er ekki ein- asta vandi heldur beinlínis við- fangsefni Seferis, hafi ég skilið kvæði hans og inngang Sigurð- ar A. Magnússonar að þeim réttilega; hann yrkir sí og æ um nútímann í ljósi fortíðarinnar, nútíð og fortíð falla í ljóðum hans saman í einni verðandi. Gíorgos Seferis er nútímalegt „erfitt” skáld og ljóðmál hans þrungið efni úr klassískum grískum bókmenntum sem hlýt- ur að gera ljóð hans enn tor- þýddari á fjarlæga tungu. Ljóða- þýðingar eru raunar eitthvert hið torveldasta viðfangsefni sem nokkur höfundur færist í fang, og má jafnan finna með rökum eitthvað að þeim, Það er sem sé ekki nóg að skila orðréttri merkingu málsins til að þýðing teljist ská'ldskapur, jafnvel ekki þótt takist að halda hætti frumkvæðis, ef þýðingin hefur ekki til að bera eigin hrynj- andi, sitt eigið skáldlega mál- færi; merkingin sjálf er ekkí r.ema einn þátturinn í skáldskaþ kvæðis. Á hinn bóginn dugir ekki að láta innblásast af kvæði til að yrkja sjálfur um sama eða svipað efni og kalla þetta þýðingu; þá kröfu verður að gera, að þýðing miðli með sjálf- stæðum hætti meginefni kvæðis, bókstaílegri merkingu, hætti þess og hugblæ. Einhvers staðar í milli hinnar andlausu prósa- þýðingar og sjálfráðrar eftir- stælingar liggja vegir góðra þýðenda, og eru vitaskuld marg- ir og margvíslegir. En einni kröfu fær þýðandi aldrei und- an vikizt ætli hann verki sínu hlutdeild í bókmenntum tung- unnar, önnur áhrif en vísa veg til frumkvæðis: þýðing hans verður sjálf að vera góður skáld- skapur. „Vart er hægt að hugsa sér einfaldara tungutak en er í ljóð- ÞVO KIRKJUNA Á JÖNSMESSUNÓn Á íslandi er sagt, að gott sé að baða sig upp úr dögginni á Jónsmessunótt. En sú athöfn gleymist mörgum og svo getur farið,. að . Jónsmessan liði án þess að við tökuni eftir henni. En bræður okkar, Svíar, gleyma ekki Jónsmessunni. Þar er Jónsmessan svo mikil hátíð, að henni hefur verið líkt við jólin. Fyrst er það Jónsmessukvöldið og síðan Jónsmessan sjálf og þá eru reistar blómastangir og dans- að fram á rauða nótt í skógar- rjóðrum og hlöðugólfum. Einn sérkennilegasti Jónsmessusið- ur þar í landi er í heiðri hafð- ur í lítilli sóltn í Smálöndum. Þar befur viðhaldizt sá siður í meira en hundrað ár, að ungt fólk í sókninni hvítskúrar 'kirkj una 'sína fyrir 'hverja Jóns- messu. Þetta er gert í minn- ingu ungrar stúlku, Anette von Liewen, sem sprakk af ást arharmi fyrir meira en hundr- að árum. Foreldrar stúlkunnar stofnuðu sjóð, sem veitt var úr í fyrsta sinni fyrir 96 árum, en svo var ákveðið við sjóðsstofn- unina, að á hverri Jónsmessu skyldu framúrskarandi ung- menni sóknarinnar eða ung hjón hljóta nokkra fjárupphæð úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur aukizt með ári hverju og núna fengu 12 ungar manneskjur í sókninni sem svaraði rúmum sjö þúsund ísl. kr. hver. Ástarsaga Anette von Lie- wens var stutt og sorgleg. Hún varð ástfangin í ungum her- manni, en faðir hennar, héraðs höfðinginn Malte von Liewen, lagðist gegn ráðahagnum. An- ette, sem aðeins var 15 ára, grátbað föður sinn um að taka mildar á málunum, — en allt kom íyrir e'kki unz stúlkan gafst upp þremur árum síðar go lagðist I rúmið af sorg. Þá bráðnaði faðirinn sendi eftir unga manninum og elskendurn ir trúlofuðust við dánarbeð An ette. Þetta gerðist á allra heil- agra messu fyrir 130 árum. 12. marz 1860 undirrituðu foreldrar hennar erfðaskrá sína, þar sem þau ánöfnuðu sókninni cignir sínar, en and- virði þeirr'a skyldi varið til þess að stofna sjóð í nafni dótturinnar. Veitt skyldi úr sjóðnum cftir messu á hverri Jónsmessu til duglegra stúlkna á aldrinum 16-20 ára og nýgift um hjónum í sókninni, Árið 1842 voru veittar 90 kr. og 83 aurar til sex ein- staklinga. Nú hefur sjóðurinn aukizt og fjárveiting úr honum nem- ur árlega yfir 80.000 lcr. Fjögur nýgift hjón fengu gjöf úr sjóðnum í ár og átta ungar stúlkur úr sókninni. Eftir hina hátíðlegu athöfn í kirkjunni fóru þiggjendumir allir að grafreit Liewens-fjöl- skyldunnar og skreyttu hana fagurlega. En daginn fyrir Jónsmessu þvoðu þau kirkjuna hátt og lágt að gömlum sið með skrúbb og sápu. Ungu mennirnir börðu renningana af gólfinu, stúlkurnar þvoðu gólfið og stytturnar úr vatni, sem þessi hundrað ár hefur ver ið sótt í ána, sem rennur í gegnum sveitina. um Seferis, en það er þrungið einhvei'jum töfrandi seiði, sem mjög erfitt er að koma til skila í þýðirigu,” segir Sigurður A. Magnússon í inngangi sínum um skáldskap Seferis. Og það er mála sannast að hinn „töfrandi seið” er harla torvelt að greina í þýðingu hans; þetta á raunar ekki við um Sigurð einan lield- ur ýmsar aðrar þýðingar á ljóð- um Seferis sem ég hef séð á öðrum málum. Hinu trúi ég mætavel að Sigurður leitist við að þýða nákvæmlega, koma efni kvæðanna sem rækilegast til skila. Að þessu leyti er það eflaust. hyggilega ráðið að þýða heila ljóðabók í samfellu í stað þess að grípa á bókum skálds- ins sitt á hvað; en auk Goð- sögu sjálfrar er í bókinni eitt kvæði enn, Konungurinn í As- ínu, sem mun taiið með önd- vegisverkum Seferis. Úr þessu kvæði skulu tilfærðir hér tveir staðir, til dæmis af handahófi um orðfæri þýðingarinnar: Sigurður A. Magnússon. vegar að verða fyrir harla mikl- um vonbrigðum skáldskaparins vegna — nema hann í'uglist al- veg í ríminu og haldi að svona eigi að yrkja; og kunna að vísu sum kvæði sumra ungra skálda, sem fást jafnvel einnig við þýð- Við svipuðumst um allan morguninn í virkinu, byrjuðum skuggamegin þar sem hafið grænt og glitlaust — brjóst á skotnum páfugli — tók við okkur eins og tíminn án minnstu sprungu. Æðar klettsins kvísluðust úr mikilli hæð: I kræklóttir vínviðir, naktir, fjölgreinóttir sem lifnuðu við snerting vatnsins, meðan augað sem fylgdi þeim reyndi að forðast lýjandi ruggið og missti sífellt mátt. Og skáldið tefur, skoðar steinana, spyr: ætli séu til í þessum brotnu línum, brúnum, oddum, dældum, bogum, ætli 'séu til hér á krossgötum regns, vinds og rústa svipbrigði, vottur um viðkvæmni þcirra sem rýrnuðu svo kynlega í lífi okkar, sem voru áfram skuggar af bárum og hugsanir án endimarka eins og hafið, eða kannslci, nei, ekkert varð eftir nema þunginn, þráin eftir þunga lifandi veru þar sem við bíðum nú verulausir, sligumst eins og greinar ógnarlegs pílviðar sem hrúgast í linnu- laust óvænið meðan gulur straumurinn ber með sér reyrstöngla rót- slitna í eðjunni, ímynd andlits sem marmaraðist fyrir úrslcurð eilífrar beiskju: skáldið tóm. Þetta er mér ómögulegt að kalla áhugaverðan skáldskap á íslenzku, og sama gildir, satt að segja um önnur kvæði í bókinni, þó þar sé víða látlausari texti og með einfaldara orðbragði en þessi. Ég fæ ekki betur séð en einfaldleiki Seferis, sem Sigurð- ur talar um, og seiður tungu- taksins fari hvort tveggja for- görðum í íslenzku þýðingunni; en þessu kann hvort tveggja að vera kostað til að miðla sem trú- legast efni, bókstaflegri merk- ingu kvæðanna. Slík þýðingar- aðferð á vissulega rétt á sér, ekki sízt til hjálpar við tungu- mála- og bókmenntanám; og er þá eða ætti að vera sjálfsagður hlutur að prenta frumtextann jafnhliða þýðingunni þó það væri kannski tilgangslítið í þessu til- tekna dæmi. En hafa verða les- endur slíkra þýðinga hugfast að þær gera ekki skáldskapartilkall sjálfra sín vegna; þær eru ein- ungis til frásagnar, leiðsagnar að skáldskapnum sjálfum. Lesandi sem ekki hefur þennan vara á sér, tekur þær í alvöru sem eig- inlegan skáldskap lilýtur hins ingar af litlum efnum, að benda til einhverrar slikrar villu. En mér virðist sem sagt að aí þýðingum Sigurðar A. Magnús- sonar megi fræðast æði-mikio um ljóðlist Gíorgos Seferis :séu þær gaumgæfilega lesnar og með stuðningi hins ýtarlega inn- gangs hans um skáldið og ljóðin; hann er uppx-unalega erindi flutt fyrir Samvinnuskólanum í Bif- röst sem hefur þann ágæta sicJ að kynna árlega á sérstakri samkomu síðasta nóbelskáld. Að þessu leyti er ótvíræður fengux- að bókinni: það er sjaldgæft að jafn myndarlegt átak sé gert til að kynna erlendan öndvegishöf- und fyrir íslenzkum lesendum. Og þótt þýðingar þessar séu yfir- leitt ekki markverður skáld- skapur á íslenzku er íslenzkur búningur þeirra margra hverra viðfeldinn það sem hanri nær. En málfarið er að vísu ofur- hversdagslegt, og á ýmsum stöð- um orkar það tvímælis; kann hér að vera komið að því sem háir Sigurði A. Magnússyni mest sem skáídi og þýðanda, brigðulu Framhald á 15. síðu. 7. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.