Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 2

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 2
Ráðherrann og skólastúlkan SJALDAN hafa lágrkúrulegri stjórnmálaskrif birzt á prenti á íslandi en árásir Þjóð'viljans á Eggert G. Þorsteinsson sjávarút- vegsmálaráðherra undanfarið. Sagði blaðið meðal annars frá því í feitletruðum ramma á útsíðu, að Eggert hefði setið heilan morg un méð enskri skólastúlku og hjálpað henni við stíl um íslenzk ar fiskveiðar. ÍTt af þessu hefur blaðinu bor- izt yfirlýsing frá Ásgeiri Long í Hafnarfirði, en honum er málið skylt. Hún er á þessa leið; Hjóðviljinn, 19, 7. 1967. „Ráðherrann, síldin, og s'kóla- stíllinn." Hr. ritstjóri. Þar sem efni ofannefndrar grein ar er mér viðkomandi, óska ég eft ir að eftirfarandi athugasemd verði birt, þegar í stað, í blaði yðar. Síúllcan sem um er rætt er gest ur minn hér á landi og viðar að sér efni í ritgerð um mikilvægi síldveiða fyrir íslenzkan fiskiðn- að. Ég hafði milligöngu með að útvega henni. viðtal við sjávarút- vegsmálaráðherra og var það gert með nokkura daga fyrirvara, en ekki sólarhrings. Ég fór með stúlkunni á fund ráðherra sem veitti ihenni viðtal s.l. þriðjudag kl. 11. Af tilviljun leit ég á klukk una þegar við gegnum af fundi ráðherra og hafði viðtalið tekið nákvæmlega 13 mínútur. Mér er óskiljanleg sú litiísvirð- ing, sem blaðamaður Þjóðviljans, Hjörtur Gunnarsson, sýnir sjávar útvegsmálaráðherra, gesti mínum og mér, með því að nötfæra sér vitneskju sem hann öðlast vegna Framhald á bls. 10. MOGUUIKAR KANNADIR A NÝIINGU BIKSTEINS 1 FRÉTT frá iðnaðarmálarálu- neytinu segir, að nú hafi opnast mÖguleikar á nýtingu perlusteins eða biksteins, sem aðallega finnst á tveimur stöðum á Islandi, i Prestahnúki við Langjökul og í Loðmundarfirði éystra. Hyggst ráðuneytið láta rannsaka þessa 10% INNRITAÐRA STÓÐ- UST LANDSPRÓFI ÁR LANDSPRÓFSNEFND var til. kynnt um 1029 nemendur, eða 26,1% af aldursflokknum fæddum 1951, sem innritazt liefðu til lands prófs miðskóla. Nefndinni bár- ust hins vegar ekki gögrn frá nema 963 nemendum og af þeim náðu 674 prófi, eða 65,5% af innrit- uðum, en 70% af þeim sem gögn bárust frá. Hlutfallið' er mjög svipað í Reykjavík ogr utan. — Flestir landsprófsnemendur í möguleika í sumar og fer hér á eftir fréttatilkynning ráðuneytis- ins um þetta efni. „í nokkra áratugi hefur perlu- steinn (biksteinn), verið hagnýtt- ur á margvíslegan hátt, bæði í byggingariðnaði og efnaiðnaði. Fyrir um það bil 20 árum hóf- ust athuganir á gæðum íslenzks perlusteins og möguleikum á hag- nýtingu hans. Tómas sál. Tryggvason jarð- fræðingur rannsakaði þessi mál all mikið en auk hans ýmsir erlendir sérfræðingar. Stærstu perlusteinsnámur, sem vitað er um hér á landi, eru í Prestahnjúki við Langjökul og Loðmundarirði eystra. Enda þótt tilraunir með vinn- slu sýnishorna, sem tekin voru á þessum stöðum og reynd, gæfu í viðræðum fulltrúa Johns-Man- ville Corporation við iðnaðarmála- ráðherra, nú nýlega, kom í ljus hjá fulltrúum félagsins mikill á- hugi á hugsanlegri hagnýtingu perlusteins hér. Jolins-Manville Corporation er annar aðaleigandi Kísiliðjunnar h.f. og sér m. a. um sölu kísilgúrsins. Ýmis notkun perlusteina er ekki óskyld notkun kísilgúi-s og vinn- sla og sala víða á hendi ama fé- Framhald á 15. síðu. FINNSKA skólaskipið Matti Kurki hefur undanfarna þrjá daga legið' við festar í Reykja- vík. Skip þetta, sem er frei- gáta, tæp 1600 tonn að stærð, keyptu Finnar af Bretum ár. ið 1962 og hafa notað það til þjálfunar sjóliðsforingjaefna síðan Hingað' kom freigátan frá Bandaríkjunum, en áður hafði hún komiö við í Eng- Iandi og Kanada, þar sem skip verjar skoðuðu m. a. heimssýn- inguna í Montreal. Héðan er förinnj svo heitið til Helsinki með' viðkomu í Danmörku, og hefur ferð þess þá varað í þrjá mánuði að þessu sinni. í gær var gestamóttaka um borð í Matti Kurki og á mynd inni hér að ofan sjáum við skipherrann, Klcnberg, heilsa Níels P. Sigurðssyni, nýskipuð- um sendilierra íslands hjá NATO, er hann mætti í mót- tökuna. Reykjavík voru í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 189, en utan Reykja víkur í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar 46. Sé miðað við árganginn 1951 eru þeir 674, sem náðu prófi 17% viðunandi árangur, varð þó ekki af öllum fæddum á því ári. Hæsta úr vinnslu, vegna þess, að á báð- einkunnin yfir allt landið var ág. um þessum stöðum þótti flutn- 9.43, en ágætiseinkunn hlutu 16, ingskostnaður steinsins til strand- I. eink. 212 og II. eink. 446. Þeir , ar og þaðan á markað of mikill til sem náðu miðskólaprófi, en fengu að vinnslan væri nægilega arð- ekki framhaldseínkunn voru 190. jvænleg. Skálholtshátíð á sunnudaginn Örlög Tshombes ákveöin í dag Alsír 20. 7. (NTB-Reuter) HÆSTIRÉTTUR Alsír kemur sam an á morgun (föstudag) til þess að kveða upp dóm í því máli, IlVort Moise Tshombe, fyrrum forsætisráðherra Kongó skuli af- Iientur þarlendum yfirvöldum, — en hann hefur verið dæmdur til dauða í lieimalandi sínu fyrir föð urlandssvik. Tshombe hefur verið í haldi í Álsir í nokkrai- vikur, síðan hon- um var rænt og hann seldur í hendur alsírskra yfirvalda, sem talið er, að engin þægð hafi verið í þeirri sendingu Verjandi Tshombes er alsírsk- ur lögfræðingur, — en Tshombe fékk ekki leyfi til þess að njóta aðstoðar þess franska lögfræðings, sem kona hans hafði fengið til að verja málstað manns hennar. Alsírski lögfræðingurinn á að hafa bent á, að þeir, sem dæmdu Tshombe til dauða hafi allir ver- ið skyldir Mobutu, forseta Kongó. Sagt er, að Tshombe hafi verið vongóður um framtíð sína í dag. Þegar hæstiréttur hefur kveðið uþp dóm sinn, — er það forsetans, Houari Boumedienne, að ákveða, hvort sá úrskurður skuli standa — eða hvort hann sjálfur ákveð- ur eitthvað annað. En hann er æðsti dómstóll í þessu máli. HIN árlega Skálholtshátíð fer fram í Skálholti næstk. sunnudag og hefst kl. 13,30 með klukkna- hringingu, síðan er organleikur og síðan hefst messan kl. 14 með lúðraþyt úr Þorlákstiðum. Biskup- inn, séra Sigurbjörn Einarsson, þjónar fyrir altari, en séra Sig- urður Pálsson, vígslubiskup, pre- dikar. Skálholtskórinn syngur við at- höfnina, forsöngvarar eru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son, en trompetleikarar Snæbjöm Jónsson og Bragl Kr. Guðmunds- Út hefur verið gefin efnisskrá um hátíðina og er þar nákvæm- lega rakið hvernig messan skuli fram fara, enda mun tæplega af veita, því að formið virðist all- flókið og mikið um, að söfnuður skuli standa upp, en það er merkt með stjörnu í efnisskránni. Að lokinni messu, ki. 16,30 verð ur baldin samkoma í kirkjunni, þar sem Haukur Guðlaugsson leik ur einleik, Tómas Guðmundsson, skáld flytur í'æðu, Sigurveig Hjaltested syngur með orgelundir- leik og Gunnar Egilson leikur á son. Organleikari verður Haukur 1 klarinett með orgelundirleik. Þá Guðiaugsson, en söngstjóri dr. les séra Ingólfur Ástmarsson ritn- Róbert A. Ottósson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. ingargrein og bæn, en loks verð- ur almennur söngur. Krefst skaðabóta fyrir ást Aþenu 20. 7_ (NTB-Reuter) D I O R-sýningarstúIkan Luisa hefur hafið mál í borgarrétti Aþenu gegn tvítugri Aþenu- stúlku, sem sökuð er um að hafa stolið ást manns Luisu. — Luisa krefst hárra skaða- ' bóta fyrjr þennan verknað, sem keppinautur hennar hefur gert sig sekan um. Luisa held- ur því fram, að þegar liún gift ist manninum hafi hún fengið einkarétt á ást hans og þeir, sem steli þeirri eign hennar, eigi hiklaust að g.ialda skaða- bætur. 2 21. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.