Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 9
október 1958. Hann var skráður sonur Claudiu Giuseppu Rosu
Cardinale, nemanda (að ofan). Þau giftust í desember 1966 og-
fóru í brúðkaupsferð kringum hnöttinn ásamt systur hennar og
mági (neðst t. v.). Patrick og barnfóstra hans (neðst t. h.).
TTISON
alltaf leitað til mín, kosið mig
fremur en hina. Að hugsa sér,
að nú fæ ég lóksins að heyra
hann kalla mig mömmu eftir öll
þessi ár.
Sonur minn hefur alltaf búið
hjá mér og foreldrum mínum. Ég
hef séð hann á hverjum degi
þessi átta ár. Við höfum eytt
öllum sumarleyfum saman, þótt
það hafi valdið mér ýmiss konar
áhyggjum og hjartslætti. Hann
hefur aldrei verið langt frá mér.
Nú er hann að vísu í skóla í
Napólí, — kristilegri stofnun, —
en ég fer þangað og heimsæki
hann reglulega. Hann er í þriðja
bekk og fer upp í fjórða.
Til þess að geta verið nálægt
honum, hef ég aldrei skrifað und
ir samninga, sem gera ráð fyr-
ir löngum kvikmyndatökum er-
lendis. Ég vildi alltaf komast sem
fyrst aftur til Patricks. Þetta hef
ég ekki gert framans vegna. Ég
hef stritað, því starf mitt krefst
ómannlegs strits, erfiðra ferða,
lítillar hvíldar, skyldustarfa, sem
aldrej taka enda. En þetta hef
ég viljað gera til þess að geta
veitt honum allt. — til þess að
hann gæti orðið hamingjusam-
ur. Ég hef alltaf orðið að leika.
Ég var hin ópersónulega stja'rna,
tilfinningalaus, vinalaus og ástar-
laus. Fólk sá mig brosa, en hvað
var að baki þessari óaðfinnan-
legu framhlið? Kannskí ekkert?
Nú vitið þér, hvað það var. Ég
hef alltaf lifað á voninni. Ég
sagði við sjálfa mig, að þegar allt
kæmi til alls fengi maður það
sem maður ætti skilið í þessu
lífi. Mér fannst ég gera það, sem
ég gæti. — og ég gerðj það fyrir
son minn. Ég hef alltaf varið
hann, og ég mun alltaf gera það,
hvað sem það kostar. Ég hef allt-
of virt aðra og haldið reglur
leiksins, nú vona ég að aðrir muni
virða mig.
Drengurinn er góður strákur.
Hann er vel gefinn og fylgist með
öllu Hann er viðkvæmur og á-
kaflega forvitinn. Hann vill allt
vita, og við verðum að útskýra
allt mögulegt fyrir honum. Hann
hefur gaman af að lesa og veltir
vöngum yfir svo ótal mörgu. Hann
hefur skemmtilega skapgerð og
er bæði þægur og meðfærilegur.
Allir segja, að hann líkist mér í
útliti.
Pabbi hans var Túnisbúi eins
og ég. Maður, sem kom inn í líf
mitt e:nu sinni, en fór þaðan
jafnfljótt fyrir fullt og allt. Ég
var ung kennslukona þá. Við get-
um sagt það sama og venja er að
segja við svipaðar kringumstæð.
ur: Ég fékk að borga víxlspor
æskunnar dýru verði.
En þegar ég gerði mér ljóst, að
ég átti von á barni, vissi ég að
minnsta kosti eitt fyrir víst. Ég
vildi fá að halda því hvað sem
það kostaði Þá var ég ekkj rík
og fræg kvikmyndastjarna, —
bara fátæk ung stúlka í fjöl
skyldm sem lifði samkvæmt tals-
vert ströngum siðferðisreglum.
Víxlspor mitt mundi (og gerði
það) setja allt á annan endann.
En ég vissi, að ég yrði að sigr-
ast á erfiðleikunum.
Eg var fyrir löngu búin að
segja skilið við föður bamsins,
— ég vildi ekki sjá hann og það
hef ég ekki heldur gert. Hann
var ekki „maðurinn í lífi mínu“.
Ég fór til Ítalíu, því að ég hafði
fengið tilboð um að leika í kvik-
mynd þar eftjr að ég vann feg-
urðarsamkeppni heima í Túnis. Á
italíu hitti ég kvikmyndaframleið
andann Franco Cristaldi, sem
gerði við mig samning.
Eftir það lék ég þrjú hlutverk
án þess að ljóstra upp leyndar-
máli mínu. Það sást ekki heldur á
mér.
En einn góðan veðurdag sá ég,
að þetta gekk ekki lengur. Ég fór
til Cristaldi og sagðist vilja segja
upp samningnum Hann horfði á
mig með forvitni í augnaráðinu
og sagði: „Þér eigið líklega ekki
von á barni?“
Ég játaði það strax. Kannski
hefur ákveðni mín haft áhrif á
hann, — ég var ákveðin í að
halda barninu, hvað sem það kost
aði, — þótt ég hefði enga pen-
inga og engin sérstök úrræði þá.
Cristaldi var sá fyrsti, sem ég
sagði frá þessu. Hann skildi mig
og hvatti mig til að segja fjöl-
skyldu m:nni, hvernig komið værj
go taka því sem yfir mig dyndi
Hann var mér í alla staði hjálp.
legur, þótt við værum þá hvort
öðru ókunnug svo að segja.
Við féilumst á, að það væri
bert að ég ætti barnið utanlands
til þess að þetta vekti ekki of
mikla athygli. Ég fór til London
ól son minn þar. Mamma var hjá
mér og allt gekk vel. Ég kallaði
hann Patrick, af því að mér þótti
nafnið fallegt, en nú er hann kall.
aður Pit. Hann fann upp á því
sjálfur. — Ég fór svo aftur ti’l
Ítalíu, og síðan hefur drengurinn
verið þar.
Cristaldi 'hefur alltaf þótt eins
vænt um Pit eins og hann væri
sonur hans. Það er raunverulega
Framhald á bls. 15.
Hjólbarðaviðgerð
Kópavogs auglýsir
Kópavogsbúar sparið tímann og látið okkar
fullkomnu'affelgu'narvél vinna verkið á fljótan
og öruggan hátt. Höfum ávallt fyrirliggjandi
flestar stærðir hjólbarða, slöngur og fleira.
Opið alla daga frá kl. 7.30 til 24.
Gjörið svo vel að reyna viðskipfin.
Hjólbarðaviðgerð Kópavogs
Kársnesbraut 1. — Sími 40093.
LAUS STAÐA
Staða rafveitustjóra við Rafveitu ísafjarðar
og Eyrarhrepps, er laus til umsóknar. Um-
sóknarfrestur til 25. júlí n.k.
Umsóknum sé skilað til bæjarstjórans á ísa-
firði, sem veitir allar nánari upplýsingar ura
starfið.
Rafveita ísafjarðar- og Eyrarhrepps.
Kennari óskasf
Kennara vantar að Gagnfræðaskólanum að Brúarlandi,
Mosfellssvejt á vetri komarida. Æskilegar kennslugreinar
íslenzka og danska. Húsnæði er á staðnum, sem er í um
10 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar veita form,
skólanefndar, séra Bjarni Sigurðsson, Mosfelli og skóla-
stjórinn, Gylfi Pálsson, Eyrarhvammi, sími um Brúar-
Iand (22060)
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Prenfsmiðja
Albýðublaðsins
18. júií 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §