Alþýðublaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 9
SYBIL BURTON, sem áður var gift' Riehard Burton, en er nú gift ungum dægurlagasöngv- ara, eignaðist nýlega dóttur, sem skírð hefur verið Amy. Sybil átti 2 dætur með Richard. Ánægðar mæður C> BEATRIX krónprinsessa Hollands er geisl- andi af hamingju, er hún situr hér fyrir með frumburð sinn, Vilhjálm Alexander prins, og það er heldur engin furða. En litli prins- inn virðist ekki enn hafa vanizt blossum ljós- myndavélanna, en sennilega líður ekki á löngu, þar til hann tekur þeim sem sjálfsögð- um hlut. OG HÉR ER svo Anna María Grikklandsdrottn- ing með son sinn, Pál, ríkiserfingja Grikklands Fiskiðjuver á floti FISKIFLOTINN í Riga hefur nú fengið nýtt flaggskip, þar sem er verksmiðju- og móður- skipið „Aleksej Pozdnjakov,” sem smíðað var í Gdansk skipa- smíðastöðvunum í Póllandi. Er þetta næstum 20.000 lesta skip, 165,5 metra langt, 21,3 metra breitt og hefur 260 manna á- höfn. Skip þetta er hið nýtízku- legasta í alla staði og er fljót- andi fiskiðjuver, sem framleið- ir fiskafurðir tiibúnar til sölu til neytenda. Þar er fiskur salt- aður, frystur og soðinn niður, þar er mjölverksmiðja og margt fleira. í hinum miklu vörugeymslum skipsins eru af- urðirnar geymdar í allt að 25 stiga frosti. (APN). Frægur turn GALATATURNINN í Istanbul var byggður á 13. öld og var notaður sem varðturn fyrir verzlunarhverfið í Galata og einnig fyrir höfnina. Sagt er, að hann hafi einnig verið not- aður sem fangelsi, og að marg- ir fangar hafi verið látnir dúsa í dimmum klefum í kjallaran- um þar. Nú hefur turninn ver- ið byggður upp og á efstu hæð er nú veitingahús og nætur- ^1ÚbbUr-' 1 b£j•' tún er falleg, þegar hún er orðin svona hrein og Appelsín. Nýja AppelsíniS á nýrrl Enn ein gæða- vara frá PEPSIC0 INC., N.Y. Pepsi, Pepsi-Cola og Miranda eru skrásett vörum., eign PEPSICO INC., N.Y. 21. júli 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ <|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.